Alþýðublaðið - 04.06.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.06.1952, Blaðsíða 4
AB'AIþýðubiaðið 4. júní 1952 Nýsfarleg fræði um forseíann ÞAÐ ERU ÝMSAR skrýti- legar kenningar, sem nú skjóta upp kollinum í sam- bandi við forsetakjörið. Ein þeirra, sem sett var fram í tveimur löngum greinum í Morgunblaðinu síðast liðinn laugardag, er sú, að það sé í rauninni algert aukaatriði, hvort försetinn kunni skil á stjórnmálum og stjórnarfari landsins. Aðalatriðið sé, að hann „standi í lífrænu sam- bandi við fólkið í landinu“, eins og það var orðað svo fal- lega í annarri þessara greina. „Þjóðhöfðinginn þarf ekki fyrst og fremst að kunna skil á lagaparagröfum eða flókn um tölum í hagskýrslum", stóð þar enn fremu.r, „heldur að hafa skilning á fólkinu sjálfu“! Ekki vildi greinarhöf undur þó neita því, að „æski- legt væri og enda nauðsyn- legt“, að forsetinn „geti haldið uppi virðingu landsins og embættis síns, bæði út á við og inn á við; en til þess að hann geti orðið þjóð sinni ást- fólginn og verið einingartákn hennar mitt í allri sundrung og flokkadrætti, þá þarf hann að þekkja mennina með kost- um þeirra og brestum og get- að samt sem áður unnað þeim og borið umhyggju fyrir hag þeirra ....“ I hinni greininni, sem er í svipuðum anda, er bent á, að „það eru margar fleiri mikil- vægar staufsgreinar hjá ís- lenzku þjóðinni, en stjórn- málin og utanríkismálin“, þegar um forsetakjör er að ræða; og „við sum þeirra geta menn fengið meiri mann- þekkingu; og þekkingu á þjóð arhögum en stjórnmálamenn- irnir læra í starfi sínu.“ Nið- urstaða þesarar greinar er sú, að „alþýðlegur kirkjunnar maður“ sé til dæmis „tilvalinn forseti íslendinga''. Það leynir sér svo sem ekki til hvers slíkar greinar eru nú skrifaðar og til hvers slík- ar kenningar um forsetann fram settar. En einkennilega og grunsamlega stinga þær í stúf við það, sem áður hefur verið haldið fram í Morgun- blaðinu,, og það meira að segja fyrir tiltöiulega stuttu síðan. Þannig birti Morgunblaðið til dæmis grein eftir Óla\ Thors 2. febrúar síðast liðinn, þar sem allt aðrar og meiri kröfur voru gerðar ,til forset ans, en þær, að hann „standi í lífrænu sambandi við fólk- ið“ og „þekki mennina með kostum þeirra og brestum11. í þeirri grein komst Ólafur meðal annars þannig að orði; „Honum — þ. e. forsetan- um — er ætlað að vita allt á sviði stjórnmálanna, hafast ekki að, en vera stöðugt við- búinn. Þegar svo örlagastund- in rennur upp, þegar stjórnar kreppur ógna og yfir vofir glötun mikilla verðmæta vegna þess, að þjóðarskútan velkist um í ólgusjó stjórn- málanna, eins og stjórnlaust rekald, er þessum afskipta- litla manni ætlað að grípa um stjórnvölinn, taka málin í sínar hendur, firra þjóðina voða og koma þjóðarskútunni heilli í höfn. Án efa er þetta alls staðar erfitt verk, þar sem forsetavaldið er með svipuðum hætti sem hér á landi. En vissulega er það hvergi jafn vandasamt sem hér, vegna hinna lágkúrulegu sjónarmiða, sem oft leiðir af smæð þjóðarinnar. Það er afar þýðingarmikið, að for- seti íslands gerþekki völund arhús stjórnmálanna. Hann þarf að geta leikið á sitt hljóð færi eins og snillingur". Þannig fórust Ólafi Thors orð fyrir aðeins tæpu missiri síðan; og fer ekki hjá því, að menn fu.rði sig á, hve fljótt Morgunblaðið hefur verið að gleyma svo greinargóðri skýr ingu formanns Sjálfstæðis- flokksins á því, hvað forseti íslands þurfi að hafa til brunns að bera. Almenning- ur mun vera þeirrar skoðu.n- ar, að Ólafur hafi lýst því alveg rétt í grein sinni. En hvað kemur þá til, að nú er allt öðru haldið fram um nauðsynlega hæfni ög kosti þjóðhöfðingjans? Það skyldi þó aldrei vera, að forseta- efni þeirra Ólafs og Her- manns, sem Morgunblaðið hefur tekið upp á arma sína, þyki ekki uppfylla sem bezt þær kröfur, sem Ólafur gerði í vetur til þess manns, sem ætti að vera forseti íslands? Eisenhoiver kveðlir. Eisenhower hershöfðingi lagði niður yfirherstjórn í Evrópu, fyrir Atlantshafsbandalagið, síðastliðinn föstudag, og flaug vestur um haf daginn eftir til þess að taka þátt í baráttunni um forsetakjör í Bandaríkjunum í haust; en þar er mikil hreyf- ing fyrir því að hann verði forsetaefni repúblíkana. Á mynd- inni er Eisenhower (til hægri) að kveðja Grúenther herráðs- foringja sinn í París; en hann verður áfram hérráðsforingi þar undir yfirherstjórn Ridgways, sem tekið hefur við af Eisen- hower. Gunnar Thoroddsen segir: Bindandi áSykfanir um sefakjör ekki hiufverk ráðs Sjáifsfæðisffokksins --------♦-------- GUNNAR TRORODDSEN borgarsijóri telur í grein sinni „Forsetakjör er ekki flokksmál“, í fyrsta tölublaði „Forsetn- kjörs“, að flokksráð Sjálfstæðisflokksins sé komið út fyrir um- boð sitt, samkvæmt lögum flokksins, ef það vilji gera bindantli ályktanir um mál eins og forsetakjörið. Þess hlutverk sé að marka stjórnmálastefnu flokksins; en við forsetakjör sé ekki verið að marka neina stjórnmálastefnu. fyrir uniboð sití samkyæmt lögum flokksins, ef það vill gera bindandi ályktanir um mal éinis og fóísetákjörið.' Ef slíkt væri talið heimilt, gæti næsta sporið verið það, að meiri hluti flokksráðs gerði flokkssamþykktir um prests kosningar, biskupskjör og önnur mál, er ekki snerta stjórmnálastefnur. — Yfirlýs ingar flokksráðsmanna um forsetakjörið hafá sam- kvæmt lögum flokksins e/.ki flokkslegt gildi“. Að sndingu segir borgarstjór inn: „Við forsetakjörið eiga engin flokksbönd eða flokkssjónarmið að koma til greina. Við íslénd ingar höfum nóg af harðvítug um stjórnmálaerjum og flokka dráttum út af þjóðmálum, þing málum, bæjarmálum, þó að við séum ekki að draga forsetakjör ið að óþörfu og ástæðulausu inn í þær deilur“. Fjölmenni á veðreiðum Fáks Islenzkt Water kostar kr. 16,90 pr. kg„ en erlent Water kr. 38,00 pr. kg. Kringlótt íslenzkt kremkex kostar kr. 17,25 pr. kg. Erlent kremkex kostar kr. 36,50 pr. kg. Mjólkurkex kostar kr. 9,95 pr. kg. Fæst í næstu búð. AB — Alþýðublaðið. Otgefandi: AiþýBuflokkurinn. Ritstjóri: Stetán PJetursson. Auglýslngasþóri: Emma Möiler. — Rltstjórnarstmar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- ®íml: 4906. — Afgreiðslusíml: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverflsgötu 8—10. I grein sinni um þetta segir Gunnar Thoroddsen meðal ann- ars: „Samkvæmt eðli forsetaem- bættisins á það eklíi að vera ílokkspólitískt. Þar sem forset- inn á ekki að marka sérstaklega stjórnmálastefnu, skiptir það ekki aðalmáli, í hvaða flokki forsetinn hefur áður verið Að- alatriðið er það, að hann sé í hvívetna vel hæfur til starfsins og njóti trausts og almennra yinsælda. Formenn stjórnarflokkanna og aðrir ráðherrar höfðu rætt paálið sín á milli í rúma þrjá mán uði, án þess að nokkur mður- staða fengist. Þegar hafði orðið vart verulegrar óánægju út af þessum clrætti. Það var kunn- ugt, að fjöldi manna sætti sig ekki við það að bíða von úr viti etftir fyrirmælum foringjanna, heldur var þegar búinn að mynda sér skoðanir um stuðn- ing við ákveðin forsetaefni. Enda er það mála sannast, að almennt hefur verið litið svo á, að kjör forseta væri mól, sem fólkið ætti sjálft, og þyrfti ekki fyrst og fremst að hlíta leið- sögn stjórnmálaleiðtoganna um. Þegar röskir þrír mánuðir höfðu farið í árangurslaust þóf milli ráðherranna, og allsherjar samkomulag var ekki fáanlegt, taldi ég þá lausn eina skynsam lega, að Sjálfstæðisflokkurinn gerði forsetakjörið ekki að flokksmáli, heldur hefðu flokks menn um það frjálsar hendur, hvern þeirra frambjóðenda, er í kjöri væru, þeir styddu. Því miður náði tillaga mín um hlut- leysi ekkj fram að ganga. Þvert pfan í skynsamleg rök og eðli forsetaembættisins var ákveðið að gera mól þetta að flokksrnáli. Þeirri afstöðu hef ég mótmælt og lýst yfir því, að ég telji mig og aðra Sjálfstæðismenn alveg óbundna af slíkum yfirlýsing- um. í löguni Sjálfstæðisflokks- ins segir: „Flokksráð Sjálf- stæðisflokksins markar stjórn málastefnu flokksins“. Við forsetakjör er ekki verið að marka stjórnmálastefnu. Flokksráðið er því komið út ÞRÍTUGUSTU veðreiðar Fáks fóru íram á skeiðvellinum við Elliðaár á annan hvita- sunnudag, og var fjölmenni við statt, enda var veður hið ágæt- asta. Úrslit í veðreiðunum urðu sem hér segir: 350 m. stökk: 1. Gnýfari Þorgeirs Jónsson- ar á 27,0 sek. 2. Hörður, sami eigandi á 27,1 ske. og 3. Feng- ur, eig. Birna Norðdahl á 29,1 sek. 300 m. stökk: j 1. Sokki Þorgeirs Jónssonar á 23,7 sek. 2. Depill, eig. Magn- ús Aðalsteinsson á 24,0 sek. og 3. Glaumur, eig. Garðar Svein- björnsson á 24,2 sek. I 250 m. skeið: j 1. Gulltoppur, eig. Jón í Varmadal á 25,0 sek., 2. Lýs- ingur, eig. Karl Þorsteinsson á 25,2 sek. og 3. Nasi, eig. Þorgeir Jónsson á 25,6 sek. Þá fór fram góðhestakeppni, og báru þar sigur úr býtum Stjarni Boga Eggertssonar, Höttur Sigurðar Ólafssonar og Kolbakur Kristjáns Samsonar- sonar. Sinfóníuhljómsveitin og Kammerhljómsveit Hamborgar Stjórnandi: OLAV KIELLAND. Tónleikar þriðjudaginn 10. júní og föstudaginn 13. júní í Þjóðleikhúsinu. Tvær efnisskrár. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1.15 í Þjóðleikhús- inu. — Pantanir sækist í dag. Tónlistarfélagið. Kammerhljómsveit Hamborgar Stjórnandi: ERNST SCHÖNFELDER. Tónleikar Mánudaginn 9. júní kl. 7 síðd. í Austurbæjarbíó. Þetta eru einu opinberu tónleikarnir, sem Kammerhljóm- sveitin heldur. — Aðgöngumiðar seldir hjá Eymunds- son, Lárusi Blöndal og Bókum og ritföngum. AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.