Alþýðublaðið - 14.05.1952, Qupperneq 5
'sson
£c€ i ism .&?
til ágóða fyrir ljósastofu sína í dag 14. maí k’.
3 e. h. í Góðtemplarahúsinu, uppi.
Margt ágæíra muna verður á boðstólum.
STJÓRNÍX.
:é!agss!ðfnun fi! sfyrkfar Han
á
a- cg myndtistðrskðianunT.
VIÐSKIPTAMÁLARÁÐ-
HERRA hélt ræðu í útvarpið á
ársafmæli hinnar frjálsu verzl-
unar. Hann sagði, að frjá-lsræð-
íð í verzluninni hefði yfirleitt
gefiið góða raun og að álagning-
ín væri yfirleitt hófleg. Hann
boðaði enn fremur, að frjálsri
verzlun yrði haldið áfram.
Loks boðaði ráðherrann, að
innan skamms yrðu sett bráða-
foirgðalög, sem í rauninni þýða
ekkert annað, heldur en verð-
lagseftirlit að nýju. Þessi nýju
lög hafa nú verið gefin út.
Samkvæmt þeim hefur verð-
gæzlustjóri vald til þess að afla
sér allra nau.ðsynlegra gagna
til þess að fylgjast með verðlagi
á vörum og þjónustu hjá hverj-
um sem er. Þyki honum verð-
lagið einhvers staðar of hátt,
ihefur hann rétt til að birta
nöfn þeirra, sem selja með
slíku verðlagi.
Það er ar.gljóst, að þessi leið
er farin fyrst og fremst til þess,
að rugla almenning í sambandi
við verðlagsmálin yfirleitt. og
svo til þess að friða þá, sem
heimta að frjáls verzlun haldi
áfram, þrátt fyrir þann alvar-
lega misbrest, sem orðið hefur
í sambandi við álagninguna.
Aðalbreytingin, sem verður í
sambandi við verðlagseftirlitið
nú. frá því sem var, er í því
fólgin, að nú ákveður ráðherra
væntanlega, hver sé hæfileg á-
lagning í hverju tilfelli, en áð-
u.r var það fjárhagsráð og þar
á undan viðskiptanefndin, sem
skar úr um álagningarþörfina.
iRáðherra telur sjáanlega, að
þar sem hann hefur tögl og
foalgdir á þessum málum, þá
jþurfi hann lítið að óttast, því
að hann geti sagt. til u.m það,
hvað sé hæfileg álagning.
í ofannefndum lögum er
Verðgæzlunefndinni enn frem-
ur gefið víðara starfssvið, held-
ur en hún hafði áður. Henni
er samkvæmt bráðabirgðalög-
um'.n heimilt að krefja verð-
gæzlustjóra um hvers konar
gögn og upplýsingar, og einnig
á hún að geta gert tilögur í
sambandi við verðlagsmálin.
Það mætti segja mér, að þarna
yrði einhvern tíma alvarlegur
ágreiningur á milli, svo fram-
arlega sem verðgæzlu.nefndin
vrði skipuð á svipaðan hátt og
hún er nú. Ég trúi illa því heið-
ursfólki, sem nú situr í verð-
gæzlunefnd, til þess að sam-
þykkja ýmsa þá okurálagningu,
sem nú er notuð.
ANNAÐ ÁRSAFMÆLI
í rau.ninni ætti ég að halda
foátíð líka um þetta leyti. Þa.ð
er um það bil eitt ár síðan ég
skrifaði viðskiptamálaráðherra
og taldi, að afnám verðlags-
eftirlitsins hefði alvarlegar af-
leiðingar í för með sér með til-
liti til vöruverðs almennt. Ég
sagði þá einnig af mér starfi
verðgæzlustjóra vegna þess, að
ég taldi það gagnslaust og sann-
arlega ekki þann skjöld, sem
það á að vera fyrir almenning
gagnvart okrurunum. í bréfi
mínu, dags. 23. apríl 1951,
sagði ég svo: ,,Að undanförnu
hafa ýmis verðlagsákvæði ver-
ið numin úr gildi; má þar til
nefna allar vörur fluttar inn
fyrir bátagjaldeyri, útseldar
vörur bifreiðaverkstæða, raf-
virkja og margt fleira. Af þessu
er augljós sú stefna ríkistjórn-
ar og fjárhagsráðs, að gera
gagnsemi verðlagseftirlitsins
sem minnsta og draga úr því á
ýmsan hátt. Mér finnst afstaða
stjórnarvaldanna til verðlags-
eftirlitsins vera allt önnur en
ég bjóst við, þegar ég tók að
mér starf verðgæzlustjóra.
Þessa breytingu í afstöðu,
stjórnarvalda til verðlagseftir-
litsins tel ég svo mikilvæga, að
ég óska ekki eftir að gegna
embætti verðgæzlustjóra leng-
ur.“ ■
Þetta var höfuðorsökin fyrir
því, að ég sagði af mér starfi
verðgæzlustjóra, auk þess sem
alvarlegur ágreiningu.r kom
upp á milli mín og viðskipta-
málaráðherra vegna gallaðrar
vefnaðarvöru.
ÁRS REYNSLA
í fyrra vetu.r og fyrra vor
skrifaði ég fáeinar greinar hér
í blaðið í sambandi við verð-
lagsmálin. og mér finnst ekki
úr vegi að rifja upp sumt af
því, sem þar var spáð.
Því var spáð, að verðlag yf-
irleitt myndi hækka verulega
vegna þess, að álagning kau.p-
manna og innflytjenda myndi
hækka meira en nauðsynlegt
væri. Því var enn fremur hald-
ið fram, að ekki væri tíma-
bært að leggja niður verðlags-
eftirlitið á þeim tíma, þar sem
þá voru ekki nægar vörur í
landinu. Siðan hafa vörur hrúg-
azt inn í landið, en verðlagið
hefu.r haldizt óbreytt og hin
marglofaða frjálsa samkeppni
hefur átt sáralítinn eða engan
þátt í því að halda niðri verð-
laginu, eins og, fortalsmenn
frjálsrar verzlunar héldu fram.
Nú hefur reynslan, sem hefur
verið mjög kostnaðarsöm fyrir
almenning í landinu, kennt
valdhöfunum þá lexíu, sem þeir
þurftu með. Álagningin hefur
lítið sem ekkert lækkað frá
þeim tíma, þegar hún hækkaði
sem mest, eftir afnám verðlags-
eftirlitsins; aðeins er hún nú
orðin jafnari og færri dæmi,
sem skera sig úr, um mörg
hundruð prósent álagningu.
STARF VERÐGÆZLU-
STJÓRA
Samkvæmt hinum nýju lög-
um hefur verðgæzlustjóri vald
til þess að afla allra nauðsyn-
legra gagna hjá hverjum sem
er, í sambndi við verðlagið í
landinu. Það fer auðvitað ekki
hjá því, að verðgæzlu.stjóri
verður að innkalla, eins og gert
var í tíð verðlagseftirlitsins,
sölunótur frá öllum, sem sélja
þjónustu, og enn fremur verð-
lagsútreikninga frá þeim, sem
flytja inn vöru.r. Ef það er ekki
gert, er alveg augljóst mál, að
verðlagseftirlitið getur ekki
aflað þeirra upplýsinga, sem
gert er ráð fyrir í bráðabirgða-
lögunum. Þær skýrslusafnanir,
sem hafa farið fram á s. 1.
vetri og í fyrra sumar, eru, góð-
ar, svo langt sem þær ná. Gall-
inn er aðeins sá, að þær eru
engan veginn tæmandi, og það
er ekkert líklegra heldur en að
einhvers staðar dyljist fyrir-
tæki, sem ef til vill hafa aldrei
komið til athugunar hjá verð-
gæzlustjóra. Eina ráðið er þess
vegna að afla fullra upplýsinga
frá öllum, og vinna síðan úr
þeim gögnum, sem þannig ber-
ast.
Sú staðhæfing forvígismanna
frjálsrar verzlunar, að skrif-
stofubáknið hafi verið allt of
mikið, og því hafi verðlagseft-
irlitið verið lagt niður, er þar
með fallin um sjálfa sig. Varla
er vafi á því, að skrifstofan
yerðu.r eitthvað að aukast til
þess að leysa starf sitt vel af
hendi; en vel er þó að merkja,
að skrifstofan hefur aldrei
minnkað verulega. Á þetta er
aðeins minnzt hér vegna þess,
að frjálsu verzlunarpostularnir
eiga þá ekki að vera að gaspra
um það, að þeir vilji alls staðar
spara, en gera það svo hvergi.
Það verður mikið verk og
ánægjuiegt fyrir skrifstofu
verðgæzlustjóra, að draga í
sundur þá, sem selja vörur á
hæfilegu verði, og hina, sem
nota hvert tækifæri til þess að
okra á almenningi.
ÁLAGNINGIN
Það, sem viðskiptamálaráð-
herra kallar hæfilega álagn-
ingu, er nú svona upp og ofan
samkvæmt nýju.stu skýrslu
verðgæzlustjóra um verðlagið í
landinu. I sjálfu sér er það ekk-
ert aðalatriði, þó að einhverjir
örfáir einstaklingar finni hjá
sér hvöt til þess að okra svo
eftirminnilega, að þeir leggi
100 % eða meira á vörur sínar.
Það má jafnvel gera ráð fyrir,
að þessi okurstarfsemi þeirra
verði til þess að draga mjög úr
sölu þeirra. Hitt er miklu, al-
varlegra og í raun og veru að-
almálið, að álagningin almennt
hefur hækkað óhæfilega mikið
frá því, að verðlagsákvæðin
voru numin úr gildi. Það kann
að vera, að álagningin á vissar
vörutegu.ndir hafi verið með
lægra móti og að einhverjir
hafi átt í erfiðleikum með að
reka fyrirtæki sín þess vegna.
Hitt er þó jafnvíst, að á sama
tíma sem gjaldeyrisskortur var
mikill og verðlagseftirlit harð-
ast, þrifust hér á landi hátt á
annað hundrað innflytjendur á
þeim litla innflutningi og þeirri
litlu, álagningu, sem þá var, og
lifðu bezta lífi, að því er séð
varð. Það er því harla ótrúlegt,
að eftir því sem innflutningur-
inn hefur aukizt, hafi þeir orð-
ið hart úti. Hitt mu.n vera sönnu
nær, að rekstu.rsfjárörðugleik-
arnir urðu meiri, og þeirra
vegna töldu kaupsýslumenn
nauðsynlegt að hækka álagn-
inguna til þess, að þeir gætu á
fljótan hátt fengið fé í rekstur
sinn.
Sem dæmi um hækkun á-
lagningarinnar er rétt að nefna
vefnaðarvöruna. Samkvæmt
verðlagsákvæðunum var al-
menn álagning á vefnaðarvöru,
6Vá%. Nú er þessi álagning al-
mennt 15 og jafnvel 20%. Ein-
staka innflytjendur leggja ef
til vill minna á, en aðrir ef til
vill meira.
Samkvæmt hagtíðindunum
síðustu var innflutningur
Eftirfarandi ávarp varð-
andi félagsstofnun til styrkt-
ar Handíða- og n.yndlistar-
skólanum hefur blaðinu bor-
izt:
ENGINN, er til þekkir, geng-
ur þess dulinn, að með og
vegna stofnunar Handlðaskól-1
ans haustið 1939, hcfur afstaða !
og aðstaða almennings til verk- |
náms og listnáms gerbreytzf og
batnað að mun.
Með skólanum og starfi hans
síðar var komið á innlendri sér-
menntun kennara í smíðum,
teiknun og handavinnu kvenna.
Opaðir voru möguleikar fyrir
almenning, konur sem karla,
börn sem fullorðna, til náms og
tómstundastarfa í fjölmörgum
hagnýtum greinum og listum,
m. a. í útskurði, bókbandi, lcð-
urvinnu, málmsmíðí, listmáiun,
ýmsum greinum teiknunar:
smíðum, föndri og teiknun fyr-
ir börn o. s. frv.
Með stofnun myndlistardeild
ar skólans (1941), sem er fast-
ur dagskóli með mán. námi á
árj (allt að 30 stundir í yiku),
var lagður grundvöllur að æðra
listnámi hérlendis. Myndlistar-
deildin hefur þegar fyrir löngu
þlotið viðurkenningu margra
ágætra og víðkunnra erlendra
listaháskóla.
Allir þessir þættir í slarfi
skólans eru brautryðjendastarf,
sem nú þegar hefur borið mik-
inn og góðan ávöxt og haft víð-
tæk áhrif í skólamálum lands-
ins og víðar í þjóðlífinu.
Enda þótt skólinn lengstum
hafi notið nokkurs rekstrar-
1 styrks frá alþingi og úr bæjar-
sjóði Reykjavíkur, hefur mikill
þungi og vandi jafnan hvíit á
forustumönnum skólans AIls
þess fjár, sem þurft hefur til
kaupa á húsbúr.aði, vélum,
hvers konar verkfær”.m og
kennslutækjum o. s. frv. hefur
orðið að afla eftir öðrurn leið-
um, að frátöldum 15 þús. króna
stofnstyrk, sem bæjarstjórn
Rvíkur veitti skólanum fyrir
nokkrum árum.
Þótt oft hafi verið þröngt í
búi og stundum legið við borð
að draga yrði úr starfseminni,
hafa árar þó aldrei verið lagðsr
upp. Og fram til þessa dags hef-
ur skólinn aldrei ónáðað al-
menning með fjárbeiðnum, al-
mennum samskotum sér til
; handa.
5 Aðsókn að skólanum hefur
verið mjög mikil; hin síöari ár
að jafnaðj um og yfir 400 nem-
endur. Er þetta í rauninni
meira en húsrúm og ö.nnur að ■
staða til kennslu með góðii rrvóti.
hefur leyft. Nú er svo kornið, að
eigi verður lengur staðið gegn
verulegum úrbótum í þessum
efnum, með aukningu húsnæðii'
og öflun nýrra kennslutrekja. Á
þessu sumri, sem nú er nýbyrj-
að. er skólanum brýn þörf, jafn.
vel lífsnauðsyn á því, að veru -
lega verði bætt iðstaðan til
kennslu í ýmsum greinum,
einkum þó í myndlistardeild-
inni.
Þörf er aukins húsnæois. Ó-
hjákvæmilegt er einnig að
kaupa allmargt nýrra og dýrra
kennslutækja. Mikil nauíisýn
er á því að auka stór lega myiida
og bókasafn skólans. Þörf er á
nýjum og fleiri trönum fyrir
teiknun, listmálun og leirmót-
un. Þörf er ó allt að 24 nýjum
vefjarrömmum o. s. ^rv. Vegna
kennslunnar yfirleitt og eigi
sízt vegna listfræðslu þeirrar
f.vrir almenning, sem skólinn
hefur haldið uppi um nokkuvra
ára skeið, er nauðsynlegt að
hann eignist nú góða icvik-
myndavél, en þurfi ekki lengur
að lifa á bónbjörgum í þessum
efnum.
Óhjákvæmileg útgjöld til
nauðsynlegustu urnbóta á
næstu mánuðum nema um eða
yfir 100 þús. króna.
Til þess að skólinn fái risið
undir þessum útgjöldum, hafa
nokkrir vinir hans stofnað um
hann hlutafélagið MyncUist &
listiðn. Útgefin hlutabréf skipt
ast í 100. 250, 500 og 2500 kr.
hluti. Áformað er að auka hlufa
féð. í stjórn H.f. Myndlist &
listiðn eiga sæti: formaður Lúð-
víg Guðmundsson skólastjóri;
meðstjórnendur: prófessor Sím-
on Jóh. Ágústsson og Láru.s
Sigurbjörnsson rithöfundur. —
Endurskoðendur eru Kristjéa
Eldjárn þjóðminjavörður og
Guðmundur Pétursson lögfræð-
ingur. Meðal annarra hluthafa
eru þjóðkunnir menntamenn,
listamenn, athafnamenn o. fl.
Með skírskotun til þess, cr að
framan greinir, svo og vegna
hins mikilvæga hlutverks, sem
skólinn nú þegar hefur leyst af
höndum og vegna hinna miklu
viðfangsefna, sem bíða hans,
leyfum við okkur 'virðingar-
fyllst að mælast til þess við
gamla og nýrri nemendur skól-
ans, við foreldra og kennara og
við alla aðra vini verknáms og
lista, að þeir nú leggi skerf sinn
til þessa máls með því að kaupa
hlutabréf skólafélagsins, stór
eða lítil eftir efnum og ástæö-
um.
Vegna undirbúnings að starfi
skólans á næsta vetri, sem nú
þegar er hafinn, eru skjótar
undirtektir við málaleitun
þessa mjög mikils virði. Því-
biðjurn vð alla, sem ljá vilja
málinu lið. að bregðast nú
skjótt og vel við.
Reykjavík, 10. maí 1952.
Lúðvig Guðnnmdsson.
Simon Jóh. Ágústsson.
Lárus Sigurhjórnsson.
Framhald á 7. síðu.
Aðalfundur Skógrækfarfélags
Reykjavíkur
verður haldinn fimmtudaginn 15. maí (á morg-
un) klukkan 20,30 í félagsheimili verzlunar-
manna, Vonarstræti 4, Rej'kjavík.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf og fleira.
Stjórnin.