Alþýðublaðið - 23.10.1952, Blaðsíða 4
&JB-Aiþýðublaðið
r
W' BB t I <• > B
23. ókt. 1952.
ÞVÍ FER VÍÐSFJARRI,
sem MorgunblaðiS segir í gær,
að AB hafi nokkurn tíma
haldið því fram, að „eigin-
lega hafi aldrei orðið vart at-
vinnuleysis hér á landi nema
þrjú síðast liðin ár“, þ. e. í
tíð núverandi ríkisstjórnar-
Þvert á móti hefur AB mjög
oft viðhaft Þau orð um at-
vinnuleysið, sem nú er hér,
að það sé orðið litlu minna
en atvinnuleysið, sem var hér
á verstu árum heimskrepp-
unnar fyrir stríð.
En ef Morguhblaðið held-
ur, að atvinnuleysið á þeim
árum geti orðið einhver af-
sökun á atvinnuleysinu, sem
nú ríkir hér, þá er það mesti
roisskilningur. Heimskreppan
mikla á árunum fyrir stríð
var viðburður, sem olli mark
áðshruni og atvinnuleysi um
allan heim; pg verður sú rík-
isstjórn, sem þá var hér á
landi, á engan hátt um afleið
ingar hennar sökuð. Nú er
hins vegar engin slík kreppa
úti í heimi, þrátt fyrir dýrtíð
og margs konar erfiðleika,
sem siglt hafa í kjölfar stríðs
jns; og atvinnuleysi er í mörg
um löndum, þar á meðal í
flestum nágrannalöndum okk
ar, lítt þekkt eða algerlega
óþekkt fyrirbrigði. Svo er til
dæmis í Noregi og Svíþjóð,
þar fem jafnaðarmenn eru
við völd; og svo var einnig i
Danmörku o| á Englandi með
an jafnaðarmenn voru l\ar
við völd. Hér á íslandi þekkt
ist atvinnuleysi heldur ekki
meðan jafnaðarmenn voru í
stjórn. Það var fyrst eftir að
ihaldsflokkamir tóku við,
fyrir þremur árum, að vofa
atvinnuleysisins tók að gera
vart við sig á ný hér á landi;
og nú gengur hún Ijósum log
irm um byggðir þess eins og
á kreppuárunum fyrir stríð.
Þetta hlýtur að hafa sínar
orsakir. Og að vísu hafa
stuðningsblöð ríkisstjórnar-
innar, Morgunblaðið og Tím-
inn, ekki látið á skýringum
atvinnuleysisins standa. Þau
hafa kennt. það aflabresti,
einkum á síldveiðum, og erf-
iðu, tíðarfari! En eíns og allir
vita hefur aflabrestur verið
hér á síldveiðum, ekki aðeins
í þrjú ár, heldur í átta ár; og
var þó ekkert atvinnuleysi
hér þess vegna meðan jafnað
í
armenn voru í stjóm og apn
arri, viturlegri stjómarstefnu!
var fylgt en þeirri, sem eyk-
ur nú tölu atvinnuleysingj-
anna með ári hverju. Má af
því sjá, að ekki getur afla-
bresturinn verið nein fullgjld
skýring eða afsökun átvinnu
leysisins, þó að sjálfsagt eigi
hann einhvern þátt í þvi í
sumum sjávarplássum úti um
land. Hitt er þó enn fráleit-
ara, að kenna erfiðu tíðarfari
um það óvenjulega atvinnu-
leysi, sem nú er hér á landi.
Við erfitt tíðarfar höfum við
lengst af orðíð að berjast; óg
víst hefur það jafnan valdið
nokkru atvinnuleysi vissa
tíma ársins, —- ekki þó frek-
ar nú en áður fyrr; og því
er það engin skýrmg á hinu
stöðuga og v^xandi atvinnu-
leysi í tíð núverandi ríkis-
stjórnar.
Nei, orsaka þess er fyrst og
fremst að leita bjá íhalds-
stjóminni, hvort sem Morg-
unblaðinu og Tímanum Jíkar
betur eða verr að sá sann-
leikur sé sagður. Það er hún,
sem er aðalplágan og veldur
mestu um atvinnuleysið. Afla
bresturinn og erfitt tíðarfar
eru aðeins meinnihátíar
orsakir þess. Atvinnuleys-
ið, sem samdráttur iðnaðar-
ins heíur haft í för með sér
og er langalvarlegasti þáttur
atvinnuleysisins í landinu yf
irleitt, er til dæmis eingöngu
stjómarstefnunni að kenna, —
þ. e. hinum ábyrgðarlausa
innflutningi erlends iðnaðar-
varnings, sem vel hefði mátt
halda áfram að framleiða
hér, eins og gert var fyrir
þremur árum, en ekki er nú
hægt að gera af því að ríkis
stjómin hindrar frjálsan inn-
flutning hráefna til íðnaðar-
ins samtímis því sem. hún
fyllir innanlandsmarkaðinn
með erlendum iðnaðarvörum.
Með slíkri stefnu, sem mið
að hefur verið við hagsmuni
heildsala og braskara einna.
hefur atvinnuleysið beinlínis
verið kallað yfir þjóðina, þó
að vandalaust hefði verið að
afstýra því, hér eins og ann-
arsstaðar, ef af viti og ábyrgð
artilfinningu fyrir þjóðarhag
hefði verið stjómað. En á
það hefur því miður skort.
Því er nú komið sem komið
er.
<s\ .
, u ■ ■» "í JUeikféhig'.ll eýkjÁ víktiv 1x u vn ■ :t>
inn Ólafur liliuró
ur Ármann - Tónlist:
Brúðark j ólancf ni
Ballkjólaefni
Síðdegisk j ólaefni
Ullarefni
Blússuefni
Peysafatasvunttiefni .
UppMutsskyrtuefni
Flauel í miklu úrvali
pyr
t t
( <
f e
Markaðurinn
Bankasíræti 4.
AB — AlþýðublaðiS. Otgefandi: AlþýSuflokkurinn. Eitstjóri: Stefán Pjeturssoa.
Fréttastjóri: Sigvaidi Hjálmarsson. Auglýslngastjóri: Emma Möller.'— Rltstjórn-
Sirsimar: 4901 og 4902. — Auglýsingasími: 4906. — AfgreiSslusími: 4900. — Alþýðu-
prentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskriftarverð 15 kr. á mánuðl; 1 kx. I lausasðiu.
AB 4
MARGIR ’ fróðjr og góðfr
menn hafa orðið ril þéss að
benda okkur á, hvílíkan undra-
sjóð menningarverðmæta við .
höfum féngið að eríðum, þar
sem eru þjóðkvæði okkar, þjöð
lög og þjöðsögur. Eu því er nú
einu sinni þann veg farið, að
því aðeins. kemur sjóður mann-
inum að.gágni, að haiin. sé not
aður. til lífráenna áhrifa, . en
ekki geymdur til þess eins að
dást að honum. Þessi hagfræði
lega regla er jafngild, hvort
heldur um peningasjóði eða
sjóði menningarverðmæta er að
ræða. Við erum því engu betur
á vegi stödd, þótt við eigum
þennan sjóð fagurra og dýrre
gersema, svo fremi, sem við
gerum ekkert til þess að hag-
í nýta okkur hann. Þjóðin. er ef
til vill jafn lestrarfús og áður,
en bæði er það, að hún hefur
skki jafngott næði nú og fyrr
til þess að sökkva sér ofan í
bækur, og hitt, að núér ur svo
miklu að moða til dægrastytt-
ingar. Enn er og það, að enda
þótt fagurfræðilegt og meim-
ingarlegt gildi þjóðlaga, þjóð-
kvæða og þjóðsagna rýrni sízt
með aldrihum, eða fyrir breytta
j tíma, þá getur breyttur hugs-
I unarhéttúr- og tireytt viðhorf
orðið til þess, er tímar líða, að
að þau verðmæti reynist smám
saman óaðgengilegri, formsins
vegna. Og þá er það hlutverk
listamanna og skálda, að klæða
þessi verðmæti í nýjan búning,
finna þeim samboðið form til
samræmis við kröfur ttaians,
grsypa hina fornu eðalsteina í
nýja umgerð, að ljómi beirra
megi verða samt.íðinni opin-
berun nýrrar fegurðar, og
beina sjónum hennar frá hvik-
um bjarma dægurelda og stund
argljáa.
Mörg Ijóðskáld okkar, mynd
listamenn og tónskáid hafa
skilið þessa köllun; sótt ger-
semar í sjóðinn, fágsð þær og
búið þeim verðuga umgerð, en
seint verður sú blessaði sjóður
þurrausinn, sem toetur fer. Á
síðari árum hefur Davíð skáld
Stefánsson, að öllum öðrum ó-
löstuðum, fært þjóðinni íleiri
og dýrari gjaíir úr hom/m en
nokkur annar; auk þess, sem
hann hefur endurfágað gim-
! steina þjóðvísnanna, hefur
hann sótt kjarna hins snjalla
sjónleiks, „Gullna hliðið“, í
þann sama sjóð. Fleiri mætti
n^fna, og toer siannarilega að
fagna hverjum þeim £ einlægni
og þakkarhug, sem í þann hóp
( bætist.
Það er því tvöföld ástæða til
þess að þakka þeim Jórunni
Viðar og Sigríði Armann fyr-
ir hinn nýja ballett „ö|af Li'ju
rós“. I fyrsta lagi fyrir það, að
báðar sækja þær efniviðinn í
hinn dýra sjóð; það er þjóð-
kvæðið og þjóðlagið, sem þær
fella þar í sameiningu í nýstár
lega o,g fagra rnngerð dansiist-
ar og tónlistar; í öð'ru lagi
vegna þess, að á þann hátt
sýna þær og sanna, svo að ekki
verður um villst, aðvekki þurfa
listamenn okkar á þessu sviði
fremur en öðrum að kaupa
efniviðinn í slík verk á fjar-
lægum og framandi markaði.
Beri listamaðurinn þekkingu
og snilld til að greipa gim-
stein þjóðvísunnar í slíka ura-
gerð, mun Ijómi hans þar skær
Úr ballettinum „Ólafur liljurós.“
/:
ari, en nokkurn hefur dreymt
eða órað fyrir.
Ballettdansinn stendur enn á
frumstigi hjá okkur, og er
ekki annars að vænta. Slík
listgrein þarf að vaxa og þró-
ast með þjóðinni í msrgar kyn-
slóðir, til nokkurrar íulkomn-
unpyr. Þeir, feem Vilja te];|\st
þar hlutgengir, verða að hefja
námið þegar á barnsaldn, og
sítunda það með sjálfsögun vg
éimbetni. Það er því sízt að
undra, þótt við höfum hvorki
enn eignast eindansara eða hóp
ballettdansara, er þoli saman-
burð við iistsystkini sín í lönd
um, þar sem ballettdans hefur
verið iðkaður svo áratugum
eða jafnvel öldum skiptir.
Sjálf koreographían er skáld-
skapur eða listsköpun, sem
hlýðir ströngu formi, auk þess
sem hún verður að sf.anda trausf
um fótum í þjóðlegri listerfð,
eigi ballettinum að takast áð
skipa sæti með öðrum listgrein
um. Sú listerfð í ballettdansi —■
eða dansi yfirleitt, — er hér
ekki fyrir hendi; við eigum
hrynjönd vikivak,ans í þjóövís-
um og þjóðlögúm, e.n sjálf
hreyfingin er glötúð, þrátt fyr
ir virðingarverða viðleitni
mætra áhugamanna á síðari ár-
jum, til þess að leita hana uppi.
Þegar alls þessa er gætt, hlýt
ur hver og einn, sem sér þenn
an nýja, íslenzka ballett, að
undrast, ekki aðeins það áræði
og stórhug, sem Sigríður Ár-
mann sýnir með þvi að hafa
ráðist í að semja hann, heldur
og hvílíkum árangri hún hefur
náð. Er þó langt frá því, að
koreographían njóti sín sem
skyldi; fyrst og fremst sniður
sviðið henni ailt of þröngan
stakk, og þess ufan skortir dans
endurna talsvert á þá þjálfun
og leikni, — einkum þó svif-
mýkt, — sem baitett krefst.
Það er þó sízt sagt þeim til
lasts; þvert á móti verður að
teljast merkilegt, hversU lar.gt
þeir hafa þegar náð í l.ist sinni.
Samt sem áður dylst .engum,
að verkið er gætt lifsanda þjóð
vísunnar, að það er gneistaflug
hennár, sem tindrar af hverri
hreyfingu í þeim köflum verks
ins, sem foszf hafa tekizt. Á ég
þar einkum við fyrri hluta þess
og lokaþáttinn, en miðþáttur-
inn er, að mínum dómi, laus-
ari í reipunum. Sjálf ber Sig-
ríður Ármann af hinum dans-
endunum, hvað tjáningarhæfi-
leika og plasfíska mýict snert-
ir. Það væri áreiðanlega merki
legub, ililstrænn Viðburðnr að
sjá þennan sama balleti á hæfi-
lega rúmu sviði, dansaðaa af
þrautjþjálfuðum hópi bailett-
dansara.
Balletttónverk Jórunnar Við
ar er einnig nýr og athyglis-
verður þáttur í íslenzkri tón-
list. Fram að þessu heíur, mér
vitanlega, ekkert íslenzkt tón-
skáld freistað að nota íslenzkt
þjóðlag sem uppistöðu í slíkt
verk, enda þótt mörg þeirra
hafi eridurvakið þau í formi
vikjvalíans, beint eða óbeint-
Þessi nýja tilraun sýnír ótvi-
rætt, að þjóðlagið á fyllsta rétt
á sér í slíkum búningi; sumir
kaflar verksins eru c-inkar
hugðnæmir og gæddir hinum
látlausa töfrablæ þjóðvísunn-
ar. í heild finnst mér samt, að
tónskálinu hafi befur tekjzt; að
ná dularblæ hennar, heldur en.
heiðríkjunni, en slikt er vandi
að samrýma.
0£ vægt væri þá til orðá
tekið, ef fólk væri hvatt til
þess að koma í Iðnó og sjá og
heyra þetta verk. Því ber bein-
línis skylda til þess. Þjóðin Ijf-
ir nú þá fíma, að undir því er
gsefa hennar og framííð kóm-
in, að hún Ieitist við að skiíja
og hlúa að allri viðleitni, er mið
ar að því, að gera henni henn-
ar eigin menningarverðmæ.ti
aðgengilegri og skapa lifræn
tengsl nútíðar við íortið sína.
Og því aðeins getur þjóðleg list
þróast og dafnað með henni;
því aðejns verður listámönnum
okkar fært að sækja bjóðinni
gull og gimsteina í hinn gamla
gæfusjóð, að þeim sé ekkí sýnt
tómlætí og hirðuleysi. Hér er
um of athyglisverða viðleitni
að ræða til þess að við megum
gjalda hana þögn og skilnjngs-
leysi.
Loftur Gu ðmumlssím.
• waannaiiiBBciHnnniasnoaiftlCBtr. SK'AiKV K’KC'ftBA
: 5
snyrfivörur
hafa á fáum árana
unnið sér lýðhylli
um land allt.
S
s
s
s
Slysavarnafélags fslands ^
kaupa flestir. Fást hjá S
slysavarnadeildum um ■
land allt. í Rvík £ hann-ý
yrðaverzluninni, Banka- S
stræti 6. Verzl. Gunnþór- S
unnaT Halldórsd. og skrif- *
stofu félagsins, Grófin 1. \
Afgreidd í síma 4897. •—S
Heitið á slysavarnafélagið. •
Það bregst ekki. ^