Alþýðublaðið - 14.05.1952, Page 8

Alþýðublaðið - 14.05.1952, Page 8
t Myndin sýnir tvo af leikurunum, -sem koma hingað frá kon- unglega leikhúsinu, leikkonuna Lily Broberg og Poul Reich- hardt, sem margir munu kannast við úr kvikmyndum. 25 manns frá konunglega leik- Ihúsinu koma hingað 22. maí -------*------ Hafa hér 5-6 sýningar á „Det lykkeiige skipbrud“ eftir Ludvik Hoiberg. -------4------ Á UPPSTIGNINGARDAG, 22. mai kemur hingað í heim- sókn 25 manns frá konunglegs leikhúsinu í Kaupmannaliöfn, og mun sýna í þjóðleikhúsinu sjónleikinn „Det lykkelige skip- lbrud“ eftir Ludvik Holberg, en það var vígsluleikrit konung- íega leikhússins 1874 er það var opnað. Leikflokkurinn mun að- eins hafa hér 5-—6 sýningar og verður sú fyrsta 24. maí, en 31. fara leikararnir afur tii Kaupmannahafnar. Sala aðsöngumiðu að fyrstu fjórum sýningunum hefst á morgun. Meðai leikaranna, sem koma, eru flestir kunnustu leikarar Dana, þar á meðal Poul Reum- ert, sem leikur aðalhlutverkið í leiknum, hihn kunni kvik- myndaleikari Poul Reichharst, Joshannes Meyer, Lily Broberg, Elith Foss svo nokkrir séu nefnd ir. Þá kemur H. A. Bröndsted ísikhússtjóri konunglega leik- hússins með og aðalleikstjóri pess. Holger Garielsen. Frá þessu skýrði þjóðleikhús- stjóri í viðtali við blaðamenn í gær. Sagði hann að t'yrir nokkru hefði verið ákveðið að konung- lega leikhúsið í Kaupmannahöfn kæmi hingað í heimsókn, og hefði þjóðleikhúsinu þótt vel við eiga, að einmitt það yrði valið fyrst erlendra leikhúsa til þess að koma hingað með gestaleik, enda hefði þjóðleikhúsið frá upp hafi átt mikla og góða samvinnu yið konunglega leikhúsið, og notið margvíslegrar fyrirgreiðslu frá því. Um leikrit Holbergs ,,Det lykkelige skipbrund“ sagði þjoð leikhússtjóri, að einhverntíma fyrir löngu hefði það verið þýtt á íslenzku og kallað „Lukkulegt skipbrof‘. Þá hefði það verið sýnt í Stykkishólmi, en aldrei hér í Reykjavík. Aftur á móti liefur leikritið verið mikið sýnt í Danmörku, og var það vígslu- leikrit konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, er leikhúsið var opnað 1874. Síðan liafi það verið sýnt á 50 ára afrnæli leik- húsSins og nú á 50 ára leikaf- mæli Poul Reumerts í vetur, en Reumert leikur eitt aðalhlutverk ið í leiknum. Þetta er gamanieikur, en þó ádeilukennt. Holberg skrifaði leikritið 1754, en síöan liðu 30 ár unz þ'að var sýnt í fyrsta sinn í ,,Komediehuset“ í Kaup- mannahöfn. Ástæðan fyrir því að það var ekki tekið til ^ýning ar fyrr, mun hafa verið sú, að það hafi komið illa við kaun ýmsra samtíðarmanna.ská 1 dsips. Eins og áður segir koma alls 25 manns frá konunglega leik- húsinu, en auk leikaranna sjálfra, verður með leiksviðs- stjóri, hvíslari og fararstjóri Leiktjöldin er þó aðaliega smíð- uð og máluð hér en eftir teikn- ingum Ove Chr'. Pedersen leik- tjaldamálara við konunglega leikhúsið. F.pmsýning verður 24. maí, en síðasta sýning vcrð ur 30. maí, og fara gestirnir heimleiðis 31 .maí. Meðan þeir dvelja hér mun þeim m. a. verða boðið til Þingvalla, enn fremur munu þeir sitja boð ríkisstjórn- ar, bœjarstjórnar og danska sendiráðsins, en að öðru leyti dvelja þeir í boði þjóðleikhúss- ins allan tímann, . sem þeir standa við. — Aðgöngumiðarn- ir að sýningunum munu verða seldir með hækkuðu verði, Vegna þessa gestaleiks kon- unrá^ga ieikhússins munu sýn- ingar hætta á öllum leikritum, sem nú eru sýnd í þjóðleikiiús- inu, þegar leikflokkurinn kem- ur, en næsta viðfangsefni ieik- hússins eftir að gestirnir eru farnir, er Brúðuheimilið eftir Ibsen, en þar á eftir óperettan „Leðurblakan". SÍÐASTA SPILAKVÖLD Al- þýðuflokksfélags Kópavogs- hrepps verður í kvöld kl. 9 í félagsheimilinu að Kársnes- brau.t 21. — Komið stundvís- lega og' fjölmennið á síðasta spilakvöldið. ALÞYSUBLAfilS Hneyksli. SÁ ATBURÐUR, er gerðist að Hótel Borg á laugardaginn var, að hengd var upp í and- dyri hótelsins tilkynning um afgreiðslubann fyrir litað fólk, hefur vakið mikla athygli og réttmæta reiði í bænum, Ör- lög tilkynningarinnar urðu, þau, að liún var rifin niður á sunnudag og mun ekki verða hengd upp aftu.r. Afgreiðslu- bannið er því úr sögunni, en eigi að síður er ástæða til að hyggja að þessu máli. Hér er sem sé um að ræða ófögnuð, sem á að kveða niður í eitt skipti fyrir öll. ÍSLENDINGUM er í blóð bor- in fyrirlitning á öllu kynþátta- hatri. Þess vegna er það furðulegur atburður, að reynt skuli hafa verið að breyta Hótel Borg í íslenzka Suður- Afríku með Jóhannes Jósefs- son í hlutverki Malans. Áður hefur slík tilraun verið gerð að Hótel Borg. Hún mistókst þá, eftir atkvæðagreiðslu meðal hótelgtestanna. Til- rau.nin, sem gerð var á laug- ardag, hefur einnig farið út um þúfur. En vhvað kemur til þess, að nokkrum íslendingi skuli detta í hug á miðri tutt- ugustu öldinni annað eins og það, sem átti sér stað á Hótel Borg á laugardaginn? Til- burðir mannsins, sem ákvörð- un þessa tók, eru í hrópandi mótsögn við eðli og skoðanir íslendinga. JÓHANNES JÓSEFSSON ætti í eitt skipti fyrir öll að gera sér Ijóst, að hlutverk hans er allt annað en það, að greina á milli hótelgesta sinna eftir uppruna þeirra og kynþætti. íslendingar munu aldrei að- hyllast kynþáttahatur, en hafa vanþóknun á hverju.m og ein- um, sem elur á slíku. Þess vegna er ofur skiljanlegt, að almenningur fordæmi atburð- inn á Hótel Borg síðast liðinn lau.gardag sem hneyksli og frábiðji sér, að annað eins endurtaki sig. Síðasti dagur mál- verkasýningar Hjörleifs.____ MÁLVERKASÝNINGU Hjörleifs Sigurðssonar, sem ! staðið hefur yfir í Listvina- salnum í hálfa aðra viku, lýk- ur í kvöld klukkan 10. Á sýn- ingu.nni hafa selzt 7 myndir. Úrslff knattspyrnu- getraunarinnar IJRSLIT í knattspyrnuget- rauninni urðu í síðustu viku sem hér segir: 4 raðir með 10 rétta, 680 kr. á röð. 17 voru með 9 réttar, 160 kr. á röð og 101 voru með 8 rétta, 26 krónur á röð. Hæsti vinningurinn yar 1238 krónur fyrir kerfismiða með 10 réttum. Mæbrafélagið: jarprvöldin mgar um íþróttum A SUNNUDAGINN hófst fyrsta frjálsíþróttamót, sem háð er milli „Tígrisklóarmanna" og „Sannra Vesturbæinga“, og fer mótið fram á íþróttavellinum. Keppt er í flestum íþrótta- greinum. Getraunaspá AB Minnir á nauðsyn þess að vanda val kvikmynda, sem börnum eru ætiaðar ----------4----------- MÆÐRAFÉLAGIÐ hvetur bæjaryfirvöldin með nýlegri fundarsamþykkt til að láta auka og bæta- leikvelli bæjarins, ennfremur að setja örugga gæzlu á nokkra þeirra, koma uft* knattspyrnuvöilum fyrir stálpuð börn og fá íþróttakennara til að kenna þar ýmsa knattleiki og aðrar hollar íþróttir. Þá bend- ir félagið á nauðsyn þess að vanda val þeirra kvikmynda, sem börnum eru ætlaðar, --------------------------- ♦ Samþykkt félagsins hljóðar svo: , „Fundur í Mæðrafélaginu heldinn 30. apríl 1952 skorar á háttv. bæjarstjórn Reykjavíkur að láta fullgera þá barnaleik- velli, sem nú eru hálfgerðir og byggja nýja leikvelli í þeim bæj arhverfum sem enga velli hafa. Enn fremur að koma á öruggrí gæzlu á nokkrum ’eikvallanna þar sem ..sérstakri stúlku sé fat ið að gáeta smábarnanna. Og í öðm lagi að koma upp fótboltavöllum fyrir stærri. börn (12 ára og eldri), þar sem því verður við komið og fá í- þróttakennara til að hafa eftir lit með þeim, og kenna börnum handbolta- og fótboltaleiki og aðrar hollar íþróttir að sumr- inu. í því sambandi vill fund- urinn benda á að lagfaering sllkra valla værj heppilegt verk efni fyrir vinnuflokka drengja1 . Og enn fremur var eftirfar- andi samþykkt gerð: „Fundur í Mæðrafélaginu haldinn 30. apríl 1952 vill beina. þeirri eindregnu ósk til þeiria. aðila sem sjá um val á kvik- myndum þeim, sem börnum er ætlað að sjá, að vanda val þeirra þannig að þær veiti börnunum holla og góða skemmtun, en forð ast að sýna þeim æsandi bardaga myndir“. Fram—Valur KR—Víkingur Váierengen—Brann Asker—Viking Örstad—Skeid Sandefjord—Lyn Göteborg—Gais Ráá—Hálsingborg Degerfors—J önköbing Elfsborg—Ávidaberg Malmö—Örebro Norrköbing—Djurgárden (x) (x) (2) (x) (2) Kerfi: 2 2 2 2 2 32 raðir. Fékk 2ja ára íangelsi fyrir líkamsárás MAÐUR SÁ, sem fyrir noldcru síðan gerði árásina á Magnús Bjarnason bifreiðar- stjóra, hefur nú verið dæmd- ur í undirrétti. Var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi, sviptur kosningarétti og kjör- gengi og gert að greiða allan málskostnað. Hinn dómfelldi heitir Eirík- ur Jensson. Skýrði hann svo frá, að tilgangur árásarinnar hefði verið sá að ræna víni frá Magnúsi. Notaði hann rör- töng til árásarinnar, en töng- in hraut úr hendi hans eftir að hann hafði veitt Magnúsi áverka mikinn. Magnús missti þó ekki meðvitund, heldur snerist til varnar, og' hypjaði árásarmaðurinn sig þá á braut. Tyrkja-Gudda verður sýnd x kvöld, og eru þá aðeins eftir þrjár sýningar á þessu leikriti, vegna gestaleiksins frá kon- unglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Myndin hér að of- an er af Regínu Þórðardóttur og Baldvini Halldórssyni. I i i ÁKVEÐH) er að Hekla fari ! sjö Skotlandsferðir í sumar, j með líkit fyrirkomulagi og undanfarin ár. Verður fyrsta ferðin frá Reykjavík 23. júní, en sú síðasta 29. ágúst. í dag verður byrjað að taka á móti farpöntunum. Ferðirnar verða farnar sem hér segir: Fyrsta ferð frá Reykjavík 26. júní, frá Glas gow 27. Önnur fcrð: Frá Reykjavík 4. júlí og frá Glas gow 8. júlí. Þriðja ferð: Frá Reykjavík 15. júlí, frá Glas- gow 19. Fjórða ferð: Frá Reykjavík 26. júlí, frá Glas- gow 30. Finunta ferð: Frá Reykjavík 6. ágÚ3t, frá Glas gow 11. ágúst. Sjötta ferð: Frá Reykjavík 18. ágúst, frá Glasgow 22. ágúst. Sjöunda ferð: Frá Reykjavík 29. ágúst og frá Glasgow 2. september.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.