Alþýðublaðið - 09.04.1952, Page 4

Alþýðublaðið - 09.04.1952, Page 4
AB-AIþýðublaðið 9. apríl 1952. Síalin afsannar kommúnistaáróður ÖLLUM MUN MINNIS- STÆTT, hver var málflutn- ingur kommúnista hér á landi og erlendis, þegar Atlantshafs bandalagið var stofnað. Þeir fullyrtu, að varnarsamtök lýðræðisríkjanna jafngiltu stríðsyfirlýsingu á hendur Rússum og leppríkjum þeirra. Dag eftir dag boðuðu þeir í ræðu og riti, að leiðtogar Vest urlanda væru staðréðnir í að hefja krossferð á hendur Rúss um með báli og brandi og vís uðu algerlega á hug þeirrl yf irlýsingu, að friðarvilji lægi stofnun Atlantshafsbandalags ins til grundvallar. Nú er að sjálfsögðu miklu auðveldara að gera þessi mál upp en var við stofnun Atlants hafsbandalagsins. Reynslan hefur talað sínu máli, og dóm ur hennar liggur öllum í aug um uppir AtlantshafsbanJa- lagið hefur á engan hátt auk ið ófriðarhættuna eins og kommúnistar staðhæfðu. Það hefur haldið jafnvægi milli austurs og vesturs og leitt til þess, að öryggi hefur leitt ótta af hólmi. Fyrir nokkrum dögum lét Jósef Jitalín svo xrm mælt í viðtali við sendi- herra Indverja í Moskvu, að hann teldi hættuna á nýrri heimsstyrjöld minni nú en fyr ir þremur árum. Skömmu áð ur hafði hann svarað á líka lund fyrirspurnum amerískra blaða um sama efni. Höfuð- páfi kommúnismans í heimin um Iítur því ekki svo á, að Atlantshafsbandalagið sé stofnað með árás fyrir augum —- þá myndi hann telja stríðs hættuna aukast með eflingu bandalagsins. Stalín hefur þannig orðið til þess að kippa meginstoðynum undan áróðri kommúnista gegn Atlantshafs bandalaginu. Það liggur líka í augum uppi, að Bandaríkin myndu hafa farið öðru vísi að en raun varð á, ef þau hefðu haft í huga krossferð eða árásar- stríð gegn kommúnismanum. Þau hefðu þá að sjálfsögðu lagt til atlögu við Rússland, meðan þau ein áttu þess kost að beita kjarnorkusprengj- unni. Slíkt létu ábyrgir aðilar í Bandaríkjunum sér ekki íil hugar koma. Þeir völdu hins vegar það ráð að efla varnir Bandaríkjanna heima fyrir og . samherja þeirra í Evröpu. Til gangurinn var að efla þær svo, að Sovétríkjunum þætti ekki árennilegt, að ráðast á lýðræð isríkin. Þeim tilgangi hefur og vonandi verið náð. Út- þensla kommúnismans í Ev- rópu er stöðvuð, því að Rúss- ar og leppríki þeirra gera sér ljóst, hvað ófbeldi og árásír kunna að kosta. Stalín telur sig ekki þurfa að óttast árás af hálfu Bandaríkjan&n og Atlantshafsbandalagsins. En hann sér í hendi sinni, hvaða afleiðingar nýr yfirgangur og nýtt valdarán getur haft. Og þess vegna hafa riágranna- þjóðir Rússa í Evrópu, sem voru varnarlitlar og óttaslegn ar fyrir stofnun Atlantshafs- bandalagsins. sloppið við ör- lög Tékkóslóvakíú, og eldur- inn, sem kveiktur var í Kóreu sumarið 1950, ekki breiðzt út um gervallan heiminn. Forustumönnum kommún- ismans austur í Kreml hefur aldrei stafað árásarótti af At- lantshafsbandalaginu. En varn arsamtök lýðræðisríkjanna voru þeim eigi að síður og eru mikill þyrnir í augum. Þeir vildu, að Evrópa væri sundruð og lítils megandi, svo að hægt væri fyrirhafnarlítið að halda áfram krossferð kommúnis- mans vestur eftir álfunni, láta eitt ríkið af öðm hverfa „þegjandi og hljóðalaust'1 austur fyrir járntjaldið og framkvæma ,heimsbyltinguna‘ í skjóli ^ússnesku byssustingj anna. Og það er einmitt reið in yfir því, að þetta mistókst, sem stjórnar pennum og tung um kommúnista hér á landi og erlendis, þegar þeir fordæma Atlantshafsbandalagið og þjóð irnar, sem að því standa. Þeir eru reiðir vegna þess, að hlaðinn hefur verið varnar- garður gegn rússnesku flóð- bylgjunni. þó að hann sé öfl ug vörn heimsfriðarins, sem þeir vegsama með vörunum, en hata í hjartanu. Bífrúðugler Öryggisgler í hliðar- og framrúður fyrirliggjandi. PETUR PETURSSON Hafnarstræti 7. Sími 1219. IÐNÓ. IÐNO. Nýju dðnsarnir í kvöld kl. 9. Hljómsveit hússins leikur. SÖNGVARI: HAUKUR MORTIIENS. Aðgöngumiðar á kr. 15,00 S’eldir frá kl. 5 í dag. í Sími 3191. IÐNÓ. IÐNO. AB — AlþýðublaSið.' Útgefandi: Alþý'ðuflokkurinn. Bitstjóri: Stcfán Pjetursson. Augiýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sími: 490G. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 Úr Sogamýri. — Ein af myndum Sverris Haraldssonar. Sverrir Haraldsson opnar málverka symngu i usíamennasKaianum --------*------ SVERRIR HARALDSSON opnar málverkasýningu í Lista- mannaskálanum kl. 4 í dag. Sverrir er í hópi okkar yngstu mál- ara, 21 árs að aldri; hefur stundað myndlistarnám í Handíða- skólanum og lauk teiknikennaraprófi þar fyrir ári síðan. Hefur hann átt myndir á ýmsum listsýningum síðan 1948, einnig á norrænu samsýningunni í Helsingfors, íslenzku sýningunni í Ósló og nú í Briissel. Á þessari sýningu eru 54 olíumálverk, nokkrar lágmynd ir úr gipsi, steinsteypu og tré; myndlist, og hefur þegar náð, ekki aðeins mikiili leikni í teikningu og meðferð lita, held auk þess 48 teikningar. Flestar I ur og sérstæðum persónulegum olíumyndirnar munu vera gerð ar á síðast liðnu ári. Sverrir Haraldsson er fædd- ur og uppalinn í Vestmanna- stíl, einkum hvað litaval snert- ir. Flestar myndirnar á þessari sýningu eru gerðar í abstrakt- stíl, oftast meira eða minna eyjum, lagði snemma stund á ' arkitektoniskum. Páll Porbjörnsson: GúmmíbjörguRðrbá ■ s FRÁ ÞVÍ hafur verið skýrt opinberlega, að þing Slysavarna félags íslands hafi talið það mis ráðið og vítt skipaskoðun ríkis ins fyrir það að leyfa gúmmí- björgunarbáta á vélbátaflotan- um íslenzka. Slysavarnaþingið finnur bátunum það til foráttu, að þeir séu viðkvæmír fyrir stungum og hætt við eyðilegg- ingu í eldi. Þá er það fært bát- unum til foráttu, að ekki sé hægt að róa þeim-cða ráða ferð þeirra svo nokkru nemi- Sjálfsagt er eitthvað til í öll- um þessum athugasemdum; þó efast ég um, að bálum þessum stafi meiri hætta af skemmdum í eldi heldur en batum úr tré. Kostir bátanna eru aftur á móti þeir, að þeir eru íéttir, það fer lítið fyrir þeim og þeir eru yfir byggðir. Björgunarbátamálið var mik ið rætt í félagssamtökum sjó- manna hér í Vestmannaeyjum, og var það sameiginlegt álit allra, að gúmmíbjörgunarbátarn ir væru heppilegasta fleytingar björgunartækið, sem völ væri á, þegar allar aðstæður væru teknar til greina. Á vélbátum, 20—70 smálestir, er illmögu legt að koma fyrir björgunarbát, sem taki alla skipshöfnina. Þá hefur reynslan sýnt, að bátum þessum er mjög hætt við að brotna í vondum veðrum og alla jafnan gengur illa að koma þeim fyrir borð, þegar grípa þarf til þeirra. Ég efast ekki um góðan vilja þeirra, sem sitja þing slysavarna félagsins, tif að leggja eingöngu það bezta tíl málanr.a; en hitt hlýtur að vera staðreynd, að sjó mennirnir sjálfir, sem eiga að nota bátana og bjarga sér á þeim, ef illa tekst til, hafi miklu meira vit á því, hvaða tæki er hægt að nota og geta orðið að .gagni. Sjómönnum er ekkert gagn í pappírsreglugerðum um björgunartæki, sem ekki koma að haldi og ekki verður viðkom ið nema í litlum hluta flotans. Ég hef nú að undanförnu séð allmarga vélbáta búna venjuleg um bátum úr tré. Björgunarbáta er fæsta þessara báta hægt að nefna; slíkt væri háð, og sumir þeirra bera ekki nálægt því alla skipshöfnina. Hveriir eiga að verða afgangs? Einn vélbát sá ég koma hingað til Vestmanna eyja, frá höfuðstöðvum alls eftirlits í landinu, Reykjavík, með bát sem björgunartæki, einna áþekkastan íleytum þeim, sem unglingar hafa verið að klambra saman hér í Vestmanna eMjúm pg leika sér á innan hafnar, en skynibornu fólki hef ur þótt ástaéða til að talfæra við lögregluna að banna. Ég tel það mikið íljótræði, að fordæma giimmíbátana fyrr en hægt er að benda á annað betra. Sjóslysum verður aldrei afstýrt; en það er hægt að draga rriikið úr þeim með raunhæfum aðgerð um. Pappírsákvæði, sem ekki er hægt að framfylgja að gangi, er til tjóns. Páll Þorbjörnsson. ATHS. AB: Blaðið mun inn- an skamms birta ítarlega grem um þetta mál eftir Sigurjón Á. Ólafsson, . varaformann Slysa- •varnafélagsins. BANDARÍKJASTJÓRN hefur nýlega afhent Frökkum tvo tundurspilla. Eru þeir hluti þeirrar aðstoðar, sem Frökk- um verður látin í té á þessu ári. Ferðlr um páskana frá ferðaskrif- sfofunni FERÐIR frá Ferðaskrifstoiu ríkisins.um páskana verða eins og hér segir: Skíðaferðir í skíðaskálann í Hyeradölum: Skírdag kl. 10.00 og kl. 13,30; föstud. kl. lo'oo og 13,30, laugardag engin ferð. Sunnud. kl. 10,00 og 13,30,, mánud. kl. 10,00. Til Akureyrar: Skírdag frá Reykjavfk kl. 8,00, mánudjag kl. 8,00. Biskupstungur og Geysir: Frá Reykjavík á miðvikudag kl. 18,00, skírdag kl. 13,00 og laug ardag kl. 13,00. Mánud. kl. 18,00 til Reykjavíkur. Laugarvatn: Frá Reykjavík: Skírd. kl. 9,00, laugard. kl. 13,00. Mánudag írá Laugar- vatni kl. 18,00. Aukaferðir eft- ir þörfum. Skeggjastaðir: Frá Raykja- vík: Miðvikudag og laugardag- kl. 15,00. Til Reykjavíkur: Mánudag kl. 10,00. Fljótshlíð: - Frá Reykjavík: Skírdag og laugardag kl. 11,00. Til Reykjavíkur: Mánudag kl. 14,00. Grindavík: Alla daga kl. 19,00. Áukaferð á laugardag kl. 14,00. Hveragerði og Ölfus: Frá Reykjavík: Miðvikud. og laug- ard. kl. 17,30. Til Reykjavík- ur: Mánudag kl. 17,00. Eyjafjöll: Skírdag kl. 11,00. Reykir og Mosfellsdalur: Fimmtudag, föstudag og páska- dag: Kl. 12,45 Reykir, 14,15 Mosfellsdalur, 16,00 Reykir, 18,15 Reykir og Mosfellsdalur. Annan í páskum: Ferðir eins og sunnudaga. Laugardagsferð kl. 23,00 fellur niður. Selvogur: Skírdag kl. 10,00. Keflavík og Sandgerði: Áætl- unin óþreytt alla dagana. Kjalarnes—Iijós: Frá Reykja vík: Skírdag og föstudag kl. 9,00, laugardag kl. 16,00, sunnu dag og mánudag kl. 9,00. Frá Hálsi sömu daga ki. 16,00. Landssveit: Frá Reykjavík: Míðvikud. kl. 20,00, skírdag kl. 11,00. Til Reykjavikur; Mánud. kl. 18,00. Landeyjar: Frá Reykjavík: Skírdag og laugardag kl. 11,00. Til Reykjavíkur: Sunnudag kl. 14,00. Álftanes: Alla daga kl. 13,00 nema páskadag. ReykhoÚ: Frá Reykjavík: Miðvikud. kl. 10,00, laugardag kl. 14,00; frá Akranesi: Þriðju- dag og föstudag kl. 13,00. Til Reykjavíkur: Þriðjudag og föstudag kl. 13,00; til Akraness: Mliðvíkudag og laugardag kl. 13,00. Vík í Mýrdal: Frá Reykjavík: Miðvikudag kl. 9,00 og 17,00, skírdag kl, 10,00, föstudag kl. 9,00. Til Reykjavikur: Mánud. kl. 11,00. Þingvellir: Frá Reykjavík: Fimmtud. og sunnud. kl. 10,00. Til baka kl. 19,00 báða dagana. Þykkvibær: Frá Reykjavík: Skírdag og laugardag kl. 13,00. V.-Landeyjar: Frá Reykja- vík: Laugardag kl. 11,00. m ■ 4 íslenzkir skátar á aíþjóðamót í London í sumar ALÞJÓÐAFORINGJAMÓT skáta verður haldið í Londoir dagana 15.—24. júlí í sumar, og munu fjórir íslenzkir skátar sækja mótið, og eru þeir allir fjá Hafnarfirði. Milli 30 og 40 þjóðir hafa til kynnt þátttöku sína í mótinu, og er búizt við að samtals um 3500 manns sæki mótið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.