Alþýðublaðið - 06.09.1952, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.09.1952, Qupperneq 4
AB-Áíþýðublaðið 6. seRtember Í952 ! | ^ V, Olíkí höfumsf við að.. . HALVARD M. LANGE, ihinn mikilsmetni utanríkis- málaráðherra norsku jafnað- armannastjórnarinnar, sem jdvalizt hefur hér undanfarna '• daga á fundi norrænna utan- ; ríkismálaráðherra, skýrði í •viðtali sínu við AB í gær frá , nýju stjórnarfrumvarpi til laga um verðlagseftirlit og verðlagsgrundvöll í Noregi, r sem sýnir, að það eru, þó nokk- uð önnur tök, sem stjórnar- völdin þar hafa á verðlags- málunum en við hér, í tíð nú- verandi ríkisstjórnar okkar. „Frumvarp þetta heimilar ríkisstjórninni," þ. e. hinni norsku, „víðtæk afskipti varð- andi verðlag í landinu, vöru- dreifingu og framleiðslumál,“ segir Lange; en um nauðsyn verðlagseftirlits eins og ástatt : er í heiminum, segir hann yf- irleitt: „Sterkt verðlagseftirlit og fastur verðlagsgrundvöll- ur er orðinn knýjandi nauðsyn • fyrir þjóðarafkomu, því að 'aæði er, að verðlag hefur farið hækkandi að undanförnu og allt útlit fyrir, að gjaldeyris- jöfnuðurinn við útlönd verði ekki eins hagstæður framveg- •is og verið hefur.“ Auðvitað er Lange hér að tala um Noreg; en vissulega á það, ^m hann segir, ekki síð- uít við um ísland. En hér fara nú, sem kunnugt er, vitring- ar með völd, sem eru á allt öðru máli en Lange, og telja verðlagseftirlit vera til ills ’eins! íhaldsstjórnin hér hefur yfirleitt haft það að yfirlýstui stefnumarki allt frá því að hún tók við völdum, að eyði- leggja verðlagseftirlitið, sem áður hélt verðlagi hér þó í nokkrum skefjum, og gera verzlu.nina ,,frjálsa“, eins og það er kallað. Þessu stefnu- marki hugðist hún á sínum tíma að ná með útgáfu ,,frí- listans“ svokallaða og eftir- farandi afnámi alls verðlags- eftirlits; en afleiðingar þeirra ráðstafana eru, öllum kunnar: Verzlunarokur og dýrtíð, sem ekki á sinn líka í neinu ná- lægu landi. En það er svo sem ekki, að íhaldsstjórnin hér hafi látið lér segjast af slík- um afleiðingu.m verka sinna. Nei, þó að „frjálsi“ innflutn- ingurinn sé nú að vísu kom- inn í strand og „frílistinn“ hafi aftur verið afnuminn með boðun skylduverzlunarinnar við vöruskiptalöndin suður 1 Evrópu og austan járntjalds, skal „frelsi“ álagningarinnar hér heima halda áfram og verðlagið vera eftirlitslaust eins og það hefur verið hin síðustui missiri verzlunarok- urs og vaxandi dýrtíðar! Því að þanníg vill Björn Ólafsson hafa það! Einhverjir aðdáendur hinn- ar „frjálsu“ og eftirlitslausui verzlunar hugsa nú máske, að það sé ekki mikið að marka, hvað Halvard M. Lange segi um verðlagsmálin og norska stjórnin geri í þeim; hann sé jafnaðarmaður og hún jafnað- armannastjórn, og allir viti, að jafnaðarmenn séu með „höftum“, eins og það er oft orðað í Morgunblaðinu; en þá er því til að svara, að það er svo sem ekki aðeins jafnaðar- mannastjórnin í Noregi. sein nú telur nau.ðsýnlegt, að við- halda sterku verðlagseftirliti, heldur og svo ágæt borgaraleg stjórn og stjórn Trumans í Bandaríkjunum og jafnvel í- haldsstjórnir eins og stjórn Churchills á Englandi. Ann- að eins ábyrgðarleysi í við- skipta- og verðlagsmálum og það, sem viðgengst hér undir stjórn Björns Ólafsson- ar, fyrirfinnst yfirleitt ekki í einu, nálægu landi, þótt leitað væri með logandi ljósi; enda ér útkoman hér hjá okkur eftir því: Dýrtíð og verzlu.nar- okur, sem er að sliga þjóðina, og óhagstæðari viðskiptajöfn- uður við útlönd en dæmi eru til í viðskiptasögui okkar! En það er ekki mikið verið að læra af reynslunni hér, hvað þá af öðrum þjóðum, sem viturlegar hafa farið að ráði sínu en við í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Það þykir nóg, að Björn Ólafsson, með helztu; braskara landsins að baki sér, fordæmi allt verð- lagseftirlit og staglist á eld- gömlum og úreltum trúar- setningum „liberalismans" um „frjálsa verzlun“. Með skírskotu.n til þeirra er ó- stjórninni í viðskipta- og verðlagsmálunum haldið á- fram, svo að fámenn klíka heildsala geti rakað saman of fjár á kostnað þjóðarinnar! Já, ólíkt höfumst við að, ís lendingar og Norðmenn, — viðskipta- og verðlagsmálun- um að minnsta kosti. Inngönguhliðið við sýningarsvæði, skólahúsið í baksýn. — Ljósmyndari: Stefán Nikulásson. Iðnsvningin sem verður opnu TÖLUVERT á þriðja hundrað um og vélahlutum, og þarna iðnfyrirtæki taka þátt í hinni verður m. a. hin nýja dieselvél stóru og yfirgripsmiklu iðnsýn j vélsmiðjunnar Héðins, en við ingu, sem opnuð verður í nýja inngönguna í skólahúsið stend- iðnskólahúsinu á Skólavörðu-' ur ,,Járnsmiður“ Ásmundar hæð klukkan 2 í dag. Þarna gef t Sveinssonar í allri sinni reisn, ur að líta flestar eða allar grein knálegur og kraftalegur karl — ar íslenzks iðnaðar eins og hann1 og vegur reyndar þrjár smálest- er í dag, og margar nýjungar. ir. munu verða sýndar þarna, sem j koma munu sýningargestum á ] SðNING A 5000—6000 óvart, enda e_ru sumir sýnendur, FERMETKA GÓLFFLETI mjög leyndardómsfullir í deildj Sýningardeildir eru á öllum um sfnum, og hafa haft kntað hæðum iðnskólahússiíis, eða á að sér undan farna daga meðan gamtals 5000—6000 fermetra þeir hafa verið að koma munum gólffleti. Á neðstu hæðinni sínum fyrir, svo að ekkert frétt (kjallaranum) .er eingöngu izt af því, sem innao dyra ger- þungaiðnaður; á annarri hæð izt, fyrr erí um leið og sýningin matvælaiðnaður, veiðarfæri, bif reiðahlutir, reiðhjól og máln- ingavörur, á þriðju hæð bygg- ingariðnaður, léttur málmiðnað ur og rafmagnsiðnaður, og loks deildanna, sem þeir vilja ekki áð' neinn hnýsist í meðan á undir búningnum stendur. Hafa þeir því frá því sýningarbása sína lok aða frá- því þeir byrjuðu að* koma vörum sínum fyrir og eng um hleypt þar inn- nema .starfs fólki sínu. — En í dag verður sýningin öll um opin og landslýður fær að kynnast því hvað uhnið hefur verið — ekki aðeins því, sém hef ur verið að gerast uppi í iðn- skóla síðustu dagana, heldur einnig því, sem íslenzkir iðnað armenn hafa afrekað i kyrrþey á‘vinnustöðvum sínum á undan förnum árum. í. K. Kauðungaruppboð sem auglýst var í 50., 52. og 53. töl. Lögbirtingablaðsins 1952 á hluta í húseigninni Hjallaveg 5, hér í bænum, þingl. eign Óskars M. Jóhannssonar, fer fram fetir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík og Gústafs Ólafssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 12. sept. 1952, kl. 2Vz e. h. Það sem selt verður er neðri hæð hússins, 4 íbúðar- herbergi með W.C o. fl., allt laust til íbúðar nú þegar. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. AB — AlþýSublaðiS. Otgefandl: AlþýSuflokkurmn. Eitstjór!: Stefán Pjetursson. Axxglýsingastjóri: Emma Möller. — Eitstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- Eimi: 4906. — Afgrelðslusíml: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskriftarverð blaðsins er 15 krónur á mánuði; í lausasölu 1 króna hvert tölublað. AB4 er opnuð. INNANHÚSS STORMUR — OG STARFANDI HENDUR. Tíðindamaður AB gekk í gær er þar stór sýningardeild frá Sam morgun upp í iðnskólahúsið; bandi íslenzkra samvinnufélaga, hitti þar að . máli Helga Bergs, * en það sýnir þarna í heilli álmu framkvæmdastjóra sýningarinn á þessari hæð framleiðslu hinna ar og nokkra starfsmenn, bæði ýmsu iðnaðarfyrirtækja sinna. sýningarinnar og einstakra fyrir ' Á fjórðu hæð eru sýndar vefn- tækja, er voru að.vinna þar\>a í aðarvörur, skartgripir og skraut sýningarbásum sínum. » | munir, og einnig er þar deild Þetta var síðasti dagur undir helguð bókagerð, það er úr prent búningsins og hver hönd á lofti,' iðninni, bókbandi og mynda- enda áttu allar sýningardeildir mótagerð, og loks eru á efstu að verða fullbúnar á miðnætti hæðinni sýnd húsgögn og hús- í gærkvöldi. Hundruð starfs- munir. manna var á fleygiferð um hús ið. Það var bókstaflega stormur TUGIR MANNA UNNU AÐ á göngunum vegna umferðar -— UNDIRBÚNINGI og alls staðar voru starfandi | Undanfarnar vikur hafa tugir hendur; niður við gólf, uppj v;ð , manna unnið að undirbúningi loftin og upp um alla veggi! sýningarinnar, fyrir utan sjálfa þarna voru iðnaðarmenn úr jðnaðarmennina, sem unnið hafa um greinum með áhöld sín, listajyið byggingu hússins. Hefur sýn j menn í skræpóttum vinnuslopp ingarnefndin sjálf haft um 40 um með litapensla í toöndum, j manns í þjónustu sinni, og nú síðast hafa bæði trésmiðir mál arar og aðrir inðaðarmenn sem unnið hafa í iðnskólanum hjá verktökum einnig beinlínis unn ið fyrir sýinnguna. Loks hafa svo iðnaðarfyrirtækin sjálf kom ið með sitt starfslið síðustu dag ana til þess að útbúa sýningar- deildir sínar, þannig að starfs fólkið við sýninguna hefur skipt hundruðum. Mörg iðnaðarfyrirtæki hafa lagt tugir þúsunda króna og jafn vel hundruð í það : ð gera sýn- ingardeildir sínar sem bezt úr garði.. og er mikil keppnj milli fyrirtækjanna um það, að búa deildir sínar sem bezt. Eru sum ir með ýmsar nýjungar, bæði í framleiðslu sinni svo og í sam bandi við uppsetningu sýningar j stúlkur á síðum buxum voru l að sópa og taka til; vefja hin , nýju stigahandriði með snærum — sumar voru með fullt fang- ið af blómum til þess að skreyta sýningardeildirnar með, og sitt hvað fleira voru þær að starfa. SKRAUTHLIÐ OG LJÓSA- DÝRÐ. Þegar maður kemur upp á Skólavörðuholtið dylzt manni ekkj að eitthvað niikið standi til. Þarna eru komin skrautleg hlið, annað beint gegnt. Skóla- vörðustígnum og h'itt við inn- gönguna á' sýningarsvæðið, ljós kastarar og skrautlýsing eru umhverfis útisýningarsvæðið, en þar verður komið fyrir margs konar þungaiðnaði, svo sem vél Orðabók álexanderi Jóhannessonar FYRSTA HEFTI þessa vérks kom út í fyrra og er áframhald: þess nú í prentun. Hefur þessa ritverks verið lofsamlega getið í ýmsum málfræðitímaritum eins og Anglia, Niederdeu.tsohe Mit- teilungen og Journal of English and Germanic philology. í þessu síð.astnefnda riti birtist nýiega ítariegur ritdómur tim fyrsta hefti orðabókarinnar eftir hinn. nafnkunna málfræðing, próf. Albert Moray Sturtevant. Segir hann m. a..... það er óþarfi að kynna próf. Alexander Jó- hannesson eða að minnast á hans mörgu og mikilsverðu rit um forníslenzka málfræði. Hinn geysimikli dugnaður hans og málfræðiþekking kemur fram í hverju einstöku riti hans. Hann er sjálfstæður og frumlegur í skoðunum .....Síoan gerir próf. Stutevant nokkurar at- hugasemdir um eiiistök orð og skipulag verksins í heild, en tnl. ur að lokum, að ritverk betta muni án vafa verða talið eitt af meiri háttar afrekum f ger- manskri málfræði á vorum dög- um. •' i 2. og 3. hefti (bls. 161—480) verður gefið út í einu og eru bæði .heftin væntanleg í októ- ber næstk. Sá hluti upplags 1. heftis, sem ætlaður var til sölu hér á lándi, seldist upp á skömmum tíma, en þar sem margir hafa óskað að fá ritið, en ekki getað fengið það af fyrstu senaingu, hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá viðbót.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.