Alþýðublaðið - 01.07.1952, Side 4
ÁB-Aíþýðiibíaðið f. júl* Í952
Fyrsfa þjóðkjör forsefans
Flutningar í Kóreil. Kórea er ótrúlega frumstætt
~ land; og enn er manneskjan
þar aðaláburðardýrið. Hér á myndinni sjást hjón vera að flytja
sig búferlum frá Kojeey, fangaeynni, þar sem þeim var ekki
lengur við vært fyrir óeirðunum, sem kommúnistar stofnuðu
til á meðal fanganna. Þau bera alla búslóð sína sjálf, maðurinn
á bakinu, en konan á höfðinu.
Breytingar á filhögun og skipu-
lagi húsmæðrafræðslunnarl
FORSETAXJÖRIÐ er nú
um garð gengið; og þó að úr-
slit þess verði ekki kunn fyrr
en í kvöld, þá er eitt Þegar
víst: Þátttaka þjóðarinnar í
þvi hefur verið mikil, — svo
mikil, að litlu munar á henni
og þáttökunni í alþingiskosn
ingum, — jafnvel harðsóit
ustu alþingiskosningum hing
að til.
Þetta bendir ekki til þess,
að þjóðin sé neitt feimin við
það, að kjósa forsetann raun-
verulegri kosningu, þó að
sumir hafi látið svo imdanfar
ið sem væri það einhver þjóð-
arógæfa, að raunveruleg
kosning færi fram um forset-
ann. Það er nú einu sinni á-
kveðið í stjórnarskrá lýðveld-
isins, að forsetinn skuli þjóð-
kjörinn; og það er því fráleitt
að gera ráð fyrir því, að hjá
raunverulegri kosningu um
hann verði komizt, nema í al-
veg sérstökum tilfellum. Það
væri þá helzt, að líkur mætti
telja til svo almenns sam-
komulags um endurkjör vin-
sæls forseta, að ekki yrði ann-
ar í kjöri en hann, svo sem
bæði skiptin, er Sveinn
Björnson var endurkosinn; í
flestum öðrum tilfellum verð-
ur að ganga út frá því sem
sjálfsögðu, enda alveg í anda
stjórnarskrárinnar, að þjóðin
velji á milli forsetaefna við
kjörborðið. Það gera einnig
allar aðrar lýðveldisþjóðir,
sem hafa þjóðkjörinn forseta.
Þess eru fá eða engin dæmi,
að forseti hafi verið kjörinn
öðru visi hjá þeim.
Hitt er svo annað mál, að
það er í mesta máta óviðeig-
andi, að ríkisstjórn
standi að framboði til forseta-
kjörs, eins og raun varð á við
þetta nýafstaðna, fyrsta,
raunverulega þjóðkjör forset-
ans hér hjá okkur; og það er
vonandi, að þjóðin hafi brugð-
izt þannig við því framboði,
að það verði ekki reynt í ann-
að sinn. Það er í alla staði ó-
viðurkvæmilegt, að ríkisstjórp
hafi forsetaefni í framboði,
svo að ekki sé nú talað um
hitt, að hér lét ríkisstjórnin
eins og það væri nánast glæp
ur, að nokkur skyldi dirfast
að vera í kjöri á móti forseta-
efni hennar! Þvílíkt framboð
til forsetakjörs mun vera al-
veg óþelíkt hjá öðrum lýð-
veldisþjóðum í Evrópu, að
minnsta kosti vestan járn-
tjalds; enda lítið í anda þess
ákvæðis stjórnarskrárinnar,
að forsetinn skuli vera þjóð-
kjörinn, og ískyggilega skylt
þeim einræðis- og valdstjórn-
araðferðum, sem við annars
teljum okkur, því betur, al-
gerlega ósamboðnar.
En það 'er einnig annað í
sambandi við þetta nýaf-
staðna, fyrsta raunverulega
þjóðkjör forsetans hjá okkur,
sem mjög verður að átelja, og
vonandi er að aldrei komi
framar fyrir við forsetakjör;
en það er sá mannskemmandi
áróður, eða réttara sagt róg-
ur, sem haldið var uppi af
stuðningsmönnum stjórnar-
framboðsins um annað hitt
forsetaefnið. Svo sjálfsagt
sem það er, að þjóðin eigi
milli fleira en eins forseta-
efnis að velja, svo nauðsyn-
legt er það nefnilega hins
vegar, að öllum ádeilum á
forsetaefnin sé stillt það í hóf,
að enginn þurfi að fara mann-
skemmdur í hið virðulega og
hlutlausa embætti þjóðhöfð-
ingjans. En því miður fór því
víðs fjarri, að slíkrar hátt-
vísi væri gætt við undirbún-
ing þess forsetakjörs, sem nú
er nýafstaðið; og var þó mik-
ill munur á áróðri manna og
vinnubrögðum í sambandi við
það. Það voru stuðningsmenn
og stuðningsblöð stjómar-
framboðsins eins, sem þar
brutu: allar velsæmisreglur;
en því betur virtust viðbrögð
þjóðarinnar við þeim áróðri
vera með þeim hætti, að vona
megi, að hann þyki ekki lík-
legur til eftirbreytni við for-
setakjör í framtíðinni.
Örugga vísbendingu um það
geta þó úrslit forsetakjörsins
ein gefið; og þau fáum við,
sem sagt, ekki fyrr en í kvöld.
Þá fyrst vitum við með fullri
vissu, hvernig þjóðin hefur
snúizt við þeim furðulegu
vinnubrögðum, sem hér voru
í frammi höfð af hálfu ríkis-
stjómarinnar við þetta fyrsta
þjóðkjör forsetans.
AÐALFUNDUR Húsmæðra-
kexmarafélags íslands var hald
inn dag-ana 23.—26. júní í húsa
kynnum Húsmæðraskóla Reykja
víkur. Formaður félagsins,
Halldóra Eggertsdóttir, flutti
skýrslu um störf stjómarinnar
á síðastliðnu ári. Félaginu var
boðið að taka þáít í móti nor-
rænna húsmæðraskólakennara,
sem haldið er í Osló, nú um
mánaðamóíin <30. júní — 3.
júlí). Ákveðið var að íaka Jioð-
inu, og- munu tveir fuíltrúar frá
félaginu halda fyrirlestra um
íslenzk skóla- og heimilismál á
þessu móti. Halídóra Eggerts-
dóttir mun segja frá húsmæðra
skólum á íslandi og Steinimn
Ingimundardóttir mun ræða
um störf og aðstöðu íslenzku
húsmóðurinnar í dag, en alls
munu 9 fulltrúar frá félaginn
sitja þetta kennaramóí.
Á aðalfundinum urðu miklar
umræður um framtíð húsmæðra
skólanna og hugsanlegar breyt-
íngar á fyrixkomulagi þeirra.
Samþykkt var að beina þejm
tilmælum til fræðslumálastjórn
arinnar, að einhverjum skól-
anna verði leyft að taka upp
styttri hámskeið í stað 9 mán-
aða starfstímabils eins og nú er.
Verði þá eitt þriggja mánaða
námskeið frá 'miðjum septem-
ber til miðs desembers, og ann-
að fimm mánaða námskeið frá
því í janúar fram í júní. Vefnað
,ur verði ekki kenndur á þess-
um námskeiðum, en tveimur
þriðju hlutum námstímans var-
ið til kennslu á matreiðslu,
þvotti og ræstingu og einum
þriðja hluta til fatasaums og
hannyrða. Stjórn H K.í. var fal
ið að undirbúa fyrir haustið ýt-
arlega námskrá fyrir þessi nám
skeið.
Á fundinum var rætt um
nauðsyn þess, að íélagið beití
sér eftir megni fyrir aukinni
vöruvöndun í innlentíri fram-
leiðslu og reyni að hafa áhrif á
þann innflutning, sem heimilin
varðar. Var kosin nefnd til að
vinna að þessu sérstaklega og
eiga sæti í henni Halldóra Egg-
ertsd., Elsa E. Guðjónsson og
1 Sigríður Haraldsdóttir. Þennan
fund sátu einnig félagskonur úr
kennarafélaginu Hússtjórn, en
það hefur lengí verið áhugamál
innan beggja félaganna, að
þessi tvö kennarafélög samein-
ist í eitt. Var samþyhyt á þess-
um fundi að leysa upp bæði nú-
verandi kennarafélögin og
stofna eitt sameiginiegt félag
húsmæðrakennara. Skal þetta
nýja félag nefnast Arnbjdrg, fé-
Iag húsmæSrakennara. Voru
lög hins nýja félags lítillega
rædd á þessum funöi, en stjórn
um fyrri félaganna falið að
ganga frá þeim end.anlega til
samþykktar og sjá um stofn-
fund hins nýja félags í haust. í
sambandi við aðalfundinn voru
haldnir't þrír fyrirlestrar í bíó-
sal Austurbæjarbarnaskólans.
Dr. Símon Jóh. Ágústsson
prófessor flutti fyrirlestur, sem
nefndist ,,Uppeldð og heimilið“,
Björn Th. Björnsson listfræð-
ingur fvrirlestur um hannyrðir
og heimilí og Sveinn Kjarval
arkitekt um menningarhlutverk
húsgagna.
Voru erlndi þessi öll fróðieg
og skemmtileg og var gerður að
þeím mjög góður rómur.
Á FXLIPPSEYJUM dóu 28
þúsund manns úr berklum árið
1949. Með öðrum orðum yarð
einn maður sjúkdómnum að
bráð hverja 18. mínútu allt árið
um kring. Þetta eru alvarlegar
tölur frá landi, þar sem 1,65
milljón manna af 17 milljónum
landsmanna þjáist af berkla-
veiki í ýmsum myndum.
Ástæðan fyrir því að sjúk-
dómurinn hefur náð slíkri út-
breiðslu er einfaldlega sú, að
möguleikar til að berjast 'Tegn
Vaíur sigraði Fram
í úrsiifalelk
vormófsins
ÚRSLITALEIKURINN í vor-
mótinu í fyrsta flokki milli KR
og Vals, lauk með sigri Vals,
1:0. Leikurinn var oft á köflum
skmmtilegur og jafn, þó voru
Valsmenn vel að sigrinuni komn
ir. Valur hafði sínu sterkásta
liði á að skipa eins og búizt var
við, en KR vantaði tvo a‘f sín-
um sterkústú mönnúm. Á síð-
ustu mín. í Ieiknum skorúðu
KR-ingar mark, en dómarinn
dæmdi vafasama rangstöðu.
Landsmót 1. fl. hófst á laugar
dag. 7 félög eru með í mótinu,
og ér því skipt í tvo riðla, er
dregið um, hvaða félög eiga'. að
leika í hvorum riðli. í A-riðli
er.u þessi félög: Fram, VaLur,
Víkingur og Knattspyrnufélag
Hafnarfjarðar. í B-riðli eru KR,
Þróttur og Knattspyrnufélag
' Suðurnesja. Á laugardag fór
fram fyrsti leikurinn í mótiúu,
var hann í A-riðli, og kepptu
Fram og Valur. Fram sigraði
vormeistarann með 1:0.
í vormóti 3. fl. B standa leik
ar þannig, að Valur og Fram
eru búin að leika þrjá leiki og
hefur alltaf verið jafntefli, 1:1.
Þessi félög verða að leika þang
að til annað hvort sigrar.
• íslandsmótið í A-móti 3. fl.
hófst á laugardag. Því er eins
og í 1. fl. skipt í tvo riðla. í A-
riðli eru þessi félög: Fram, Vík
ingur og Þróttur, en í B-riðli
eru: KR, Valur og Haukar úr
Hafnarfirði. TVeir leikir fóru
fram á laugardag. annars vagar
milli Fram og Víkings', og sigr
aði Fram með 2:1, en hins veg-
ar milli Vals og Hauka, sem
Vajur sigraði með 1:0. — 3. fl.
mótin halda áfram í dag.
Dalli.
Knuf Liesiöl látinn
HINN merki norski norræmi-
fræðingur og Íslaníisvimir,
Knut Liestöl, er nýlátínn.
Hann fæddist árið 1881, í Aas-
eral, og var því rumlega sjötug
ur er hann andaðist.
’vTftir þennan í/.arka vísinda-
mann liggja mörg ritverk, sem
of langt yrði upp að telja, en
þekktastur er 'hann meðal ís-
lendinga fyrir bók sína , Upp-
havet til den islandske ætte-
saga“, sem út kom-1929. Hefur
hún verið þýdd á íslenzku af
Birni heitnum Guðfinnssym. og
gefin út af Menningarsjóði.
Liestöl var einn af förvígis-
mönnum sagnfestukenningarirm
ar, er heldur því fram, að sög-
urnar hafi mótazt í frásögninni,
áður en þær voru zkrifaðar.
honum hafa verið mjög litlir,
Aðeins 200 sjúkrarúm hafa ver
ið til fyrir þær þúsundir sjúk-,
linga, sem leggja þurfti inn á
sjúkrahús vegna þess að berkla
veikin var komin á það hátt
stig. Filippseyingar hafa, ein-
ungis 7000 læknum á áð skipa,
6000 hjúkrunarkonúm og Ijós-
mæður eru aðeins 2000 að tölu.
Alþjóða barnahjálparsjóður
S.Þ. (UNICEF) og alþjóða heil-
brigðismálastofnunin (WHO)
Framhald á 7. síðu.
r
Islesiikt Water
kostar kr. 16,90 pr. kg., en erlent Water
kr. 38.00 pr. kg.
Kringlótt íslenzkt kremkex
kostar kr. 17,25 pr. kg. Erlent kremkex
kostar kr. 36,50 pr. kg.
r
Islenzkf Cream Crackers
köstar kr. 16,90 pr. kg. Erlent Cream
Crackers kostar kr. 38,00 pr. kg.
Mjólkurkex
kostar kr. 9,95 pr. kg.
FÆST í NÆSTU BÚÐ.
AB — AlþýðublaSlð. Otgefandi: AlþýBuflokkuiiiœ. Bltstjérl: Stefán PJetursson.
toglýsíngastjóri: Emma MÖIIer. — Ritstjómarsimar: 4901 og 4902. —- Áuglýsinga-
eiml: <80*. — AfgrelSslusíml: 4300. — AlþýSuprefitaniBJaa, HverEagötu 8—10.
'AB 4
Filippseyjar fá
í baráttu wi berklsveikina
------.+------
Árið 1949 varð berkiaveikin þar einum
manni að bana hverja átjándu mínútu.