Alþýðublaðið - 14.05.1952, Side 4

Alþýðublaðið - 14.05.1952, Side 4
jAB-Aíþýðublaðið 14. maí 1952 bómur hæstarettar um 30. marz. verða fullkomnari. Hér er einn af nýjustu gerð, sem nú er notaður til farþegaflutninga á Sjálandi í Danmörku. Hann lítur út eins og lítil járnbrautarlest. Gestaleiksýningarnar: Lelkféiag álraness sýnir „i BopbúS" eftir iohn Ervine -------------*------ ÖLLUM eru enn í fersku minni aðfarir kommúnista, er þeir gerðu aðsúg að alþingi 30. marz 1949, rneðan verið var að ræða og afgreiða að- ild íelands að Atlantshafs- bandalaginu, og gengu þann- ig með grjótkasti frá alþing- ishúsinu, að þar var varla heil rúða eftir; en mesta mildi að . sjálfir alþingismennirnir urðu ekki fyrir tjóni á Jífi eða lim um af völdum skrílsárásarinn ar. Því betur er sá viðburður , alveg einstæður í sögu alþing is; en í það sinn var vitandi vits að því stefnt af komm- únistum, að beita þessa æðstu stofnun þjóðarinnar ofbeldi í því skyni að trufla eða hindra löglega afgreiðslu stórmáls þar. Síðan hefur þetta ljóta mál verið til meðferðar hjá dóm- stólunum. Er þegar alllangt ■ síðan undirréttur kvað upp dóm í því og dæmdi marga árásarmannanna til fangelsis vistar fyrir þátt þeirra í of- beldinu; en síðan hefur mál- ið verið fyrir hæstarétti. og er dómur hans nú nýfallinn og málinu þar með lokið. Hafa tíu hinna ákærðu verið dæmdir til fangelsisvistar. frá þremur upp í tólf mánuði, og sjö þeirra verið sviptir kosn- ingarrétti og kjörgengi til op- inberra starfa og annarra al- mennra kosninga; átta voru dæmdir í skilorðsbundið iang elsi frá þrjátíu dögum upp í tólf mánuði, og einn þeirra einnig sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa. Tveir voru' dæmdir í fjársektir, en fjórir hins veg- ar sýknaðir. Það segir sig sjálft, að blað kommúnista, Þjóðviljinn, sem dögum saman æsti til skrílsárásarinnar á alþingi 30. marz 1949, áður en hún var gerð. sé ekki ánægt með þessi málalok; enda lét það ekki hjá líða í gær að senda hæstarétti tóninn. Talaði blaðið um ,,réttarhneyksli“ og ,,réttarofsóknir“ í sam- bandi við úrskurð hans, og taldi sig þess um komið að fullyrða, að hæstiréttur hefði nú „glatað virðingu sinni“. Ekkert af þessu þurfa menn að undrast; það er áfram- haldið á aðför kommúnista að alþingi og óaðskiljanlegur þáttur í allsherjarbarátiu þeirra gegn lögum og rétti í landinu með það fyrir aug- : um að ná lokatakmarki sínu, sem er að brjótast til valda og koma landinu undir rúss- nesk yfirráð. Þjóðviljinn not- aði líka sókn og vörn máls- ins fyrir hæstarátti til hins hlægilegasta áróðurs fyrir öm urlegum málstað ofbeldis-1 mannanna, sem hann tgilur | hreina eins og engla af allri sök í sambandi vif5 hinar ó- hugnanlegu aðfarir hér 30. marz 1949 samtímis því. sem hann reyniiy að velta sökirmi á þeim aðförum yfir á aðra og þá helzt þá, sem þá voru til varnar gegn skrílsárás kommúnista. En eitt er pólitískur áróð- ur og annað lög og réttur. Og hæstiréttur var ekki í neinum vafa um það, að með aðfö'r- um kommúnista og afvega- leiddra fylgismanna þeirxa 30. marz 1949 hefði verið gerð tilraun til þess að beita alþingi ofbeldi; og því er dómur hans að mestu byggð- ur á þriðju grein hegningar- laganna, sem fjallar um árás á sjálfræði alþingis. Enginn, sem man æsingaskrif Þjóð- viljans dagana fyrir skrílsá- rásina á alþingishúsið, getur heldur gengið þess dulinn, að um slíka árás var að ræða. Það er ekki aðeins réttur, heldur og skylda lýðræðis- þjóðfélags, að verja sig og stofnanir sínar gegn slíkri á- rás; og vissulega mega árás- armennirnir frá 30. marz 1949 nú þakka fyrir það, að þeir lifa hér í lýðræðislandi, við lög og rétt, en ekki í ein- ræðisríki, eins og því, sem þeir hafa tekið sér til fyrir- myndar; því að þar myndu þeir áreiðanlega hafa fengið allt annan og alvarlegri dóm fyrir verknað sinn, en þann, sem hæstiréttur hefur nú kveðið upp yfir þeim. Hitt er svo annað mál, hvort þeir, sem sekastir eiu um árásina á alþingi 30. marz 1949, hafa ekki sloppið við þessi eftirmál hennar, eins og oft vill verða í slíkum tilfell- um. Þeir, sem ofbeldinu beittu og grjótinu köstuðu í glugga alþingishússins, verða að sjálfsögðu að taka af- leiðingum gerða sinna. En varla hafa þeir verið upp- hafsmenn árásarinnar. LEIKFÉLAG AKRANESS sýndi í Iðnó í fyrrakvöld ,,í Bogabúð“ á vegum Bandalags íslenzkra leikfélaga — og er þetta þriðja gestasýningin á vegum hins unga bandalags. Leikritið er írskt ettir St. .Tohn Ervine, kunnan leikhússmann, en Ragnar Jóhannesson skóla- stjóri hefur þýtt það og stað- fært, en þó að litlu leyti. Leik- stjóri var Sveinbjörn Jónsson. Þetta er gamanleikur, en þó slunginn. alvöru og að mörgu leyti mjög snjall í sálarlífslýs- ingum, human og hreinskilinn, allt í senn. Meginefni sjónleiksins gerist í Bogabúð, verzlun Boga Boga- sonar kaupmanns, en hann er kominn við aldur og stýrir verzlun sinni eftir gömlum ! merkjaleiðum, enda hafa lang- afi hans, afi og faðir átt þessa verzlun og stjórnað henni. Bogi Bogason er við góð efni, enda ráðdeildarmaður. Hann hefur fil að bera flesta kosti íhalds- seminnar og fáa ókosti, hann er góðmenni og hefur mikla brjóst hlýju. Hann á eina dóttur, sem trúir á föður sinn og erfir frá honum traustið og ástina á búo- inni. Þetta er sköruleg stúlka með ákv.eðnar meiningar, og þó að ung sé, er hún fyrinhyggju- söm og finnur fljótt mismuninn á hinum fölsku og heilu tónum tilverunnar. Gamli presturinn er kominn að fótum Iram, hann er af gamla skólanum, saklaus eins og barn, en ræður þó yfir mikilli kímnigáfu. Ungur að- stoðarprestur er aðalpersóna sögunnar. Hann er kaldrifjaður tækifærissinni og undirróðurs- maður, reynir að bola gamla manninum frá og leggur snörur sínar fyrir ríkasta kvonfangið, dóttur kaupmannsins. Ungur ný útskrifaður verzlunarmaður set ur upp búð gegnt búð Boga, hann beitir nýtízku verzlunarað ferðum við verzlun sina, en er íullur af steigurlæti til að byrja með, og hefur allt vit sití úr bókum. Að lokum fer hann á hausinn. Aukapersónur eru nokkrar staðarkonur og vinnu- stúlka, bóndi einn og strákling- ur. Það er mikil hreyíing í þess- um leik, og sviðið aldrei dautt. Það ber að þakka leikstjóran- um. Honum virðist hafa tekizt mjög vel og er staðsetning leik- aranna yfirleitt mjög góð. Lang beztu „senurnar11 í leiknum eru þegar mest veltur á leikstjóran- um, í búðinni þegar konurnar koma þangað, setjast á stólkoll- ana og fara að slúðra. Þetta eru ágæt atriði, full af lífi og fjörj, enda má segja að konurnar leiki allar vel, en þó sérstaklega sú, sem hefur stærsta hlutverk- ið, Móeiður (Sólrún Ingvadótt- Margréti, er og ágæt, sýnir svo vel forvitnina, áhugann fyrir sögunum með tillitum, handa- tilburði og hreyfingum, að ó- venjulegt er um viðvaninga. En yfirleitt eru konurnar allar góð ar. Hið sama má segja um Stínu vinnustúlku, Ásgerði Gísladótt ur, sem er „frelsuð'1 og trúir á helvíti og' kvalirnar. Bogi Boga son er að sjálfsögðu annað aðal- hlutverkið, og hefur Magnús V. ViLhjálmsson það með höndum. Hann er að mörgu leyti góður, og gervið er prýðilegt, en við og við bregður fyrir lestrarhreim. Drenginn^ Alla Halldórs leikur Einar J. Ólafsson. Þetta er fiísk ur strákur og bregður hvorki fyrir hiki né feimni í líjik hans. Ragnar Jóhannesson le^kur gamla prestinn. Gervi hans er prýðilegt og lireyfingarnar á- gætar, en þó að presturinn eigi að vera hikandi og settur í tali og hann eigi að leita að orðum, þá ber á því, að hann kunni ekki nógu vel. Og þá komum við að unga fólkinu. Dóttir kaupmannsins, Katrín Georgs- dóttir, er yndisleg stúika á svið- inu, en ef til vill of hikandi, sem raunar er þó ekki tiltöku- mál, en framburður hennar er góður og hreyfingarnar oft á- gætar. Unga kaupmanninn leik ur Páll Eggertsson. Hann leikur mjög misjafnlega, en. þó oftast áferðarvel. Stundum er eins og hann gleymi sér og farj. að brjóta heilann um eitthvað í fjarska. Vel má þó vera að það stafi af hinni miklu ást hans á Katrínu. Unga prestinn leikur Hilmar Hálfdánarson. Þetta er gullfallegur piltur, hár og spengilegur, hann kann ákæt- lega, en hreyfingar hans voru eins og hreyfingar trékarls hljóta að vera. Ég var alltaf að hugsa um það, hvort þarna væri ekki ágætur efnivi.ður í elsk- Jiugaleikara. Það þyrfti aðeins að brjóta hann, búa til á hann liðámót og setja hann í strang- an þjálfunarskóla. En hvers vegna var hann hafður blánefj- aður á senunni? Þurfti yfirleitt nokkuð að fást við andltið á honum? Leikfélag Akraness stóð sig vel. Vonandi heldur það starf- semj sinni áfram af fullum krafti, leitar að efnivið og þjálf ar hann eins og unnt er. Það vantar að minnsta kosti ekki konur í hlutverk eidri kvenna og ég trúi ekki öðru en að Hilm ar Hálfdánarson eigi eftir að sýna að hann hefur rnikla hæfi- leika. Þökk fyrir komuna. vsv. inn í hvert hús! Einar Krisfjánsson óperusöngvari kemur22, maí EINAR KRISTJÁNSSON óperusöngvari er væntanlegur til landsins 22. maí, en hann á sem kunnugt er að syngja hér í óperettunni Leðurblakan, sem sýnd verður í þjóðleikhús inu. Kemur Einar með Gull- faxa um leið og ieikararnír frá konunglegaleikhúsinu,. Hlýtur siyrk til há- skólanáms í Noregi. MENNTAMÁLARÁÐUNEYT IÐ hefur langt til að Hreini Benediktssyni stúdent verði veittur styrkur sá til háskóla- náms í Noregi á komanda vetri, er norska ríkisstjórnin bauð fram og áður hefur verið frá skýrt. Námsefni hans er samanburðarmálfræði, er hann hefur lagt stund á í Osló og París síðan árið 1947. Æskulýðsmót nor- rænna iðnaðar- maim_________ ÆSKULÝÐSSAMTÖK iðn- aðarmanna í Svíþjóð og Dan- mörku hafa ákveðið að gangast fyrir smnorrænu æskulýðs- móti iðnaðarmanna í Danmörku dagana 29. júní til 6. júlí í sum- ar, og hafa boðið íslenzkum iðnaðarmönnum þátttöku í mótinu. Enda þótt ætlunin sé, að mótið skuli einkum vera æskulýðsmót, þá er öllum iðn- aðarmönnum heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist fyrir 25. þ. m. til skrifstofuí Landssam- bands iðnaðarmanna, Laufás- vegi 8 í Reykjavík, sem veitir einnig nánari upplýsingar. Tveir listamenn sýna listaverk á Óiymp- íuleikjunum. TVEIR listamenn, þeir Ás- geir Bjarnþórsson listmálari og Guðmundur Einarsson mynd- höggvari frá Miðdal, hafa nú ákveðið að senda listaverk til sýninga á listsýningu, ólympíu leikanna. Ásgeir sendir tvö málverk er hann nefnir Lax- veiðimenn og Veiðimaðurinn. En Guðmundur sendir högg mynd, sem hann nefnir Óiym píueldurinn. Vorhoðarnir í M i n n stahœ. HUGARSTRÍÐ vetrarins hverfur frá mér, þá hlusta á vorfug-la-kvakið. Hve margradda kórinn í MINNSTABÆ er, sem mann fær til hrjfningar vakið. Römmustu taugina tryggffar sjá og takmarkalausasta átthaga- þrá; er dansa þeir dillandi um þakið. 20. apríl 1952. Jónas Jónsson frá Grjótheimi. Glasgowferðir ms. Heklu 1952. 1. ferð 2. ferð 3. ferð 4. ferð!5. ferð 6. ferð 7. ferð Frá Rvík 23/6 4/7 15/7 26/7 6/8 18/8 29/8 Til Glasgow 26/6 7/7 18/7 29/7 9/8 21/8 1/9 Frá Glasgow 27/6 8/7 19/7 30/7 11/8 22/8 2/9 Til Rvík 30/6 11/7 22/7 2/8 14/8 25/8 5/9 Byrjað verður í dag að veita farpöntununt móttöku. AB — Alþý'öublaSið. Otgefandl: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjórií Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- KÍmi: 4906. — Afgreiðslusími: 4909. — AIþýðupre.ntsmiðjan, Hverrtsgötu 8—10. ir). Þóra Hjartar, sem leikur AB 4 ---------

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.