Alþýðublaðið - 16.08.1952, Side 4

Alþýðublaðið - 16.08.1952, Side 4
'AB-Aíþýðubfaðið 16. ágúst 1952 veg FÉLAG ÍSLENZKRA BIF- REIÐAEIGENDA hefur tek- ið sér nytsamt verk fyrir hendur með því, að láta gera kostnaðaráætlun u.m áburð rykbindandi efnis á þjóðvegi í nágrenni höfuðstaðarins. Rykið á þjóðvegunum er hin mesta plága á þessu landi, og væri stórbót að draga eitt- hvað úr því, ef unnt er. íslendingar hæla sér af hvers konar tækni, ekki sízt í samgöngu.m. En þeir standa langt að baki öðrum þjóðum hvað vegakerfi snertir, svo sem vænta má, þar eð fámenn þjóð byggir hér víðáttumikið land og torfarið. Samt sem áður verður að freista allra ráða til þess að bæta vegina, gera þá greiðfærari og sem víðast að vetrarvegum. í þessu sambandi er það umhugsun- arefni, hvort það sé hag- kvæmt að stjórna vegamálun- um á þann hátt, sem gert er. Alþingi ákveður sjálft, hvern- ig verja skal vegáfé, og hver þingmaður reynir að ota fram sínu kjördæmi og fá eitthvað fyrir sína kjósendur, án tillits til þarfa heildarinnar. Þannig 'ákvað alþingi að skipta vega- fé í 148 mismunandi staði á síðustu fjárlögum, og urðu , flestar upphæðirnar mjög .litlar, en svipaða sögu er að : segja um brúarsmíði. Enda :þótt mörg aðkallandi verkefni ií vegagerð. bíði víða um land- ið, er tími til þess kominn að taka fyrir færri en stærri f verkefni og ákveða þau; eftir mannfjölda héraðanna, þörf fyrir vöruflutninga á landi og sérstaklega fyrir nauðsyn- legustu afurðaflufninga, þar sem þeir eru mestir. Mundi þá til dæmis fljótt koma röð- in að sómasamlegum Su.ður- landsveg, þar sem sá vegur er enn mjög frumstæður, miðað við þá umferð og þá geysilegu; vöruflutninga, sem um hann fara. Er þetta aðeins eitt dæmi af mörgum, sem tilnefna mætti. Þá er full ástæða til að, gefa fullan gaum tækninni í vega- gerð. Undanfarið hefur Reykja víkurbær gert tilraunir með að malbika yfir malai-vegi, án þess að leggja í hinn mikla kostnað að undirbyggja veg- ina að fullu. Þessar tilraunir munu hafa gefið góða raun og slíkir vegir hafa, að því er bezt verður séð, reynzt vel á Keflavíkurflugvelli. Ef hægt er að gera vegi þannig úr garði í stórum stíl, mundi það stórbæta vegakerfið á skömm um tíma, en kostnaður verð'a miklu minni en við venjulega malbikun, að ekki sé minr.zt á steinsteypu. Betri vegir færa þjóðinni ekki aðeins greiðari samgöng ur og betri sambúð milii bæja og sveita, heldur og greiðari flutninga, betri meðferð bif- reiða, minni slysahættu á þjóðvegum og sióraukna ánægju._________ Utsvörin a Ákranesi MORGUNBLAÐIÐ birti í gær smáfregn á öftustu síðu, þar sem sagt er frá niðurjöfn- un útsvara á Akranesi. Ekki gat blaðið setið á illkvittninni og sétti fyrirsögn á fréttina þannig: „Bæjarútgerðin minnst, Har. Böðvarsson & Co. mest í útsvar.“ Nú sér hver heilvita maður, að bæj- arútgerðin greiðir aðeins „minnst“, ef taldir eru sex hæstu útsvarsgreiðendur, eða með öðrum orðum sjötta hæsta útsvarið í bænum. Er þetta útsvar fyllilega sam- bærilegt við það, sem greitt er fyrir einstaka togara í einkaeign annars staðar, en áður hefu,r bæjarútgerð Akra- ness greitt mest 40 000 kr. á ári og samtals greitt hátt á annað hundrað þúsund til bæjarins í útsvör. Annað er þó enn athyglis- verðara við þessa • stuttu fregn. Þrír hæstu útsvárs- greiðendur eru frystihúsin á Akranesi og fjórði er fiski- mjölsverksmiðjan. En á hverju byggist það, að þessi fyrirtæki greiða svona há út- svör? Það er fyrst og fremst af því, að allt síðast liðið ár veiddu togarar Bæjarútgerðar Akraness fyrir þessi frysti- hús, stórbættu afkomu þeirra, veittu geysimikla atvinnu og héldu þannig uppi blómlegu atvinnulífi í kaupstaðnum á tímum erfiðleika og atvinnu- leysis annars staðar. Hagur Akranessbæjar af sinni tog- araútgerð er því ekki aðeins útsvör togarans, heldur bróð- urparturinn af útsvörum frystihúsanna, útsvörum alls starfsfólks þeirra, útsvörum sjómanna og annarra, sem velt hafa því fé, sem skipin hafa flutt inn í bæinn. Þétta eru staðreyndimar, sem Morgunblaðið er að reyna að fela með skætingsfyrirsögn sinni; en það blekkir vonandi. engan. JON STEFANSSON: Yfirlifssýning á vegum Menntamálaráðs íslands í Listasafni ríkisins frá 9. ágúst til 7. sept. 1952. Opin alla daga frá kl. 1—10 e. h. Aðgangseyrir kr. 5. Miðar, sem gilda allan sýningartímann, kr. 10. israel AB — AlþýSublaSiS. Ctgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjíri: Steíán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- Bími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — AlþýSuprentsmiBjan, Hverfisgötu 8—10. ÁskriftarverS blaSsins er 15 krónur á mánuSi; í lausasölu 1 króna hvert tölublaS. jEllÍn Oi* œskail. Hér siáið Þið einn af uppgjafaher- ” mönnum Breta, sem hafa samastað í Chelsea í London að áfloknu lífsstarfi, sem mikla heppni þarf til að ljúka. Þarna festir þriggja ára snáði eikarlauf á búnin áttræðs manns úr Cameron Highlanders herdeildinni, en sú herdeild ber slíkt lauf á hverju ári á minningarhátíð Karls II. Bretakóngs (1630—1685). Karl faldi sig nefnilega í eikartré eftir orrustuna við Worcester. .... hið nýja ríki Gyð inga og vandamál þess ÍKISSTJÓRN SÚ, er nú sit- j Ríkisstjórnin undir for RÍKISSTJÓRN SÚ, er nú sit ur að völdum í ísrael, er sam stejTJustjórn þriggja stjórnmála flókka. Helzti stuðningsflokkur hennar á þingi og stærsti stjórn málaflokkur landsios er iafnað armannaflökkurinn —Mapai, en því nafni er hann nefndur á málj Gyðinga. Honum tilheyra 46 þingmenn af þeim 120 mönn um, sem á þingi sitja. Stefna rík istjórnarinnar hefur að mestu leyti mótazt af stefnu jafnaðar mannaflokksins, þó að stjórnin verði að sjálfsögðu að taka nokk urt tillit til sjónarmiða þeina tveggja smáflokka, sem að ríkis stjórninni standa með jafnaðar- mönnum. Forystumenn Mapai eru á- kveðnir sosíaldemókratar. Flest ir þeirra komu til landsins, sem flóttamenn frá Evrópu, og hafa gegnum gengið þann hreinsunar eld skorts og þjáninga, sem fjöldinn allur af innflytjendun um til ísrael hafa brðið að þola. BEN GURION. Helzti léiðtogi. Mapái er Ben Gurion — hæfileika og dugnað- ármaður mikill. Hann nýtur mik illar lýðhelli og álits meðal alls þorra þjóðarinnar. Ýmsum frá- sögnum um kjark hans, dugnað og þrautseigju, sérstaklega frá þeim tíma, ér ísrael átti í styrj- öldinni við Araba, er mjög hald ið á lofti af Gyðingum. Hann á sér sterka pólitíska sannfæringu hins sanna jafnaðarmanns; en hann lætur stjórnmálaskoðanir sínar ekki standa í vegi fyrir þjóðareiningu og hefur þess vegna haft samstarf um ríkis? stjórn við aðra stjórnmála- flokka. Ben Gurion er einn helzti styrkur jafnaðarmannaflokksins. Menn úr öllum flokkum'líta á Ben Gurion sem eins konar sam einingartákn þess ákveðna vilja þjóðarinnar, að viðhalda full- veldi ' og sjálfstæði landsins. Jafnvel sumir ísraelbúar láta þá skoðun í ljósi, að ef til vill sé hann eins konar Messias hins nýja Gyðingalands. Ríkisstjórnin undir forsæti hans, hefur stsfnt að því að leysa efnahagsmálin eftir svipuðum leiðum og flokksbræður hans — jafnaðarmennirnir á Bretlandi gerðu á ríkisstjórnarárum sín- um 1945 — 1951. Áætlunarbú- skap hefur verið komið á; þann- ig að ríkisvaldið hefur taum- hald á efnahags- og framleiðslu- starfsemi þjóðarinnar, án þess þó að skerða verksvið einstakl- ingsframtaksins. STJÓRNARANDSTAÐAN. Stjórnarandstaðan í þinginu birtist aðallega í mynd stjórn- málaflokks, sem nefndur er Mapam. Hann er næst stærsti flokkur landsins og á 19 þing- menn á þingi. Mapam virðist mjög ósamstæður stjórnmála- flokkur, því að segja má að hann sé þríklofinn. Sameiginlegt þessum þremur flokkshlutum er takmarkalítil hrifning og dálæti á kommúnismanum og Rúss- landi. Þó er Mapam ekki opin- ber kommúnistaflokkur. Gagn- rýni sína á ríkisstjórnina bygg- ir Mapam aðallega á því, að stefna hennar sé ekki nógsam- lega sósíalistísk og ekki nógu vinsáiiileg Rússlandi. Þó er svo helzt að sjá, sem gagnrýni Mapam sé uppfundin í þeim tilgangi einum að vera ósam- mála ríkisstjórninni og skapa glundroða og óeiningu meðal þjóðarinnar. Með hinum mikla straumi inn flytjenda frá löndunum austan járntjalds, hafði Mapam gert sér vonir um gengi flokksins myndi vaxa mjög. En svo reyndist ekki. Innflytjendurnir frá Póllandi, Búlgaríu, Rúmeníu cg Tékkósló vakíu höfðu fengið meira en nóg af kommúnismanum í þessum löndum, til þess að vera fáan- Iegir til að stuðla að því, að sú stjórnarstefna réði ríkjum í hinu fyrirheitna landi sínu. EFN.4HAGSVANDAMÁLIN. ísrael hefur að undanförnu átt í mjög alvarlegum efnahags- ojg fjárhags'kröggum.; : ■Ríki'satjöfii landsins'hefur .orðið að.grípa ti.l ■ ;; öi-þrifaráða til að fqrða iandinu ( frá efnahagslegu hrpni. Við- skiptajöfnuðurinn við . útiönd ... hefur orðið óhagstæðari og óhag stæðarj með hverjum mánuði, þrátt fyrir ýmsar áftækar ráð- síafanir, sem gerðar hafa verið og miðað hafa að þvf að rétta við hallann á viðsk.ptunum við útlönd. Svo alvarleg eru þessi efnahagsvandamál crðin, að. i- búar hinna þéttbýlu borga, Tel Aviv, Haifa og Jerúsalem hgfa jafnvel áti erfitt með að afla sér brýnustu nauðsynja. Sterkur orðrómur héfur geng ið þar í landi um þsð, að ríkj- andi lýðræðis stjornarskipun landsins sé að falli kominn og Ben Gurion forjætisráðherra muni bráðlega vera iengið ein- ræðisvald í hendur, til þess-.aS leysa hin alvarl-egu efnahags- vandamál. Þessi orðrómur fékk byr undir báða vængi, þegar fjármálaráðh.errann Kaplan,’að nafni, sagði af sér fyrir skömmu. Þó er ýmislegt, sem bendir til þess, að slíkt umtal. eigi sér. ekki sterkar stpðir í veruleikanum. Það hefur t. d. komið í ljós, að brottför fjár- málaráðherrans úr ríkisstjórn- inni hafi verið eingöngu af heilsufarslegum ástæðum. Hann sat í ráðherrastóli í . samfleytt tvö ár gegn læknisráði eða þar til hann féll í ómegin á ráð- herrafundi. Að því er viðkemur forsætis ráðherranum Ben Gurion, þá er hann sagður viðurkenna það hreinskilnislega, að. hagfræði eða efnahagsmál sé ekki haris stérka hlið. Þess vegria er tálið, að hann muni ekki tefla því mikla áliti.og trausti, sem hann ‘hefur áunnið sér meðal alls, al- mennings, í neina tvísýnu með því að takast það á hendur, að | gerast persónulega ábyrgur fyr ir þeim ráðstöfunum, sem aðkall andi eru og gerðar verða! til lausnar hinum alvarlegu efna- i hagsvandamálum landsins. I Orsakir erfiðleikanna má fyrst og fremst rekja til hins mikla og látlausa straums inn- flytjenda til landsins hvaðanæfa úr heiminum. ERFIÐLEIKAR FRAMUNDÁN. í fljótu bragði virðist svo sem ekkert annað en hreint efnahags legt hrun bíði ísrael, þegar á það er litið, að árið 1949 nam heild arverðmæti útfluttra vara lOVz milljón sterlingspunda, en flutt- ar voru inn í landið vörur fyrir hvorki meira né minna en 87 milljónir sterlingspunda. Árið 1950 jókst innflutningurinn:. þannig að þá voru fluttar inn. vörivr fyrir 120 milljónir sterl- inspunda, verðmæti útfluttra vara jókst ekki nálægt því að sama skapi. Bilið milli verð- mætis þess, sem útflutt er, og' þess, sem er innflutt af vörum, breikkar þannig stóðugt. Árið 1950 var þessi halli á viðskiptunum við útlönd réttur á nokkuð óvenjulegan hátt; 18 milljónir sterlingpunda lánaði Export Import bankmn, 13 millj Frar.ih. á 7. síðu. Eldhús- Bað- Ganga- LAMPAR margar gerðir og stærðir Véla og raftækjaverzlunín Bankastræti 10. Sími 2852 Tryggvag. 23. Sími 81279. AB 4

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.