Alþýðublaðið - 27.09.1952, Side 5
mræ
Á. SÍÐASTA FJÓRÐUNGI
19. aldarinnar og fyrstu áratug-
am þeirrar, sem nú er að líða,
fór þeyvindur um ísland. Kulda
Skýin hurfu, en regnský komu
í staðinn, og ávallt annað veifið
rauf þýðvindið skýjaþvkknið
og hlý vorsól glitaði fönn og
sii'-u og vermdi þann gróður,
sem kom grænn og safamikill
undan snjónum. Flaumur
streymdi af fialli og dunaði
niður dali og barst að flæði
fram. Það var leysing í iandi
og vorblær og vorsól yfir ís-
lenzku þjóðlífi. Þá féll af þjóð-
inni margur fjöturinn, sem
langur nauðavetur háf ði á hana
lagt, féliu af henni viðjar þræl-
dóms, sárbiturrar örbirgðar,
d raumrænnar f ornaldaf til
beiðslu og lamandi úrræða- og
umkomuleysis. Á timum þess-
arar leysingar og lausnar skol-
aði fólkinu fram að sjávarsíð-
unni, þar sem skyndiúrræði
voru helzt fyrir hendi til nokk-
urs sjálfræðis hverjum og ein-
um og til fljóttekinnar bjargar
— en margan bar og allt út á
útsæinn og í hinn mikla megin
straum, er stefndi frá Norður-
álfu upp á fjörur Vesturheims,
en þangað var , íslendingum
gamalkunnugt farleiðið. Með
þeirri fækkun, sem varð í sveit-
um landsins, urðu hin gömlu
skilyrði til fræðslu fólksins
smátt og smátt að e.igu, kvöld-
setur og iðkun sameiginlegrar
heimilisguðrækni lögðust nið-
ur, en kvöldvökulesturinn hafði
verið hin mikla vernd tungunn
ar og bókmenntalegrar arfleifð-
ar þjóðarinnar og húslestrarnir
samstillt hugi fólksins til íhug-
unar og að minnsta kosti ó
sjálfráðrar virðingar á æðri
máttarvöldum. Þá var og ekki
bví að heilsa, að þær aðstæður,
sem það fólk, er barst fram í
glæðarmálið, hlaut í hinu nýja
•rmhverfi, væru hallkvæmar
verndun íslenzkrar erfðamenn-
‘ngar eða stuðluðu að bráðri
bróun nýrrar á grundvelli
fornra erfða. Hins vegar ýtti
stopul atvinna, sem að miklu
var háð duttlungum sjávar og
íramtaki og vilja einstakra
manna, undir sinnu- og ábvrgð-
arieysi hjá mörgum manninum,
og þar eð heildarframvinda við-
skipta- og atvinnumála stefndi
meir og meir til aukmnar tækni
pg vaxandi afraksturs, þróaðist
hjá mörgum sú framtíðarbjart
sýni, sem kom að nokkru í stað
fornaldardraumanna. Sarafara
Öllu þessu komst allt á reik í
trúar- og siðferðismálum, svo
að víða sá flök hera fyrir
straumi, þó að einnig gæti að
líta fleytur, sem ösluðu gegn
Straumstrengjunum.
Einn af þeim monnum, sem
bezt kunnu að meta starf þeirra,
sem hafið höfðu á ný til vegs
og virðingar íslenzka erfða-
menningu, vakið þjóðina til
trúar á s.iálfa sig og land sitt
og levst af henni. fjötra vanans
og stiórnarfarslegrar og við
skiptalegrar kúgunar, var séra
Sigtryggur Guðlaugsson. Og
Iiann sá það glögglega, að sam-
fara því, semi leyst væru höft
og hömlur og nýjar leiðir opn-
aðar til frelsis og lífsbjargar,
þurfti að vernda þau verðmæti,
sem verið höfðu skjól þjóðar-
innar og skjöldur á nauðöldun-
um, og veita þeim ný skilyrði
itil þroska, gera hinar ytri að-
. stæður sem hagkvæmastar þró-
'un þessara verðmæta. Víst var
vorieysingin nauðsynleg, en svo
þurfti þá að ræsa og erja, hlaða
vörzlugarða, velja jarðveg til
Séra Sigtryggur Guðlaugsson.
sáningar, bera í hann áburð og ;
síðan sá í hann því sæði, sem
ekki aðeins gæfi von mikiliar,
heldur og kjarngóðrar upp-
skeru.
Hinn 7. október árið 1904
voru séra Sigtryggi Guðiaugs-
syni veitt Dýraíjarðarþing.
Hann var þá tveim vetrum bet-
ur en fertugur og hafði um hríð
verið prestur á Þóroddsstað í
Kinn. Hann settist að á Núpi,
en þar bjó Kristinn, bróðir
hans. Þeir höfðu ávallt verið
mjög samrýmdir, og þeir áttu
báðir hinar sömu hugsjónir.
Kjörorð beggja var ræktun
lýðs og lands. Kristinn hvatti
séra Sigtrygg til að sækja um
Dýrafjarðarþing, og séra Sig-
tryggur, sem hafði misst konu
sína og var maður barpiaus.
mun hafa fýst í nágrenni við
bróður sinn. Þeir bræður munu
hafa rætt og ráðgazt, og tveim-
ur árum eftir komu sína vestur
stofnaði séra Sigtrvggur ung-
mennaskóla að Núpi. Þessi
skóli óx brátt undir handar-
jaðri hans, og stjórnaði hann
honum í næýfellt aldarfjórð-
ung. Þá hófst og séra Sigtrygg-
ur handa um ræktun jarðar-
gróðurs. Hann fékk nokkurf
landsvæði hjá bróður sínum og
>girti það háum skjólgarði.
Þarna hóf hann í senn ræktun
blómskrúðs, trjágróðurs og
nytjajurta. Hann nefndi reit-
inn Skrúð, og skyldi hann sýna
og sanna, hvað fóstra mætti í
skauti íslenzkrar moldar til
yndis og nytja.
í skóla séra Sigtryggs var
veitt fræðsla í öllum þeim bók-
legum greinum, sem taldar eru
nauðsynlegur grundvöllur al-
mennrar sjálffræðslu, en þar
var og kenndur söngur, leikfimi
og teikning — og enn fremur
var nemendunupri veitt tilsögn
í að lesa sögur og kvseði í sam-
ræmi við efni og anda. Séra
Sigtryggur var ágætur kennari,
og hann hafði tryggt skóla sín
um starfskrafta ungs manns,
Björns Guðmundssonar frá
Næfranesi í Dýrafirði, en
Björn var gæddur sérlega góð-
um hæfileikum til kennsiu og
umgengni við unglinga. Það
var samt séra Sigtryggur sem
ekki aðeins stjórnaði sKÓIanum,
heldur og mótaði hann. Hann
var heitur og einlægur trúmað-
ur, án þess þó að vera ofstæk-
ismaður. Hann þjónaði sem
prestur. skólastjóri og kennari
ástríkum föður, sem raunar
leggur hömlur og skvldur á
börn sín, en æskir einskis frek-
ar en að þau fái starfað glöð
að glæðingu hinna gróandi afla
í sjálfum sér og allt umhverfis
sig. Sem kennari lagði hann
rnikla rækt við sögu íslands,
ísienzka tungu og bókmenntir,
og það var seix^ ást hans á þess-
um efnum brygði biarma vfir
hvert viðfangsefni. Sljór hefur (
sá nemandi verið, sem rnan,
hann ekki, þegar hann fór rrieð
erindi eins og Ástkæra. vlhýra
málið — eða Ég ann þínum
mætti í orði þungu........ Þá
var og hrífandi kehnsla hans í
grasafræði, og kom mjög ljós-j
íega fram í henni trú hans á |
ræktun landsins til menningar-
auka og til varanlegrar hag-
sældar öldum og óbornum.
Loks var sönglistin vndi hans.
Gerði hann sér mikið far um
að blása lífsanda hannar í brjóst
nemenda sinna og samdi marg-
ar tónsmíðar.
Séra Sigtryggur sýndi í öll-
um hinum margvísiegu störf-
um sínum einstæða skapfc-stu,
áhuga og atorku — og fágæt
var sjálfsafneitun hans. Hann
vann að áhugamálum sínum
frá því árla morguns og langt
fram á nætur, varin þannig með
pennann í hönd — eða páiinn
og rekuna,-og meðan hann^sá
ekki tryggðan viðgang þéirra
mála, sem honum voru hjart-
fólgnust, unni hann sér einskis,
utan þess, sem nauðsynlegast
varð að teljast til klæðis og
fæðis. Minnsta kompan í hin-
um allt of litlu húsakynnum
skólans, herbergiskytra, sem öll
var undir súð, var til dæmis ár-
um saman svefnherbergi hans
og skrifstofa.
Árið 1918 kvæntist liann
Hjaltalínu Guðjónsdóttur frá
Brekku á Ingjaldssandi. Hún
hafði orðið hrifin af þeim hug-
sjónum, sem séra Sigtryggur
unni heitast, og hún hafði tek-
ið kennarapróf. Hún gerðist nú
samstarfsmaður bónda síns •—
og þá ekki sízt við störfin i
gróðrarreitnum Skrúð. Aukins
skilnings og viðurkenningar á
nauðsyn slíkra skó^a sem ung
mennaskólans á Núpi gætti hiá
þjóðinni og stjórnarvöldunum,
og árið 1929 lét séra Sigtrvggur
af skólastjórn. Hann varð sama
ár prófastur í Yestur-ísafjarð-
arsýslu. og prestskap stiyidaði
hann til ársins 1938, en þá
var hann hálfáttræður. Hann
lét þó ekki með öllu af störfum.
Hann hefur unnið allt til þessa í
Skrúð. hlúð þar að gi'óðrinum
dag hvern frá því snemma á
vorin og allt til þess að vetrar-:
fiötrarnir hafa lagt gróðrarrík-
ið í læðing.
Framhald 7. síðu.
TcTT! ’.cyif .iÁ
§
tt ■ -'i
Nemendur komi í skólana sem hér segir:
Miðvikudag 1. okt.
íGagnfræðask. Austurbæjar og Gagnfræðask. Vest-
urbæjar). 4.'bekkir kl. 10 f. h. 3. bekkir kl. 2 e, h.
Fimmtudag 2. okt.
(Gagnfræðask. AusturKejar. Gagnfræðask. Vestur-
bæjar. Gagnfræðask. við Hringbraut, Gagnfræðask. við
Lindargötu, gagnfræðadeild- Laugarnesskóla og gagn-_
fræðadeild Miðbæiarskóla).
2. bekkir kl. 10 f. h. 1. bekkir kl. 2 e. h.
Tilkynning um skóiahverfi er birt á öðrum stað í
blaðinu.
Gagnfræðaskóli verknáms verður settur laugardag 4.
okt. kl. 2 e. h. í bíósal Austurbæjarbarnaskólans.
Skólastjórar.
Ef ,þu notar eingöngu íslenzkar iðnaðarvör-
ur, skapar þú atvinnu handa öllum.
Islenzkt kex er margfalt ódýrara en það erlenda.
Gæði þess eru viðurkennd, enda er það framleitt úr
beztu fáanlegum hráefnum. — Það er bakáð við
íslenzka raforku, og unnið af íslenzkum höndura.
Verkamaður — verkakona:
Forðastu erlendar skrumauglýsingar og glans-
myndir. íslenzkt kex fæst í hverri matvörubúð.
Kexverksmiðjan Esja h.f.
Þverholti 13. Símar 5600, 3600. Pósthólf 753. Rvík.
MINNINGARORÐ
í DAG er til moldár boriri
að Útskálum frú Finnbjörg Sig
urðardóttir frá Felli í Sand-
gerði. —
Fátt setur hugi manna meira
úr jafnvægi en óvænt. dauðs-
föll. Hinn 11. sept. barst pú
fregn til Sandgerðis að Fírin-
björg væri dáin. — Djúp þögn
lagðist yfir þorpið, fánar voru
dregnir í hálfa stöng, og héngu
þar máttvana, það sem eftir
vrar dagsins. — ekki einu sinni
haustgolan hafði rænu á að ' Starf Finnbjargar var marg-
breiða úr þessu alþjóðlegá i Þætt’ fyrst °S fremst var hún
marki sorgar og saknaðar. _ , fyrirmyndar'móðir, og húsmóð
Finnbjörg dáin - aðeins 46 [lr' hun var.fram ur hofi h;Íal-
ára gömul. — Ef til vill hefðu
látinn fyrir nokkrum árum, en
móðir hennar er á lífi slitin að
kröftum og farin að heVsu.
Finnbjörg var gift Hannesi
Arnórssyni símastjóra og póst-
afgreiðslumanni í Sandgeröi.
Þau eiga þrjú börn, Magnús bii
reiðarstjóra í Sandgerði, kvænt'
ur Erlu Eyjólfsdóttur frá Kefla
vík, Ernu, gift Skafta Jóhanns
syni frá Akureyri, þau búa í
Sandgerði, og svo Arnór, 12
ára gamlan dreng.
Iðnó
ansarmr
Iðno
Sandgerðingar allra sízt mátt
við því að missa hana.
Þegar dauða Finnbjargar
bar að var hún ásamt manni
sínum stödd á sveitabæ vestur
við ísafjarðardjúp, þau hjón-
í in fóru þangað til að sækja ung
an son sinn, sem þar var í
sumardvöl. Þau voru nýkomin
þangað og drengurinn þeirra
rétt aðeins búinn að bjóða þau
Velkomin, og ihugsaði til á-
nægjulegrar heimferðar með
foreldrunum. — Þá skeði hið ó-
vænta, móðirin var ,,á snctggu
augabragði“ kölluð burtu —
gleði samfundanna snerist í
sorg og söknuð.
Finnbjörg var fædd 10. jan.
1906, hún var dóttir hjónanna
Sigurðar Magnússonar og Guð-
bjargar konu hans, sem lengst
bjuggu í Akurhúsum í Garði,
Sigurður, faðir Finnbjargar, er '
1 söm og lagði oft hart að sér t.i)
að liðsinna öðrum, og léíta
byrðar þeirra, sem erfitt áttu,
hún var einkar lagin og nær
gætin við sjúka, og oft var ti)
hennar leitað undir þeim
kringumstæðum, og nú á sið-
ustu árum var $vo komið að
læknar, fólu henni eftirlit með
sjúklingum sínum, þá tíma sern
ekki vaí hér starfandi hjúks-
unarkona, þeir höfðu séð að
henni var treystandi, og hún
brást hvorki trausti þeirra, eða
sjúklinganna sem hennar hjáip
ar nutu.
Finnbjörg var mjög vel gefin
kona, skýr og skemmtileg i
í tali, lipur og áreiðanleg vjð
afgreiðslu símans, þegar hún
annaðist það starf. Hún hafði
glöggt auga fyrir umbótum og
bættri lífsafkomu alþýðunnar,
enda öruggur stuðningsmaður
Framhald á 7. síðu.
AB 1