Alþýðublaðið - 03.04.1952, Qupperneq 4
AB-AIþýðublaðið 3. apríl 1952
Vaxtahækkunin
ÞAÐ VAKTI MIKLA AT-
HYGLI er formaður Alþýðu-
flokksins, Stefán Jóh. Stefáns
son, gat þess í ræðu, sem
hann flutti fyrir nokkru í
fulltrúaráði flokksins, að orð
rómur gengi um það, að veru
leg vaxtahækkun stæði fyr-
ir dyrum.
Nú er þetta komið á daginn.
Landsbankinn hefu.r hækkað
útlánsvexti um 1% og inn-
lánsvexti flesta um 1V2%.
Væntanlega hefur bankinn
tekið þessa ákvörðun með
vilja og vitund ríkisstjórnar-
innar. Hinir bankarnir munu
svo ekki sjá sér annað fært en
að fara í. slóð þjóðbankans,
enda er það alls staðar venja.
Það er engu.m vafa bundið,
að þessi hækkun útlánsvaxta
íþyngir mjög atvinnuvegun-
um á erfiðum tímum. Allar
líkur benda því til þess, að
hún geti bæði orðið til þess
að au.ka dýrtíð og atvinnu-
leysi. Er því hér um mjög var-
hugaverða og jafnvel hættu-
lega ráðstöfún að ræða. Það
var sízt af öllu ástæða til að
bæta gráu ofan á svart með
því að gera atvinnurekstu,r
erfiðari og auka dýrtíðina með
hækkuðu verðlagi. Allar líkur
benda og til þess, að enn þyngi
undir fæti fyrir þeim, sem af
veikum mætti, en knúnir af
ríkri nauðsyn, berjast nú fyr-
ir því að byggja hús. Yfirleitt
mun hækkun útlánsvaxta hafa
lamandi áhrif á atvinnurekst-
ur og' framkvæmdir, og mátti
þó ekki á það bæta. Mun nú
mörgum þeim, er við útgerð
og iðnað fást, með réttu finn-
ast, að lagður sé enn steinn
í götu framkvæmda þeirra.
En það sýnast valdhafarnir
láta sig litlu skipta.
Það mun vera talið til gild-
is þessari vaxtahækkun, að
hún muni örva sparifjárinn-
lög. En það er miklum vafa
bundið, eins og öllu.m högum
er háttað.
Það er einkum þrennt, sem
dregur nú mjög úr því, að
sparifé safnist fyrir í láns-
stofnunum.
í fyrsta lagi er hin vaxandi
vantrú á íslenzku krónunni.
Menn óttast það mjög og ræða
um það sín á milli, að brátt
muni draga til annarrar al-
mennrar gengislækkunar. Því
miður verður ekki sagt að
þessi hætta sé útilokuð. Þvert
á móti sýnist nú flestum, að
núverandi stjórnarstefna auki
þessa hættu, og geri hana yfir-
vofandi. En af þessum ekki á-
stæðulausa ótta leiðir það, að
margir, sem eiga peninga,
kjósa heldur að verja þeim til
kaupa á ýmsum eignum og
hlu.tum, sem búast má við að
haldi verði sínu óskertu. Á
meðan þessi vantrú ríkir á
verðgildi peninganna, er vart
við því að búast, að.sparifjár-
innlög aukist.
í annan stað er nú svo kom-
ið, vegna . atvinnuskorts og
dýrtíðar, að tekjur manna
hrökkva vart til daglegra
nauðsynja. Almenningur hef-
u,r því ekkert afgangs til
sparifjársöfnunar. Þvert á
móti hafa margir neyðzt til
þess að ganga á geymdan eyri
frá betri dögum.
í þriðja lagi hefur lánsfjár-
kreppan skapað mikinn og
vaxandi svartan markað út-
lána. Menn hafa, einkum í
sambandi við byggingafram-
kvæmdir, neyðzt til þess að
selja okrurum trygg veð-
skuldabréf með 30—40% af-
föllum, auk hárra vaxta.
Þannig geta nú þeir, sem vilja,
ávaxtað fé sitt með 10—20%
ársvöxtum, jafnvel á tryggi-
legan hátt. Verður það mörg-
um freisting, að ávaxta fé sitt
á þennan hátt í stað þess að
geyma það í peningastofnun-
um.
Þær ráðstafanir, er myndu
örva sparifjárinnlög, eru því
einar tryggilegar, sem að því
miðuðu: 1) að skapa aukna
trú á verðgildi krónunar, 2)
að hagur almennings sé góður
og öruggur, og 3) að útrýmt
sé að verulegu leyti svarta-
markaði útlána. En því miður
leiðir núverandi stjórnar-
stefna í öfugar áttir.
Þegar á allt þetta er litið,
verður ekki annað með sanni
sagt, en að ákvörðun stjórn-
arvaldanna um hækkun
vaxta sé enn eitt óheillaskref-
ið, sem stigið er á þeirri
braut, er liggur til aukins
öngþveitis og vandkvæða.
Holyrood99
Mikið úrval af peysum
og sólplisscruðum jersey-pilsum.
Laugavegi 48.
Skrifslofustúlkð óskasf
Aðaláherzla lögð á leikni í vélritun erlendra og
innlendra bréfa.
Nokkur bókhaldsþekking æskileg.
Skrifleg umsókn ásamt kaupkröfu og meðmælum
óska^t send í skrifstofur vorar.
Áburðarverksmiðjan h.f.
Lækjargötu 2. II. hæð.
AB — Alþýðublaðið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
sími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
AB 4
Steinolía á Suöur-j ouanúi'í - /etur hefur
verið borað a-
kaft eftir steinolíu við Tönder á Suður-Jótlandi; en þar virðist
töluvert af þessum dýrmæta vökva véláaidarinnar vera faL.
ið í iðrum jarðar. Á myndinni sést einn af verkfræðingunum,
sem verið hafa að verki við Tönder, vera að reyna krana, sem
steinolían á að streyma út af, þegar nóg er talið fundið af
henni til þess að hefja olíuvinnslu í stórum stíl.
„Þjóðarfoúskapur !s-
lendinga", yfirlifsrif
!im fjárhags og al-
tmnulíf þjéðarinsiar
HLAÐBÚÐ hefur gefiff út
bókina „Þjóffarbúskapur ís-
lendinga“ eftir Ólat' Björnsson
prófessor, en hún er yfirlitsrit
um fjárhags- og atvinnulíf ís-
lands. Eru þar raktar í heild
hinar rísavöxnu framfarir, sem
orffiff hafa á öllum sviffum ís-
lenzkra atvinnuvega og félags-
málastarfsemi síffustu fimmtíu
ára, en bókin er 421 blaffsíffa að
síærð í stóru broti, prentuð í
Ingólfspienti.
„Þjóðarbúskapur Islendinga“
skiptist í níu kafla, og fjalla
beir um landið, fólkið, land-
búnaðinn, fiskvsiðarnar, iðnað-
inn, verzlun og samgöngur, pen
inga og verðlagsmál, félagsmál
og opinber fjármál. Kaflar þess
ir skiptast svo í marga þætti, og
virðist efnisyfirlitið benda til
þess, að bókin sé mjög yfir-
gripsmikil og fróðleg.
Bókin er af hálfu liöfundar
og útgefanda hugsuö sem hand-
bók, þar sem saman séu dregn-
, ar upplýsingar um fjárhags- og
atvinnulíf landsmanna, sem
livergi sé annars staðar að fá á
einum stað.
,Land og folk’ um Sig
fús Sigurhjarfarson
Vegsarrsa kommúrilsta, eo hrakyrða
,svikara‘% bændar og Baradarfklameno!
STALÍNVERÐLAUNUNUM var úthlutað í Moskvu nú
fyrir skömmu, og eins og venjulega féllu ýniis þeirra í hlut
rithöfunda, sem eiga að hafa skrifað „merkustu bækur“ árs-
ins, er leið. Var hér að vanda um að ræða sagnaskáld, leikriía-
höfunda og Ijóðskáld, en flestir hlutaðeigandi rithöfundar eru
óþekktir á Norðurlöndum og engin hinna verðlaunuðu bóka
hefur verið þýdd á Norðurlandamál enn sem komið er. Hins
vegar hefur Kaupmanna'nafnarblaðið „Social-Demokraten“
gert lesendum sínum grein fyrir meginefni þeirra og tilgangi
samkvæmt heimildum, sem ekki ætti að þurfa að efast um, að
muni sannar og réttar.
Heimildarmaðurinn er eng-
inn annar en Konstantin Si-
monov, aðalritari rússneska rit
höfundasambandsins og ritstjóri
bókmenntatímaritsins „Litera-
turnaja Gazetaé. Hann ritaði
grein í aðalmálgag'n rússneska
kommúnistaflokksiás, „PravT
da“, 17. marz og gerir þar verð
launabækurnar að umræðuefni.
Tveir rithöfundar fsngu
fyrstu Stalínverðlaunin í ár.
Þeir eru S. ZÍobin, sem í sögu-
legri skáldsögu, „Stenka Raz-
in“, lýsir djúpi því, er staðfest
var milli bændanna og kósakka
hetmannanna í Rússlandi keis-
arastóórnartímanna, og lett-
neski rithöfundurinn V. Lazis,
er rekur í skáldsögu sinni,
hversu lettneska þjóðin „braut
ok auðvaldsins af hálsi sér“.
lýðræðisins". Um skáldsögu O.
Maljzevs, „Júgóslavneski harm-
leikur5nr.“, skr far Konstantin
Simonov:
„Skáldsaga þessi hefur eink-
um gildi vegna þess, að hún af-
hjúpar sv'karana við júgóslav-
nesku þjóðina, «r grímubjuggu
sig sem vini Sovétríkjanna á
stríðsárunum, þegar þeir þorðu
ekki að koma til dyranna eins
og þeir voru klæddir“. Svikar-
arnir eru aö sjálfsögðu ,.Tító og
klíka hans“.
Jaros'av Galan, sem er frá
Úkraínu, ritaði marga bæklinga
gegn „mannætulegri, stríðsæs-
andi stfefnu páfagarðsins". Si-
monov heldur því íram, að Ga-
lan hafi „fallið á verðinum"
sern fórnardýr útsandara páfa-
garðsins, er sendir hafi verið
Skáldsaga Lazis er augsýmlega j inn í Sovétrík'n. Hanr. bætir því
ákafur lofgerðaróðtir um mosk-1 við, aó útsepdarar þessir liafi
óvítana, því að hún „vegsamar í síðar vorið teknir höndum. Bók
bsztu fulltrúa flokksins, kom- i Ð. Jeremins, „Þrumur yfir
múnistana, sem aldrei víkja“. S Róm“ .fjallar urn baráttu ít-
Óðalsbændunum er l.ins vegar j ölsku verkalýðslireyfingarinnar
lýst í skáldsögu hans sem S „fyrir lýðræðinu og gegn her-
„fjandmönnum þjóðarinnar“. ; námi Bandaríkjamanna".
Wanda Wasilijevska hlaut j Það vekur athygli, að meðal
verðlaunin fyrir skáldsögu sína verðlaunabókanna er engin
„Brennandi elfur“, þar sem
segir frá „pólsku föðurlands-
vinunum, er börðust við hlið-
ina á sovéthernum gegn fasism
anum og grundvöliuðu Pólland
„friðarskáldsagá". Hins vegar
hefur skáldið Nikolaj Tihonov
ver'ð verðlaunað xyrir safn af
„friðarljóðunú, sem -fjalla með
Framhald á 7 síðu.
„LAND OG FOLK“, blað
kommúnista í Kaupmannahöfn,
flutti andlátsfregn Sigfúsar Sig
urhjartarsonar á áberandi stað
og með mynd af ho.ium og kvað
hann hafa verið hinn frábæra
foringja vinstri sósíalistaflokks
ins, sem 1Ð38 hefði ásamt Komm
únistaflokki íslands stofnað
hinn sósíalistíska eyingarfiokk.
Blaðið segir í sambandi við
andlátsfregnina, að Sigfús hafi
komið til Kaupmannahafnar á
heimleið frá Moskvu fyrir rúm
um mánuði síðan og verið þá
miklu betri til heilsu, en þegar
hann kom þangað á leið til
Moskvu í október; en þá hafði
hann mætt á Kaupmannahafnar
ráðstefnu danska kommúnista-
flokksins og flutt þar bróður-
lega kveðju, frá hinum sósíal-
istíska einingarflokki á íslandi.
yfirheyrzlurnar.
FRÆÐSLUERINDI um al-
menna heilsuvernd á vegum £é-
lags íslenzkra hjúkrunarkvenna
og Heilsuverndarstöðvar Rvík-
ur verður haldið dagana 16. til
30. apríl. Námskeiðið verður
haldið í fyrstu kennslustofu há-
skólans og verSa fyrirlestrarnir
haldnir annaðhvert kvöld.
Námskeið þetta er ókeypis og
eingöngu ætlað hjúkrunarkon-
um, hjúkrunarnemum, Ijós-
mæðrum og ljósmæðranemum.
Verður námskeiðið með svip
uðu sniði og námskeið það, er
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
hélt fyrir tveimur árum og var
mjög fjölsótt.
Allar nánari upplýsingar
verða gefnar á Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur í síma 3273
og .hjá formanni Félags ís-
lenzkra lijúkrunarkvenna i
síma 1960. Síðar munu verða
gefnar upp nánari upplýsingar
um tilhögun námskeiðsins.