Alþýðublaðið - 20.04.1952, Blaðsíða 6
Framhaldssagan 73
Agatha Christie:
Morðgátan á Höfða
Dr: Áifur
OrðhengiLs:
ANDLEGIR ÁLAGABLETTIR
Við könnumst öll við álaga-
blettina, sem ekki mátti nytja á
neinn hátt; annars var óham-
ingjan vís.
Svo hafa alltaf verið til and-
legir álagablettir; ..þegiðu
strákur, þetta er guðsorð!“
sagði kerlingin, sem var að
lesa í sálmabókinni og hóf
sálminn þannig: ,,Hvsð hvítt og
blátt, sem mætir mér!“ Jafnvel
þegar svo rangt var lesið í
guðsorðabók, að hteint guðlast
varð úr, urðu menn að hlýða
þögulir og með andaktarsvip;
•— þegiðu strákur, þetta er
' guðsorð! Og ef mönnum varð á
. að brosa, þegar ambögurnar
keyrðu úr hófi fram, þá var
brosið móðgun við máttarvöid-
in — en ambögurnar, þær voru
guðsorð . . .
Nú orðið lesa ailfles.tir staf-
rétt, en ranglæsir geta menn
verið engu að siðtrr. Og þótt
trúin á óheilfamátt álagabletta
i mýrum og móum kunni að
hafa dvinað, þá er trúin á hina
andlegu álagablettina ef til vill
sterkari nú en nokkru sinni
fyrr. Það gildir orðið einu
hvaða fjarstæða er lesin út úr
guðsorði, eða hvernig það er
rangfært og skrumskælt, —
þegiðu strákur, þetta er guðs-
orð!
Og ekki er nóg með það, —
þó menn finni spádomum sín-
um og fullyrðingum engan stað
' í hinum viðurkenndu guðsorða-
bókum, — jafnvel ekki með því
að rangfæra eða leggja ein-
. hvern óskiljanlegan skilning í
þær heimildir, — skal það heita
guðsorð samt, — og þegiðu
strákur. Og þeim verður ekki
skotaskuld úr því að finna upp
einhverja nýja biblíu, ef sú
góða og gamla dugar ekki; —
já, og það er meira að segja
guðsorð, sem guðlast er að ve-
fengja, ef þeir hinir sömu spá-
menn fullyrða, að þeirra ritn-
ingar séu mun áreiðanlegri en
þær heilögu!
En, — eitt skilyrði verður þó
að vera fyrir hendi til þess að
spádómarnir verði andlegur á-
lagablettur, þegiðu strákur og
allt það! Menn verð.a að spá
hörmungum og aftur hörmung-
mn, hslzt dómsdegi og synda-
flóði, hnattveltu og öðru þess
; háttar, — og helzt einu sinm á
ári hverju, að minnsta kosti!
Og ef þeir spádómar koma ekki
heim við gömlu biblíuna, þá er
bara vitnað í einhverja aðra
biblíu, vitanlega enn óbrigðulli,
*•— og þegiðu strákur, því að allt
er það guðsorð .. .
Því að nú er það ekki lengur
; guðlast f.ð telja hitt og þetta á-
I reiðanlegra guðsorði, ef á þarí
að halda, slíkum spádómum til
| heimildar. En hins vegar era
. þeir guðlastarar og jafnvel djöf
: ulsins útsendarar, sem leyfa’sér
að brosa.
„Hvað hvítt og blátt, cem
mætir mér!“
svaraði fyrir sig, um leið og
Poirot leit á hann.
,,Ég er ungfrúnni samþykk-
ur‘‘, svaraði ég, er hann leit
spyrjandi á mig.
„Ég segi sama“, svaraði
Lazarus.
,,I>að er bezti kosturinn úr
því, sem komið er“, svaraði
Challenger sjóliðsforingi.
„Við skulum heita hvert
öðru því, að gleyma öllu því.
er gerzt hefur í þessari stofu
í kvöld“, mælti Croft bóndi,
og var auðheyrt, að honum
þótti mikið við liggja að horf-
ið væri að því ráði.
„Mig furðar ekki á að heyra
þig segja það“, mælti Japp.
„Ég ætla að biðja þig þess,
vina mín, að dæma mig ekki
hart“, mælti frú Croft smeðju,-
lega við Nick. Ungfrú Nick
leit hörkulega til hennar og
virti hana ekki svars.
,,Og hverju hafið þér að
svara. Elín?“
„Við bóndi minn munum
hvorugt hafa orð á þessu við
nokkurn mann. Gleymskan og
þögnin græða meinin bezt“.
„En þér, herra málafærslu-
maður?“
„Annað eins og þetta er ekki
unnt að láta liggja í þagnar-
gildi“, svaraði Karl Vyse.
„Slíkt mál verður að tilkynna
réttum aðilum, svo að þeir geti
teki'ð það til réttrar og viðeig-
andi meðferðar11.
„Karl ....“ hrópaði ungfrú
Nick.
„Því miður, góða mín. Ég
get ekki annað en litið á þetta
imál frá sjónarmiði laganna og
réttvísinnar“, svaraði lögfræð-
ingurinn rólega, en með festu.
Poirot fór að hlægja.
„Tillagan um að láta málið
liggja í þagnargildi virðist þá
vera samþykkt með sjö at-
kvæðum gegn einu“, mælti
hann. „Japp kunningi minn
kýs hvort eð er að vera hlut-
laus í málinu“.
„Ég er í sumarleyfi“, mælti
Japp og brosti. „Ég hef ekki
atkvæðisrétt“.
„Sjö atkvæði gegn einu“,
endurtók Poirot hugsi. „Það er
Karl Vyse einn, sem greiðir at-
kvæði gegn tillögunni, en með
lögum og rétti. Þér eruð vilja-
sterkur maðu,r, herra Vyse, og
látið ekki stundaráhrif ráða
skoðunum yðar“.
Lögfræðingurinn yppti öxl-
um.
Dr. Alfur Orðhengils.
„Ég þykist ekki þuxfa að
gera néina sérstaka grein fyrir
atkvæði mínu“, svaraði hann.
„Þetta er svo oíureinfalt. Að-
eins eitt getur komið til greina,
og allt annað er þar með úti
lokað“.
,Já, þér eruð heiðvirður mað
ur og réttsýnn“, mælti Poirot
enn. „En meðal annarra orða;
ég fylgi einnig minnihlutanum.
Ég ljæ einnig sánnleikanum at-
kvæði mitt í þesssu máli“.
„Herra Poirot ....“ hrópaði
1 ungfrú Nick skefld.
„Ungfrú“ svaraði Poirot.
„minnist þess, að það er yðar
vegna að ég fór að skipta mér
af þessu máli. Og ég gerði það
samkvæmt yðar eigin ósk. Nú
getið þér hins vegar ekki skip
að mér að hætta og þegja“.
| Hann hóf þumalfingurinn
ógnandi. Það var hreyfing, sem
, ég kannaðist vel við. Ég vissi,
að nú yrði hann ekki lambið
| að leika sér við.
I „Takið ykkur sæti. Öll sam-
an. Og ég mu.n segja ykkur
allan sannleikann, varðandi
þetta mál .... “
Og hann var svo valdmanns-
legur, bæði rómurinn og fram-
koraan, að allir hlýddu honum
u.msvifaláust. Og allir störðu á
hann, þögulir og spyrjandi.
„Það er þá fyrst“, mælti
hann, „að ég er hérna með
lista, sem á eru skráð nöfn
allra þeirra, sem að einhverju
leyti koma við sögu þessa máls.
Ég auðkenndi nafn hvers og
eins með bókstaf, mér til hægð
j arauka, og í stafrófsröð. Aftur
að „J“-inu. „J“-ið lét ég síðan
tákna hugsanlega, aðvífandi
persónu, sem tengd gæti verið
málinu á einn eða annan hátt,
‘sennilegast fyrir tilverknað
einhverrar þeirrar persónu, er
á listanum var, eða í sambandi
við hana. Það var ekki fyrr en
í kvöld, að mér varð Ijóst, hver
þessi persóna var, en hins veg
ar vissi ég það, að hún var ekkí
aðeins ágizkun mín. Og það,
sem hér hefur gerzt í kvöld,
hefu.r fært mér heim sanninn
um það, að ég hafði þar á réttu
að standa“.
„Og það var ekki fyrr en í
gær, sem mér var Ijóst, að ég
hafði gert eina afdrifaríka
skizzu í þessu máli. Um leið og
mér varð það ljóst, breytti ég
nafnalista mínum. Ég bætti á
hann einni persónu og auð-
Myndasaga barnanna:
kenndi hana með bókstafnu.m
„K“.“
„Og var þar um að ræða enn
eina aðvífandi persónu?“ spurði
Karl Vyse og heldur ónotalega.
„Ekki get ég nú beinlínis
sagt það. „J“-ið nægði mér til
að tákna hana. Ef um aðra
slíka persónu hefði verið að
: ræða, myndi ég því einnig hafa
áuðkennt hana með þeim bók
staf. Bókstafurinn ,,K“ hefur
! þarna allt aðra merkingu.
Hann táknar þá persónu, sem
! ég hefði átt að skrifa efsta á
listann, en sem mér því miður
, sást. yfir“.
Honum varð litið á frú Rice
! „Ég get fullvissað yður um
það, frú, að maðu.rinn yðar er
saklaus af því að hafa myrt
Maggie Buckley. Það var per-
sónan, sem á lista mínum er
auðkennd með „K“, ,er vann
það ógæfuverk11, mælti hann.
| Frú Frederica Rice starði á
hann.
! „Og hver er sú persóna, sem
þér hafið auðkennt með „K“-
inu?“ spurði hún.
J Poirot leit á Japp. Japp gekk
1 skrefi nær áheyrendum og hóf
máls, eins og hann flytti
skýrslu fyrir rétti.
„Samkvæmt beiðni og þeim
upplýsingum, sem ég hafoi
fengið“, mælti hann, „kom ég
þtingað snemma kvöldsins. Poi
rot sá svo um, að ég kæmist
inn í húsið og í fylgsni, án
•. þess að nokkur yrði þess var
eða hefði hugmynd um þaö.
Ég valdi mér felustað bak við
gluggatjöldin, hérna í næstu
stofu. Þegar þið voruð öll kom
in hingað inn og höfðuð tekið
ykkur sæti, gerðist það, að
ung stúlka, kom inn í stofuna,
þar sem ég dvaldist og kveikti
ljósið. Að því búnu gekk hún
að arninum og opnaði lítið
leynihólf yfir arinhillunni, að
því er virtist með því að styðja
á hnapp. Út úr leynihólfinu tók
hún skammbyssu, lokaði síðan
hólfinu og gekk út úr herberg
inu. Ég veitti stúlku þessari
þegar eftirför. Án þess að hún
yrði þess vör, tókst mér að
opna dyrnar nægilega til þess
að ég mætti sjá, hvað hún hafð
ist að frammi á ganginum. Þar
höfðuð þið hengt yfirhafnir
ykkar, þegar þið komuð. Unga
stúlkan þurrkaði skammbyss-
u,na \TOidlega með vasaklút, og
kom henni síðan fyrir í vasan-
um ^Teinni kápunni. Seinna
0 og Ting-Lin&
AB 6
Boltinn kom fljúgandi og
Tíng-Ling rétti út höndina.
Bangsa til mikillar u.ndrunar
stöðvaði hann boltann á fingri
sér og hringsneri honum þar
án þess að missa hann. Hinir
strákarnir komu nú hlaupandi
til þeirra stórhrxfnir af léikni
Ting-Lings með boltann,
E_____
Þe.gar Alli, Gutti og Eddi
voru búnir að heilsa Ting-Ling,
hélt Bangsi áfram að útskýra
boltaleikinn fyrir honum. En
þá tók Ting-Ling spaðana, sern
boltinn er sleginn með og henti
þeim öllum upp í loft, gxeip þá
til skiptis og henti þeim aftur,
en allír voru á lofti í einu.
i lWW' 9 f,/. *■>: V;
Sv^jhætti Ting-Ling. Strák
arnirí.hórfðu á hann fullir að-
dáur|aiv Hann langaði til að fá
að sfeöðá' nágrennið, og Bangsí
fylg^* jöónum. Ting-Ling sagði,
að s|'g}þæitti boltaleikur of lík-
ur %jthnu. Vinna þætti sér leið
inle^, En hins vegar þætíi sér
íramá'h að hugsa.
Minningarspjöld
Barnaspítalasjóðs HringslnsS
eru afgreidd í Hannyrða- S
verzl. Refill, Aðalstræti 12. S
fáður verzl. Aug. SvendS
sen). í Verzluiini VictorS
Laugaveg 33, Holts-Apó- S
teki, Langhuitsvegi 84, S
VerzL Álfabrekku við Suð- S
urlandsbraut og Þorsteins-S
búð, Snorrabrau* 61. S
-----------------------------S
s
s
s
s
Smurt brauð
og snittur.
Nestispakkar.
Ódýrast og bezt. Vin-S
samlegast pnntið meðs
fyrirv'ara. s
S
S
i
MATBARINN
Lækjargötu 6,
Sími 80340.
I
Nýkomið, ódýrt. Sam-
lokur 6 og 12 volta.
Rafvclaverkstæði og verzí
un Halldórs Ólafssonar
Rauðarárst. 20. Sími 4775
af ýmsum stærðum í bæn)
um, úthverfum bæjarins)
og fyrir utan bæinn til -
sölu. * •
Höfum einnig til söhú
jarðir, vélbáta, bifreiðir^
og verðbréf. ^
S
N
S
Nýja Fasteignasalan
Bankastræti 7.
Sími 1518 og kl. 7,30 —)
8,30 e. h. 81546. V
Minningarspjöld j
dvalarheimilis aldraðra sjóS
manna fást á eftirtóldum S
stöðum í Reykjavík: Skrif-S
stofu Sjómannadagsráðs S
Grófin 1 (gd ígið inn frá S
Tryggvagötu) sími 80788, S
skrifstofu Sjómannafélagss
Reykjavíkur, Hverfisaötu^
8—10, VeiðafæraverzluninS
Verðandi, Mjólkurfélagshúss
inu, Verzluninni Laugateig^
ur, Laugateig 24, bókaverzl^
uninni Fróði Leifsgötu 4,^
tóbaksverzluninni Boston,^
Laugaveg 8 og Nesbúðinni,^
Nesveg 39. -— í Hafnarfírði^
hjá V. Long. ^
KÖSd borð og
heitur veizíu-
matur.
Síid & Fsskur.
Samúðarkort )
s
Slysavarnafélags fslands ^
kaupa flestir. Fást hjá^
slysávarnadeildum ums
landí allt. í Rvík í hann-s
yrðaverzluninni, Banka-S
stræti 6, Verzl. Gunnþór-S
unnar Halldórsd. og skrif- N
stoíu félagsins, Grófin 1Á
Afgreidd í síma 4897. —
Héitíð á slysavarnafélagið.)
Það bregst ekki.