Alþýðublaðið - 31.08.1952, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 31.08.1952, Qupperneq 3
3 e R I DAG er sunmulagurinn 31.; agúst. Næturvarzla er í Laugavegs- íipóteki, sími 1618. Næturlæknir er í læknavarð- fetoíunni, sími 5030. Helgidagslæknir er Stefán: Ólafsson Laugaveg 144, sími 8.1211. Lögreglustöðin, sími 1166. Slökkvistöðin, sími 1100. Fíugferðir Flugfélag íslancls: í dag verður flogið til Akur- eyrar og Vestmannaeyja. Á morg un er ráðgert að fljúga til Akur eyra, Vestmannaeyja, Fagurhóls mýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Kópa- skers, Neskauj/taðar, Patreks- íjarðar, Seyðisfjarðar og Siglu- fjarðar. Skipafréttir Kíkisskip: Hekla er- á leiðinni frá Rvík til Glasgow. Esja er í Reykjavík <og fer þaðan á jrriðjudaginn vestur um land í hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er í .Reykjavík. Þyrill er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Skaftfellingur fer frá Reykja- vík á þriðjudaginn til Vest- jnannaeyja. Blöð og tímarit Dagrenning 4. tölublað 7. ár- gangs er nýkomin ut. Af efni rits íns má nefna, Forseti íslands, grein með mynd af hinum ný kjörna forseta, grein um atóm- njósnir Sovétríkjanna og grein er nefnist Harmagedcn, eftir dr. Adam Rutherford. Ljósberinn 7. tölublað er kom ið út, og flytur mar-gar greinar, ljóð og fleira. Embætti Séra Eggert Ólafsson hefur frá 1. september 1952 að telja | KOMINN HEIM. \ \ v Karl Jónsson læknir. í Listamanna- \ s í skálanum s ^ er opin daglega frá \ > klukkan 1—10. . \ i fengið veitingu fyrir kvenna- brekkuprestakalli í Dalaprófasts dæmi. Kennarastöður. 1. Ein kennarastaða við barna skóla Vestmannaeyja'. Handa- vinnukennsla stúlkna æskileg. 2. Kennarastaða á Þórshöfn. Umsóknir sendist hlutaðeig- andi skólanefnd fyrir 10. septem ber. . Lausar skólastjóra- og kenn. arastöður. 1. Umsóknarfrestur um skóla stjóra- og kennarastöðu á Djúpa vogi framlengist til 10. septem ber. 2. Kennara vantar að barna- skóla Glerárþorps í Eyjafirði. Handavinnukennsla stúlkna nauðsynleg. Söngkennsla æski- leg. Umsóknir sendist skólanefnd fyrir 10. september. Messur í dag Fossvogskirkja: .Messa kl. 11 f. h. í dag. Séra Helgi Sveinsson, frá Iiveragerði, einn af umsækjendunum um Bústaðaprestakall. Afrrtæíi Fimmtugur á morgun. Þorleifur Guðmundsson verk stjóri, Nönnustíg 3, Hafnarfirði, er 50 ára á morgun. Þorleifur er gegn maður og mjög vinsæll. Or öllum áttum Kvenfélag óháða fríkirkju- safnaðarins fer berjaför næst- komandj fimmtudag, 4 septem ber. Lagt verður af stað kl. 8, 30 frá Iðnskólanum. Væntanleg ir þátttakendur tilkynni eigi síð ar en kl. 4 á miðivkudag. Allar upplýsingar viðvíkjandi ferð- inni í síma 3374 og 3001. i útvarp mmm i 11.00 Messa í Fossvogskirkju (séra Helgí Syetnsson prestur i Hveragerði). 14.00 Messa í Laugarneskirkju (séra Sigurður Kristjánsson prestur á ■Isafirði). 18.30 Barnatími. 19.30 Tónleikar: Josep Szigeti leikur á fiðlu (piötur). 20.20 Tónleikar (plötur): ,.Góði hirðirinn", svíta eftir Hándel (Philharmoníska liljómsveitin í London leikur; Sir Thomas Beecham stjórnar). 20.45 Erindi: Stur'.a Þórðarson sagnritarj (G-unnar Benedikts son rithöfundur). 21.10 Einleikur á píanó: Próf. Hans Grisch frá Leipzig leik- ur verk eftir Beethoven. 21.45 Upplestur: Kvæði eftir Þorstein Erlingsson (Sigurð- ur skúlason magister). 22.05 Danslög (plötui). Á MORGUN: 19.30 Tónleikar: Lög úr kvik- myndum (plötur). 20.20 Útv.arpshljómsveitin (Þór arinn Guðmundsson stj.). 20.45 Um daginn og veginn (Stefán Jónsson r<ámsstjóri). 21.05 Einsöngur: Flora Nielsen syngur (plötur). 21.20 Verzlunarviðskipti Banda- ríkjanna og ísiands: Daði HjÖrvar talar viö Hannes Kjartansson aðalræðismann í New York (plötur). 21.40 Tónleikar (plötur). 21.40 Búnaðarþáttur: Haustverk við byggingar í sveitum (Þór ir Baldvinsson húsameistari). 22.10 Dans- og dægurlög. BÁÐIR SIGLUFJARÐAR- TOGARARNIR liggja nú þar í höfn; en þeir hafa báðir verið á síldveiðum í sumar og aflað sáralítið, eins og önnur skip. Ekki er enn fulráðið, hvaða veiðar togararnir muni stunda, en sennilegt, að þeir fari á caltfiskveiðar. AB-krossgáta - 219 Lárétt: 1 afturgaaga, 6 á litin, 7 flón, 9 tveir eins, 10 for, 12 drykkur, 14 fugli, 15 beygingar ending, 17 dróst úr. Lóðrétt; 1 almanak, 2 bæta við, 3 tveir eins,4 gx-jótlendi, 5 ákveðnir, 8 vindur, 11 ræfill (slanguryrði), 13 er ekki (fornt), 16 tveir eins. Lausn á krossgátu nr. 218. Lárétt: 1 sekúnda, 6 auk, 7 tólg, 9 L. S. 10 dám, 12 ei, 14 tófu, 15 iðn, 17 nafnið. Lóðrétt: 1 setbein, 2 Kúld, 3 na, 4 dul, 5 akstur, 8 gát, 11 Móri, 13 iða, 16 nf. OKKAR A HILU SÁGT Menn eru 'nú farnir að kalla Vestur-ÍE'afjarðarsýslu „vilíta vestrið" í sambandi við kosninguna þar. ;' ** Síðustu fregrJv þaðan herma, að eitt aðal stefnumál Þorvaldar Garðars sé að fá hundaskattinn hækkaðan. Undirbúningur iðiisýningarinnar mun ganga clag og- nótt þessa einu viku, sem eftir er til opnunar sýningarinnar. =:< «= * Kosínaður við sýningima, ef allt er saman talið, er sagður nema 2—3 milljónum króna, en þess er að gæía. að iðnfyrirtækin nota mikið eigin starfskrafta og efni. * * * Þá hefur sýningln orðið hvalreki fyrir iðnaðarmenn höf- uðstaðarins — og raunar einnig fyrir teiknara og lista- menn, sem sjá um sýningardeildirnar. Iívernig aetli næstu bæjarstjórnarkosningar færu, ef hægt væri að fá alla kjósendur í Reykjavík til að eyða einni kvöld- stund í að lesa bæjarreikningana fyrir 1951! * * * Gunnar í ísafold hefur undanfarin ár fjarlægzt íhaldið og komizt ,í hreina andstöðu við það, sérstaklega hér í bænum. * * * Harm hefur nú fengið sína refsingu: Bæjarreikningarnir eru etói lengur prentaðir í ísafold, heldur hjá Lárusi Jóhannessyní i Prentsmiðju Austurlands. i Hvernig færi hér í Reykjavík, ef heimsstyrjöld skylli á og loftárásahætta yrði yfirvofandi með nokkurra daga fyrirvara? =:= * * Óbreyttir borgarar geta ekki svarað þ\í7 en þó er tii loftvarnanefncl í bænum. * * * Það einkennS- Iega er, að henni v.oru ætlaðar 600 000 krónur tii að búa Reykjavík undir hugsanlegar árásir, en nefndin eyddi á s.l. ári ekki nema 200 000! Það hefur verið upplýst, að forsætisráðuneytið hafi fengiS nýja bifreið. * * * í þessu sambandi spyrja menn, hvað gert hafi verið við gömlu R 8, og fullyrða sumir, að einn af ráð- herrunum hafi fengið hana keypta, sjálfsagt ekki á okurverði, og síðan selt hana aftur. * * * Gaman væri að fá upplýst, hva'o rétt er í þessu. Það getur farið svo, að hin nýju viðsklpti við löndiix austaii járntjalds, sem nú hefjast, verði til þess að aíjat kommúnistum hér á landi síórfjár. * * * Þeir eiga aH- margar heildsölur, sem fengið hafa umboð hjá þessnm löndum, og fyrirtæki eins og Baltic Tracling Co. auglýsa nú af ákafa vörur sínar. * * * Heildsölugróðinn rennér vafalaust í fíokkssjóðinn og meðal hinna kortiTnúmstísllu heildsala er fi'emstur í flokki hinn kommúnistíski kauþ- félagsstjóri í Reykjavík, ísleifur Högnason. í reikningum Reykjavíkurbæjar er 1 250 000 kr. eign í Hæringi og ógreidd gjöld til bæjarins frá fyrri árum um 11 milljónir talið vera ARÐBERANDI OG SELJANLEGAR EIGM- IR. * * .* Hvað skyldi arðurinn af Hæringi vera mikill og hvern- ig væri að reyna að selja óinnheimtu útsvörin? Kvöldskóli KFUM hefst 1. október KVÖLDSKÓLI KFUM byrjar vetrarstarfið 1. október. Þessi vinsæli skóli verður sett ur í húsi KFUM og K við Amt mannsstíg 1. okt. n. k. og starfar vetrarlangt. Hann er fyrst og fremst ætlaður því íólki, piltum og stúlkum, sem stunda vilja gagnlegt nám samliliða atvinnu sinni. Einskis inntökuprófs er krafizt, en væntanlegir nem- endur verða að haía lokið ög boðinni barnafræðslu eða fá sjálfir undanxágu frá slíku, ef þurfa þykir. Kvöldskólinn starfar í byrj- enda og framhaldsdeild, og eiga eldri nemendur hans forgangs- rétt að þeirri síðarnefndu, ef þeir sækja um hana í tæka tíð. Þessar námsgreinar eru kennd- ar: íslenzka, danska, enska, krist in fræði, reikningur, bókfærsla og handavinna (námsmeyjum) í byrjendadeild, en í framhalds deild auk þess upplestur (fram- sagnarlist) og íslenzk bók- menntasaga. Skólinn hefur ágætum kennur um á að skipa og notar mjög hag kvæmar kennslubækur, sem mið aðar eru við námsáætlun hans sérstaklega. og ótrúlega mikið má læra af á skömmum tíma. Skólann hafa. á því 31 ári, sem hann hefur starfað, sótt þúsund- ir nemenda frá fermingaraldri fram tii þrítugs. Hefur þajjj.upp á síðkastið færzt mjög í vöxt, að þangað leitaði til náms ungt fólk víðsvegar af landinu, sam (Frh. á 7. síðu.) Frá Barnaikólum Reykjavíku Börn fædd 1945, ’44 og ’43 eiga að sækja skóia í september. Öll börn fædd 1945, sem ekki hafa verið innrituð, eiga að koma í skólana til skráningar mánudaginn 1. sept. næst_ kl. 2 e. h. Einnig eiga að koma á sama tíma þau börn fædd 1944 og 1943, sem flytjast milli skóla eða hafa flutzt til bæjarins í sumar. Skulu þau hafa með sér flutnings- skírteini. Miðvikudaginn 3. september eiga börnin að koma í skólana sem hér segir: Kl. 2 e. h. börn fædd 1945. Kl. 3 e. h. börn fædd 1944. Kl. 4 e. h. börn fædd 1943. Kennarafundur verður mánudaginn 1. september klukkan 1.30. Langholtsskólinn mun taka til starfa í október og verður síðar auglýst hvenær börn í því skóiahverfi eiga að koma í skólann. , Fræðslufulltrúinn fer berjaferð upp í Grafardal sunnudaginn 7. sept. Upplýsingar hjá Skúla Eggertssyni í síma 81869 og Skúla Jenssyni í síma 6157. Þátttaka tilkynnisS fyrir miðvikudagskvöld. Stjórnin. W AB M

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.