Alþýðublaðið - 07.06.1952, Page 4

Alþýðublaðið - 07.06.1952, Page 4
AB-Alþýðublaðið 7. ]úní 1952 ÞA£> LÍÐUR NÚ varla svo dagur, að ekki megi lesa bæði í Morgunblaðinu og Tíman- um, að framboð Ásgeirs Ás- geirssonar til forsetakjörs sé „flokksframboð Alþýðuflokks ins“. Stundum er þetta orðað eitthvað öðru vísi til tilbreyt ingar, eins og til dæmis í að- alritstjórnargrein Morgun- blaðsins í gær, þar sem fram- boð Ásgeirs er kallað „björg- unarskúta Stefáns Jóhanns“. En í sambandi við þá nafn- gift er því lýst með mörgum orðum, hve gersamiega heill- um horfinn og fylgi rúinn Al- þýðuflokkurin sé; „fólkið við sjávarsíðuna fylgi ekki stjórn málaflokki, sem fjandskapist við útgerðina", eins og það er orðað; og „almenningur sveit anna treysti heldur ekki stjórnmálaflokki, sem ævin- lega sýni skilningsleysi á störfum bænda og sveita- ' fólks“. Maður skyldi nú ætla að Morgunblaðið teldi sig ekki þurfa að eyða miklu púðri á forsetaframboð, sem það stað hæfir að sé flokksframboð svo fylgislauss flokks. En ann að hvort hlýtur að vera, að það sé hvergi nærri eins öruggt og það þykist vera, um fylgisleysi Alþýðuflokks- ins, eða viti töluvert bet- ur, en það þykist vita, um framboð Ásgeirs Ásgeirsson- ar; því að með hverjum deg- inum, sem líður, verður tauga óstyrkur Morgunblaðsins og ótti við framboð Ásgeirs aug Ijósari og átakanlegri. Og þess munu fá dæmi, að það hafi borið sig aumlegar og lát ið verr í nokkurri kosninga- baráttu en þeirri, serp, ^iú stendur yfir um val forsetans. En hvemig svo sem Morg- unblaðið lætur og hversu oft, sem það endurtekur þá stað- hæfingu sína, að framboð Ás- geirs Ásgeirssonar sé flokks- framboð Alþýðuflokksins, mun þjóðareiningin, sem er að skapast um það, halda á- fram að stækka. Þjóðin þarf nefnilega engan fróðleik að sækja í Morgunblaðið um framboð hans. Hún veit, að það var fyrir forgöngu áhrifa manna og óbreyttra kjós- enda úr öllum lýðræðisflokk- unum, flokkum Morgunbláðs ins og Tímans, engu síðijr en Alþýðuflokknum, að Ásgeir Ásgeirsson bauð sig fram til forsetakjörs; og að sú sterka hreyfing, sem skapazt hefur aroourinn til þess að bera framboð hans fram til ^j^urs á kjördegi, er ekki bundin við neinn flokk eða neina stjórnmálaskoðun, heldur við þá sannfæringu eina, að Ásgeir Ásgeirsson hafi, að öllum öðrum ólöstuð ' um, langflesta kosti til að bera, sem góðan og glæsileg- an forseta íslands mega prýða. Alþýðuflokkurinn hafði sem flokkur ekkert frumkvæði um* frambc^ Ásgeirs, þó að iórn ræðir iðíbæniiffi KllSU frelsið. í fyrrahaust vakti það athygli um allan heirn, þegar tveir tékkneskir járnbraut- . .. , arstarfsmenn óku hraðlest sinni út yfir landamæri Tékkósló- nMuít:,.0*n “ans fasnaði j vakíu, inn á hernámssvæði Bandaríkjamanna á Suður-Þýzka- sjalfsögðu, þegar það hafði j jancii til þess ag forða sér og fjölskyldum sínum út úr þræl- verið ákveðið, og samþykkti .jomshúci kommúnismans. Nú eru þeir komnir vestur um haf, hafa fengið þar atvinnu í sinni grein og sjást hér á myndinni með fjölskyldur sínar, rétt eftir að þeir voru komnir í land í New York. Flóttámennirnir, Karel Truska og Jaroslav Kova- linka, eru í aftari röð á myndinni, en maðurinn, sem situr lengst til instri, er Lawrence Cowen, forseti jámbrautarfélagsins, sem tók þá í sína þjónustu. í einu hljóði að styðja það, vel vitandi um mannkosti Ásgeirs og sérstaka hæfileika til þess að takast á hendur hið vandasama embætti þjóð- höfðingjans. En miðstjórn A1 þýðuflokksins lét sér aldrei til hugar koma að gera nein- ar bindandi samþykktir fyrir flokksmenn um forsetakjörið, og fór að því leyti ólíkt þeim tveimur valdamiklu flokks- foringjum Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins, sem ákváðu sín í milli fram- boð séra Bjarna Jónssonar, gerðu það síðan að flokksmáli með miðstjórnarsamþvkktum og fara nú hamförum bæði í blöðum og á mannfundum til þess að handjárna flokks- menn sína til fyígis við það. Það er máske skiljanlegt, að Morgunblaðið, sem hefur lánað sig til svo ósæmilegs flokksáróðurs í sambandi við forsetakjörið, finni hjá sér einhverja þörf til þess, að stimpla hið ópólitíska fram- boð Ásgeirs Ásgeirssonar einn ig sem flokksframboð. En það veit betur. Það veit að fram boð hans er borið fram af mönnum úr öllum flokkum, án tillits til stjórnmálaskoð- ana, og að daglega berast fréttir hvaðanæva af landinu, meðal annars af prófkosning- um á fjölmennum vinnustöð- um, sem sýna sívaxandi þjóð areiningu um það. Þess vegna hinn mikli ótti, sem fram kemur í öllum skrifum Morg- unblaðsins um -orsetakjörið og orsakar allan bægslagang- inn og blekkingatilraunirnar, þar á meðal hinn síendurtekna áróður, að framboð Ásgeirs sé ekkert annað en flokks- framboð Alþýðuflokksins! En sá áróður verkar bara ekki. Ótti blaðsins við framboð Ás- geirs afsannar hann svo aug- Ijóslega. benda fólki á það, að þegar það ræður til sín menn er rétt að leita til skrifstofu Félags garð- yrkjumanna og fá þar upplýs- ingar um hvaða menn það eru, sem skúðgarðavinnu stunda og ráðgast við skrifstofuna um það hvern af þeim mönnum hent- ast sé að \áða eftir kringum- stæðum, bæðj með tilliti tii ná- lægðar garðyrkjumannsins við heimli garðeiganda, svo og með hliðsjón af því hvort garð- eigandi hyggst sjálfur vinna að með garðyrkjumanninum eða kaupa alla vinn.u við fram- kvæmdir í garðinum. Mikið hefur borið á því und- anfarin ár, að menn sem ekkert eiga skylt við Félag garðyrkju- manna eða garðyrkju, hafa fúskað við skrúðg'arðavinnu með misjöfnum árangri. En þeir sem orðið hafa fyrir tjóni vegna vinnu slíkra maima hafa ofílega kært það til Félags garðyrkjumanna. Eins ber mikið á því að útlendingar, sem dvelja hér undir takmörk- uðu eftirliti ,en hafa stundum nokkurra mánaða Iandvistar- leyfi, hafa gefið sig út sem sér- fræðinga í skrjiðgarðaræktun, þótt það sé hins vegar marg- sannað að margjir þessara manna hafa aldrei nálægt neinni ræktun komið áður en þeir komu hingað til lands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir Félags garðyrkjumanna til þess að fyrirbyggja vinnu þessara manna í skrúðgörðum Reykvíkinga, hefur það reynst mjög erfitt að koma í veg fyrir að fólk réði þessa fúskara til sín, og það tekst að sjálfsögðu aldrei fyrr en garðeigendur koma sjálfir til móts við félag okþar og vinna með okkur að því að öll skrúðgarðavinna, sem aðkeypt er, verði unnin af ábyrgum og menntuðum garð- yrkjumönnum. Kærur frá skrúðgarðaeigend- um berast félaginu svo tugum ’AB — AlþýðublaðiS. Otgefandl: AlþýBuflokkurinn. Ritstíóri: Stefán Pjetursson. skiftir á hverju vori. Kærur Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Rltstjómarsimar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- þessar eru aðallega vegna of ■iini: 4908. — AfgreiBslusbni: 4900. — AlþýSuprentsmiSjan, Hverfisgðtu 8—10 hárra reikninga eða mistökum Frjáls samlök kjésenda Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Gísla Sveinssonar að Vesturgötu 5 í Reykjavík er op- in alla virka daga kl. 1—7. Símar: 5036 og 5729. Eftir skrifstofutíma 7289, DáVINNáH í vinnubrögðum í skrúðgörð- um. Það er okkur til mikillar ánægju að geta skýrt frá því, að það kemur nær aldrei fyrir að kæra berist vegna verka sem framkvæmd eru af félags- mönnum okkar, sem allir full- nægja þeim kröfum sem gerð- ar eru til lærðra garðyrkju- rnanna. Komi það hinsvegar .... , fyrir að kærur berist vegna vita i sambandi við raðningu i vinnti félagsbundi|nna garð- garðyrkjumanna til verka í j yrkjumanna, er verkið þegar görðum sínum. Er þá fyrst að metið og sé um mistök að ræða Frá stjórn Félags garð- yrkjumanna hefir blaðinu borist eftirfarandi: SKR.ÚÐG ARÐAVINN A er nú fyrir nokkru hafin hér sunnanlands, og þykir okkur ástæða til að gefa fólki, sem þarf á aðstoð garðyrkjumanna að halda, nokkrar upplýsingar, sem því getur komið vel að hjá garðyrkjumanninum, getur garðeigandi verið öruggur um að fá skaða sinn bættan að fullu. Hinsvegar hei'ur félagið ekki tök á því að aöstoða fólk, sem verður fyrir skaða vegna vinnu ófélagsbundinpa manna, en félaginu væri þó kært að fá upplýsingar um slíkt, ef það gæti orðið til þess að hægt yrði að bægja slíkum mönnurn frá skrúogarðavinnu. Kauptaxti skrúðgarðamanna er endurskoðaður einu sinni á ári. Er taxtinn jafnaðarkaup á hvaða tíma sólarhringsins sem vinnan fellur. Þóct almennt kaup hækki fyrir áhrif vísi- tölu, hefur það ekki hárif á kaup garðyrkjumaima í skrúð- görðum. Kaupið í ár er óbreytt frá fyrra ári, og er sem hér segir: Fullg. garðyrkjum. kr. 20,59 pr. klst. Aðstoðarm. —• 16,38 — — , Við þetta kaup bætist svo að sjálfsögðu orlofsfé eða 4%. » Úðun greiðist með kr. 2,50 pr. úðaðan líter. Minnsta úðun- argjald er kr. 37,50. Stjórn Félags garðyrkju- manna skipa eftirtaldir menn: Formaður Hafliði Jónsson, varaformaður, Jón Magnússon, ritari, Björn Kristófersson, gjaldkeri, Ingi Haraldsson, og aðstoðargjaldkeri, Bjöm Vil- hjálmsson. Skrifstofa félagsins er hjá .Fulltrúaráði verkalýðsfélag- ,anna, Hverfisgötu 21, sími 6438, .þagnlað er fólkf vinsamlegast ,bent á að snúa sér, ef það óskar eftir vönum og lærðum garðyrkjumönnum til starfa í görðum sínum. Reykjavík, ,27. maí 1952 Stjórn Félags gaffryrkjumanna. BÆJARSTJÓRN ræddi nokk uff í gær fisldleysið í bænum, úg þaff, hversu vondur sá fisk- ur væri, sem nú ka*mi í fisk- búffirnar. Kom m. a. fram til- laga um þaff, aff bærinn taeki á leigu bát til þess aff afla fyrir bæjarmarkaffinn, en þeirri til- lögu var vísaff til bæjarráðs. Guðmundur H. Guðmunds- son gat þess, að ekki værj nóg með það að erfitt væri að fá nýjan fisk, heldur væri saltfisk urinn oft og tíðum að heita mætti óætur. í því sambandi gerði hann fyrirspurn til for- stjóra bæjarútgerðarirmar, hvort það væri rétt, að þessi saltíiskur væri frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, en það hefði fisk- sali sagt sér, sem sclt hefði sér óætan saltfisk. Jón Ax&l Pétursson sagði aS bæjarútgerðin seldi einunigs góðan saltfisk, sent verkaður væri við fullkomnus.tu skiiyrði. Bað hann alla þá, sem yrðu fyr ir því sama og Guðmundur lýsti, að hringja til bæjarútgerð arinnar og láta vita, hvaða fisk búðir það væru, sem teldu sig hafa fengið lélegaui saltfisk frá bæjarútgerðinni. Jón sagði að sannleikur málsins væri sá, aS einstaka fisksali saltaði sjálfur þann fisk, sem ekki gengi út í búðum þeirra nýr, og það væri hinn lélegi saltfiskur, sem fóik kvartaði yfir. Um nýja fiskinn sagði Jón, að búast mætti við því, að fólki brygði við nú þeg ar búið værj að loka Faxaf'óa. Það gæti nú ekki beðið um smáýsu, rauðsprettu og annað .þess háttar. Hins vegar hlytu fisksalar að geta aflað sér nægi legs nýs fiskjar meðan lögð væru upp 500—800 íonn af nyfj um fiski vikulega eins og gert hefði verið undanfarið, og öll íshúsin væru full af frystum fiski. ÍSLANDSMÓT hefst í knatt- spyrnu í' dag með leik milli .Fram og Akurnesinga. „Farfuglar" gróður- setfu 1800 frjá- plönfur í Þórsmörk Á HVÍTASUNNUNNI fór hópur „Farfugla" í skógrækt arför í Þórsmörk. Gróðursett- ar voru samtals 1800 trjáplönt ur af fu,ru, greni og lerki. Plönturnar voru gróðursettar í svonefndu Sleppugili, en þar er fyrir óræktaður birki- skógur, sem var grisjaður á nokku svæði og í þeim tilgangi að hinar trjátegundirnar gætu vaxið upp í skjóli birkisins, nema lerkið, sem var gróður sett á bersvæði. Plönturnar voru gróðursettar undir eftir- liti skógræktarinnar að Tuma stöðum. Að því er Ragnar Guðmunds son, er situr í stjórn „Far- fugla“, tjáði blaðinu,, ríkir mik ill áhugi meðal félaganna um að halda áfram skógrækt sem þessari, enda tókst förin mjög vel. í gróðursetningaríörinni voru 22 félagar. * Hamingjueyjan. HAMINGJUEYJ^AN nefnist amerísk kvikmynd, er Stjörnu bíó sýnir um þessar mundir, og er þetta mjög fögur mynd, er gerist aðallega á Suðurhafs eyju.m meðal frumstæðra þjóða, en einungis tveir hvítir menn koma við sögu. ÁB 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.