Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1952næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Alþýðublaðið - 21.09.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.09.1952, Blaðsíða 4
!A,B-AIþýðuMaðið. 21. sept. 1952. KOSNINGAR TTL ALÞÝÐU SAMBANDSÞINGS eru allt af mikill viðburður. Þá er stefna og stjórn einnar stærstu Og áhrifamestu samtakaheíld- ar þjóðarinnar ákveðin um tveggja ára skeið; og það er sannarlega ekki sama, hver sú stefna og stjórn er. i! Eins og nú er háttað í heim- inum má jafnvel se'gja, að álþýðusambandskosningar séu engu síður örlagaríkur við- búrður með þjóð okkar en al- þingiskosningar. Ástandið í álþjóðamálum er, eins og all- ir vita, mótað í dag af bar- áttunni milli austurs og vest- Úrs, einræðis og iýðræðis; en hvergi er sú barátta eins forennandi hér á landi og éinmitt innan vébanda Al- þýðusambands íslands, þar $em erindrekar hins austræna $tórveldis og hinnar austrænu Stefnu berjast sinni hörðustu <|>g hættulegustu baráttu gegn íslenzku frelsi og lýðræði. Kommúnistar revna að vísu | að breiða yfir hinn raunveru- iega tilgang valdastreitu sinn- þr í Alþýðusambandínú með ", rót.tækum slagorðum um bar- attu gegn ríkisstjórn og at- ýinnurekendavaldi fyrir bæitt- fim kjörum verkalýðsins; en íá einu sinni, að þeir áttu bess kost, í sex ára valdatíð sinni í Alþýðusambandinu, á ’ jsíðustu árum heimsstyrjald- árinnar og fyrstu árunum eftir haná, að sýna verkalýðs- fomhyggju sína og baráttuhug í verkiþvarð ákaflega lítið úr pllum þeirra stóru orðum. Þeir gerðu þá sinn frið við :ÓLaf Thors, gengu í ríkisstjórn með honum, færðu honum frið á vinnumarkaðnum í með gjöf og sýndu ekki minnsta áhuga á því að bæta kjör verkalýðsins, sem þó var ó- líkt auðveldara þá, þegar allt flóði hér í stríðsgróða, en nú, þegar hann er löngu farinn veg allrar veraldar. — Já þá ’ var nú ekki verið að tala um 1 „stéttabaráttu“! Það var ekki fyrr en Kefla- víkursamningurinn kom til og kommúnistum fanrist ekki vera farið í utanríkismálun- um nógu mikið að vilja Rússa, að þeir fengu áhuga á því, að beita samtakamætti Al- þýðusambandsins, samanber eins dags allsherjarverkfall- ið, sem þeir fyrirskipuðu, og uppþotið, sem þeir gerðu hér haustið 1946. En hvað slík „barátta“ fyrir utanríkispóli- tískum valdadraumum Rússa á skylt við baráttu íslenzks verkalýðs fyrir bættum kjör- um, var verkamönnum þá þegar að vísu ráðgáta, eins og þeim er það enn í dag. En þannig hefur öll „bar- átta“ kommúnista í Alþýðu- sambandinu verið, einnig eftir að þeir veltust úr völd- um þar við lítinn orðstír. Þeir reyndu, meðan þeir gátu, að spenna það fyrir flokkspóli- tískan vagn sinn, sem stýrt ér eftir ,,línunni“ að austan; en síðan það var ekki lengur hægt, eftir að lýðræðissinnar . tóku við -stjórn sambándsins . 1948, hafa kommúnistar sýnt baráttu þess fyrir bættum kjörum vérkalýðsins meira eða minna opinberan fjand- skap, — af því að þeir viljá árángur þeirrar b'aráttu sem minnstan undir forustu hinn- ar lýðræðissinnuðu sambands stjórnar. Er um þetta skemmst að minnast blvgðu n arlausra verkfallsbrota kommúnista í tveimur togaraverkföllum á síðustu tveimur árum og aug- ljósrar tilraunar þeirra í fyrra vor til þess að láta verkfalls- baráttuna fyrir endurheimt fullrar dýrtíðaruppbótar á kaupið mistakast! Það er engin furða, þó að slík framkoma kommúnista í Alþýðusambandinu, heildar- samtökum verkalýðsins, hafi þjappað öllum lýðræðissinn- uðum verkamönnum saman hin síðari ár, og þeir ákveðið að verja samtökin, og þar með frelsi og lýðræði í landinu, gegn slíkum vörgum í véum. Sú samvinna gegn kommún- istum innan Alþýðusam- bandsins, bar sinn fyrsta, far- sæla árangur, Þegar samstæð- ur, lýðræðissinnaður meiri- hluti var kosinn á alþýðusam- bandsþing fyrir fjórum árum og sambandið var hrifið úr höndum hinna austrænu flugu ’manna. Síðan hefur fylgi þeirra stöðugt verið að hraka í verkalýðssamtökunum, enda lýðræðissinnar gætt þess vel, að láta kommúnista ekki spila á neinn flokkspólitískan skoð- anamun innan meirihlutans. Þess munu þeir og einnig gæta í Þeim kosningum til al- þýðusambandsþings, sem nú eru að hefjast; og því er þess að vænta, að þær verði nýr og glæsilegur sigur fyry- lýð- ræðið í samtökunum og þar með einnig fyrjr íslenzka verkalýðshreyfingu, sem tel- ur Alþýðusambandið réttilega eiga að vera sverð og skjöld sinn í baráttunni fyrir bætt- um kjörum, en ekki neitt verkfæri fyrir rússneska ut- anríkispólitík. VI a gooar or „Aðeins mófiir." Bæjarbíó í Hafnarfirði er nú að áefja sýningar á sænskri kvikmynd, sem hlotið hefur ákaflega góða dóma í Svíþjóð og á Norður- löndum. Kvikmynd þessi er gerð eftir einni kunnustu skáld- sögu Ivar Lo Johansson, „Aðeins móðir“, en þar eru rakin örlög ungrar stúlku, sem giftist fátækum daglaunamanni, sem hún þó ekki ann, ást hennar til barnanna og fórnfýsi og baráttu hennar við þrfong lífskjör, slúðrið í þorpinu og söknuðinn vegna mannsins, sem hún unni, en mátti ekki njóta. Aðalhlut- verkin eru í höndum kunnra sænskra leikara, -—Eva Dahlbeck leikur móðurina, og Ulf Palme hlutverk hins framandi verka- manns, sem um skeið heAr tekizt að vekja ást móðurinnar og lífsþrá. Alf Sjöberg annast leikstjórn, en hann er tvímælalaust fremstur þeirra kvikmyndaleikstjórá', sem Svíar eiga nú. í kvöld sýnir Bæjarbíó brezku stórmyndina Rembrandt, þar seni hinn heimsfrægi leikari Charles Laughton leikur aðalhlutverk- ið, en Alexander Korda hefur stjórnað kvikmyndatökunni. Barnamúsíkskóii fekur fil farfa um næsfu mánaðamóf Dr. Heinz Edelstetn veitir skólanum forstöðu. AKVEÐIÐ hefur verið aö setja á stofn hér í bænum barnamúsíkskóla og mun dr. Edelstein veita skólanum forstöðu en harin hefur um mörg ár séð ura keansluna í barnadeild Tón- listarskólans. Skólinn verður til húsa í Melaskólanum og tek- ur til starfa um mánaðarmót. Hfjómieikar JANE CARLSON píanóleikara verða endurteknir í Austurbæjarbíó mánudaginn 22. þ. m. klukkan 7 síðdegis. Ný efnisskrá. Aðgöngumiðar seldir hjá Bókaverzlun Eymundsson, Lárusi Blöndal og við innganginn. Verð kr. 25.00. 'AB — AlþýSublaðiS. Útgefandi: AJþýðuflokkuriun. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. iAuglýsingastjóri: Emma Mölier. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- IBÍmi: 4906. — Afgreiðslusíml: 4909. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverflsgötu 8—10. 'Áskriftarverð blaðsins er 15 krónur á mánuði; í lausasölu 1 króna hvert tölublað. Blaðamen áttu í fyrradag tat við dr. Edelstein og Ragnar Jónsson forstjóra, en hann er einn af skólanefndarmönnunum. Sögðu þeir, að tilganguri'Sn með þessum skóla væri að vekja hjá börnunum söng og músikgleði og þekkingu á undirstöðuatrið- um tónlistar, svo og að búa þau undir nám við Tónlistarskól- ann, en reynslan hefur sýnt, að ekki hefur verið unnt að sinna þessari kennslu sem skyldi inn an Tónlistarskólans, þar sem að- sókn hefur verið of mikil til þess. Dr. Edelstein hefur síðast lið ið ár ferðast um Þýzkaland og Sviss og kynnt sér starfsemi slíkra barnamúsikkskóla, en í þessum skólum er lögð áherzla á almenna músikiðkun, en mínni á tónfræði, þannig að æskan verði móttækileg fyrir áhrif tónlistarinnar — verði góðir hlustendur, enda þótt ekki nema tiltölulega fáir verði hljómlistartúlkendur. Skóilanum nýja er ætlað það hlutverk að fylla þar í skarðið. Til þess að byrja með rnunu börn á aldrinum 8'—11 ára verða tekin í kennslu. En þroskist skólinn á eðlilegan hátt og tak- ist að fá hingað til landsins nanð synleg leikmannaliljóðfæri og önnur gögn, er ætlunin að láta einnig unglinga yfir fermingar- aldri njóta góðs af. Kennslan verður sjálf ekki falin í neinu bóklegu námi,, heldur á þekking og mennt.un að vera afleiðing leiks og skammtunar. Iðkað verður söng ur, leikir, hreyfing eftir músik, blokkflautuleikur, leikur á ný- stárleg slaghljóðfæri, nótnalest ur og fleira. Kennt verðm’ í flokkum eina klukkustund tvisv ar í viku. Til að útiloka engan frá þátt- einum, er kennslugjáldinu stillt töku, af fjárhagslegum ástæðum mjög í hóp, enda fer kennsian öll fram sem hópkenysla. Danir selja saitfisk fyrir 70 milljónir króna til Spánar I JTJLI í sumar gerðu Danir og Spánverjar meS sér all víS tæka . viSskiptasamninga. Sam kvábmt samningunum flytja Danir út á þessu ári vörur fyrir 60 mílljónír danskra króna til Spánar. Er þaS athyglisvert aS helm ingur andvirSis útfluttu vör- unnar er saltfiskur fyrir 30 millj. daffskra króna, eSa sem svarar 70 milljónum íslenzkra króna. MegniS af þessum fiski er frá Færeyjum, en auk þess selja þeir mikiS magn til Ítalíu og • Grikklands. Til Spánar flytja Danir einnig vélar og framleioslutæki fyrir 18 millj. danskrá króna og allmikiS af JandbúnaðarafurSum þar á með al útsæðiskartföflur. í FYRRAKVÖLD hófust aft ur sýningar á óperettunni ,,Leðurblakan“ í bióðleikhús- inu. Aðsókn var góð, eins óg fyrri dagínn, og undirtekir á- heyrenda með afbrigðum góðar. Virðist allt benda til þess, að enn um hríð verði mikil að- sókn að þessum vinsæla söng leik, en fullt hús var á síðustu sýningunum í vor„ Bjarni Bjarnason syngur nú hlutverk það, sem Einar Krist- jánsson söng áður, auk þéss hefur veríð skipt um ballett- dansara. Var þessum „nýju“ listamönnum öllum mjög vej fagnað. , Rómverskir vasar frá 1. öldf. K. finn- t r ■ r i/ rf asf i sjo vio Korsiku TUTTUGU rómverskir amp hörae eSa leirvasar, gerðir a. 1. öld fyrir Krists burð, náðust ný lega úr flökum rómverskra skipa, sem hafa sokkið við eyj una Lavezzi nálægt Bonifaeis höfða á Kórsiku. Það var leiðangur sjálfboða- liða undir stjórn dr. Hemi Chenevél, forseta franska neo- ansjávarrannsókna félagsins sem fann flök skipanna. Leiðangursmenn fóru margar ferðir í kafarabúningum niður að flökunum, enda hefur leið- angurinn staðið í allt sumar Á- litið er, að í þessum amphorae hafi verið olía, vín og olívur, er þannig voru flutt í rómversk- um kaupskipum. Sundið milli Korsíku og Sar- diníu hefur alltaf verið viðsjált og vitað er, að mörg skip lorust þar í fornöld. Margir franskir mennta- menn aðstoðuðu dr. Chenevée. Vasarnir og ýmislegt annað sem fannst í flökunum, voru settir á forminjasafnið í Bastia á Korsíku. Eitthvað af munum þessum verður síðar sett í Louveré París. Vaiur sigraði 4. flokks mótið TVEIR síðustu leikir haust- mótsins í 4. flokki fór fram f gær. í fyrri leiknum áttust við Þróttur og Víkingur, sigruðu hinir fyrrnefndu, með 11—0. Síðari leikurinn var úrlistaleik ur þessa flks, áttust þá við Val ur og Fram, sigraði Valur leik inn með 1—0, og þar með mót- j ið. Röð og stig félaganna var Þessi: 1. Valur með 8 stig, 2. varð Fram með 6 stig, 3. varð KR með 4 stig, 5. varð Þróttur með 2 stig, 6. varð Víkingur með | 5 stig. J BÚIST er við því að kjarn J orkusprengingar vepði gerðar • í næstu viku á tilraunasvæði ! Breta og Ástralíumanna nærri Monte Bello í Ástralíu. BANDARÍKS Dakotaflug- vél búin skýðum ep nú stödd á Tthule flugvellinum og bíður færis á að bjarga brezku flug mönnunum 12 af Grænlands- jökli. AB 4

x

Alþýðublaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8203
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
21941
Gefið út:
1919-1998
Myndað til:
02.10.1998
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Alþýðuflokkurinn (1919-1998)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, gefið út af jafnaðarmönnum
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 210. Tölublað (21.09.1952)
https://timarit.is/issue/66798

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

210. Tölublað (21.09.1952)

Aðgerðir: