Alþýðublaðið - 20.09.1952, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 20.09.1952, Qupperneq 4
AB-AIþýðubfaSið. ’ 20. sept. 1952. an FULLTRÚAR ALÞÝÐU- FLOKKSINS í bæjarstjórn Reykjavíkur báru í fyrradag fram þá tillögu á fundi bæjar. stjórnarinnar, að borgarstjóra ög bæjarráði yrði falið að end- urskoða gjaldskrá hitaveit- unnar með hliðsjón af þeirri miklu verðlækkun, sem ný- lega hefur orðið á kolum. Hafa hitaveitugjöldin sem kunnugt er verið hækkuð tvisvar sinnum á stuttum tírna, og sú hækkun í bæði skiptin verið réttlætt með því, að kolaverð hefði hækkað, en gjaldskrá hitaveitunnar ætti að miðast við það á hverjum tíma. Vitnaði Magnús Ást- marsson, annar bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, í þetta á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag og taldi einsagtt, að samkvæmt því ætti gjaldskrá hitaveitunnar nú að lækka vegna verðlækkunarinnar á kolunum. sem áður kostuðu 650 krónur smálestin, hingað komin, en nú ekki nema 500 krónur. Ekki vildi íhaldsmeirihlut- inn í bæjarstjórn þó fallast á þessa skoðun. Að hans dómi eiga hitaveitugjöldin að vísu ævinlega að hækka, ef kolin hækka; en að verð 1 æ k k u n á kolunum eigi að valda lækk- un á hitaveitugjöldunum — það er að áliti íhaldsmeiri- hlutans hin mesta falskenn- ing! Tillaga Alþýðuflokksins fékk því lítinn byr hjá honum; hún var drepin á venjulegan íhaldshátt, með því að vísa henni til bæjarráðs; og auð- vitað heldur gjaldskrá hita- veitunnar áfram að vera sú sama og áður, þrátt fyrir verð- lækkun kolanna. Þannig er þjóðín svikin og prettuð á öllum sviðum við- skiptalífsins, ekki aðeins af bæjarstjórn, heldur og af rík- isstjórn íhaldsins. Hver verð- hækkun erlendis cr notuð til þess að réttlæta enn þá meiri verðhækkanir hér innanlands; þvf að í engu nálægu landi er álagning á innfluttar vörur í dag neitt svipuð því, sem hún er hér. Og auðvitað er allt innlent verðlag og þjónusta jafnharðan hækkað að sama skapi, samanber gjaldskrá hitaveitunnar. En þegar verð- lækkun verður erlendis, þá er það hrein undantekning, að ý'V' r» -R. tí (LllS/tM i, 5 f.... . hú: m ér mor hennar verði vart hér; Iækk- un kolaverðsins er ein af beim undantekningum. En að hún sé látin verka á gjaldskrá hitaveitunnar, — nei, það er nu öðru nær! Það er rétt eins og að það séu saman tekin ráð núver- andi ríkisstjórnar og íhalds- meirihlutans í bæjarstjórn höfuðstaðarins, að verðlækk- un skuli ekki aiga sér stað hér á landi, þó að stórkostleg lækkun verðlags fari fram er- lendis. Hér heldur dýrtíðar- skrúfan stöðugt áfram, þrátt fyrir það. Verðlækkun er orðið svo • til óþekkfc hugtak hér, og landið sennilega eina landið í Norður- og Vestur-Evrópu, þar sem verðlækkunarinnar á heimsmarkaðinum hefur varla orðið vart! Öllum er í fersku mimii, hvernig stuðningsblöð ríkis- stjórnarinnar hafa undanfar- in ár reynt að afsaka dýrtíð- arskrúfuna hér með verð- hækkunum erlendis, af völd- um Kóreustyrjaldarinnar og vígbúnaðarins. Að vísu hefur sú verðhækkun ekki átt nema lítinn þátt í því okri, sem þró azt hefur hér í skjóli ríkis- stjórnarinnar. En hvað um það: Nú hefur verðlag verið - stórlega lækkandi á heims- markaðinum undanfarið; en þá bregður bara svo einkenni- lega við, að við verðum þeirr- ar verðlækkunar svo til hvergi aðnjótandi. Þvért á móti: Hér er ný, stórfelld verðhækkun í aðsigi (nema á kolunum) vegna þess, að verið er, sam- kvæmt fyrirmælum ríki's- stjórnarinnar, að ílytja veru- legan hluta af innkaupum þjóðarinnar austur fyrir járn- tjald, þar sem flestar vörur eru bæði miklu dýrari og verri en vestan þess! Af slíkum vísdómi og ráð- deild er okkur stjórnað af nú- verandi ríkisstjórn. Og hvers er þá frekar að vænta af bæjarstjórn íhaldsins í Reykjavík? Hún hefur að vísu ekki látið undir höfuð leggjast, að hækka gjaldskrá hitaveitunnar hverju sinni, sem kolin hafa hækkað. En hitt dettur henni ekki í hug, að lækka hana aftur, þó að stórkostleg verðlækkun hafi nú orðið á kolunum! SJÓNLEIKUR Guðmundar Kambans, ,,Vér morðingjar‘% sem leikfiokkur Gunnars R. Hansen hefur sýnt v!ðs vegar urn land í sumar, og sýnir um þessar múndir hér í Iðnó, sann- ar svo að ekki verður um viilzt, að það var ótti höfundarins við hið hefðbundna, stranga form sjónleiksins, en ekki skortur hans á fræðilegri þekkingu og tæknilegri kunnátfu, er varð þess valdandi, ,að 'nann ha.gaði gerð sjónlexkja sinna yfirleitt ekki samkvæmt því. !>ar sést líka,. að, hniímiðaðar byggingar- regiur voru þróttmikilli sköp- unargáfu haris engirin þvingandi fjötur, svo 'ínikil var leikni hans og þjáifun og þekking haris gagriger á öllu, er ieiklist snert- ir. En hið hefðbundna form var, í hans augum, leiðarmerkið við hina breiðu og harðtroðnu braut meðalmennskunnar, og hana óttaðist hann mest. Slík var stórmennska hans, að hann kaus heldur ósigur í glímunni við viðfangsefnið en lítinn sigur, unninn á lágbrögðum, er frem- ur kröfðust kunnáttu en atgerf- is, og voru því á íiestra færi, enda þótt stórafrek ein nægðu metnaði hans. Fyrir bragðið eru allir sjónleikir hans athyglis- Áróra Halldórsdóttir, Erna Sigurleifsdóttir og Edda (Kvaran sem móðirin, Norma og systir hennar. FUi FUJ Almennur félagsfundur verður haldinn í FUJ í Reykjavík n. k. þriðjudag 23. þ.m. kl. 8,30 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning uppstillinganefnda. 3. Kosning fulltrúa á 14. þing SUJ. 4. Umræður urn stjórnmálaviðhorfið. 5. Önnur mál. STJÓRNIN. AB — Alþý8ublaði3. Otgefandi: AíþýSuCokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Augiýsingastjóri: Emma Möllér. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsínga- Bími: 4906. — Afgreiðslusími: 4300. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Gísli Halldórsson í hlutverki Ernst. Mclntyre. verðir, og skera sig úr venju- Iegri listiðn á því sviöi, þótt þsir séu ekki heilsteypt og gallalaus listaverk, jafnvel ekkj „Marm- ari“, sem er þó hið stcrbrotnasta afrek, sem íslenkt leikritaskájd hefur enn unnið. En sjónleikurinn ,,Vér morð- ingjar“ er þó að fiestu lr>yti undantekning frá þessu. Þar gengur Kamban á hólm við með almennskuna innan hennar eig- in vébanda og beitir bana henn- ar eigin vopnum. Það er örðug þraut, að taka upp margþvælt viðfangsefni, handfjatla það samkvæmt sömu formreglum og gert hefur verið þúsund sinn um áður, og skapa samt úr því svipmikið og frumlegt lista- verk. Kamban fökst þetta. Og þegar tjaldið fellur í iokaþætti hjónabandsharmleiks beirra Er- nest og Normu Mclntyre, er sem höfundurinn mæli stoltur og sigri hrósandi til áhorfenda: — Þarna sjáið þið, hvers ég hefði verið megnugur, ef ég hefðj aðeins haft skap til að halda mig á hinni troðnu braut. Þau Mclntyrehj("inin eru mót- uð með frábærri gerhygli og innsæi, aukapersónurnar dregn ar fáum og skýrum dráttum. svo að bygging verksins verður öll sterk og samræmd. Mynd Ern- est er gerð af svo raiskunnar- lausri hreinskilni, að hann er á- horfendum sem opi.i bók, yfir Normu, konu hans, er hins veg- ar brugðið huiu kvenlegra duttl unga og skapbrigða, svo að þá renni grun í fleíra en sagt er beinum orðum. Og énda þótt hún verði ytri þungamiðja verksins, er Ernest hinn innri ; skurðarpunktur þess. í honum sameinast aliar línur þess og þræðir, viðbrögð konu hans og framkoma öil verður því aðeins skilin, að þau séu rakin til hans. Ernest Mclntyre er . gæddur metnaði, . þrák elkniskenndrj seiglu o.g skipulagskenndrj raun hyggju karlmannsins, en þó fyrst og fremst blindri • sjálfs- elsku; hans og skilningsleysi gagnvart öðrum. Hins vegar skortir hann alla raunverulega karlmennsku og kjark, og til þess að ■ bæta sér það upp og dylja aðra þá vöntun, bryjnar hann sig ofstækisströngu sið- gæðiskerfi, ofið úr skefjalaus- um réttiætiskröfum á hendur öllum öðrum en sjáifum honum. Vitanlega bitnar þeíta fyrst og fremst á konu hans, enda beitir hann þessu kr'öfuharöa ketfi af ráðnum huga miskunnarlaust í sambúðinni við hana; fyrir henni getur hann ekki dulið karlmeniiskuskort sinn, og þess vegna ér honum bað béinlínis sáluhjálparatriði, að halda virð ingu hennar og ást með öðrum ráðum, um leið og honum er það ósjálfráð fróun sð notfæra sér hvert smáatriði sem sök á hendur henni og lítillækka hana jafnframt í hennar eigin augum í hefndEirskyxii fyrir það, að hann getur ekki drottnað yf- ir henni í krafti eðlisins. Og enda þótt honum sé það ljóst, undir niðri, að fyrr eða síðar hlýtur hann, msð þessu fram- ferðj sínu, að knýja hana til að leita eðlilegrar gleði og full- nægingar í kynnum við aðra honum þrekmeiri karlmenn, heldur hann dauðahaldi í þá sjálfsblekkingu siðgæðiskerfis- ins, að sökin yrði öll hjá henni, þar eð slíkt ,,brot“ væri brigð við hinar óvefengjanlegu rétt- lætiskröfur. Þegar hann síðan fær átyllu til að ætla, að essi grunur sinn hafi rSezt; er hann þess albúinn að móttaka kórónu píslarvættisins. Og til þess að villa sjálfum sér sýn enn meir, þiggur hann fyrst í stað fegins hendi þá nærgætnislegu, en ó- sönnu skýringu hennar, að það séu fyrst og fremst efnahagsleg vonbrigði hennar í sambúðinni við hann, sprottin af fákænsku hans á fjármálasviðinú; -—: ða særð ’ hégómagirnd konUnnar, er hefur knúð hána til ótrygfeð- ar' við hann. Sú skýring fúll- i nægir þó ékki píslárvættisþrá hans- til lengdar, hann vili1 fá sönnun þess, að húri hafj gerzt • brotleg við þær kröfur siðgæð- iskerfisins, er veikleiki háns. knýr hann til að álíta heiiagást- ar, enda þótt hann viti, að slík játning af hennar hálfu hljóti ó- hjákvæmilega um ieið að verða til þess, að hann geti ekki et'tir það látið serri hann viti-ekki,- að brynja siðgæðiskeriisins hafi aldrei hulið aumkunarverða. nekt hans hennar augum, . og' géri .þannig ljóma sjálfsblekk- ingar hans að erigu. Hann háln- ar því óvæntu tækifæri, sem fjárhagsleg heppni ieggur hpn- um upp í hendurnar, til þess. að. halda blekkingarleiknum áfram og láta líta svo út sem það hafi aðeins verið fátæktin og skort- ur skemmtana og skartgripa, er freistaði „lrennar; þegar hann hefur knúið hana til að gera hina örlagaþrungnu játning'u, og hún gerir tilraun til þess í ein- feldni sinni og ástkenndri sam- úð með honurn, að aíturkalla þá játningu, hafnar hann einnig því tækifæri; .píslarvætti hans er fullkomnað, þótt það hafi kostað hann það, að nú á hanri aðeins um tvæ rleiðir að velja, — viðurkenna mðuriægingu sína og ósigur eða . . . sam- kvæmt þrekleysi sínu hlýtur hann að velja seinni kostinn. Og þegar hann hefur my.rt konu Framhald á 7. síðu. Erna Sigurleifsdóttir í hlutverki Normu, Einar Pálsson sern. húsvinurinn i ÁB 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.