Alþýðublaðið - 06.08.1952, Blaðsíða 4
AB-Aíþýðubfáðfö
6. ágúst 1952.
Framboð í Vestur-Isafjarðarsýslu
LÝÐRÆÐISFLOKKARNIR
hafa nú allir birt framboð
sín við aukakosninguna til
alþingis í Vestur-ísafjarðar-
sýslu 21. seþtember næst-
komandi. Fyrir Alþýðuflokk-
inn verður í kjöri Sturla
Jónsson úgerðarmaður á Suð-
tsreýri, fyrir Framsóknar-
ílokkinn Eiríkur Þorsteinsson
kaupfélagsstjóri á Þingeyri
og fyrir Sjálfstæðisflokkým
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son lögfræðingur í Reykjavík.
En fullvíst er talið, að fjórði
frambjóðandinn eigi eftir að
bætast við fyrir Kommúnista-
ilokkinn: Gunnar M. Magnúss
kennari í Reykjavík.
Tíminn gerði þessi fram-
boð í Vestur-ísafjarðarsýslu
að umtalsefni í aðalritstjórn-
argrein sinni síðastliðinn
sunnudag, og taldi þau koma
mönnum „tálsvert á óvart“
— að framboði frámsóknar-
mannsins auðvitað undan-
teknu; því að um hann skrifar
Tíminn þannig, að menn
skyldu helzt halda, að hann
yæri beinlínis réttborinn
þingmaður Vestu.r-ísafirðinga,
þó að það hafi dregizt þetta
íyrir honum, að gera þann
rétt sinn gildandi! En ekki eru
allir framsóknarmenn í
Vestur-ísafjarðarsýslu sagðir
jafnvissir um rétt og hæfi-
leika Eiríks Þorsteinssonar
til þess að fara með þing-
mannsumboð fyrir kjör-
dæmið, þó að hann sé sagður
þjarkur við kaupfélagsstjórn
á Þingeyri; og það er jafnvel
ekki örgrannt um, að ýmsum
framsóknarmönnum þar
vestra hafi komið einmitt
framboð hans „talsvert á
óvart“ eftir þær ráðagerðir,
sem u.ppi höfðu verið um að
hafa allt annan mann í kjöri
fyrir Framsóknarflokkinn þar!
En sem sagt: Tíminn
skrifar nú eins og um engan
annan hafi getað verið að
ræða. Hinsvegar þykist hann
furða sig á framboði Sturlu
Jónssonar fyrir Alþýðuflokk-
inn og leggur það að jöfnu
við miður þokkað framboð
Þorvalds Garðars Kristjáns-
sonar fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn; en þessum tveimur fram-
bjóðendum velur Tíminn
nafnið „lukkuriddarar“!
Hér skal ekki fjölyrt að
þessu sinni um framboð Þor-
valds Garðars Kristjánssonar
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það
hefir þegar fengið þann dóm,
hér í blaðinu og meðal al-
mennings um land allt ,sem
það verðskuldar. En það þarf
vissulega hina alkunnu Tíma-
háttvísi til, að leggja framboð
Sturlu Jónssonár fyrir Al-
þýðuflokkinn að jöfnu: við það.
Sturla Jónsson hefir að vísu
ekki verið flokksbundinn al-
þýðuflokksmaður fyrr en nú;
en hann hefir u,m áratugi
verið traustur stuðningsmað-
ur Ásgeirs Ásgeirssonar í
kjördæminu, svo að engum
þýðir að væna hann um
stefnuleysi eða flysjungshátt
í stjórnmálum. Það er og hætt
við því, að það þýði lítið fyrir
Tímann að segja Vestur-
ísfirðingum að Sturla Jóns-
son sé ,.lukkuriddari“, sem sé
„reiðubúinn til að þjóna
hæstbjóðanda“, eins og hann
orðap það af sinni venjulegu
smekkvísi. Svo mikið öfug-
mæli er það í eyrum þeirra,
sem þekkja langan starfsferil
Sturlu Jónssonar í þjónustu
sveitar sinnar og héraðs síns
og það mikla traust, sem hann
nýtur þar að verðleikum. Og
annað á Sturla Jónsson áreið-
anlega skilið af því blaði, sem
telur sig vera málgagn sam-
vinnufélagsskaparins í Iand-
inu, en að vera ávarpaður
þannig af því.
Hitt er svo annað mál, að
vel má Tímanum standa
nokkur stuggur af framboði
Sturlu Jónssonar; því að
líklegt er það til þess að fá
drjúgan stu.ðning á kjördegi
— og það ekki aðeins alþýðu-
flokksmanna, heldur og
margra framsóknarmanna
og sjálfstæðismanna, sem
meta mannkosti hans og
dugnað, —- en ekki hvað sízt
áratuga tryggð hans og stuðn-
ing við hinn fráfarna þing-
mann kjördæmisins, sem það
má lengi stolt af vera, Ásgeir
Ásgeirsson forseta. Enda er
Sturla Jónsson ólíkt líklegri
til þess að fara með þing-
mánnsumboð fyrir Vestur-
ísafjarðarsýslu í anda hans
en nokku.r annar, sem nú er í
kjöri þar vestra.
Danskar prinsessur í Londoiu Rétt áður en
r • Ingrid Dana-
drottning flaug til Grænlands til móts við Friðrik konung, sem
fór þangað sjóleiðis, brá drottningin sér til London og hafði
dætur sínar með sér. Hér sjást tvær þeirra, í miðið á bekknum,
Benedikte, sem* er átta, og Anne-Marie, sem er 6. Við hlið
þeirra situr leiðsögukona þeirra öðru megin, en hinu megin
einn ungur frændi þeirra. Myndin var tekin í einum skemmti
garðinum í London. Elzta prinsessan, Margarethe, er ekki með
á myndinni.
Gagnorð bók um fög og réff
Orðsending.
Augíýsendur Afþýðublaðsíns
sem ætla að koma auglýsingum í suimu*
dagsblaðið, eru vinsamlega beðnir að skila
auglýsingahandritum fyrir kl. 7 síðdegis á
fbstudag.
A3 — AlþýSublaSiS. tftgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjöri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möiler. — Ritstjómarsimar: 4901 og 4902. — Aug!ýsing-i-
Eími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — AlþýSuprentsmiSjan, Hverfísgötu 8—10.
Áskriftarverð blaSsins er 15 krónur á mánuSi; í lausasölu 1 króna hvert tölublaS.
Ólafur Jóhannesson: Lög og
réttur. Bókaútgáfa Menning-
arsjóffs. Beykjavík 1952.
BÓKAÚTGÁFA MENNING-
ARSJÓÐS hefur nýlega gefið ’t
bók eftir prófessor Ólaf Jóhann
esson, sem hann hefur gefið
heitið: Lög:. </, réttur, þættir
um íslenzka réttarskipun.
í eítirmála telur höfundur
bók þessa samda með það fyrir
augum, að hún geti veitt fróð-
letksfúsum lesendum fræðslu
um meginatriði íslenzkrar rétt-
arskipunar. Jafnframt er til
þess ætlazt, að hún geti 'omið
almenningi að gagni sem lög-
fræðileg handbók. Ekki er hér
um að ræða kennslubók, en þó
telur höfundur, að byrjendur
við laganám geti - haft hennar
einhver not. Einnig telur hann
líklegt, að kennarar við barna-
og unglingaskóla, sem segja
vilja nemendum sínum eitthvað
frá því efni, sem bókin fjallar
um, geti stuðzt við hana að ein-
hverju leyti.
Stærð bókarinnar er tæplega
400 bls., og er henni skipt í sjö
meginþætti, en þeir eru: I.
Stjórnskipun og stjórnsýsla, II.
Réttaraðild og Lögræði, III.
Sifjaréttindi, IV. Erfðaréttur og
búskipti, V. Fjármunaréttindi,
VI. Refsivarzla, og að lokum
VII. Dómgæzla og réttarfar. Af
þessum þáttum er auðvitað þátt
urinn um fjármunaréttinn
lengstur og mikilvægastur. Þá
eru í bókinni sextíu formálar
fyrir algengustu skjölum.
Ljóst er, að það er vandasamt
verk að semja bók til notkunar
fyrir almenning, þar sem greint
er frá meginatriðum heillar
fræðigreinar. Matið á því, frá
hverju eigi að greina og hverju
ekki, hlýtur að verða mjög erfi.
itt. En í þessari bók virðist höf-
undinum hafa tekizt mjög vel
að þræða hinn gullna meðalveg.
Við lestur bókarinnar fær les-
andinn með stuttum, gagnorð-
um og greinilegum skýringum
innsýn í flestar höfuðgreinar
lögfræðinnar. Fprmálar skjal-
anna eru til þess fallnir að
verða mönnum til leíðbeinin«ar
við gerð slíkra s^jala, ef á reyr.
ir.
i Það orkar ekki fvímælis, að
bók þessi á erindi til allra
þeirra, sem áhuga hafa á þjóð-
félagsíegum málefnum, og einn
ig getur hún komið að góðu
haldi við samskipti manna á hm
um ýmsu sviðum réttarins, pó
einkum á sviði fjármunaréttar-
ins. Hver sá, sem lesið hefur
bókina og tileinkað sér efni
hennar, er engan veginn van-
kunnandi um lögfræðileg mál-
efni.
Höfundur og útgefandi eiga
þakkir skilið fyrir útkomu bók-
árinnar, og trúlllt þykir mér,
að hún verði til gagns og á-
nægju hverjum þeim, er hana
eignast og Ies.
Jón P. Emils.
EFTIRTALBAR FERÐHt
verða farnar um næstu helgi á
vegum ferðaskrifstoíunnar, Or-
Iofs og Guímundar Jónassonar:
Öræfaferð:
Laugardagsmorgun 9. ágúst
verður Iagt u.pp í 14 daga férð
um hálendi íslands. Ekið verður
til Fiskivatna og baðan norclur
í Ódáðahraun og í Herðubreiðar
lindir og yíðar um óbyggöíinar.
Síðan norður í Mývatnssveit og
vsstur og suður um Ipnd heim.
Gengið verður á mörg fögur og
tignarleg fjöll, t. d. Hágöngur
og Herðubreið, Gæsahnúka >og
Dyngjufjöll. Öruggir fjallabílar
■^erða notaðir í.förina. i
Þórsmörk:
Farið verður í Þórsmörk k1.
14 á laugárdag og kormo heim
aftur á sunnudagskvöld. Þeir,
sem óska, geta dvaiizt í Þórs-
mörk yfir vikuna.
ísafjarðardjúp:
í sambandi við héraðsmot í
Reykjanesi við ísafjarðardjúp
verður farið til Arngerðareyrar
kl. 9 á laugardagsmorgun . og
komið aftur aðfaranótt. mánu-
dags, 11. ágúst. Farið verður á
bátum frá Arngerðareyn til
Reykjaness.
Þjórsárdalur:
Þá er einnig farið í Þjórsár-
dai. Lagt verður af stað kl. 14
á laugardag og ekið í Ásólfs-
staðaskóg um kvöldið.
A sunnudag veröur íarið að
Hjálp og í Gjána, skoðað.ir rúst-
irnar að Stöng og fleiri staðir.
Ekið heim úm Hreppa og Þing-
völl og stanzað við ValhöII nm
kvcldið.
FRÉTTIR frá Vestur-Berlín
herma, að austur-þýzki herinn
sé komiim yfir 100 000 maims#
Segja opinberir aöilar í Vest-
ur-Þý'zkalandi, að áróðursmenn
kommúnista fari um allt Aust-
ur-Þýzkaland með skipanir uip.
að auka „fólks-lögregluna“ upp
í 375 000 manns, sem er tak-
markið.
Hvað fefur mál Olíufélagséns!
SNEMMA ÁRS 1951 lagði
viðskiptamálaráðuneytið svo
fyrir verðgæzlustjóra, en undir
ritaður gegndi því embætti þá,
að hann skyldi óska eftir rann-
sókn verðlagsdóms á því, hvort
Skæruíiðar gera
árás á kjörstað
í Suður-Kóreu
FORSETAKOSNIN G ARN AR,
sem nú standa yfir í Suður-
Kóreu, ganga ekki hávaðalaust.
í gær réðust skæruliðasveitir
kommúnista með skothríð á
eina af kjöldeildunum. Eftir
'að árás þeirra var hrdundið,
hélt kosning áfram. Fjögu,r
forsetaefni eru í kjöri, og er
einn þeirra Syngman Rhee.
Hinir óánægðu í Kóreu segja,
að ekki sé allt með felldu, þar
sem fjöldi kjósenda sé ekki á
kjörskrá, og eru þar á meðal
þekktir menn úr stjórnmála-
lífi Kóreu. Sem afsöku.n hefur
það verið borið fram, að vegna
styrjaldarinnar og þess glund-
roða, sem hún hefur skapað,
hafi ekki unnizt tími til þess
að útbúa kjörskrárnar sém
skyldi.
Olíufélagið h.f. hefði framið
verðlagsbrot í sambandi við
innflutining á olíum á þeim
tíma, þegar gengisbreytingin
tók gildi. Þetta var að sjálf-
sögðu gert.
Rannsókn þessa máls hefur
nú tekið furðu langan tíma;
þó munu; liðnir allmargir mán-
uðir síðan málið var sent
dómsmálaráðuneytinu til á-
kvörðunar um það, hvort höfða
skyldi mál. Einhverra hlu.ta
vegna virðist ganga illa að
taka þessa ákvörðun, sem þó
ætti ekki að vera erfitt, ef það
er rétt, að félagið hafi framið
verðlagsbrot, eins og sum dag-
blöð héldu fram á sínum tíma.
Þar sem þetta mál hefur ver-
ið notað til persónulegra árása
á mig, og meðal annars vikið
að því í „Vísi“ fyrir nokkrujn
víkum, Ieyfi ég mér að bera
fram þá fyrirspurn til viðkom-
andi aðilja, hvað dvelji af-
greiðslu málsins nú, og hvenær
sé ákvörðunar að vænta.
Pétur Pétursson.
ÁB - inn á
hvert heimilil
AB 4