Alþýðublaðið - 22.08.1952, Page 4
ÁB-Álf>ýðubíaðið
ÞAÐ ER VON að Morgun-
blaðið brosi að þeirri ritdeilu
Tímans og Alþýðublaðsins,
sem fram hefur farið undan-
farna daga, því að óneitan-
lega er efni hennar, eins og
blaðið segir, ,,það, hvor flokk
u,rinn, Alþýðuflokkurinn eða
Framsóknarflokkurinn, hafi
verið minna ánægður í stjórn
arsamvinnu við Sjálfstæðis-
flokkinn". Broslegast af öllui
er þó, að sá aðilinn, sem þessa
stundina situr ánægðu.r í gler
húsinu, hóf þetta steinkast.
Þessi skrif verða síðan
Morgunblaðinu tilefni til
■ bess að rausa úr sér slíkum
feiknum af íhaldsgrobbi, að
undrun sætir. Verður ekki
betur séð af þessari ritstjórn
argrein, en að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé þjóðinni með
öllu ómissandi, hafi átt frum
kvæði að öllum umbótamál-
um seinni tíma og sé í mikl-
um og örum vexti, svo að eitt
hvað sé tínt til.
Fyrst er rétt að víkja að
fylgi Sjálfstæðisflokksins, og
minna Morgunblaðið á nokkr
ar staðreyndir í þeim efnum.
Blaðið telur að andstæðingar
þess óttist „hið vaxandi fylgi
þjóðarinnar við Sjálfstæðis-
stefnuna“. í raun réttri hafa
kosningar undanfarin 20 ár
sýnt, að fylgi þjóðarinnar við
þessa stefnu, ef stefnu skyldi
kalla, hefur farið hraðminnk
andi, og verið sem hér segir:
í kosningunum 1933 48,0%
í kosningunum 1937 41,3%
í vor-kosning. 1942 40,6%
í haust-kosning. 1942 40,7%
f kosningunum 1946 39,4%
í kosningunum 1949 39,5%
Þrátt fyrir tvær-smáaukn-
ingar um 0,1%, sýnir þessi
tafla stöðugt minnkandi fylgi
þjóðarinnar við Sjálfstæðis-
flokkinn, og mun þessi þró-
u,n vafalaust halda áfram á
komandi árum. íhaldsmenn
hafa því haldizt í ríkisstjórn
undanfarin átta ár sökum
sundru.ngar annarra flokka í
landinu, og vegna styrks
kommúnista, en ekki af því
að þjóðarvilji eða vaxandi
fylgi hafi tryggt þeim þá að-
stöðu.
Þá minnist Morgunblaðið á
.,íhajldsdrauginn“, sem það
telur löngu dauðan og graf-
inn. Er von, að blaðið vilji
sem minnst úr þesssari ill-
vætt gera, og sízt af öllu við-
urkenna þá staðreynd, að
22. águst
mu
þessi draugur herjar enn her-
búðir Sjálfstæðisflokksins.
Má segja, að svo reimt sé í
þeim húsum, að draugurinn
ráði þar algerlega ríkjum,
enda þótt íbúarnir reyni að
láta nágrannana verða sem
minnst vara við þessi álög.
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur frá upphafi beitt sér gegn
svo að segja öllum merkustu
umbótamálum íslenzku þjóð-
arinnar. Hann var á móti tog
aravökulögunum — og er það
enn. Hann var á móti afnámi
sveitaflutninga, á móti lækk
un kosningaaldurs, á móti
byggingu, verkamannabú-
staða, á móti alþýðutrygging
um og mætti svo lengi telja.
En leiðtogar þessa flokks
hafa stundum kunnað þá list
að bíða ósigur (þótt jafnvel í
þeim efnum hafi orðið mikil
afturför á síðustu tímum).
Þegar þjóðin hefur, þrátt fyr
ir andstöðu þeirra, knúið
fram umbótamál sín, hafa
sjálfstæðismenn eftir á við-
urkennt þau og jafnvel reynt
að eigna sér þau og nota þau
til að sýnast frjálslyndir.
Þannig er stefna flokksins
stöðugt undanhald séreigna-
og sérréttindastétta þessa
lands, en undir lambsgær-
unni er sami úlfurinn og áð-
ur fyrr. Stundum hefur flokk
urinn getað sótt fram um
stundarsakir fyrir sína menn,
svo sem þegar hann fékk
framgengt frjálsri álagningu
fyrir heildsalana með afleið-
ingum, sem allir þekkja, —
þegar hann gerði innflutn-
ingsleyfi að braskvöru útgerð
armánna, — þegar hann
seldi einstaklingum fyrirtæki
ríkisins til að græða á þeim,
■í stað þess að bæta rekstur
þeirra.
Öðru hverju kemur það fyr
ir, að sjálfstæðismenn missa
af sér grímu frjálslyndisins
og hið rétta andlit þeirra blas
ir við alþjóð. Þetta kom fyrir
á alþingi 1949, er tveir sjálf
stæðisþingmenn lögðu hrein-
lega til, að framlög til fræðslu
mála og almannatrygginga
yrðu stórlega lækkuð, að
skólaskylda yrði stytt um tvö
ár, að orlofslögin yrðu afnum
in, að vinnumiðlun yrði af-
numin, og fjöldi opinberra
fyrirtækja seldur einstakling
um. Þetta er sú stefna, sem
ráðamenn Sjálfstæðisflokks
ins dreymir um, enda þótt
þeir telji ekki ávallt hyggi-
legt að halda henni á lofti.
' ú1'
UTSALA
Ýmiskonar fatnaður selst með mjög lágu verði:
Kvenkápur, tau og regn — Barna- og unglinga-
kápur — Blússur, kven og .unglinga — Barnaföt — Peys
ur — Sundbolir — Litlir borðdúkar — Nokkur stk. af
karlmannabuxum — Drengjafrakkar, Stærð 10—14, mjög
ódýrir.
BÚTAR.
Verzlunin FRAM
Klappars tíg
AB — AlþýSublaSið. TJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjðri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsingi-
eími: 4906. — AfgreiSslusíml: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Áskriftarverð blaðsins er 15 krónur á mánuði; í lausasölu 1 króna hvert tölublað.
'■%
'•'., .............. j x.j ^
■
'tímríiíY-imifáúif- ■
„á___J É
Þetta er teikning af Tjarnargarðinum, eins og hann á að verða í framtíðinni, gerð af skipu-
lagsdeild Reykjavíkurbæjar. Skýringar á myndinni er að finna í greininni sjálfri.
Sigurður Sveinsson:
Nýft skipulag samþykkf fyr-
ir Tjarnargarðinn
------«-----
Trjárækt stóraukln, gróðursett skjól-
* jbefti og höggmynduin fjöfgað.
Hljómskálagarðurinn heitir
nú Tjarnargarður. Samþykkt
var sú breyting á nafni garðs-
ins nú fyrir. skemnistu, er ný
skipulagsteikning var sam-
þykkt af honum. Aðalbréyting-
in á eldri hluta garðsins er, ^ð
öll trjárækt verður stóraukin,
gróðursett verða þétt skjólbelti
af trjám (fleiri samliggjar.di
raðir), verður þó að miklu
leyti sá trjágróður látmn halda
sér, sem nú er, en þó felld þau
tré; sem sjáanlegt er að ekki
eru til frambúðar, en rnjög mik
ið kal var í trjánum þar síðast-
liðið vor.
Enn fremur verða gróðursett
ir skógarlundir. Til dæmis verð
ur lundurinn miili Bjarkargötu
og tjarnarinnar stækkaður um
helming frá því, sem nú er;
öðrum slíkum lundi er æílaðu.r
staður rétt við Hljómskálann.
Kanturinn við Sóleyjargötu og
skógarbijgkkan hir.um inegin
tjarnarinnar eru mest eftirsóttu
og vinsælustu staðirnir í garð-
inum. Þá verða flestir gang-
stígir mjókkaðir frá því,' sem
nú er, og sumir látnir hverfa;
og taka við á stöku stað mjóir
hellustígar (stiklur í grasi) í
stað hinna breiðu galna. Enda
eru þær götur, sem um garðinn
liggja, langt of breiðar og íburð
armiklar, kostnaður og viðhald
þeirra of mikið. Gatnakerfi
garðsins, eins og það er nú, er
langt fram yfir það, er réttmætt
megi teljast í slíkum garði sem
þessum. Gert hefur vrerið ráð
fyrir, að höggmyndum og
myndastyttum værði fjölgað, og
hafa þeim verið ætlaðir staðir.
jÞr.iár slíkar myndir eru nu í
garðinum, en þær eru af .Tón-
asi Hallgrímssyni, Bertel Thor-
vaitísen og Þorfinni Karlsefni.
MEST FJÖLÆRAR JTJRTIR
í FRAMTÍÐINNI
Auk þess, sem hér liefur ver-
ið talið, verð.a talómafceðnm ætl
aðir staðir þar sem bezt værður
við komið, og verða sennilega
í framtíðinni ræktaðar í garðin-
um íyrst og fremst fjölærar
blómjurtir af sem flestum fáan-
legum tegundum, sem hér geta
þrifizt. Er nú unnið að því,- að
bærinn eignist safn íjöTærra
blómjurta. Gæti það þá orðið
vísir að flórugarði.
Fyrir nokkrum árum var
keypt eitt slíkt safn frá Axel
Olsens Planteskole í Koldi.ig í
Danmörku, en sú sending eyði-
lagðist að mestu. I Tjarnargarð
inum er nú fremur fátt íjólærra
blómjurta, en 18 tegundir eru
þar af sumarblómum. Nú hefur
öll girðingin kringum Tjarnar-
garðinn verið tekin burtu. /Etti
fólk að meta þann trúnað, sem
því er sýndur með því að hafa
garðinn ógirtan og ganga þrifa-
lega um garðinn á allan hátt.
UNNEÐ SAMKVÆMT
NÝJA SKIPULAGINU
Byrjað er nú þegar að viiina
samkvæmt nýja skipulaginu, og
skipulagning garðsins við horn
Sóleyjargötu og Hringbrautar
þegar hafin, hefur verið sléttað
þar stórt svæði og sáð í það
grasi. Á þetta nýja svæði verð-
ur gróðursett mikið af trjám og
runnum. í garðinum verða yf-
irleitt . ræktaðar allar heiztu
trjá- og runnategimdir, sem
þrífast hér með góðum árangri,
en í öll skjólbelti verður fyrst
og fremst notað birki, víðir og
ösp, og í skjóli þeirra síðar
barrtré og runnar, einkum
blómstrandi runnar. Reynt
verður að auka skjólið í garð-
inum, en ailir vita, að garður-
inn er mjög áveðra og jarðveg-
ur slæmur, nema bar sem mold
er aðflutt. Garðurinn er að
miklu leyti byggður á gömlum
ösku- og ruslahaugum.
í nýrri hluta garðsins eru
fyrirhugaðar mishæðir með
skemmtilegum hvömmum og
.lautum á milli. Reynslan sýnir
að aílir slíkir staðir, þar sem
skjól er og sólar nýtur eru eft-
irsóttir af fólki. Gert er ráð
fyrir smátjörn eða gosbrunni
syðst í garðinum við Njarðar-
götu. Þá hefur salerni verið
ætlaður staður í garðinum og
væri athugandi, hvort þar ættu
ekki að vera starfrækt almenn-
ingssalerni yfir sumartímann,
þegar garðurinn er mest sóttur
af fólki. í námunda við garð-
inn, fremur en í garðmum
sjálfum, ætti að vera bækistoð
með tilheyrandi kaffistofu fyrir
þá vinnuflokka, er vinna við
skrúðgarða og leikveili bæjar-
ins. Bezti staðurinn fyrir þá
byggingu væri að mínu áliti
rétt við garðinn, sunnan Hring-
brautar, því vafalaust er það
hagnaður að þurfa ekki að aka
bílum inn í garðinn meira en
nauðsynlegt er.
AÐRIR GARÐAR
Laufásgarður, en svo nefni ég
skrúðgarð bæjarins við horn
Laufásvegar og Hringbrautar,
er þegar orðinn vinsæll og mik
ið sóttur af fólki. í þeim garði'
eru nokkur stór og falleg tré
frá gamalli tíð. Maríusóleyjarn-
ar í steinhæðinni yekja á sér
athygli vegfarenda.
Garðurinn við listasafn Ein-
ars Jónssonar að Ilnitbjörgum,
fallegur og sérstæður skrúð-
garður, sem þó nýtur sín ekki
nema takmarkað frá götunum,
sem að garðinum liggja. Garð-
urinn er rammtayggilega girtur
Framh. á 7. síðu.
Tveir af sterkusfu fylgismönnurn
Olafs Thors deila á fyrirkomulag
innflutningsverzlunarinnar
ÞAÐ þykir tíðindum sæta,
að sjálft aðalmálgagn ríkis-
stjórnarinnar, Morgu.nblaðið,
birtir grein eftir tvo af sterk-
ustu fylgismönnum Ólafs
Thors, þar sem ráðist er all-
harkalega á fyrirkomulag það,
sem nú er á innflutningsverzl-
uninni. Birta þeir tölu.r, sem
sýna ískyggilega mynd af
hínu dæmalausa sleifarlagi á
verzlunarháttum þeim, er við-
gangast undir stjórn núver-,
andi ríkisstjórnar.
Þeir segja, að frá 8 lönd-
um, sem hafa harðan gjald-
eyri, höfum við keypt vörur
fyrstu 6 mánuði ársins fyrir
ca. 227 millj. ísl. kr., en fluti
út til þessara landa fyrir 74%
milljón. Mismunur okkur í
óhag 152j/2 milljón. Dálag-
leg viðskiptapólitík.
Milli línanna má lesa þungs
ádeilu á núverandi ríkisstjórr
fyrir afskiptaleysi á nýtingu
ýmissa markaða fyrir saltfis’s
og freðfisk.
Þeir bera það á stjórnar.
völdin, a’ð vegna aðgerðaleys
is þeirra í þessum málum 0£
mistökum á innflutnings-
veirzluninni, hafi atvinna
minnkað í bæjum og þorp
um.
Framh. á 7. síðu.
AB 4