Alþýðublaðið - 06.08.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.08.1952, Blaðsíða 6
Clau'dé Anet: ARIANE Dr: Álfur Orðhengils: SUMARLEYFI . . . ,,Hefurðu farið £ sumarleyfið? Hvert fórstu? Hvernig var veðr ið? Hvernig skemmtir þú þér?“ þannig spy rmaður rnann þessa dagana. Og þessa dagana má skipta mönnum í tvo aðathópa. Annar hópurinn er háleitur, hvatur í spori, snar í snúrúngum og á svo einkennilega annríkt. Menn og konur' i þeim hópi ganga með glóð í augum og tillit þeirra. er heiðríkt og fjarrænt, eins og þeir horfi um víðáttur af fjalls- hnúki, enda þótt þeir séu á ferli um Lækjartorg og Hverfisgötu. Hinn hópurinn gengur lotinn og slyttislegur; svipurinn er syfju- legur, augnaráðið sljótt, hreyf- ingarnar eins og það séu óþol- andi harðsperrur í öllum lim- um; þess utan smámör og aum- ir blettir hér og þar. í fyiri hópnum eru þeir, sem eru að undirbúa sumarleyfisferðaiög' sín, glaðir og djarfir í voninni; til þess siðarnefnda teljast þeir, sem lokið hafa sumarlevfi sinu og lifa nú sárir í endurminn- ingunni, bæði andlega og líkam- lega. Hvað er þetta sumarleyfi þá í raun og veru? Jú, þeir sem eru hneigðir fyrir að svara út af, myndu eflaust geta sagt sem svo: ,,Sum>arleyfi, það er þetta sem maður hlakkar til hálft ár- ið og sér eftir það sem eftir er af árinu.“ En sumarleyfið er í rauninni annað og meira. Það fyrirbæri á sér orðið svo djúpar rætur í íslen.’jkri þjóðarsál, eð fyllilega . er ómaksins vert að athuga það nánar. Hvergi verður maður þess bet ur var, en ef maður hlýðir á tal fólks í biðstofum eða stræt- isvögnum. Rétt upp úr nýjár- inu fer maður að héyra þar þetta viðkvæði: „Ég ætla nú að taka rögg á mig og koma þessu af í sumarleyfinu . . Og þetta viðkvæði hljóroar. æ oftar og oftar í eyrum manns, unz það verður einn samfelldur kliður með vorinu. Þegar kemur okk uð fram í júlímánuð, tekur ann að viðkvæði við: „Ég ætlaði að gera þetta eða hitt,“ eða: ,,Ég ætlaði að gera svo margt í sum arleyfinu,“ og síðan lítið eitt lægra: „En það fór nú allt ein- hvern veginn í ekki neitt.“ Og svo eru sumarleyfin líka sá tími, þegar allir forstjórar, skrifstofustjórar, fuiltrúar og jafnvel deildarstjórar týnast, — verða ekki við aftur fyrr en ein hvern tíma!*En það fyrirbæri er annars eðlis . . . Dr. Álfur Orðhengils. AB ino í hvert hús! Ariane var í miður góðu skapi. Svo hafði verið nokkrar undanfarnar vikur. Dvölin í Moskvu undanfarna sex mán- uði hafði valdið henni nokkr- um vonbrigðum. Hún fann sér ekki það til yndis, sem hún hafði vænzt. Hún var einmana, henni fannst hún graífn lifandi í mannfiölda heimsborgarinn- ! ar. Það Var allt öðruvísi heima. Þar hafði hún verið drottning- in, sú, sem allt snerist um. Hér varð hún að byrja á nýjan leik að vinna sér álit og vekja á sér athygli. Það var líka ætl- un hennar í upphafi, en skvndi lega hafði syrt í iofti. ííenni hafði leiðzt fólkið, sem hún bjó hjá. Faðir hennar haíði gert að óhjákvæmilegu skilyrði, að hún byggi hjá bróður hans og konu hans. Þau voru hvor- ugt henni að skapi, og því hafði hún leitað út af heimilinu sér til afþreyingar og dægrastytt- ingar. Hún gerðist tíður gestur í leikhúsunum og cperunum, sérstaklega þessari. Einn fremsti leikari og söngvari hennar kynntist henni, það tókst með þeim allnáin vinatta ng hún sat sig ekki úr færi að horfa á hann á sviðinu. Þau höfðu oft farið út að skemmta sér, borðað saman bæði á veit- ingahúsum og heima hjá hon- um. Þá var það að nokkrum vikum liðnum, að hún uppgötv aði skyndilega, að hann var ekkert meira en miðlungsmað- ur og hún var þá ekki sein á sér að láta hann sigla sinn sjó fyrirvaralaust. En vonbrigðin urðu henni sár og skildu eftir brodd, sem hún átti erfitt með að nema burt úr sál sinni. Hún sökkti sér niður í námið að nýju. Henni tókst heidur ekk: að vinna sér hylli prófessor- anna. Þeir virtust hafa horn í síðu hennar af óþekktum ástæð um. í stuttu máli, hún bar þungan hug til Moskvu, þar sem hún hafði orðið fyrir svo óvæntum og sárum vonbrigð- um. Á sviðinu var verið að leika þáttinn, þar sem Boris stendur fyrir framan klausturdyrnar umkringdur mannfjölda mikl- um, sem sárbiður hann að ger- ast foringi lýðsins og létta af þeim hinu mikla oki. Sjálfur Boris sást þó ekki þá stundina. Grátbænir fólksins smugu gegnum merg og bein. Rétt í þessu þokaði maður nokkur sér inn á miíli bekkja- raðanna, þar sem Ariane sat. Hann skáskaut sér framhjá henni, muldraði einhver afsök- unarorð og settist í auða sætið. Ariane veitti því athygli, að hann var hár vexti, um aldur hans var ekki auðvelt að geta sér til, látbragðið bar vott um sjálfsöryggi og tillitsleysi. Nokkrar mínútur liðu. Hún gaf honum öðru hvoru hornauga og sá, að hann var ellur hinn virðulegasti. Hann vék sér að henni og spurði lágri röddu: „Hver syngur Boris í kvöld?“ Hún leit undrandi á hann. „Sjaljapin, vitanlega." Sessunautur hennar muldr- aði ,,a-ha,“ kinkaði kolli til samþykkis, brosti og bætti síð- an við: „Bráðum, — í hléinu — skul um við talast við.“ Ariane gat með naumindum bælt niðri í sér hláturinn og sat þögul. Tjaldið féll í Iok fyrsta þátt- ar. Salurinn' var á einu augna- bliki uppljómaður. Nágranni hennar tók til máls á nýjan leik: „Það væri ekki að ástæðu- lausu, að þér hugsuðuð sitt af hvoru um mig. En íáíræði mín á sína skýringu. Ég kom ekki til Moskvu fyrr en í dag. Ég kom á hótelið mitt klukkan sjö og heyrði rætt af tilviljun að það ætti að sýna .Boris hér í kvöld og ég fór strax hingað.“ ,,En þér höfðuð ekkert sæti,“ sagði Ariane og þóttist. nú held ur betur hafa leikið á hanri. Hann brosti. „Ég skal segja yður, að hér er alltaf til sæti handa mér. Ég fékk að vísu engan miða í miðasölunni, það er satt, en í ganginum mætti ég eldri konu, sem auðsjáan- lega var að bíða eft.ir mér, og bauð mér sæti, sem losnað hafði vegna veikinda. Svona einfalt er það.“ „Og heppnast yður alltaf svona vel?“ „VitanlegaJ1 Tjaldið' var dregið upp. Þau hættu að tala saman og nutu sýningarinnar. Eftir þennan þátt var lengst hlé. Flestir yfirgáfu sæti sín og fóru á stjá. Sessunauturinn sagði við Ariane: „Ég er að deyja úr hungri. Ég hafði engan tíma til þess að borða. Verið svo elskulegar að koma með mér frara og fá með mér einhverja hressingu. Ég kann ekki við að fara frá yð- urV „Ég er ekki ein. Það er stúd- ent með mér. Hann stóð í bið- röð í tuttugu og íjóra tíma og fékk ekki nema tvo aðskiida miða, annan uppi á svölunum og hinn hérna niðri.“ „Þeim mun meiri astæða fyr i ryður að koma fram.“ Ariane Nikolaevna fór með honum. Kunningsskapur þeirra jókst svo hröðum skreíum það sem eftir var leiksýningarinnar, að í seinasta hléi gaf hann í skyn tilmæli um að fylgja henni heim. Hún bar enn fyrir sig stúdentinn, sem heíði tekið bif reið á leigu handa henni. En hún sá sig um hönd og mælti: „Jæja. Við skulum annars bara koma. Það verður fvrir- taks lexía.“ Þau tóku til fótanna um leið ng tjaldið féll eins og tveir skólakrakkar, sem hleypt væri út að lokinni kennslustund. Hann bauð henni að borða með sér. Það kom ekki til mála Hann bauðst til bess að taka bifreið. Hún vildi það alls*ekki. Hún hafði með sjálfri sér á- kveðið að láta hann koma með sér heim fótgangandi, enda þótt það væri um hálfrar stund ar gangur til Sadovaya, þar sem hún bjó. Þau óðu krapið í ökla. Ósléttur vegurinn rétt- lætti að hann byði henni arm- inn, og því boði var ekki hafn- að. Þau töluðu saman og hann gaf henni nánar gætur þess á milli og um laið. Utan yfir fal- legan, fleginn kjólinn hafði hún sveipað stórri, svartri kápu, og á höfðinu bar húri lít- inn hatt, sem hún dró allan brotinn og krumpaðan upp úr kápuvasanum. „Þar sem þér eruð svona mik ill aðdáandi hljómlistar, , þá gerið þér mér þá ánægju að koma með mér og horfa á „Prins Igor“ eftir daginn á morgun.“ „En þér fáið engin sæti.“ Hann nam staðar, stillti sér upp fyrir framan hana, leit í augu hennar og mælti: „Vitið bér ekki, að ég fæ allt, sem ég vil? Þess vegna skulum við hlusta á „Prins Igor“, og þá munuð þér auk þess borða með mér á eftír eins og göml- um kunningja.“ „Allt í lagi. Ég samþykki það, ef þér fáið sæti. En þér megið vera vissi rum, að þau eru öll fyrir löngu seld.“ Þau voru komin að fallegu húsi í Sadovaya og hún nam staðar. „Hérna á ég heima.“ „Áður en ég fer, látið þér mig vita nafn yðar og símanúm er.“ Hann skrifaði hvorttveggja hjá sér, eins og hún sagði fyr- ir, og rétti henni síðan nafn- spjald. Hún Ias: „:Constantin Mich- el/‘ „Það er ekkert nafn,“ varð henni að orði. „Það er þó nafnið mitt.“ „Jafnvel frá upphafi ólög- mætra kynna manns og konu e runnt að gefa sér tíma til skynsamleg'ra samræðna.“ SENANCOURT, „Um ástina.“ 2. Kvöldfagnaður. Tveimur dögum seinna sitja þau Constantin Michel og Ari- ane Nikolaevna hlið við hlið pÖLDVERÐUR 2 réttir og kaffi kr. 11.50. i Gildðskáldinn ^ Aðalstræti 9. GAMAN OG ALVARA J Brauð af himni. í biblíunni er sagt að guð hafi sent ísraelsmönnum brauð af himni er þeir voru staddir í eyðimörkinni á flóttanum til Egyptalands. 70 ára gamall spánskur prestur og vísindamað ur, Peter Ubach, sem í mörg ár hefur leitað sannana á þessu fyrirbæri hefur nýlega kunn- gert rannsóknir sínar. Hann hefur komizt að þeirri niður- stöðu að manna er safi frá skor kvikindum, sem lifa á tamari- trénu. Skorkvikindin spýta frá sér vökva þessum, sem líkist hunangi á bragðið og finnst það í hlaupkenndum klessum á jörð inni á morgnana. Hlaupið er hægt að hnoða líkt qg brauð og baka það. Hefur það mikið nær ingargildi og er sagt bragðgott. Áffur og eftir. í Tyrklandi sér konan ekki mann þann, sem gengur að eiga hana fyrr en eftir brúðkaupið. Á Vesturlöndum sér hún hann venjulega sjaldan eftir brúð- kaupið. Walter Winchel.l. S: * * Röng kenning. Frú nokkur kemur hlaupandi inn á lögreglustöðina og segir: Það hefur verið framið innbrot heima hjá mér og þjófurinn hefur ruplað og rænt og snúið öllu við í íbúðinni. — Hvenær komuð þér heim, frú? — 1 gærkveldi. - ■— Hvers vegna komuð þér ekki strax til okkar? — Þegar ég sá hvernig var umhorfs heima í gær, hélt ég bara að mað.urinn minn hefði verið að leita að flibbahnöppun um sínum. =:< << i'fi Bókstaflega skilið. — Það er sagt að konan þín hafi ekki haft spjör utan á- sig þegar þú kynntist henni. —- Það er alveg rétt. Ég kynnt ist henni nefnilega á baðströnd- inni * * í apótekinu. — Er það hér, sem seld er lax erolía? — Það er rétt, drengur minn. •— Þá er vont fólk hérna. S s s s s s s s s s s s s s AB 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.