Alþýðublaðið - 28.05.1952, Blaðsíða 8
Siúkrasamlööin á Norðurlöndum
veiía gagnkvæm réttindi
--------------+------
FYRIR HELGINA komu keir Haraldur Guðmundsson, for-
rdjóri Tryggingastofnunar ríkisins, og Gunnar Möller, fram-
kvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur og formaður trygg-
ingarráðs, frá Danmörku, þar sem þeir sátu fund með fulltrii-
um sjúkratrygginganria í Danmörku, Noregi og Svíjyjóð. Fund-
nrefnið var að ræða um og undirbúa samninga milli þessara
rikja um fhitninga miili sjúkrasamlaga og um bráðabirgða-
sjúkrahjálp til manna. sem dvelja um stundarsakir í einhverju
]-.essara landa og veikjast þar.
á fundinum varð fullt sam-
Icomulag um uppkast að samn-
ingi um bessi efni og verður
frumvarpið nú sent rikisstjó'rn-
nm hlutaðeigandi ianda aneö til
mælum utn að þær geri með
;:-ér fjórhliða millii’ikjasamning
f sarnræmi við það.
Samkvæmt frumvarpinu er
„svo til ætlazt, að meðli'mir ís-
lenzkra sjúkrasarhlaga, ’ sem
i.íytjast til einhvers hinna sarrin
mgslandanr.a og taka sér þar
búsetú, geti bégar í stað og án
,r.okkurs biðtíma öðlazt full
^j úkrássm! agsrétti r.d i ó þe:m
'ritáð, . sem þeir fjytja til með
'f>ömu kjörum. og héimaménn
-l?ar'. Á sarna Mtf geta ríkisborg'
Xirar hinna samningslandann,
/;em flytjast til fslands, öðlazt
Æuill samlagsréttindi biðtíma-
iiarist ,hér á laridi. •' ■
! Enn fremuf. er svo til ætlazt
,að íslendingar, sem dvelja um
/itundarsakir i einhverju hmna
/:.amningslandanna, t. d. vegna
ferðalaga, bráðabirgðaatvinnu
cg þess háttar, og veikjast þar
svo að þeir þarfnist iæknishjálp
ar eða sjúkrahússvis.tar, geti
■snúið sér til sjúkrasamlagsins á
þeiifri stað þar sem sjúkrahjálþ-
in er veitt, og fengið greidda
Jæknighjálp og sjúkrahússvist
isins og hann væri meðlimur
þess samlags. Á sama hátt geta
meðlimir sjúkrasamlaga hiuna
samningsríkjanria orðið aðnjót-
andi sjúkrahjálpar þegar þeir
dveljast hér á landi um'ítund-
arsakir.
Ekki er unnt að segja um það
að svo stöddu hvenær ríkis-
stjórnirnar ganga frá samning-
um þessum, en fundarmenn
voru sammála um að stuðla að
jþví eftir megni, að ríkisstjórn-
irnar hraði afgreiðslu málsius.
Þess skal getið, að íslendingar
h'a/fa, eins og áður er sagt, haft
samninga um þessi efni vi.ð
iDani síðan 1939, og gilda þeir
samningar að sjáirsögðu þar tii
riýir samningar taka gildi.
gurður wimsson
félags íslands
RITHÖFUNDAFÉLAG ÍS-
LANDS hélt aðalfund simi a’ð
Hótel Borg síðast liðið mánu-
! dagskvöld. Fonnaður félagsins
f var kosinn Sigurður Grimsson,
: ritari frú Svanliildur Þor-
steinsdóttir og gjaldkeri Lárus
SigurbjörnS/;on. Meðstjórn-
endur voru kosnir Tómas
Guðmundsson og Halldór
Kiljan Laxness.
A fu.pdinum fóru enn frem-
ur fram nefndakosningar,
og mun síðar verða nánar
greint frá öðrum störfum
fundarins.
Jóhann Þ. einn af
varaforselum þings
Evrópuráísins
SAMKVÆMT UPPLÝS-
INGUM frá fulltrúum íslands
á þingi Evrópuráðsins, var Jó-
hann Þ. Jósefsson alþingismað-
ur kjörinn einn af varaforset-
um þingsins.
F. U. J.
F.U.J. efnir í kvöld til
gró'ðursetningarferðar í
Heiðmörk. Verður farið frá
Alþýðuhúsinu kl. 7,15, og
eru félagar minntir á að
mæta stundvíslega.
Danski leikflokkurinn á Þing-
völium I boði þjóðleikhússins
-------»■—
Leikararnir sáu söfnin í gær og sitja
Ihádegisverðarboð bæjarstjórnar í dag.
-------o-------
DANSKI leikflokkurinn frá konunglega Ieikhúsinu í Kaup
tmannahöfn fór á þingvöll sl. sunnudag í boði þjóðleikhússins
<og voru leikarar og fleiri starfsmenn þjóðleikhússins með í för-
inni og leiðbeindu gestunum.
Ekið var fyrst til Hveragerð
is og skoðuð gróðurhús hjá Ingi
mar Sigurðssyni, sem leysti
gestj sína á brott með gjöfum,
fögrum rósavöndum, en því næst
var gengið á hverasvæðið og
horft á geysimikið gufugos. Þótti
gestunum mikið tii koma. Frá
Hveragerði var ekið sem leið
liggur að Ljósafossi, en þar hafði
þjóðleikhússtjóri látið reiða
fram hádegisverð í húsakynnum
Sogsvirkjunnarinnar, Verkfræð
ingarnir þar sýndu ferðafólkinu
virkjunina, stíflu og önnur
mannvirki og göngin, sem
sprengd hafa verið í bergið. Frá
Ljósafossi var ekið á Þingvöll
Og staðnæmzt við Öxarárfoss, en
síðan gengið á Lögberg og hélt
Vilhjálmur Þ. Gíslason, formað
ur þjóðleikhúsráðs, þar stutt er
indi um sögu staðarins og al-
þing hið forna. Til Reykjavíkur
var komið kl. 6 um kvöldið.
Á mánudaginn fóru þeir
Bröndsted leikhússtjóri og Hol
ger Gabrielsen leikstjóri með
,,Gullfaxa“ til Kaupmannahafn
ar. Þann dag voru dönsku leikur
unum sýnd söfnin í bænum,
þjóðminjasafnið og Listasafn
ríkisins og safn Einar Jónsson
ar og enn fremur háskólinn. —
í dag býður bæjarstjórn Reykja
víkur þeim til hádegisverðar á-
samt fleiri gestum.
ALÞYBUB LAÐIE
Ny flufivél
NÝR FARKOSTUR hefur nú
bætzt flugflota okkar íslend-
inga með hinni nýju'Heklu
L.oftleiða. en hún kom hingað
til lands á sunnudagskvöld og
hefur hegar hafið ferðir út
um heim undir íslenzkum
fána. Þ°t,ta er stærsta flugvél
okkar Tsiendinga, hefur sæti
fvrir fiö farbega og virðist
hin fullkomnasta í hvívetna.
Mun öll þjóðin fagna bví, að
farkostur bessi skuli hafa
bætzt. flugflota okkar. Það er
vissulega ástæða til að óska
Loftleiðum til hamingju með
þessa nýju flugvél um leið og
sú von er látin í Ijós, að Hekla
hin nýja megi reynast vel,
hvar sem leiðir hennar kunna
að liggja um heiminn.
ÞVÍ ER EKKI AÐ NEITA, að
stór skörð hafa verið höggvin
í flugflota okkar undanfarið.
Var mörgum orðið það á-
hvggjuefni, að flugflotinn fór
stórminnkandi, því að ekki
leikur á tveim tungum, að
flugvélin er farkostur fram-
tíðarinnar og ekki síður
nauðsynlegt farartæki nú en
hafskipin hafa verið á um-
liðnum árum. Nú eru horfur
á því, að þessi tilfinnanlegi
skaði verði bættur. Loftleiðir
hafa sýnt mikinn stórhug og
aðdáunarverða framtakssemi
við að útvega hina nýju flug-
vél til að geta tekið upp
millilandaflug á ný.
VTÐ ÍSLENDINGAR höfum
eignazt marga og góða flug-
menn síðustu árin. Þeir hafa
unnið hug þjóðarinnar í starfi
sínu og einnig getið sér mik-
inn orðstír á erlendum vett-
vangi. Virðast góðar horfur á
því, að flugmennirnir haldi á
lofti sama merki og sægarpar
okkar hafa gert og gera. Því
miður virtust um skeið horf-
ur á því, að flugmenn okkar
yrðu margir hveriír að leita
úr landi í atvinnuleit. Nú eru
þau viðhorf hins vegar góðu
heilli að breytast aftur. fs-
lendingar hafa síður en svo
misst móðinn í flugmálunum,
þrátt fyrir mörg og stór áföll.
Koma hinnar nýju Heklu til
landsins markar vonandi
tímamót í sögu ísienzka flug-
flotans. Það er vel farið, því
að flugið hlýtur að verða snar
þáttur í framtíðarlífi okk-
ar, ef íslendingar ætla að
standast samkeppni við aðrar
þjóðir og halda beirri forustu
meðal smáþjóðanna, sem þeir
tóku á sviði flugmálanna
strax eftir að síðari heims-
styrjöldinni lauk.
Kalbakur og Sval-
bakur að fara
á Granlandsmið
Frá fréttaritara AB
AKUREYRI í gær.
TVEIR TOGARAR Útgerð-
arfélags Akureyrar lönduðu
hér í gær. Var afli þeirra rýr.
Gert er ráð fyrir, að togararnir
Kaldbakur og Svalbakur fari
næstu veiðiför á Grænlands-
mið.
Margir fjalivegir sem óðasf
að verða færir bifreiðum
------«.-----
En bifreiðaumferð sums staðar bönn*
uð sökum aurbleytu og klaka.
ÍT
11
fara til Noregs
í gærkvöldi
ALLIR BYGGÐAVEGIR eru nú orðnir færir bifreiðum.
að því er vegamálaskrifstofan tjáði blaðinu í gær, og hærri fjalí
vegir sem óðast að verða færir, en bleyta eða klaki veldur því
sunis staðar, að umferð verður að takmarka eða banna.
♦ Fróðárheiði er nýlega orðin
fær, og er þá fært oröið um Snæ
fellsnes allt. Fyrir nokkru var
Svínadalur í Dalasýslu mokað-
ur, og er nú enginn tálmi orð-
inn á leiðinni vestur að ísa-
fjarðardjúpi nema Þorskafjarð-
arheiðH, sem enn hefur ekki
verið mokuð. Var ráðgert að at
huga veginn yfir hana þessa
daga, en er hretið gerði síðasta
sólarhring, snjóaði þar vestra.
og var athuguninhi frestað fram
yfir hvítasunnu.
HEKLA, hin nýja skymaster
flugvél Loftleiða, átti að leggja
af stað kl. 11 í gærkvoldi í
fyrsta áætlunarflug sitt til
Oslóar. og Stavangurs. Mun
flugvélin verða um vikutíma í
þessari för, en ráðgert er, að
hún fljúgi á fleiri ákvörðunar-
staði frá Noregi, áður en hún
kemur hingað aftur; en þeir
voru ekki fyllilega ákveðnir í
gærkvöldi, er blaðið átti tal við
skrifstofu Loftleiða.
Loftleiðir munu hafa sam-
starf við norskt flugfélag í
sambandi við áætlunarferðir
Heklu milli Evrópu og Ame-
ríku, og mun áhöfnin ef til
vill að einhverju leyti verða
skipuð Norðmönnum.
Kvensfúdenfar
heldur kafflkvöld annað
kvöld kl. 9 að Café Höll, uppi.
Lulu Ziegler verður gestur fé-
Iagsins.
Leiðir til Norðausturlands
eru nú að verða færar. Váðíá-
heiði hefur verið mokuð, en um
ferð um hana er böonuð þung-
um bifreiðum sakir kláka og mik
illar hættu á, að vegurírin graf
ist stundur. Fljótsheiði! hefur
einnig verið mokuð, en umférð
um hana bönnuð yegna bleytu.
en vegurinn út Köldukinn er
fær, svo að unnt er að aka til
Húsavíkur. Ekki er orðið fært
austur á Hólsfjöll, en verður
það væntanlega um mánaðamót
in. Sömuleiðis er vegurinn um
Möðrudalsfjöll ófær, og verður
vafalaust ekki fær fyrr eri eftir
miðjan júní, ef að vanda lætur.
Fjarðarheiði og Oddsskarð
verða að líkindum ófær fram
um mánaðamót júni og júlí.
Fært er orðið upp að Gull-
fossi, en öraefaleiðír hafa ekki
verið kannaðar, enda þess langt
að bíða, að þær verði akfærar,
nema ef til vill Uxahryggjaveg
ur, sem getifr, ef vel viðrar, orð
ið fær tiltölulega snemma.
Fisksalar óttasf skort á fiski
fil neyzlu í sumar
Frá Fisksalafélagi Reykja
víkur og nágrennis hefur
blaðinu borizt eftirfar-
andi:
„ÞAR SEM reykvískar hús-
mæður kvarta nú stöðugt und-
an því, hversu vondur og ó-
nógur fiskur sé í búðum fé-
lagsmanna vorra, viljum vér
taka fram, að á því eigum vér
fisksalar enga sök, heldur er
það vegna þess, hversu sára
lítið fáanlegt er af góðum
fiski.
Það skal einnig tekið fram,
að félag vort hefur hvað eftir
annað leitað til forráðamanna
bæjarins og reynt að fá aðstoð
þeirra til að bæta úr því ó-
fremdarástandi, er nú ríkir um
öflun fiskjar í bæinn, en litlar
undirtektir fengið. S. 1. fimmtu
dag var svo til ítrekunar á
fyrri aðgerðum félagsins sam-
þykkt svohljóðandi áskorun
til bæjarráðs:
„Fundur í Fisksalafélagi
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar,
haldinn í Baðstofu iðnaðar-
manna fimmtudaginn 22. maí
1952, leyfir sér hér með að
skora á hið virðulega bæjarráð
Reykjavíkur, að það hlutist til
um, að nú þegar verði útvegað
hentugt skip til að fiska fyrir
bæjarmarkaðinn, þar eð nýr
fiskur berst nú nær enginn á
land og horfur á að enn minna
berist á næstunrii.
Þar eð hér er um að ræða
hagsmunamál, er alla Reyk-
víkinga varðar, vonar fundur-
inn, að hið virðulega bæjarráð
taki áskorunina til vinsamlegr-
ar og skjótrar afgreiðslu hið
fyrsta.“
Vér vonum, að af þessu sjá-
ist, að félag vort liggur ekki á
liði sínu u.m öflun nýs fiskjar
og mun gera það, sem í þess
valdi stendur til þess, að þessi
ódýrasta og jafnframt algeng-
asta fæðutegund Reykvíkinga
hverfi ekki af borðum þeirra.“
Brand V. fer
á fösfudaginn
lil Noregs
NORSKA SKIPIÐ Brand V,
sem kom hingað með norska
skógræktarfólkið, leggur aftur
af stað tii Noregs á föstudags-
kvöldið, og með því fara 60
íslendingar, sem vinna munu
að skógrækt í Noregi. Mun
skipið fara beint til Bergen.
Ferðaskrifstofa ríkisins hef-
ur fengið leyfi til þess að ráð-
stafa nokkrum farseðlum með
skipinu fyrir íslenzkt ferða-
fólk, og verða farseðlarnir
seldir í dag og á morgun.