Alþýðublaðið - 26.08.1952, Side 4
AB-AIþýðjublaðið 26. ágús.t 1952
Ivöfaldar fekjur verkamanna
ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti ný-
lega viðtal við verkamann
! austan af Fáskrúðsfirði, þar
sem hann skýrði frá því, að
tekjur verkamanna þar eystra
kefðu í ár verið að meðaltali
helmingi hærri en árið á und
■an. Þetta var eingöngu að
þakka því, að togarar höfðu
lagt afla sinn á land til
vinnslu á þessum stað, bæði
Austfirðingur, sem þrír bæir
á Austurlandi eiga saman, og
aðrir togarar.
Þetta dæmi talar skýru
máli. Þegar aflabrestur fer
verst með sjávarþorp og
kaupstaði landsins og báta-
flotinn á við erfiðleika að
stríða, en framkvæmdir í
landi eru litlar og vinna því
stopul, er á engan hátt hægt
að rétta þeim hjálparhönd
betur en með löndun afla úr
togurum. Frystihús og mjöl-
verksmiðjur eru nú til mjög
, víða um landið, og geta þessi
úrræði því víða komið að not
m Að vísu eru því takmörk
sett, hversui mikið er hægt að
1 írysta a-f togarafiski, en rétt
er að dreifa þeirri vinnu eftir
1 atvinnuþörfinni, þar sem hér
1 eru fá vérkefni til, sem hægt
r er að dreifa um landið á sam
bærilegan hátt.
1 Það virðist af þessu vera
! augljóst, og mu,n raunar óum
deilt, að togarar séu eitt
helzta bjargráð fiskibæj-
anna um allt land, þar sem
atvinna hefur verið minnst
mikinn hluta ársins. Þá er
aðeins ósvarað þeirri spurn-
, ingu, hvernig hægt sé að
tryggja þessum bæjum slík
verkefni. Einkaframtakið ger
ír mjög lítið og er algerlega
ábyrgðarlaust, eins og reynsl
an hefur þegar sýnt í þessum
efnum. Bæjarútgerð er að
sjálfsögðui bezt og hefur
reynzt mikill bjargvættur á
sumum stöðum. En ekki geta
allir þessir staðir eignazt tog
ara sjálfir. Þá er aðeins eitt
eftir, en það er ríkisútgerð
nokkurra togara, sem hafi
þetta verkefni meðal annEtrs
með höndum. Virðist aug-
Ijóst, að enginn aðili geti bet
ur annazt þetta verkefni, eng
inn aðili mundi vera óbund-
inn, þegar velja ætti löndun-
arstaði.
Alþýðuflokkurinn hefur
flutt frumvarp á alþingi um
slíka ríkisútgerð togara, en
ekki fengið stuðning við það
mál, og sjáanlegt er, að eng-
inn aðili getur betux leyst
þetta verkefni af höndum en
sjálft ríkið. Með því að hag-
nýta eitthvað af starfskröft-
um og aðstæðum síldarverk-
smiðja ríkisins mætti komast
hjá því að setja upp miklar
skrifstofur við slíka útgerð
eða gera hana of fyrirferðar
mikla.
Það væri ánægjulegt að
geta flutt þær fregnir frá
fleiri bæjum og þorpum um-
hverfis þetta land, að tekjur
verkamanna tvöfölduðust frá
einu ári til annars. Til þess
er nú engin leið heppilegri
en sú, sem hér hefur verið
minnzt á, — ríkisútgerð
nokkurra togara.
Bæjarreikningarnir
REIKNINGAR Reykjavík-
urbæjar fyrir árið 1951 hafa
nú verið lagðir fyrir bæjar-
stjórn og komið nokkuð til
almennrar umræðu. Er þetta
232 síðu bók í stóru broti, og
og tugir af tölum á hverri
síðu. Er það ekki létt fyrír
óbreytta borgarbúa að gera
sér grein fyrir því, sem þess-
ir reikningar í raun réttri
segja, án þess að leggja mikla
vinnu' í að kynna sér þá.
Þessi bók segir frá því,
hvernig rúmlega 200 milljón-
ir króna hafa á einu ári komið
inn í kassa bæjarins og ým-
issa bæjarfyrirtækja, sumt að
vísu í eðlilegri viðskiptaveltu
en bróðurparturinn frá bæj-
arbúum í útsvörum eða öðr-
um sköttum og gjöldum fyrir
margvíslega þjónustu. Sú
spurning, sem verður að
varpa fram, er hvernig fé
þessu er varið og hvort hægt
hafi verið að komast af með
minna fé, — minni álögur og
lægri gjöld.
Niðurstaða athugunar á
þessum bæjarreikningum hlýt
ur að verða sú, að stjórnend-
ur bæjarins fari illa með fé
borgaranna og verji því gá-
lauslega, en nokkur dæmi um
slíkt hafa verið nefnd hér í
blaðinu. Þessu verður að
kippa í Iag og tryggja þannig
meiri gætni í rekstri bæjar-
ins og meiri áherzlu á atvinnu
bæjarbúa en skrifstofubáknið.
Það verður nú aðeins gert
með því að skipta um stjórn á
bænum og tryggja fall íhalds
meirihlutans. Tækifæri til
þess mun gefast eftir hálft
annað ár.
Orðsending,
Auglýsendur Álþýðublaðsins
sem ætla að koma aaglýsingum í sunnu-
dagsblaðið, eru vinsamlega beðnir að skila
FYRIR velvild og aðsíoð ut-
anríkisniálaráðuneyíisins sænska
hafði ég frjálsan aðgang að öll
um leiksýningum og leiknúsum
meðan ég dvaldist þar, og einn-
ig kom ráðuneytið því til leið-
ar, að ég hitti að máli heiztu
forustumenn leikmála þar í
landi, svo og þá leiklistamenn
og rithöfunda, sem mig fýsti að
eiga tal við. Þá var mér einn-
ig boðið að vera viðstaddur æf
ingar og upptökur útvarpsleik-
rita og skoða leiksali ríkisút-
varpsins. Kann ég öllum aðilj-
um hinar beztu þakkir fyrir
margvíslega velvild og aðstoð í
því sambandi. Enda þótt ég
hefði nauman tíma, tel ég mig
hafa haft ómetanlegt gagn af
þessum kynnum mínum af
sænkri leiklist. í stuttri blaða-
grein verður að vísu ekki nema
fátt eitt sagt af því, er ég heyrði
og sá á því sviði, en þó mun ég
reyna að drepa á það helzta.
RÆTT VH> KONUNGLEGAN
ÞJÓÐLEIKHÚSST.IÓRA.
Dr. Gierow, leikritahöfunud-
ur og forstjóri Dramatíska leik
hússins í Stokkhólmi, er maður
hljóðlátur og róiegur í fasi og
framkomu, en vingjarnlegur
mjög og alúðlegur, þegar hann
fer að tala við mann. Hann hef
ur samið nokkur leikrit, meðal
annas eitt upp úr Orkneyinga-
sögu, og nefnist það ,,En Helgon
saga“. Það leikrit lékk ég, á-
samt allmörgum öðrum sænsk-
um leikritum í „kúrérpósti11 á
styrjaldarárunum, fyrir aðstoð
sænska sendiráðsins, og var
kominn vel á veg með að þýða
það, en gerði svo það glappa-
skot, að lána einum kunningja
mínum það ,,í nokkra daga“ til
yfirlesturs, tókzt ekki að ná því
aftur úr höndum hans þrátt fyr
ir ítrekaðar tilraunir; nú er sá
kunningi minn látinn, og um
leikritið veit ég ekki neitt. Dr.
Gierow segir mér margt um hið
sænska þjóðleikhús; það er hin
glæsilegasta bygging, en sam
svarar ekki á neinn hátt þeim
kröfum, sem nú eru gerðar til
leikhúsa, hvað tæknilegan út-
búnað snertir, en þó hefur allt
verið gert, sem unnt, er til að
koma við fullkominni, nýtízku
Ijósatækni á sviði. Fullkom-
asa leikhús Svía er í Málm-
ey, en einnig eru mjög góð leik
hús í Gautaborg og Norrköp-
ing. „Við verðum því að leggja
meginn áherzluna á það að
vanda val viðfangsefnanna og
leikaranna“, segir dr. Gierow.
„Aðsóknin er nokkurn veginn
jöfn frá ári til árs, og ekki höf.
um við orðið þess sérstaklega
varir, að fólk sæki betur sýn-
ingar gamanleikja heldur en al
varlegra. Sé leikritið gótt, og vel
með það farið, verður aðsókn-
in góð, hvort heldur sem um
gleðileik eða harmleik er að
ræða“. Dr. Gierow spyr um ís-
lenzka leikritahöfunda, og er
hann heyrir ,að Davíð Stefáns-
son sé með nýtt leikrit í smíð-
um, eða jafnvel fuilgert, biður
hann mig um að áthuga mögu-
leika á, að hann fái það til at-
hugunar. Hann kveður sjónleik-
inn „íslandsklukkan<; eftir Kilj
an hafa borizt sér í hendur í
sænskri þýðingu P. Hall'bergs,
en vart kveðst hann gera ráð
fyrir, að sá sjónleikur verði tek
inn þar til sýninga.
‘Lars Hanson og Márta Arbin í sjónleiknum „Ödipus konungur
en mun lægra er þar undir loft.
Þar sá ég „hjónabandsharm-
Ieik“ einn eftir Axel Strindberg
og nefnist hann „Festsn snart
förbi“. Heldur þólti mér sjálft
leikritið lélegt, en flutningur
þess var í bezta lagi. Þá sá ég
sjónleikinn ,,Colomba“, eftir
Jean Anouilh hínn franska, flutt
an á aðalleiksviðinu. Þessi sjón
lsikur er einn þeirra knnnustu,
sem Anouilh hefur samið, og
var vel til sýningarinnar vand
að. Mest þótti mér koma til leiks
Tora Teje, sem er almennt tal
in mesta leikkona Svía nú. og
Anitu Björk, en hún hefur get-
ið sér góðan orðstír á síðustu
árum fyrir leik sinn, bæði á
sviði og í kvikmyndum.
Eitt af þeim viðfangsefnum
leikhússins á síðasta leikári, sem
mesta athygli v&kti, var
„Ödipus konungur" tftir gríska
fornskáldið Sofokles. Lars Han-
son lék aðalhlutverkið, Ödipus
konung, og er talið, að með ’wí
hafi þessi mikli leikari unnið
eitt sitt mesta • afrek á sviði.
Efndi dramatiska leikhúsið til
sýninga á þéssum. sjónleik víðs
vegar um Svíþjóð, og einnig í
konunglega leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn, og komust danskir
gagnrýnendur svo að orði um
leikinn, að slíkt afrek á sviði
lsiklistar gætu danskir ekki leik
ið eftir.
RÍKISLEIKHÚSIÐ SÆNSKA.
Gösta Bergman er hinn eigin-
legi þjóðleikhússtjóri Svía, í
fyllstu merkingu þess orðs, en
hann er framkvæmdarstjóri
þeirrar leiklistarstai-fsemi, sem
á vegum sænsku ríkisstjórnar-
innar, — nánar tiltekið ménnta
málaráðuneytisins, — er • höfð
með höndum um gervalt land-
ið, án þess þó, að um staðbund-
inn leikhússrekstur sé að ræða.
G. Bergman er doktor i leik-
menntasögu og kennari í-þeirri
grein við háskólann í Stokk-
hólmi. Átti ég við hann langt
og fróðlegt samtal, varðandi
þessa starfsemi, sem nú er höfð
að fyrirmynd víða um heim, og
lét hann mér í té allar þær upp
lýsingar, og þau gögn, er hann
áleit að mér mættu að gagni
koma og til fróðleiks verða um
það starf, en rúmsins vegna verð
ur þess ekki getið hér nema að
mjög litlu leyti.
Framkvæmd starfseminnar
er í aðalatriðum sú, að ráðnir
eru leikflokkar til íerða um allt
land, og efnt til leiksýninga
hvarvetna, þar sem húsakostur
leyfir. Flokkar þessir eru bæði
frá Dramatíska leikhúsinu x
Stokkhólmi og öðrum helztu
leikhúsum í Svíþjóð, viðfangs-
efnin eru valin með tvennt
fyrir augum, -— að bókmennta
legt og litrænt gildi þeirra sé
óumdeilanlegt, og kleyft sé að
sýna þau á litlu leiksviði og við
ófullkomnar aðstæður. Þannig
Framh. L 7. síðu.
augiýsingahandritum íyrir kl. 7 síðdegis á
fösíudag.
A3 — AlþýðublaSiS. tJtgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjöri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
Kími: 4906. — Afgreiðslusíml: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Áskriftarveið blaðsins er 15 krónur á mánuði; í lausasölu 1 króna hvert tölublað.
Dramatíska leikhúsið hefur yf
ir íveim leiksviðum að ráða, -
aðallleiksviðinu í sjáifri leikhús
byggingunni og „litla sviðnu“ í
byggingu handan við götuna.
Ekki er litla leiksviðið hentugra
til Ieikritaflutnings en „Iðnó“
nema síður sé; sviðið er að vísu
mun breiðara heldur en í Iðnó,
„Ödipus Ir^nungur“ eftir Sofokles.
Sviðsmynd úr Dramatiska leikhúsinu.
AB 4