Alþýðublaðið - 31.05.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1952, Blaðsíða 4
31. maí 1952. AB-AjþýðubJaðið Hvífu kolin frá Soginu. HORNSTEINN hinnar nýju Sogsvirkjunar var lagður í fyrradag. Það er stórviðburð- ur, sem sennilegt er, að síðar verði talinn hafa markað tímamót. Fullgerð mun við- bótarvirkjunin veita rafmagni um allt Suðvesturland með samtals um 82 þúsundir íbúa. Hvítu kolin frá Soginu munu þannig veita röskum helm- ingi þjóðarinnar ljós og yl og um leið verða aflgjafi iðnað- arins í þessum landshluta, þar sem vöxtur hans hefur orðið örastur og framtíð hans verður mest, ef kjósendur bera gæfu til að forða honum í tíma undan dauðri hönd nú- verandi stjórnarflokka. Saga rafmagnsins hér á landi er annars líkust ævin- týri. Það hefur gerbreytt högum landsmanna á stutt- um tíma, veitt þeim þægindi, sem áður voru fjarlægar og óraunverukenndar draum- sýnir, lagt grundvöll að nýj- um atvinnuvegum og nýjum afkomumöguleiku,m og átt drýgstan þátt í að móta öld nútímans á íslandi. ísland væri enn frumstætt í verald- legum efnum, ef rafmagnsins hefði ekki notið við, þjóðin væri fátæk og vanmáttug og ætti sér litla drauma. Gildi rafmagnsins er því beint og óbeint miklu meira en flestir hafa gert sér grein fyrir. Það yrði kynslóð samtíðarinnar þá fyrst Ijóst, ef hún yrði að vera án þess, en þá myndi ís- land hrökkva nær hálfa öld aftu.r í tímann. Viðbótarvirkj- anir rafmagnsins eru aftur á móti átak til þess að bæta hag þjóðafinnar, láta hana standa beturlað vígi í lífsbaráttunni og nytja auðæfi, sem hingað til hafa legið í láginni. Það er því vissulega ástæða til að gefa hinni nýju Sogsvirkju.n gaum. Hún kemu.r að vísu seint, en kannski er því meiri ástæða til að fagna henni. Því hefur oft verið haldið fram að auðu.r íslendinga væri einkum og sér í lagi fólg- inn í fiskimiðunum umhverf- is landið. Þeim eigum við líka fyrst og fremst að þakka það, sem við höfum orðið og erum. En ef til vill er samt mestan framtíðarauð okkar að finna í fallvötnunum, sem ru,nnið hafa óbeizluð til sjávar um ár og aldir. Með virkjun þeirra gefst okkur kostur þess að hagnýta sjávaraflann marg- faldlega, rækta landið og bvggja upp nýja atvinnuvegi auk þeirra auknu lífsþæg- inda, sem þær veita. Stærri þjóðir öfunda okkur íslend- inga af orku fallvatnanna, sem þær skortir margar hverjar. Sjálfir höfum við enn ekki gert okkur verð- skuldaða grein fyrir því, hví- líkur fjársjóður hún er. Hvítu kolin taka hinum svörtu fram, og auk þess ganga þau aldrei til þurrðar. Auðæfi þeirra endast til eilífðar. Islendingar þurfa sannar- lega ekki að kvíða framtíð- inni, ef þeir kunna að hag- nýta sér auðlindir landsins og sóa ekki afrakstri þeirra úr höndum sér. Möguleikar landsins eru margir og óþrjót- andi. Tækniþróunin hefur ef til vill hvergi átt meira erindi en einmitt hingað. Hún hefur gerbreytt íslenzku þjóðlífi á fáum árum. Þó er bylting hennar enn aðeins í byrjun. Framvindan er svo öflug og hröð, að það, sem mönnum vex í augum í dag, er orðið smátt gagnvart nýjum verk- efnum á morgun. Nú þykir íslendingu.m hin nýja Sogs- virkjun miklum tíðindum sæta, og víst er það að von- um. Þó verður þess áreiðan- lega ekki langt að bíða, að hún hverfi í skuggann af öðr- um og stærri virkjunum. Vátnsorkan mun þá fyrst valda þeim tímamótum, sem til stendur, þegar stærstu fallvötn landsins hafa verið beizluð af mannvitinu og vís- indu.num í þágu fólksins og atvinnuveganna. Sumir munu óttast, að hér sé verið að smíða Grótta- kvarnir nútímans, sem muni auka mu.n ríkra og fátækra í landinu. Sannarlega er hætta á því. En það er á valdi fólks- ins að koma í veg fyrir, að svo verði. Beri það gæfu til að standa á verði um hag sinn og heill og þekki sinn vitjun- artíma, munu; hinar nýju Gróttakvarnir mala því verð- mæti, sem eru gulli betri. En til þess að svo verði, þarf al- þýða landsins að takast á hendur þá forustu, sem hún á heimtingu á og hennar bíð- ur, ef hún lætur ekki sundr- ungu og blekkingar stöðva sókn sína og villa sér sýn. blómið á Sauðár- króki 50 ára T. f. v Þrjú hugsanleg forsetaefni demokrata í haust. : Robert Kerr, Adlai Stevenson og Averell Harriman. TiSkynning um lóðahreinsun. Samkvæmt 10. og 11. gr. heilbrigðissamþykktar fyr ir Reykjavík er lóðaejgendum skylt að halda lóðum sín- um hreinum og þrifalegum. Lóðaeigendur eru hér með áminntir um að flytja burtu af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og ó- prýði og hafa lokið því fyrir 3. júní n. k. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað húseig- enda. Reykjavík, 15. maí 1952. Heilbrigðisnefnd. demókrata í £i il AB — AlþýCublaCiB. TJtgefandi: Alþýðuflokkuriim. Ritst]6ri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Moller. — Rltstjórnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- aími: 4906. — AfgreiSslusími: 4900. — AlþýðuprentsmiSjan, Hvernsgötu 8—10. HVER verður frambjóðandi demókrata í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum í haust? Þsirri spurningu er vandsvar- að, en mörgum mun detta í hug, að það verði annaðhvort Estes Kefauver eða Averell Harriman eftir að Adlai Stev- enson ríkisstjóri í Iilinois dró sig í hlé í fulltrúakjörinu innan flokksins. Nýjustu fréttir benda hins vegar til þess, að svo kunni að fara, að Steven- son gefi kost á sér á síðustu stundu á flokksþingi demó- krata í Chicago — og verði næsti forseti Bandarikjanna. Tímaritið ,,Newsweek“ skýrir frá því, að meðal demókrata í norðurríkjunum verði nú æ meira vart þeirrar skoðunar, að Stevenson gefi kost á sér að lokum. Og flokksbræður hans virðast sannfærðir um, að hann sigri hvaða frambjóðanda, sem repúblíkanar tefli fram á rnóti honum, — líka Eisenhower. EISENHOWER SIGRAR ALLA — NEMA STEVENSON Meginástæðan til þess, að bú- izt er við framboði Stevensons, er eirimitt sú almenna skoðun innan demókrataflokksins, að hann muni sigra Eisenhow-er. Nýlega fór fram Gallupskoðana könnun um framboðið meðal 2970 forustumanna demókrata. Mikill meirililuti þeirra taldi, að Eisenhower myndi sigra Es- tes Kefauver, Richard B. Rus- sell og Alben W. Barkley vara- forseta. Hins vegar þóttust þeir hinir sömu fullvissir þess, að Adlai Stevensen ynni Eisen- hower. Sá, sem hefur forustu þeirra, er vilja fá Stevenson í fram- boð, er Jacob M. Arvey frá Illi- nois. Hann staðhæfir, að Stev- enson muni gefa kost á sér að lokum, þó svo að Eisenhower verði keppinautur hans. ÞAÐ, SEM KEMUR TIL MEÐ A® RÁilA ÚRSLITUM Arvey játar hins vegar, að auðveldara muni að fá Steven- son til framboðs, ef Taft verði forsetaefni repúblíkana. En hann bendir á, að Eisenhower hljóti að lyfta miklum fjölda í- haldssamra repúblíkana til valda, ef hann verði forseti, og stjórn hans reynast þröngsýn í innanlandsmálum. Hann heldur, að þetta muni ráða úrslitum um það, að Stevenson gefi kost á sér. > Stevenson hefur lýst yfir því, að hann taki ekki þátt í full- trúakjörinu til flokksþings de- mókrata. Hann ætlaði að boða, að hann gæfi ek'ki kost á sér til neins annars trúnaðarstarfs en að leita endurkjörs sem ríkis- stjóri í Illinois, en Arvey taldi honum hughvarf. Stevenson sagði Arvey, að hann gæti ekki hugsað sér að flytjast burt frá Illinois og að Eisenhower mvndi reynast góður forseti, þó svo að hann yrði kosinn á veg- um repúblíkana. Arvey fékk hann til að lýsa engu yfir opin- berlega í þessu sambandi og beitti þeirri röksemd, að í stjórnmálum sé á öllu von og að Taft hafi enn rnikla mögu- leika á því að hreppa framboð- ið. Og síðustu vikurnar hefur þess orðið vart, að Stevenson muni ekki eins fráhverfur fram boði og hann áður var. Hann komst meira að segja svo að orði nýlega í samtali við flokks- bróður sinn frá Michigan, að hann ætlj að leita endurkjörs sem ríkisstjóri í Illinois, nema „eitthvað sérstakt“ komi fyrir og hafi þau áhrif, að hann end- urskoði afstöð'u sína. FRAMBOÐ STEVENSONS KEMUR AF SJÁLFU SÉR Arvey heldur því fram, að framboð Stevensons komi af sjálfu sér, þegar leiðtogar de- mókrata í norðurríkjunum sann færist um, að hann gefi kost á sér. Russell kemur á flokks- þingið í Chicago með 275 at- kvæði á bak við sig, en Ke- fauver með því sem næst 250. Framh. á 7. síðu. Frá réttaritara AB SAUÐÁRKRÓKI BARNASTUKAN „Eilífðar blómið nr. 28 Sauðárkróki varð 50 ára á öndverðu þessu ári. — Hún er stofnuð af irumherjum reglunnar hér í stkunni Gleymi mér eig 1902. Séra Arni Björns son, hafði þar forgóngu. Síðan hefur hún starfað óslitið að heita má, og oft með miklu fjöri. — Gæzlumenn voru 6 fyrstu ár in: Hallgrímur Þorsteinssoa org anisti, Halldór Þorleifsson smið ur og Þorkell Janusson. Síðustu 44 árin hefur gæziumaður verið Jón Þ. Björnsson skólastjór; og cr það enn. Stúkan minntizt þessa 50 ára afmælis síns 2. mai-z s. 1. á mjög virðulegan hátt: 1 guðþjónusta í Þauðárkrókskirkju, þar sem fé lagar voru mættir undir fána reglunnar, 2. opinber (ókeypis) samkoma, þar sem gæzlumaður og regluboði fluttu erindi, barna kór söng og kvikmynd við barna hæfi var sýnd, 3 skemmtun fyrir stúkubörn og nokkra vini þeirra. Stofnendur voru 30. Nú eru félagar um 120. JENS. Hóteiherbergi í Stokk hólmi upppöntuð tii hausfs. SENDIRÁÐIÐ í Stokkhólmi biður þess getið ,að nú þegar sé búið að panta upp öll hótelher- bergi i Stokkhólmi fram á haust. Ráðleggja Svíar því þeim, sem hugsá að fara til Finnlands að leggja ferðir sínar svo, að þeir þurfi ekki að vera í Stokkhólmi nætursakir. Jafn- vel þótt einstaklmgar muni ^gera sitt ýtrasta með að leigja út einstök herbergi, eru samt fyrirsjáanleg mikll vandræði með að fá gistingu í bænum í sumar. Fundinn munu sitja um 50 fulltrúar frá hinum Norðuriöndunum. AÐALFUNDUR Sambands bændasamtakaá Norðurlöndum (N. B. C.) verSur haldinn í Reykjavík dagana 4. og 5. agúst næstkomandi og eru væntanlegir hingað um 50 fulltmar frá hinum Norðurlöndunum. Munu fulltrúarnir koma hingað með Gullfaxa 3. ágúst, en að fundinum loknum verður farið í tveggja daga ferðalag um Borgarfjörð og Suðurlandsundirlend ið, en laugardaginn 9. ágúst fara fulltrúarnir heimleiðis. Rannsékn á alferli Rhees forseta Suður-Kóreu í FRÉTTUM frá sameinuðu þjóðunum í gær var skýrt frá því, að rannsókn myndi látin fara fram á atferli Syngmans Rhee, forseta uðu.r-Kóreu; en hann hefur látið handtaka 11 þingmenn og ásakað þá fyrir óleyfilega undirróðursstarf- semi. ♦ Dagana 19. og 20 maí var hald inn í Stokkhólmi stjórnarfund ur bændasambandsins og voru þar mættir tveir til þrír fulltrú ar frá hvoru hinna fimm Norður landa. Bjarni Ásgeirsson, sendi herra í Osló, er fcýseti sam bandsins og stjórnaði fundinum. Á stjórnarfundinum voru rædd þau mál' ér leggja á fyrir iðalfundinn hér í sumar, og enn fremur var fætt um annan undirbúning fyrir aðalfundinn. Stéttarsamband bænda hér sér um undirbúning að aðalfundin um, enda er það meðlimur í I þessu norræna búnaðarsam bandi. AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.