Alþýðublaðið - 19.04.1952, Blaðsíða 8
Mavörðuheiði og Oxnadals-
heiöi ófærar vepa kraps
------4-----
fiioltavörðuheiði mokuð eftir helgina.
HOLTAVÖRÐUHEIÐI og Öxnadalsheiði eru eins og stend
Ai i ófserar bifreiðum, sökum þess að vegna hlákunnar er kom-
ían svo mikið krap í snjóinn, að ekki er hægt að aka ofan á
hi.jnum, eins og gert hefur verið. A að fara að moka Holta-
vörðuheiði eftir helgina.
Samkvæmt uppiýsingum frá* ’
I í orðurleið h.f. er ágætt fœri |
upp að Fornahvammi í Norðurj
, árdal.jen nórðan til á heiðinni
,er mikill snjór. Yfir; Húnavatns.j
’þing er færð góð og 'snjór -litill. i
Talsverður snjór er á Vatns- _____
■pkarði, en þar hefur vegurir.nj
\ irið ruddur. Þaðau er góð færð j YFIRLÆNIR Dr. med Gísli
c.ustur að Giljareit á Öxnadais-j Fr. Petersen flytur fyrirlestur í
J :ði. en mikill snjór er á kafl- i hátíðasal h.áskólans n.k. sunnu-
cnum þaðan niður ?.ð Bakkaseli dag*- 20. þ. m. kl. 2 e. h. Efni
i Öxnadal. Er ekki vitað, hve-
■r.ser þar verður mokað.
um
geislavlrk gerviefni
Samkvæmt upplýsingum frá
vegagerð ríkisins er færð á vsg
i.. \ hér sunnan lands fremur góð.
All’r vegýrnir' austur í sveitir
:eru færír. og engar horfur á, að
f.srð spillist sakir aurbleytu af
1 - /singjum, enda liefur snjó
]eyst nokkuð jafn og hægt.
Skógamynd irá
álaska sýnd
auslan fjalls
SKOGAKVIKMYND frá Al-
a.ska verður sýnd á Selfossi í
d ag, en myndin hefur áður ver
i' sýnd í Hveragerði og á Eyr-
arbakka. í gær var hún sýnd
btaðamönnum og fleiri í Re.vkja
vík. Mynd þessi er tekin af
Jóni Bjarnasyni frá Hveragerði
cr hann ásamt broður sínum
vann við fræsöfnun í Alaska.
fyrirlestursins er: ,,Geislavirk
gerviefni og hagný.ting þeirra í
lækinsfræði".
Fyrirlesturinn fjallar um
geislavirk gerviefni (radioísót-
ópa). Framleiðsla á þessum efn
um hefur aukizt mjög : síðustu
árum, í sambandi við kjarnorku
iðnaðinn, og eru þau notuð í ae
ríkari mæli í læknisfræði og á
fleiri sviðum.
Verður greint fra eðli og eig
inleikum þessara geislaefna og
notkun þeirra til lækninga. Lýst
verður í hverju læknamáttur efn
anna er fólginn, og h\rernig beim
er beitt við ýmsa sjúkdóma, og
þá jafnframt illkynjaðar mein-
semdir eins og krabbamein.
.Fyrirlesturinn hefst stundvís-
lega kl. 2 e.- h. ög er öllum heim
ill aðgangur.
Verkfalli fresfað
SANDGERÐI
BIFREIÐASTJÓRAR hafa
ákveðið að fresta verkfalli því,
sem hafði verið, þar til síðar í
vor. til þess að fyrirbyggja
stöðvun bátaflotans og atvinnu
tjón af þeim sökum. — O. V.
’ókmenníakynning í filefni a
fimmiugsafmæli Laxness
-----4------
Verður í Austurbæjarbíói; Jón Helgason
prófessor flytur erindi um skáldið.
MÁL OG MENNING gengst fyrir bókmenntakynningu í
Austurbæjarbíói annan sunnudag í tilefni af fimmtugsafmæli
Halldórs Kiijans Laxness, og flytur Jón Helgason prófessor í
Kaupmannahöfn erindi um skáldið. Ennfremur verður lesið
upp úr skáidritum Halldórs og sungin lög við kvæði eftir hann.
Bókakynningin hefst kl. 2 síðdegis, en sala aðgöngumiða byrj_
ar í dag.
♦ Lárus Pálsson, Þorsteinn Ö.
Stephensen og fleiri" leikarar
munu lesa upp úr „Sjálfstæðu
fólki“ og ,,Ljósvíkingnum“, en
Guðmunda Elíasdóttir syjigur
hokkur lög við kvæði eftir
Halldór með undirleik Þórunn-
ar Viðar.
Mál og menning hefur ákveð
ið að hefja sölu aðgöngumiða í
dag, þar eð fjöldi fólks hefur
þegar óskað þess, að fá miða
pantaða að bókmenntakynn-
ingu, þessari. Er hægt að fá að-
göngumiða pantaða og keypta
í bókabúð Máls og menningar
að Laugavegi 19; en hún er
opin til kl. 4 í dag. Sími bóka-
búðarinnar er 5055.
Fimmtugsafmæli Halldórs
miðvikudag, og
minnzt með
Flugvélar með
slrandgæziu við
Nýfundnaland
SPÆNSKIR OG FRANSKIR
togarar sækja mjög á fiskímið
in umihverfis Nýfundnaland og
hafa þarlendir fiskimenn orði'ö
fyrir miklum ágangi togaranna,
: sem toga í landheigi við hina
longu og óbyggðu strönd. Fá
fíkip hafa verið við strandgæzl-
-una, sem hefur.verið mjög ábóta
vant, en nú hafa flugvélar verið
teknar í notkun til þessa starfs Kiljans er
og þykja þær gefast vel. Taiið í , *
r. j r i mun þess verða
er að íiskstofninn á Nýfundna-
landsmiðum hafi gengið mjög
til þurrðar undanfariu ár og er
terlendum togurum kennt u:n
fiskileysið.
sérstakri dagskrá í ríkisútvarp-
inu, og enn fremur verðu.r „ís-
landsklukkan“ sýnd í þjóðleik-
húsinu af tilefni afmælisins.
ALÞY9UBLA9IB
Sýhlalygin
ÞJÓÐVILJINN er nú þagnað-
ur, í bili að minnsta kosti,
um Grímsey, og byrjaður að
skrifa u.m „sýklahernað
Bandaríkjamanna í Kóreu“ á
ný. Hefur ein áróðurslygin
þar með verið látin falla, eft-
ir að hún var afhjúpuð, en
önnur verið tekin upp í stað-
inn, eins og þessa sorpblaðs
er vani. Spurningin er nú að-
eins sú, hvort það sé ekki
heizt til snemmt fyrir Þjóð-
viljann, að hefja skrif um
„sýklahernað Bandaríkja-
manna“ á ný eftir þá útreið,
sem þessi ógeðslegasta áróð-
urslygi veraldarsögunnar hef-
ur svo nýlega fengið. En að
því er ekki spurt á ritstjórnar
skrifstofum hins fjarstýrða
ieigublaðs; því að Rússar reka
á eftir.
ÞJÓÐVILJINN segir nú, að
„sönnun hrannist á sönnun
ofan“ um sýklahernað Banda-
ríkjamanna í Kóreu, og mun
blaðið þar eiga við blekking
arljósmyndir þær, eða ljós-
mynduðu, lygar, eins og'
Sveinn í Firði myndi hafa
sagt, sem kínverskir komm-
únistar hafa sent út um heim
til þess að kasta ryki í augu
gagnrýnislausra blaðalesenda,
og sumar hafa verið birtar í
Þjóðviljanum. Já, Þjóðviljinn
segir, að hvorki meira né
minna en „sérfræðingar í
sönnunargögnum“(!) hafi um
málið fjallað, og mun hann
þar eiga við nokkur þæg verk
færi eða nytsama sakleys-
ingja, sem kínverska komm-
únistastjórnin hefur valið sér
til þess að vitna um það, að
lygin sé sannleikur!
EN HVERNIG STENDUR að-
eins á því, að kommúnistar
neituðu að fallast á rannsólm
alþjóða rau.ða krossins á þess
ari ákæru þeirra, ef hún hef-
ur við slík rök að styðjast.
sem þeir vilja vera láta?.
Halda þeir ,að nokkur hugs-
andi maður taki þáð trúan-
legt, að útvaldir „sérfræðing
ar þeirra í sönnunargögnum“
séu, óvilhallari dómstóll í
slíku máli en alþjóða rauða
krossinn? Nei vissulega dett
ur þeim það ekki í hug! En
hvers vegna má rauði kross-
inn þá ekki rannsaka málið?
Er það ekki alveg augljóst, að
með því að hafna tilboði
hans, hafa kommúnistar þeg-
ar viðurkennt, þótt óbeinlín-
is sé, að þeir viti upp á sig
skömmina og þori þar af leið
andi ekki að láta neina óvil-
halla, vísindalega rannsókn
áróðurslyginnar fram fara?
Námskeið í frjáls
um íþróflum
NÁMSKEIÐ í frjálsum íþrótt
um hjá ír hefst um /niðja næstu
viku. Þ|að verður bæði fyrir
stúlkur og pilta. Fyrst verður
kennt innan húss, en úti strax
og íþróttavöllurinn verður opn
aður. Kennau-i verður Guðmund
ur Þórarinsson.
Á námskeiðum sem þessti hafa
oft verið uppgötvaóir margir
frægir íþróttagarpar.
Sjö frumherjar heiðraðir á líu
ára afmæli U. M. F. R.
-------4-----
Félagið minntist afmæjisins með hófi i
Breiðfirðingabúð á fimmtudag.
UNGMENNAFÉLAG REYKJAVIKUR minntist tíu ára af-
mælis síns með liófi í Breiðfirðingabúð á fimmtudagskvöld, og
voru við það tækifæri sjö frumherjar ungmennafélagslireyfing-
arinnar kjörnir heiðursfélagar þess. Þeir, sem heiður þennan
hlutu, eru Guðmundur Kr. Guðmuudsson, Jóhannes Jósefsson,
Lárus Rist, Magnús Kjaran, Ríkharður Jónsson, Sigurjón Péturs
son og Þórhallur Bjarnarson.
r " : • Enn fremur voru eí þessu til
efni sæmd heiðursmerki félags-
ins þau Páll S. Pálsson, sem var
fyrsti formaður UMFÍ; Kristín
Jónsdóttir, sem lengi átti sæti
í stjórn þess, og LárUs Salómons
son, hinn ötuli glímukennari fé
lagsins.
Afreksmerki félagsins fyrir $
þróttamet hlutu María Hall-
grímsdóttir, fyrir langstökk
kvenna; Gylfi Gunnarsson, fyrir.
hástökk ári atrennu; og Kristíra
Árnadótt'ir fyrir spjótkast
kvenna. Sigursælustu glímu-
menn félagsins hafa áður hlotiS
heiðursmerki þetta, en ung-
mennafélagið leggur sem kunn*
ugt er mikla rækt við íslenzku
glímuna og á mörgum ágætum
glímumönnum á að skipa.
Veizlustjóri í afmælishófhui
var Sveinn Sæmundsson yfir-
lögregluþjónn, en formaður fé-
lagsins, Daníel Einarsson, setti
samkomuna. Stefáa Runólfsson,
fyrrverandi formaður félagsíns,
flutti ávarp . og þakkaði sér I
lagi Gunnari Thoroddsen borg-
arstjóra og bæjarstjörn Reykja
víkur lóð þá, sem féiagið hefun
fengið í Laugardalnum ,en þap
er tilgangurinn að reisa félags-
heimili og íþróttavöll. Helgi!
Sæmundsson biaðamaður mæltl
fyrir minni félagsins, en síðara
fóru fram frjáls ræðuhöld og
tóku til máls Kristín Jónsdótt-
ir; Lárus Salómonsson; Gunnar
Thoroddsen, borgarstjóri; Bens
.dikt G. Waage, forseti ÍSÍ; Daní
el Ágústínusson, riiari UMFÍ;
Axel Jónsson, formaður UMSK;
Erlendur Pétursson, formaður
KR; Rikharður Jónsson, mynd-
höggvari; Magnús Kjaran, stór
kaupmaður; Guðmundur Kv%
Guðmundsson og Lárus Rist.
Guðmundur Jónsson óperusöng
vari skemmti með söng, og
Soffía Karlsdóttir leikkona söng
gamanvísur. Loks vör stí;\nni
dans.
í ræðum þeim, sem fluttar
voru í hófinu, var sér í lagi far
ið miklum viðurkenningarorð-
um um starf fyrrverandi for-
manns félagsins, Stefáns Run-
ólfssonar frá Hólmi, en honum,
á UMFR meira að þakka en
nokkrum öðrum.
Framh. á 7. síðu.
manna fré Svíþjóð
sfofnað hér
HINN 9. APRÍL var stofnað
Félag íslenzkra námsmanna fra
Svíþjóð. Var stofnfundurinn
mjög fjölsóttur; enda mun tala
þeirra, sem stundað hafa nám í
Svíþjóð, skipta nokkrum hundr
uðum. I lögum félagsins segir,
að meðlimir þess geti allir þeir
orðið, er dvalizt hafi við nám
í Svþjóð, og að tilgangur fé-
lagsins sé að viðhalda kynnum
þeirra og vinna að sameigin-
legum áhugamálum þeirra.
I stjórn voru kjörnir: Sveinn
Ásgeirsson, hagfræðingur, for-
maður; Bragi Þorsteinsscn.
verkfræðingur, ritari; Gunnar
Björnsson, verkfræðingur,
gjúldkeri; Valdimar Jónssori,
vterkfræðingur, varagjaldkeri,
og Sigfús Halldórsson, tónskáld,
vararitari. Kjörin voru í vara-
stjórn Soffía Þórarinsdóttir,
Gunnar Kristinsson og Sigux-
linni Sigurlinnason.
Ákveðið hefur verið, að
halda næsta fund um miðjan
maí næst komandi.
um sjö
bílasfyrki
SPARNAÐARNEFND hefur
sent bæjarstjórn umsögn sína
út af sjö u.msóknum um bif-
reiðastyrki. Umsækjendurnir
eru eftirtaldir starfsmenn bæj-
arins: Guðlaugur Stefánsson,
Sigurbergur Elíasson, Theódór
Magnússon,Hróbjartur Lúthers
son, Sören Sörenson, Magnús
Ólafsson og' Magnús Júlíusson.
- Ek ki er blaðinu kunnugt um,
hvernig umsögn sparnaðar-
nefndarinnar hljóðar.
Leitin að selföngurunum:
Stórvidri á leitarsvæðinu við
Grænland í gærdag
EIN KATALINAFLUG-
VÉL frá Flugfélagi íslands
flaug vestur að Grænlands-
strönd í gær í leit að norsku
selveiðiskipunum, en varð
að snúa við vegna óveðurs.
Bæði var skyggni slæmt, og
enn fremur var komið hvass
viðri af norðaustri, eða fnilii
11 og 12 vindstig. Leitinni
verður haldið áfram strax
og veður leyfir, og munu
þá margar flugvélar taka
þátt í leitinni, að því er
slysavarnafélagi'ð skýrði AB
frá í gær.
Flugvélin fór frá Reykja-
vík um hádegi í gær og flaug
vestur að Grænlandsströnd,
en gat skamman tíma leitað
við ísinn vegna versnandí
veðurs og skyggnis.
Norsku hersnekkjurnar,
sem komu til norðurlandsins
í byrjun vikunnar, leita nú
báðar hinna týndu skipa;
en hætt er við, að þær geti
lítið aðhafzt við leitina með-
an óveðrið stendur.
Veðurútíitið í dag;
JVllhvass suðvestan, rigning
með köflum.