Alþýðublaðið - 27.06.1952, Page 4
AB-AIþýðublaðið
i Hóíanir
27. júní 1952
TÍMINN varpaði i gær
iram þeirri spurningu, hvort
friður ætti að haldast um for-
setastólinn eða ekki; en það
taldi hann undir því komið,
hvort „þjóðinni tækist að
velja sér forseta á þann veg,
að eining skapizt um forseta
embættið að nýju“ eða hvort
„forsetaembættið verði gert
að pólitísku embætti, er fram
vegis verði þrætuepli póli-
tísku flokkanna".
I>etta eru óneitanlega ein-
kennilegar bollaleggingar.
Það er þjóðarinnar að velja
íorsetann, og skylda allra,
einstaklinga jafnt sem flokka,
að beygja sig fyrir vali henn
ar. Sé þeirri skyldu fullnægt,
er engin ástæða til þess að
óttast neinn ófrið u,m forseta
embættið framvegis, frekar
en hingað til. Spumingin um
frið eða ófrið um forsetastól-
inn að forsetakjörinu loknu
er því fyrst og fremst, og
xauiiar eingöngu sú, hvort
ahir eru reiðubúnir til þess
að beygja sig fyrir þeim þjóð
arvilja, sem fram kemur við
forsetakjörið, eða ekki. En á
því virðist nú leika nokkur
vafi.
Þetta er, því miður, ekki
sagt út í bláinn. í blöðum
þeirra Hermanns Jónassonar
og Ólafs Thors, Tímanum og
Morgunblaðinu, er haft i hót
unum um það, að halda áfram
illdeilum um forsetann og
forsetaembættið, ef forseta-
efni þeirra, séra Bjarni Jóns
son, nær ekki kosningu á
kjördegi; og er sú grein Tím-
ans, sem hér er gerð að um-
talsefni, í raun og veru ekk-
ert annáð en hótun um það.
Að sjálfsögðu er hér fyrst
og fremst um tilraun að ræða,
og það mjög ósvífna tilraun,
til þess að hræða menn til
fylgis við frambjóðanda
þeirra Hermanns og Ólafs á
kjördegi. En það er hætt við
því, að sú tilraun komi hon-
um að litlu haldi. íslendingar
láta ekki gjarnan skipa sér
r j
fyrir um það, hvern þeir eígi
að kjósa; og sízt af öllu munu
þeir láta hótanir eða ógnanir
hafa áhrif á atkvæði sitt.
Þeir hafa líka verið heyrn-
ar- og sjónarvottar að því, að
blöð þeirra Hermanns og
Ólafs hafa reynt á hinn ó-
sæmilegasta hátt, að rægja
eitt forsetaefnið. Slík blaða-
skrif eru að sjálfsögðu sízt I
til þess fallin, að skapa frið j
og einingui um forsetaemb- j
ættið. En út yfir tekur þó,
þegar þessi blöð bæta nú gráu
ofan á svart með því að hóta
áframhaldandi illdeilum um
það, ef það yrði Ásgeir Ás-
geirson, en ekki séra Bjarni
Jónsson, sem þjóðin kallaði í
forsetastólinn á kjördegi.
Slíka kosningabaráttu lætur
hún ekki bjóða sér af nein-
um. Henni mun hún svara
svo eftirminnilega á kjördegi
að enginn freistist framar til
þess að ætla að þröngva vilja
sínum upp á hana við for-
setakjör með slíkum vinnu-
brögðum.
Það er, samkvæmt stjórnar
skránni, skýlaus réttur þjóð
arinnar að velja forsetann.
Og það er jafn skýlaus skylda
allra að beygja sig fyrir vali
hennar. Þess vegna er það
ekkert annað en ósvífni, þeg
ar Tíminn segir, að það fari
eftir vali þjóðarinnar, hvort
friður og eining skapist um
forsetaembættið að forseta-
kjörinu Ioknu; því að það á
að vera sjálfsagður hlu,tur, að
allir sætti sig við val hennar,
hvort sem þeim líkar það bet
ur eða verr. Hitt er ósæmi-
legt að ætla sér að reyna að
hafa áhrif á val hennar með
hótunum um áframhaldandi
ófrið um forsetaembættið, og
það má engum valdaklíkum
í landinu lánast. Þess vegna
er þess sterklega að vænta,
að þjóðin svari þeim Her-
manni og Ólafi þannig á
kjördegi, að slíkra hótana sé
ekki framar von við forseta
kjör hér á landi.
Orðsending tíl stuðningsmamm
> r r
\ Asgeirs Asgeirssonar um fand ailf
Mafsvein
Vantar á m.s. Dag.
Upplýsingar í síma 7718
bátnum við Grandagarð.
2573 og um borð í
Síldarnóf
Hringnót og hringnótabátur óskast leigt í
sumar á gott síldveiðiskip.
Upplýsingar gefur
ÓSKAR HALLDÓRSSON.
Kosningaskrifsfofan Áusturstræti 17r verður opin atlan kosningar-
daginn, vegna alíra kjördæma utan Reykjavíkur.
Öll samtöl vegna kosnínganna komi í þessi númef:
3246 og 7320.
Norrænt kirkiutónlistarmót 3.-10. júlí.
S0O manna kór syngur við úfi-
juðsþjónusfu á Þingvelli 6. júlí
......■».....
6 tónleikar verða haldnir í dómkirkjunni
TÓNLISTARMÓT verður í fyrsta sinn haldið hér dagana
3.—10. júlí. Það er mót norrænna kirkjutónlistarmanna, hið
fimmta í röðinni. Meðal atriða á mótinu er útiguðsþjónusta
6. júlí á Þingvelli, er biskup landsins flytur, og þar mun um 500
manna kór syngja sálmana, kirkjukórar úr Reykjavík, Hafnar-
firði og nálægum sýslum.
iB — AlþýBublaBiO. Otgefandi: AlþýBuliokturinn. Kitstjóri: Stefán PJetursson-
Auglýstngastjóri: Eœma MöHer. — Eitstjómarsímar: 4901 og 4902. — Augiýsinga-
«4mi: 490«. — AfgreiSsIusfmi: 4300. — AlþýBu.prentsmiöJ&n. Hverflggötu í—10.
Um mót þetta hefur blaðinu
borizt fréttatilkynning frá Fé-
lagi íslenzkra organleikara, sem
annast framkvæmd mótsins.
Þar segir m. a.:
TILHÖGUN MÓTSINS
Erlendu þátttakendurnir koma
með Gullfossi fimmtudaginn 3.
júlí að morgni. Sama dag kl.
13.30 verður haldin guðsbjón-
usta í Dómkirkjunni. Klukkan
3 verður mótið sett í hátyfasal
Háskólans, kveðjur verða flutt-
ar af fulltrúum Norðurland-
anna, og verða þjóðsöngvar
Norðurlandanna sungnir.
Flutt verður aðeins kirkjuleg
tónlist, sú tónlist, sem tengdust
er sjálfri guffsþjónustunni.
Þarna koma fram r.okkrir af
þekktustu organlsikuriun og
söngstjórum Norðurlanda. For-
ínenn organistafélaganna á
Norðurlöndum koma til móts-
ins, iþeir Emilius Bangert dóm-
organisti í Hróarskeldu, Armas
Maasalo prófessor og John
Sundberg. prófessor frá Helsing
fors, dómkantor Arild Sand-
vold frá Osló og prófessör Da-
vid Ahléir frá Stokkhólmi. Þess
utan Ieiká á orgel Finn Viderö
og Söreri Sörensen frá Dan-
mörku, Harald Andersen frá
Finnlandij Rolf Karlsen, Lud-
vig Nielséh og Arild Sandvold
frá N</.iegi, enn fremur frá Sví-
þjóð Gustav Carlman. En alls
munu 33 . erlenclír fulltrúar
koma til mótsins.
Enn fremur korna fram ís-
lenzkir og erlendir einsöngvar-
ar. Meðal hinna íslenzku eru
ungfrú Elsa Sigfúss og Þuríður
Pálsdóttir, Einar Kristjánsson
óperusöngvari og Guðmundur
Jónsson óperusöngvari._ Einleik
á fiðlu leikur Björn Ólafsson.
íslenzkir organleikarar verða
Páll Kr. Pálsson, dr. Urbancic
og Páll ísólfssQn. íslenzkir kór-
ar annast flutning á kórlögum
frá hverju landi. Dómkirkju-
kórinn flytur dönsk, sænsk og
íslenzk lög undir stjórn pró-
fessors Ahlén og Páls ísólfsson-
ar. Kór Hallgrímskirkjunnar í
Reykjavík flytur finnsk og ís-
lenzk lög úndir stjórn prófess-
ors Maasalo og Páls Halldórs-
sonar. Kirkjukór Nessóknar
flytur færeysk og íslenzk lög
undir stjórn Jóns Isleifssonar,
en kór Þjóðkirkjunnar syngur
norsk og íslenzk lög undii’
stjórn Arild Sandvold og Páls
Kr. Pálssonar.
Allir kirkjukórar Reykjavík-
ur munu sameinast um að
syngja,. þjóðsöngva Norður-
landa við setningu mótsins í há
tíðasal Háskólans.
Tónleikar mótsins verða alls
sex, allir í Dómkirkjunni, og
byrja allir kl. 18.15.
Fyrst eru íslenzkir tónleikar
fimmtudaginn 3. júlí, föstudag-
inn 4. júlí eru danskir tónle:.k-
ar, mánudaginn 7. júlí finnsk.ir
tónleikar, þriðjudaginn 8. júlí
norskir tónleikar, miðvikudag-
inn 9. júlí sænskir tónleikar, og
að Iokum fimmudaginn 10. júlí
færeysk-íslenzkir tónleikar.
Hinir erlendu gestir munu
halda heimleiðis með Dronnin"
Alexandrine föstudaginn 11.
júlí. Auk tónleikanna verða er-
indi flutt og umræðufundir
haldnir í Báskólanum eins og
venja er við hin norrænu
kirkjufónlistarmót. Þar munu
tala af íslands hálfu prófessor
Magnús Már Lárusson, er ilyt'vr
erindi um þróun íslenkrar
kirkjutónlistar, og söngmála-
stjóri þjóðkirkjunnar Sigurður
Birkis, er hefur un.iið mikið að
undirbuningi mótsins. Einnig
munu erlendir fulltrúar flytja
þarna erndi.
MÓTIN HALDIN
3. HVERT ÁR
Hið fyrsta mót porrænna
kirkjutónlistarmanna var hald-
ið í Stokkhólmi 1933, að tilhlut-
un „Sveriges almanna Organist-
och Kantorsförening“. Var þá
þegar ráðgert að slík mót sem
þetta færu fram 3ja hvert ár,
sitt árið í hverju hinna norrænu
landa.
Tilgangurinn miið þessum
mótum er að efla samvinnu og
auka, kynni norrænna kirkju-
tónlistarmanna, i rganleikara
og söngstjóra, ræða tónlistar-
málefni kirkjunnar á No| ður-
löndum og flytja nýjungar á
sviði kirkjutónlistarinnar á
hverjum tíma. Þau eiga að vera
sterkur þáttur í -.amstarfi um
tónlist hinnar evangelisku
kirkju Norðurlanda. Annað
mótið var haldið í Helsingfors
1936, og hið þriðja í Kaup-
mannahöfn 1939. Vegna stýrj-
aldarinnar varð að fresta fjórða
mótinu, sem vera skyldi í Osló,
til ársins 1949. íslandi var boð-
in þátttaka í tveim síðustu mót-
unum og það sendi fulltrúa á
þau. Var þar flutt íslenzk.kirkju
tónlist, orgelverk, kórverk o»
einsöngslög. í lok mótsins í Os-
ló kom fram ósk um að fimmta
mót norrænna kirkjutónlistar-
manna yrði á íslandi. Taldi full
trúi íslands á mótinu allar lík-
ur til þess að svo gæti orðið,
þar sem mikill og vaknandi á-
hugi væri á tónlist á íslandi.
Mót norrænna kirkjutónlistar-
manna höfðu farið fram í höf-
uðborgum Svíþjóðar, Finnlands,
Danmerkur og Noregs, væri nú
röðin komin að ísland; og
skyldi fimmta mótið haldið í
Reykjavík 1952. í hverju landi
Framh. á Z síðu.
Prófkosningin um
borð í m.s. Gullfoss
AÐ GEFNU TILEFNI vil ég
lýsa yfir því, varðandi hina svo
nefndu „prófkosningu'1 um borð
í m.s. „Gullfossi11, sem nú hef
ur verið gerð að blaðamáli:
Aff fregnir þær, sem birt hafa
áf þessum prófkosningum, fyrst
í Morgunblaðinu og síðan í AB,
eru ekki eftir mér hafðar, enda
ekki til mín leitað um heimild-
ir.
Að þrófkosning þessi var að
pins hugsuð sem dægradvöl milli
hafna, að minnsta kosti af
minni hálfu, en ekki sem gild
skoðanakönnun meðal íarþega,
enda var aðains leitað um þátt
töku til þeirra, er ferlivist
höfðu. Hygg ég og að þannig
hafi flestir litið á málið, og
myndum við ef til vill hafa
hikað við að hrinda þessari próf
kosningu í framkvæmt, ef okk
ur hefði þá verið ijóst, hvílíkt
ofurkapp og hiti var hlaupið í
kosningaundirbúninginn heima
fyrir. Mun og fleirum þeirra en
,mér hafa brugðið, er þeir sáu
þessa atburðar getið í morgun-
blaðinu.
AS fyrrverandi sendiherra,
Gísli Sveinsson, hlaut 8 atkvæði
við þessa prófkosningu.
Aff mér var kunnugt um, að
áður hafði farið fram sýnu form
legri og áreiðanlegri skoðana
könnun meðal skipshafnar á m.
s. Gullfoss, en ekki var ég með
skipinu í þeirri ferð og hafði
því engin afskipti af henni.
Loftur Guffmundsson.
AB 4