Alþýðublaðið - 28.06.1952, Síða 4
AB-Afþ^uíííaðm 28. íúril 1952
r r
Fyígi Asgeirs Ásgeirssonar
BLAÐASKRIFIN og ræðu-
Löldin um forsetakjörið eru
nú brátt á enda. í sex vikur
Jiafa blöð stjórnarflokkanna
og ráðherrar þeirra farið ham
förum, sem heita mega eins-
dæmi hér á landi, til þess að
berjast gegn framboði Ás-
geirs Ásgeirssonar, • sem sagt
hefur verið, að væri bara
flokksframboð Alþýðuflokks-
ins, „minnsta flokks þjóðar-
innar“, eins og jafnan hefur
verið bætt við, og í hæsta lagi
stutt þar að auki af fáeinum
„venzlamönnum“ hans. En
þessi áróður hefur ekki verk
að. Menn hafa ekki látið segja
sér það, að ráðherrar hafi
þurft að ríða um héruð til
þess að reyna að handjárna
flokksmenn sína við forseta-
kjörið og blöð þeirra þurft
á öllum bægslaganginum að
halda, ef framboð Ásgeirs
Ásgeirssonar væri aðeins
flokksframboð „minnsta
flokks þjóðarinnar“. Menn
hafa spurt: Við hvað eru þeir
þá svona hræddir?
Það er og sannast að segja,
að þeir Ólafur og Hermann,
Morgunblaðið og Tíminn,
hafa vitað miklu betur. Það
hefur engum dulizt í þeim
herbúðum, að það er allt ann
að og meira fylgi, en nokk-
urt flokksfylgi, sem Ásgeir
Ásgeirsson hefur að baki sér
við forsetakjöríð. Það var
jafnvel löngu ljóst, þegar
framboð hans var lagt fram,
stutt af áhrifamönnum og ó-
breyttum kjósendum ekki
aðeins úr einum flokki, held
ur úr öllum flokkum.
Nafn Ásgeirs Ásgeirssonar
var á allra vörum, undir eins
og það var vitað, að þjóðin
þyrfti að kjósa sér nýjan for
seta. Og sú skoðun var ekki
bundin við neinn stjórnmála
flokk, að hann væri langhæf
asti maðurinn til þess að
taka hið auða sæti Sveins
Björnssonar. Kom þar til við
urkennd menntun og glæsi-
mennská Ásgeirs Ásgeirsson
ar og víðtæk þekking hans á
öllu, sem stjórnmál varðar,
eftir áratuga stjómmála-
mannsstarf, — ekki „í eldlín-
unni“, eins og það hefur ver
ið orðað, heldur við samn-
ingaborð, þar sem hann hef-
ur jafnan verið maður friðar
ins og sættir bæði flokka og
manna.
Það var í vitundinni um
alla þessa miklu kosti Ás-
geirs Ásgeirssonar, að menn
úr öllum flokkum óskuðu að
samkomulag mætti nást um
hann sem forsetaefni, en
beittu sér fyrir framboði
hans, þegar hitt var hindrað
af skammsýnni flokkshyggju
og valdastreitu þeirra Her-
manns og Ólafs. Það er því
ekkert hlægilegra, en þegar
ráðherrar og ríkisstjórnar-
blöð hafa verið að reyna að
koma flokksstimpli á fram-
boð Ásgeirs; enda hefur
þeim aldrei tekizt það.
Óttinn við framboð hans hef
ur afsannað áróðurinn. Yfir-
reiðir ráðherranna, rán ríkis
útvarpsins og rógur Morgun-
blaðsins og Tímans •— allt
hefur þetta sýnt mönnum og
sannað, að það er voldug
þjóðarhreyfing fyrir kosn-
ingu Ásgeirs Ásgeirssonar,
sem verið er að berjast gegn,
— og það meira að segja með
hinum lúalegustu aðferðum.
En þessi þjóðarhreyfing,
sem er laus við öll flokkssjón-
armið, byggist á þeirri heil-
brigðu skoðun hins óbreytta
kjósanda, að við forsetakjör
eigi að hafa það eitt í huga,
hver hæfastur er til þess að
gegna hinu hlutlausa og
vandasama embætti þjóðhöfð-
ingjans, bæði út á við og inn
á við. Öll önnur sjónarmið
eigi að víkja við val hans, og
þá ekki hvað sízt öll flokks-
sjónarmið. Þess vegna hefur
flokkaáróðurinn og blaða-
rógurinn gegn Ásgeiri Ásgeirs
syni verið dæmdur ómerkur
af yfirgnæfandi meirihluta
þjóðarinnar og nánast haft
öfug áhrif við þau, sem til var
ætlazt. Fylgi Ásgeirs hefur
farið sívaxandi í öllurn flokk-
um og er nú svo almennt, að
því fær enginn áróður né
bolabrögð hnekkt.
Það hefur verjð talað um
nauðsyn þjóðaxeiningar um
forsetann, og þeir Hermann
og Ólafur gefið forsetaefni
sínu nafnið „forsetaefni þjóð-
areining’arinnar“. En sú þjóð-
areining, sem skapazt hefur í
baráttunni, er ekki á bak við
það. Hún er á bak við Ásgeir
Ásgeirsson.
Kjördeildasfarfsfólk
r r
Ásgeirs Ásgeirssonsr, er vinsamiegasf
beðið að mæfa É 8 i k á morgun í
Ingóifskaffi.
■’ : :
; A
X 1
■ S
A
Qrðsending- til siuðningsimmna
m iand ailf
Kosningaskrifsfofan Áusfursfræfi 17, verður opin aiian kosningar-
daginn, vegna aiira kjördæma ufan Reykjavíkur.
í
Öll samtöl vegna kosninganna komi í þessi númer: ~
3246 og 7320.
S
Á'
\
■Á
s
s
S’
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
b
s
s
s
V
s
V
s
s
Framsóknarmaður skrifar:
r
Kýs Asgeir í fullum frúnaði
við Framsóknarflokkinn
AB — AlþýðublaJSiO. Ctgefandi: AlþýCuflokkurirjn. Eitstjðri: Stefán Pjetursson.
Augiýsingastjóri: Emma Mðller. — Eitstjómarsímar: 4901 og 4802. — Auglýsinga-
riœi: 490C. — AfgreiSslusími: 4900. — AlþýBuprentsmlBlan, Hveröagatu 8—10.
ÞAÐ ER EKKI af misgán-
ingi, að ýmsir Framsóknar- og
Sjálfstæðismenn rísa nú gegn
flokksforustu sinni og neita að
kjósa séra Bjarna Jónsson.
Orð þau, sem ég nú fer að
skrifa niður, má skoða sem
sýnishorn af því hugarfari,
sem allur sá fjöldi þessara
flokksmanna er mótaður af, en
þeir hafa fæstir tækifæri til
að koma á framfæri.
Eftir andlát Sveins Björns-
sonar forseta, var lengi vel við
því búizt, að kjör eftirmanns
hans gæti orðið málefni ,sem
alþjóð mætti fylgjast með. En
þar sem ríkisstjórnin lét ekk-
ert uppi, ekki einu sinni það,
hvort samstarf um kjörið yrði
reynt, fór fólkið að hugleiða,
hvaða menn væru líklegir til
forsetakjörs, og þar með vorii
vaktar „intressur“, sem spruttu
utan jurtagarðsins við Lækj-
artorg.
Forustu flokkanna var þetta
vel kunnugt, og bar henni því
meiri skylda til að Ieita sam-
starfs á hinum breiða bekk al-
menningsins, en að halda öllui
sem leyndustu og svo á síðustu
stundu að fyrirskipa kosningu
á manni, sem enginn kjósandi
hafði látið sér til hugar koma.
Þótt hér væri um sómamann
að ræða; var hann um landið
lítt þekktur, nema af stólræð-
um, sem frjálslynt og óþvælt
fólk kunni ekki við. Ríkis-
stjórninrá mætti því sá óvænti
tálmi, að framboðið vakti alls
staðar undrun, en hvergi hrifn
ingUi, enda hefur hún orðið að
Ieggja á sig mikil fundarhöld
til þess að kaldhamra það í
kjósendurna, að við þessa
kosningu skuli þeir vinna með
sama hugmóði eins og baráttu
viljinn hefði tendrast sjálf-
krafa í brjóstum þeirra.
Við þetta gleðisnauða bags
hefur stjórnin lent í tvenns
konar vorkuldum. Annan
þeirra er ekki á hennar færi
að milda, en hinn hyggst hún
að sykra nokkuð með aukatali
um landhelgismál, þegar hjörtu
tilheyrendanna vildu ekki opn
ast fyrir óvelkomnum áróðri
eða öðrum andlegheitum. Hef
u.r þessi mótgangur allur Ieitt
til þess, að stjórnin, og þó eink
ura málgögn hennar, hafa ekki
haft úthald til að ræða ferseta
kjörið með prúðmennsku. Þeim
megin hefur jafnvel verið grip
ið til gamals níðs, sem eitt sinn
þótti gott númer á ýmsa stjórn
málamenn, jafnvel hinn ást-
sæla forseta Svein Björnsson.
En nú stóð þannig á vindátt-
inni, að hentugt þótti að beina
því að Ásgeiri Ásgeirssyni,
ásamt ýmsum minniháttar
árásum, og þar með var því
drekasæði varpað í umræðurn
ar, að það þarf ærna hugarró
til að svara ekki í sömu mynt.
Má undarlegt heita, að séra
Bjarni Jónsson, sem um ára-
hugi hefur sýslað við siðgæðis
mál, skuji ómótmælt geta rúm
að þessi ólæti áhangendanna í
trúarfaðmi sínum.
Það myndi furðu gegna, ef
afskipti Ásgeirs Ásgeirssonar
af stjórnmálum væru ekki um
deild, eins og annarra stjórn-
málamanna. Að því leyti stend
ur hann vel fyrir höggi. Aftur
á móti hefur starf séra Bjarna
Jónssonar, sem annarra presta,
verið prúðmannleg útfærsla á
ritúölum og hefðbundinni
nægjusemi, enda hefur kenni
mennska hans verið svo mátu
leg, að ekki brá til veðrabrigða,
hvorki fyrir hita sakir né
kujda. Slík mýkt gefur vini,
og ekki spillir fyrir að vera
brandaramaður, þar sem það á
við. ;
í Tímanum er deilt á Ás-
geir Ásgeirsson vegna kjör-
dæmabreytingarinnar. Ég var
á móti henni og er enn. Samt
tel ég, að þessi pólitíski ósigur
okkar hafi engan rétt á sér við
þessar umræður. Ef það hefur
verið synd af Ásgeiri Ásgeirs-
syni að vinna að framgangi
hennar, sem í okkar augujn
var ill, var það þá ekki van-
rækslusynd, hafi séra Bjarni
Jónsson ekki lagt okkur lið í
hinni góðu baráttu?
Vera má, að áróðursmönn-
um séra Bjarna Jónssonar úr
flokki mínum liggi laust fyrir
að telja fram þá liðveizlu, sem
og aðrir íhaldsmenn, t. d. Ól-
afur Thors, hafa veitt okkur
gegn valdi Ásgeirs í þessu
máli; en ef ég man atburðina
rétt, hygg ég að það kunni að
dragast. Mig minnir sem sé,
að við höfum þá átt í höggi
við þrjá flokka, og var Sjálf-
stæðisflokkurinn þar sýnu
sterkastur. Má vera, að það sé
góð rökfræði, að spinna sig
upp í trylling gegn Ásgeiri
Ásgeirssyni vegna afskipta
hans af þessuj eina málí,
en gleyma margháttuðum
stuðningi hans í önnur skipti,
samtímis því, að okkur er ætl
l Framh, á 7. síðu.
Enginn vandi aS velja
ÞAÐ STYTTIST óðum til
þess tíma, að þjóðin þyrpist að
kjörborðinui til að kjósa sér for
seta hins íslenzka lýðvéldis.
Þrír þjóðkunnir menn eru í
kjöri, þar af tveir, þeir Gísli
Sveinsson fyrrv. sendiherra og
séra Bjarni Jónsson fyrv. dóm
kirkjuprestur. sem þegar hafa
lagt niður störf í þágu hins
opinbera fyrir aldurs sakir,
samkvæmt þar u,m gildandi
lögum landsins. Hefði það eitt
átt að nægja til þess að þeir
væru ekki í kjöri.
Þar við bætist svo það, að
hvorugur þessara frambjóð-
enda nýtur það mikils trausts,
að þeirra eigin flokkur, Sjálf-
stæðisflokkuírinn, sjái sér fært
að standa með þeim óskiptur,
ekki einu sinni að Gísla Sveins
syni, sem hefur þó langan
stjórnmálaferil að baki. Aftur
á móti er það vitað, að í þröng
um hring, innan sjálfrar presta
stéttarinnar, hlaut séra Bjarni
ekki það mikið fylgi að hann
næði biskupskosningui. Talar
það ekki sínu máli? Hvernig
er því hægt að ætlast til, að
öll þjóðin geti sameinast um
hann?
Það er því enginn vandi að
velja, þegar gengið verður til
forsetakjörsins næstkomandi
sunnudag. Auðvitað velja allir
ábyrgir íslendingar þann fram
bjóðandann, sem fyrir aldufs
og hæfileikasakir er þeim kost
um búinn, að þjóðin getur ver
ið stolt af að eignast hann fyr
ir forseta, manninn, sem hefur
sýnt að hann á þann persónu-
leika, að spyrna við fótum þeg
ar flokkseinræðið.hefur flanað
út í öfgar, manninn, sem nýt-
ur trausts í öllum flokkum og
stéttum. . j
Þjóðin kýs Ásgeir Ásgeirs-
son. ,
ð
1 ■ M. Jónsson
AB 4