Alþýðublaðið - 05.06.1952, Side 4

Alþýðublaðið - 05.06.1952, Side 4
5. fúní 1952 AB-AIþýðublaðið Dýrð og endðlok Onnu Pauker FRÉTTIRNAR, sem berast frá svokölluðum ,,alþýðulýð- veldum" kommúnista, þ. e. leppríkjum Rússa, austan járntjaldsins, eru jafnan ó- ljósar; enda margt, sem bendir til ]:)ess, að kommún- istar kæri sig ekkert u,m, að sannleikurinn um ástandið þar spyrjiat út um hinn frjálsa héim. En jsfnvel þótt komm- únistar vestan tjalds sætti sig, að því er virðist, vel við það, að vita í raun og veru ekki neitt um það, sem þarna er að gerast. og þeir sjálfir eru alltaf að lofa, þá getur þó varla hjá því farið, að sumar þær fréttir, sem þaðan berast, komi meira en lítið óþægi- lega við trú þeirra á það nýja þjóðfélag, æm þeir segja, að verið sé að byggja upp þar eystra. Svo mikið er víst, að fang- elsanir, dauðadómar og aftök- ur eru furðu, tíðir viðburðir í þessum fyrirmyndarþjóðfé- lögum þeirra þar eystra; og ekki verða slíkir viðburðir þar lengur afsakaðir með því, að brjóta þurfi á bak aftur mótspymu gerspilltra' bur- geisa eða sósíaldemókratískra „verkalýðs.svikara't Fyrir slíkum mönnum hefur þegar fyrir löngu verið séð í fang- elsum ,,alþýðu,lýðveldanna“ að svo miklu leyti, sem þeim - hefur ekki tekizt að forða sér og flýja land. En ógnarstjórn- in heldur áfram og með fárra vikna eða mánaða millibili berast fréttir af flokkstrygg- um kommúnistum, sem allt í einu eru, orðnir að „svikur- um“ eða „njósnurum“ og ! hafnaðir í fangelsunum við hlið hinna marglöstuðu, só- síaldemókrata, ef þeir þá ekki hafa þegar verið festir upp á gálga. Öllum eru enn í minni ævilok Laszlo Rajks, hins ungverska, og Traieho Kostovs, hins búlgarska, sem báðir voru hengdir eftir margra áratuga dygga þjón- ustu við kommúnistaflokkinn; og í enn ferskara minni er fangelsun Vladislavs Gomul- ka, hins pólska, og Rudolfs Slanskys, hins tékkneska, sem nú bíða þess að fara sömu leiðina og hinir. En að sjálf- sögðu eru þessir menn elcki teknir hér nema sem dæmi. Hundruð og jafnvel þúsundir kommúnista eru nú sendar í fangabúðir í „alþýðulýðveld- unum“ austan járntjaldsins, af því að þær hafa á einn eða annan hátt flækt sig í neti þeirrar ógnarstjórnar, sem þar TÍkir og þær hafa hjálpað til að koma á laggirnar. Síðasta fréttín þessarar tegundar, sem borizt hefur þaðan að austan, er um dýrð og endalok Önnu Pauker hinnar rúmensku. X meira en þrjátíu ár er hún 'hdfct að vera í Kommúnistaflokki Rúmen- íu, þar af rétt þrjátíu ár í mið stjórn hans. Fyrir aðra heims- AB — inn á hvert heimili! styrjöldina sat hún nokkur ár í fangelsi í Rúmeníu fyrir kommúnistíska hugsjón sína og var þá talin flokknum svo mikils virði, að stjórn Stalins austur á Rússlandi skarst í leikinn og fékk hana látna lausa í skiptum fyrir Rúm- eníumenn, sem þá sátu í rúss- neskum fangelsum. Eftir það fór hún til Rússlands og var geymd þar sem dýrgripur þar til annarri heimsstyrjöld- inni var að ljúka; þá var hún send á eftir rauða hernu.m til Rúmeníu og þar með byrjaði makt hennar og mikið veldi. Svo ótakmarkað traust bar Stalin til hennar, að þegar Titó hinn júgóslavneski slapp úr neti hans, og Kominform var þess vegna flutt frá Bel- grad, þótti það hvergi betur niður komið en í Búkarest, undir handarkrika Önnu, Pau- ker. Um sama leyti var hún gerð að utanríkismálaráðherra kommúnistastjórnarinnar í Rúmeníu og tveimur árum síðar að varaforsætisráð- herra. Enginn mátti eftir það sitja eða standa þar í landi öðru vísi en hún vildi. Og nú er þessi dýrlingur kommúnismans í löndu.num austan járntjaldsins allt í einu orðinn „svikari“. Hún er sökuð um ,,samsæri“ gegn sinni eigin stjórn og um ,,gagnbyltingarstarfsemi“. Það er jafnvel látið í það skína, að hún hafi verið slíkt fúl- menni, að ætla að eyðileggja þjóðnýttan iðnað lands síns! Og þó að enn hafi hún ekki verið svipt öllum embættum, þarf svo sem ekki að því að spyrja, hvað hennar bíður, eftir slíkar ákærur í komm- únistaríki! Það“er erfitt að segja, hvað á bak við slíkar sakargiftir býr. Enginn maður getur tek- ið opinberar yfirlýsingar kommúnista um hin tíðu „svik“ og „samsæri“ í „alþýðu lýðveldum“ þeirra alvarlega. í þeim yfirlýsingum er allt falsað og öllu logið. Hinir á- kærðu fá aldrei að tala fyrr en búið er að brjóta þá þann ig, að þeir eru ekki lengur menn, he'ldur viljalaus verk- færi böðla sinna. En jafnvel þótt kommúnistum geti hæg lega skrikað fótur á „lín- unni“, þótt það sé að vísu ó- líklegt eftir þrjátíu ára setu í miðstjórn kommúnista- flokks, þá lætur enginn óvit- laus maður segja sér það, að þeir séu þau mannhrök, sem jafnan er fullyrt í yfirlýsing- um kommúnista, þegar ein- hver hefur fallið í ónáð. Hitt er vafalítið, að mörgum þeirra hefur verið fórnað fyr ir óstjórnina og neyðina, sem í þessum löndum ríkir og ein hvern veginn þarf að afsaka fyrir vonsviknum og óánægð um verkalýðnum. Þá er allt af þægilegt að geta bent á einhverja ,,samsærismenn“ eða „svikara“, sem eigi sök á öllu saman. í þetta sinn er það hin vold uga Anna Pauker, sem fórn- að hefur verið. En hún verð ur ekki síðasta fórnarlambið, Kommúnisminn mun halda áfram að éta börn sín, eins og Kronos forðum. Fékk kettina að láni. Catherine Gaskin, þekktur kvenrithöfundur fra Astral- íu, kom fyrir nokkru til Stokkhólms og var fagnaö þar af for • leggjai'a sínum og fjölda mörgum lesendum. Catherine hafði láðst að hafa með sér köttinn sinn frá Ástralíu; en henni þykir svo vænt um ketti, að hún getur varla án þeirra verið. Þess' vegna auglýsti forleggjari hennar í Stokklrólmi eftir ketti að láni handa henni. Og Stokkhólmsbúar létu ekki á sér standa. Þeir sendu henni svo marga ketti, að hún vissi ekkert, hvað hún átti \dð þá að gera. Hér á myndinni sést hún með nokkra þeirra í boði í Stokkhólmi. lefkhússtjóra ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRA Guð laugi Rósenkrans barzt eftirfar andi þakkarsksyti á annan í hvítasunnu frá Jeikhússstjóra konunglega leikhússins: „Við heimkomuna til Kaúp- mannahafnar sendi ég alúðar fyllstu og hjartanlagustu kveðj- ur og þakkir frá óllu starfsliði konunglega leikhússins og sjþlf um mér fyrir bjarta og ógleym anlega daga í yðar fagra landi. Vér áttum öll frábærri gest- risni og vlnsemd að heilsa og góðar og fagrar eixdurminning ar endast oss fyrir lífstíð. Þakka yður, kæri herra Rósinkranz fyr ir yðar hlut í gestaleiknum, ssm tókst svo giftusamlega. : H. A. Bröndsted”, Bernhard Stefánsson segir: Samfifkkf F rasnsóknar um for BERNHARÐ STEFÁNSSON alþingismaður segir í grein um forsetakjörið, sem birtist í „Degi“, blaði FraTnsóknarflokks- ins á Akureyri, fyrir hátíðina, að þær reglur, sem séu í löguni Framsóknarflokksins um það, hvernig mál verði gert að flokks- 'máli, hafi ekki verið við hafðar, þegar framboð forsetaefnis var ákveðið af flokksins hálfu. Sú samþykkt sé því ekki bind- andi fyrir Framsóknarmenn. í grein sinni segir Bernhard Stefánsson enn fremur; ,,í blöðum ríkisstjórnarinnar í Reykjavík er nú rekinn xnikill áróður gegn Ásgeiri Ásgeirssyni og ber mun meira á honum, heldur en á meðmælum með sr. Bjarna Jónssyni. Ýmsir eru farnir aff skilja þennan áróffur og önnur skrif þessara blaða svo, aff þau telji þaff eiginlega óleyfilegt, að nokkur annar en sá, sem ríkisstjórnin hafði komið sér saman um og tvær flokks- stjórnir í Reykjavík sam- þykkt, skyldi bjóða sig fram viff forsetakjör, og enn óleyfi legra af kjósendum að kjósa annan. Það séu þessir affilar, en ekki þjóffin, •sem eigi aff ráffa því, hver sé forseti ís- lands. Verði þessi skilningur ofan á ( og þaff getur svo sem vel orffiff í þessu landi flokkavaldsins); þá er þjóff- kjör forsetans orffið algerlega þýffingarlaust, þá væri mikiff einfaldara og kostnaffarminna aff láta alþingi . hjósa forset- ann. Þar mundu flokksfor- ingjarnir, aff öllum líkind- um ráffa forsetavalinu, eins og þeir- t. d. ráða a. m. k. mestu um stjórnariþyndan- ir. AÐKASTIÐ AÐ ÁSGEIRI. Aðkasti því, sem Ásgeir Ás- geirsson hefur orðið fyrir, ætla AB — AlþýðublaSiS. tftgefandl: Alþýðuflokkurirm. Eitstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Eitstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- «ími: 4906. — Aígrelðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hvernsgötu 8—10. ég ekki að svara, enda elcki rúm til þess í stuttri blaðagrein Ég hef lengi þekkt Asgeir Ás- geir&son allnáið og ég veit, að hann er vitur maður, víðsýnn og velviljaður. Hann er íriðsam ur og óáleitinn að eðlisfari og vill helzt ekki taka þátt í ill- vígum deilum, enda ekki gert það nú í mörg ár. Þetta eru ekki allt kostir á flokksfor- 'ngja, en allgóðir þjóðhöfðingja kostir hygg ég að það séu. Við þetta bætist svo náin þekking á stjórnmálum landsins og liög- um þjóðarinnar. Að lokum skal svo það nefnt, sem sumum finnst að vísu aukaatriði, að Ásgeir væri einn hinn glæsileg ásti fulltrúi þjóðarínnar bæði út á við og inn á við, og þá ekki síður kona hans, frú Dóra Þór- hallsdóttir. Er mörgum enn í fersku minni forstaða hans fyr- ir alþingishátíðinni 1930, sem jafnt samherj'Jr og andstæðing ar dáðu, svb og útlendir gest- ir! Eysteinn Jónsson telur að stjórnrrtálaleiðtogar eigi að vera á alþingi en ekki á Bessa stöðum. Ég er því sammála, að húsbóndinn á Bessaslöðum eigi ekki að vera flokksleiðtogi né flokksmaður eftir að í Bessa- staði er komið, en vel teldj ég fara á því, að sanngjarnir stjórn málaforingjar, eða aörir stjórn Framh. á 7. síðu. Knalfspyrnumótin um hvífasunnuna KN ATTSP YRNUMÓT 1., 2. og 4. flokks í A og B deildum, hélt áfram um hvítasunnuna. I A— móti 3. flokks léku fyrsti KR og Víkingur, og lauk leikn um með sigri KR 3—0. Strax á eftir léku Valur. og Þróttur, og sigraði Valur 7—1. í B — móti 3. floklcs kepptu KR og Fram, og sigraði Fram með 3—0. í A —- móti 4. fl. kepptu fyrst Valur og Þróttur, og sigraði Valur 1—0. Strax á eftir kepptu KR og Víkingur, 4—0. í B — móti 4. flokks léku fyrst KR og Þróttur, og sigraði KR með 4 mörkum gegn 2. Strax á eftir léku Valur <fg Fram, leiknum lauk með sigri Vals 2—0. í Fyrsta flokki léku fyrst Þróttur og Víkingur, og sigraði Þróttur með 3—1. Strax á eftir léku Fram og Valur, og sigraði Valur 3—0. Falla því stigin þannig í fyrsta flokki, að KR og Valur eru jöfn, og verða þau félög að leika aftur. Sá lerkur fer fram mjög bráðlega. Fjórir bæjarfogarar lönduðu hér í síðusfu viku VIKUNA 25.—31. maí lönd- Reykjavikur afla sínum í uðu togarar Bæjarútgerðar Reykjavík, sem hér segir: %26. maí. B.v. Hallveig Fróða- dóttir 288 tonnum af ísfiski til íshúsa og í erzlu, og 9 tonnum af lýsi. '30. maí. B. v. Jón Þor- láksson 211 tonnum af nýjum fiski í íshús og harzlu, og tæp- um 8 tonnum af lýsi. 30. maí. B. v. Pétur Halldórsson 114 tonnum af saltfiski, 19 tonnum af mjöli o-g 6 V-> tonn af lýsi. 30. maí. B. v. Þorkell Máni 103 tonn um af saltfiski, 150 tonnum af hraðfrystum fiski og rúmum 5 tonnum af lýsi. í vikunni unnu 85 manns í saltfiski, en 50 manns í fisk- herzlu hjá bæjarútgerðinni. Blað stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirs- sonar. — Sölubörn, komið í Víkings- prent, Garðastræti 17, klukkan 1 e. h. S s s s s s s s s s S • s s c. AB4

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.