Alþýðublaðið - 11.06.1952, Side 6

Alþýðublaðið - 11.06.1952, Side 6
 ISKRAFAÐ] °8 ISKRIFAÐl 33. dagur Cornell Woolrichi VILLTA BRUDURIN KULAN, ÞYNGÐARLOG- MÁLIÐ OG STÚLKAN. Þegar Einstein var prófessor í Ziirich, gerði hann eitt sinn at- hugun á því, hvaða hugsanir ýmsir hlutir vektu með nemend- um sínum. Eitt sinn varpaði hann kúlu upp í loftið og spurði síðan: „Hvað dettur yður fyrst í hug, þegar þér horfið á þsssa kúlu?“ „Aðdráttarafl jarðar“ svaraði einn nemandinn. „Ekki ógreindariegt svar“ sagði Einstein. „Og hvað kemur yður í hug?“ spurði hann næsta nemanda. „Þyngdarlögmálið'', svaraði sá. Ágætt svar, sagði Einstein. — ,,En yður“? spurði hann þann þriðja. „Mér datt stúlkan mín í hug“, svaraðj nemandinn hikandi. „Stúlkan yðar?“ endurtók Ein stein. „Hvernig getur ein kúla komíð yður til þess að hugsa um stúlkuna yðar?“ „Jú, sjáið þér til,“ svaraði nemandinn. „Ég iiugsa aldrei um annað en hana.“ LIFIÐ EINSKIS VÍRÐI EFTIR NÍRÆTT. Það er ekkert varið í að lifa lengur en til níræðs, sagði Willi- am Henry Heard, til heimilis í Melbourne í Ástralíu, þegar hann tók nýlega á mótj blaða- mönnum á 103 ára afmæli sínu. Þíð megið bóka það, bætti hann við, að það er engitm ánægja að því að verða 103 ára. Maður get ur raunverulega ekkert tekið þátt í lífinu; ekkert skemmt sér, ekki einu sinni hjálpað til við uppskeruna eða neitt annað er að liði mætti verða. Fólk segir, að ég sé hraustur, en það er bara vitleysa; ég finn þao bezt sjálfur, að ég er orðinn gamall. Það er heldur ekki nema von, að mað- ur sé farinn að lýjast, það var miklu meiri þrældórnur að kom- ast áfram þegar ég kom hingað til Ástralíu fyrir 73 árum, en þekktist nú til dags. SPURNINGAR DAGSINS: 1. Eftir hvern er þ\tta erindi? ,,Nú er ég gla'ður á góðri stund, sem á mér sér; guði sé lof fyrir þennan fund og vel sé þeim, sem veitti mér. 2. Hvaðan er nafnið Elisabet upprunnið? í 3. Hvað vega nýrun í mannin- um? 4. Hvað heitir höfuðborg Kanada? 5. Hvort er fitumeiri kúa- mjólk eða hreindýrsmjólk. •>,‘g um jjiofiHBnji íia ‘itjjfi luaspjtd x‘AI um anpiaitraui JíipfrasaýpuiajH S *(S9988I um jBnqj) bavbMo f •JS 002 >—021 uin jnSaA njjfu IJOAjx 'Z '&nS giA J3AS raas ns Jigýc[ So ‘uBjunuoji jjjsajqaH fiVci -g •uossjnjaá jnraijSnBH 'I WílONINHHdS ÖIA HOAS AB inn í hvert hús! griðastað á sama hátt. Jýjós- geislarnir frá olíulampaiium, sem annars lýstu u.mhverfið ekki nema til hálfs, endurvörp uðust með skærum Ijóma af armhringnum góða, sem hún nú hafði borið í langa tíð og slípazt hafði við notkunina. Ótti' hennar var annars eðl- is en sá, sem framkallað hafði sársaukaóp Chris fyrir stundu. Ekki hræðsluflog, heldur lotn ingarblandin skelfing. Þótt Lawrence stæði ekki vel að vígi með að sjá svipbrigði hennar, þar sem hann lá á grúfu á gólfinu, gat honum þó ekki dulizt þetta. Ótti hennar var ekki jafnmikill og búist hefði mátt við. Munurinn var' máske ekki mikill, -en merkj an 1 legur samt. Munnurinn var að vísu hálfopinn, en ekki vegna. þess að hún berðist við að halda niðri í sér ópi. Frekar j vegna þess að það, sem fyrir augun bar, væri henni ráð- j gáta. Undru,nin leyndi sér J ekki. Augun voru galopin, • meira hvítt í þeim en hann hafði nokkurn tíma áður séð, . en einnig það virtist frekar 1 vera sprottið af undrun en snögglegum ótta. Þeir nálguðust hana, réttu út arraana til þess að grípa hana. Hann sá dökka hand- leggi þeirra bera við ljósleit nærföt hennar bak við þá. Hann brauzt um í böndunum, reyndi að rísa upp og koma henni til hjálpar í máttlausri reiði, hvæsti hótunum út milli tannanna:: „Snertið hana ekki. Farið burtu. Heyrð þið það“. Eitthvað lagðist ofan á hann með þeim þunga, að hann hélt að hryggurinn myndi þá og þegar bresta. Það var manns- fótur, fótur þess, sem falið hafði verið að gæta hans. Hon um var þrýst að gólfinu af full komnu vægðarleysi og dýrs- legu tillitsleysi. Hann reyndi að lyfta hnakkanum. Það var þreifað eftir hálsi hans aftan frá og höfuð hans keyrt í góif ið' af heljarafli hvað eftir ann að þar til hann lá kyrr. Gegnum kvalirnar skynjaði hann, að eitthvað hafði breytzt. Umhverfið fékk skyndilega á sig annan blæ. Allir voru orðn ir hreyfingarlausir, bæði hún og þeir. Sá, sem lengst hafði teygt ræningjaklær sínar í átt ina til hennar og þegar náð taki á öxl hennar, gripið þar handfylli sína af holdi hennar og hrifsað föt hennar, sleppti takinu. Hún var ósnert á ný. Hún losaði u,m undirkjólinn og hann féll á gólfið um fætur hennar. Það glitraði á hringinn á handlegg hennar. Þeir hörf- uðu til baka, skref fyrir skref. Hringurinn umhverfis hana víkkaði á ný. Hendu.rnar, sem teygt höfðu sig í átt til henn ar, voru ekki látnar falla, stóðu út í loftið, bendandi. Handleggirnir voru eins og rimlar á hjóli, miðdepillinn glóandi hringurinn á armi hennar. Nú voru það þeir, sem vorui skelfdir, óttaslegnari en hún hafði áður verið. Hás hvísl bár ust frá nokkrum þeirra. Þeir hörfuðu lengra, smátt og smátt lengra. Milli hennar og þeirra var nú aúitt rúm, svið hjátrú-1 arfullrar en óblandinnar lotn ingar. Hún bærðist. Hún lyfti hönd unum og tók baðmullina úr eyrum sér. Hún starði á þá með engu minni fjálgleik en þeir á hana. Einn þeirra tók til máls. Hann talaði til hópsins, rödd- in var draugsleg eins og hún kæmi neðan úr jörðinni. Honum var svarað. Það var kvenmannsrödd. Sama draugs lega kverkhljóðið, en konurödd samt. Hann taldi í fyrstu, að kvenmaður hlyti að vera þeirra á meðal. En það var enginn kvenmað ur meðal þeirra. Það var eng inn kvenmaður nærstaddur nema Mitty, konan hans. Þetta hlaut að vera skynvilla, búktal, sem lét hann halda að kvenmannsröddin kæmi frá þeim stað úr herberginu, þar sem hún var. Varir hennar hreyfðust. Nú myndi hann heyra hana segja: „Larry, hverjir eru þettta? Hvað ætla þeir að gera við okkur?“ Hún bærði varirnar og hann heyrði þær segja: „Achini go achini haya“. Honum fannst það byrja þannig og svo hélt hún áfram og hann greindi ekki lengur nein orð, skildi ekkert. Eyru hans skynjuðu bara hljóð, orðaskil greindi hann engin. Frá honum leið djúpt ana- varp. Allur þessi skari, sem fyrir stuttri stundu hafði virzt í grimmasta árásarhug, beygði nú hné sín í lotningu. Sumir krupu á annað hnéð, aðrir á bæði. Su.mir huldu andlit sín með lófunum, aðrir lutu höfði og störðu til jarðar. Hún hélt áfram að tala, hik andi, éins og hún þyrfti að einbeita huganum til þess að geta raðað orðunum rétt, eins og þyrfti að yfirstíga einhverja hindrun til þess að geta látið hugsanir sínar í ljós á þessari framandi tungui, en þagnaði þó aldrei alveg. Þessi rödd, sem hann hafði elskað, var að fjar lægjast hann. Hún. talaði ekki lengur til hans úr herberginu þar sem þau voru nú bæði stödd, heldur aftan úr grárri forneskjui. Aldir skildu þau að í tíma, þótt svo nálæg væru þau hvort annað í rúmi, að hann myndi næstum geta snert hana, þar sem hann lá, eí hann hefði handlegginn laus- an. Hún lyfti hendinni upp að höfði sér, losaði um hárnælur og spennur, sem héldu hárinu saman, svo að það féll laust niður u,m hana. Sér til mikiil- ar skelfingar sá hann, að hún týndi af sér hverja einustu spjör, og stóð óðar en varði allsnakin á gólfinu. Enginn svo mikið sem lyfti höfði, ekki einn einasti þeirra leit upp. Þarna stóð hún svona á sig komin fyrir framan þá, fyrir augliti húsfyllis villtra óþekktra manna. Ekki einu; sinn hann, eiginmaður henn- ar, hafði nokkurn tíma séð hana svona. Upp í háls hans brauzt niðurbælt óp. Hann neitaði að viðurkenna, að skilningarvit hans skynjuðu. sjálfan raunveruleikann. Hann ranghvolfdi augunum og frá brjósti hans leið langdregin sársaukafull stuna. Hún hreyfði sig. Gekk fram í áttina til þess mannsins í hópnum, sem eftir búningnum að dæma myndi vera fyrirliði þessara mannvera, og svipti af honum slæðu, sem hann bar á öxlum sér, lagði hana utan u,m sig og sveipaði henni að sér. Að ofanverðu var hún enn þá ber, blygðunarlaus að hætti frumstæðra manna á öllu.m öld um. Að síðstu lyfti hún fætin um upp úr inniskónum og stóð ber á gólfinui. Þarna hafði hún fyrir aug- um hans breytzt í villimann, horfið í einu vetfangi aftur 'til liðnna alda. Hún sá hann Myndasaga barnanna: Bangsi og álfarnir. Þegar álfurinn var búinn að íáta blómin spretta í glugga gömlu geitaömmu, tók Bangsi hann og fór af stað með hann af stað með hann til vorálf- anna. Þeir biðu hans tveir við grjóthrúguna, og voru heldur reiðilegir á svipinn. Vorálfarnir tóku nú Bangsa og sögðu honum alvarlegir í bragði, hve illa hann hefði hag- að sér. Og þegar Bangsi þótti nóg komið, bað hann þá að hætta, álfurinn hefði sér til málsbótar, að hann hjálpaði gömlu geitaömmu. En vorálfarnir voru ekki á því að hlífa litla sumarálfinum. Annar stökk upp á flatan stein, sem lyftist, svo að hola mynd- aðist í jörðina. Svo átti að fara með sumarálfinn til álfakóngs- ins og Bangsi átti að koma með. Vatn fyrir vín. Margur Kaupmannahafnar- búinn hefur orðið sárasvikinn eftir að hafa átt viðskipti við smávaxinn, broshýran náunga sem selt hefur- skozkt viskí á svörtum markaði. Það hefur nefnilega komið í ljós, að í flöskunum var vatn. En svo er það önnur saga um annan mann, sem sveik ekki vöru sína ,en lék sama leik. Það var á bannárun um í Bandaríkjunum, þegar allir sóttust eftir því, að kom ast yfir áfengi, að lítill maður og viðmótsþýður kom rogandi með tösku sína inn i járnbraut arl-estina. Hann kallaði upp: Kalt te, á dollar glasið“. Hann deplaði auguiium um leið og hann leit á væníanlegan við skiptamann. Hann gerði mikla verzlun í vagninum og hvarf svo skyndilega. Það mátti sjá vonbrigðasvipinn á andlitunum, þegar menn supu á. I þeim var auðvitað kalt te. Pólitískt lyf. í tékkneska dagblaðinu „Li dove Noviny“ er birt álit dr. O. Dub, sem er yfírlæknir við sjúkrahús í Prag um heimsókn ir til sjúkra. Læknirinn heldur því fram, að nauðsynlegt sé að banna heimsóknir til sjúklinga, sem þekkingu hafa á stjórn málum, vegna þess að þeim sár leiðist að h-eyra hið heimsku- lega og innihaldslausa hjal þeirra sem koma í heimsókn í sjúkrahús. Á hinn' bóginn segir dr. O. Dubb, að þáð sé nauðsyn- legt að skemmta ópólitískum sjúklingum með viturlegu tali um stjórnmál. Lækmrinn hagði að slíkt hefði góð áhrif á heilsu sjúklingsins. Gervilimir ekki nýjung-. Dr. Otto Norn, starfsmaður við danska Þjóðminjasafnið segist hafa fundið sönnur fyrir því, að gervilimir hafi verið -til til fyrir mörg hunaruð árum. Þegar v-erið var að grafa í rúst- um hallar frá miðöldum, rakst hann á gervifingur úr bronsi, skreytt-an með silfri og kúlu- legu í liðamótum. Norn heldur að fingurinn hljóti að vera minnst 400 ára gamall. Skaut niffur helikopter meff fótbolta. Það skeði fyrir nokkru í Par- ís að helikopter fiaug yfir. í- þróttavöll, þar sem verið var aff keppa í knattspyrnu. Flugmað- urinn gerðí sér leik að því .að fljúga mjög lágt, en knattspyrnu mönnunum geðjaðist ekki að því og þegar einn sá sér færi á, sparkaði hann fótboltanum í flugvélina. Boltinn hitti betur en maðurinn gerði sér vonir um. Iíann festist í stóru skruf- unni. Vélin hikstaði og drap að lokum á sér og hrapaði niður á 'VÖUinn án þess að skemmast. Eftir að vélin var komin niður, flugmaðurinn fljóta ferð út af vellinum. Sér grefur gröf . . . Josep Jakobs í Bruessel átti í stöðugum erjum við tengda- föður sinn og dag nokkurn þreif hann byssu sína af vegn- um og hugðist enda þetta eilífa valdastríð milli eldri og yngri kynslóðarinnar. Tengdafaðirinn var viðbúinn og tókst að læsa ! dyrunum. Josep var ekki af I baki dottinn og reyndi að brjóta | upp dyrnar með byssuskeftinu, en það tókst nú ekki b-stur en [svo, að nú liggur hann undir ' grænni torfu með kúlu í brjósti. AB fi

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.