Alþýðublaðið - 24.10.1952, Síða 7

Alþýðublaðið - 24.10.1952, Síða 7
Serskötfun hjóna.. Framh. a£ 5. síflu. tekjum, sem hún aflar sérstak- lega, og fá að draga frá þeim tekijum sínum sanngjarnan ráðskonufrádrátt, til þess að heimilisstörfin séu ekki skatt lögð hjá þeim hjónum frem- ur en á því heimili, þar sem konan vinnur heima. Og þótt hún vinni einvörðungu innan vébanda heimilisins, á að reikna henni tekjur. Spurning in ler, hvort reikna á henni tekjur fýrir vinnu sína til við bótar tekjum manns síns og lækka skattstigann um leið eða reikna henni hluta af tekjum mannsins. Ef konunni væru reiknaðar tekjur til viðbðtar tekjum mannsins vegna heim- ilisstarfa hennar, væri horfið frá þoirri mikilvægu grundvall arreglu skattalaganna, að vinna í eigin þágu sé ekki skattlögð. Einhleypu fólki þyrfti þá auð vitað einnig að reikna tekjur vegna hliðstæðra starfa, en slíkt yrði nær óframkvæman- legt, auk þess sem ávallt er hæpið að gera mönnum að greiða skatt af reiknuðum tekj um, sem aldrei hafa verið pen- ingatekjur. í þeirri lækkun skattstigans, sem samþyklcja yrði, fælist og óeðlileg ívilnun til handa atvinnutekjum og at vinnurekstri. Hin leiðin er því miklu eðlilegri, að rejkna kon- unni ákveðinn hluta af tekj- um mannsins fyrir starf henn- ar í þágu heimiiisins og við sameiginleg atvinnusíprf, ef um það er að ræða. I þessn frv. er giftri konu, sem vinh- ur eingöngu á heimilinu, á- ætlaðar hálfar, tekjur heimil- isins, ef þær fara ekki fram úr 50000 kr.; en 25000 kr. tekjut', ef tekjur þess eru meiri. Vinni húri utan heimilis, en þó ekki fyrir 25000 kr., skal henni reiknaður svo mikill hluti af tekjum manns síns, að hún hafi 25000 kr. tekjur, en hafi hún meira en 25000 kr. tekj- ur, greiðir hún sjálf skatt af þeim, að sjálfsögðú að frá dregnum ráðskonufrádrætti, eí um það er að ræða. I þessu sambandi má geta þess, að þessar reglur eru hag kvæmari konu, sem vinnur launað starf utan heimilis, en þeirri, sem starfar að atvinnu rekstri með manni sínum, þar eð sértekjur hinnar síðar nefndu geta aldrei orðið hærri en 25000 kr., en sú, sem vinn- ur fyrir launum, fær allar tekjur sínar reiknaðar sem sér tekjur. Úr þessu yrði ekki bætt nema með því að skipta öllum hjónatekjum til helm- inga eða hækka tekjuhámark konunnar. Ástæðalaust er að skipta öllum hj'ónatekjum til hélminga, hversu háar sem þær eru. Hins vegar má auð- vitað alltaf dqila um það, hvert skuli vera hámark tekna konunnar, sem vinnur heimiiis störf einvörðungu. Ekki virðist þó sanngjarnt að ákveða það lægra en 25000 kr. lækkunin, sem yrði Á SKÖTTUM HJÓNA. Slíkar reglur mundu hafa í för með sér mikla læKkun á skattgreiðslum hjóna,_mið að við einhleypt fólk, og á útsvarsgrei'ðslum, ef ’iilið- ítæðar reglur yrðu látnar gilda við niðurjöfnun út- svara, svo scm sjálfSagt væri. Lækkun á skatt- og út svarsgreiðslum bamlausra hjóna með 30000 kr. teíjjur yrði H25 kr., hekkunin á 40000 kr. tekjum yrði 2005 kr., á 50000 kr. tekjur 3332 kr. og á_ 60000 kr. tekjum 4816 kr. Hjón meÖ 3000'i kr. tekjur greiða nú aðeinl|577 kr. lægri skatta og út|vaf en einhleypur maður meft i'ömu tekjur. Hækkun persónufrádyáttar ein bætti ekki úr þessp að1 fullu, .þótt hún sé sjálfsögð Það eitt að gera giftar konur að sjálfstæðum skattþegnum jafnaði metin svo sem rétt- mætt er. KVENFÉLÖGIN STYÐJA FRUMVARPIÐ. Frv. það, sem fvrri flm. þessa frv. flutti um þetta efni á síðasta alþingi, hlaut stuðning fjölmargra félagssamtaka, sem skoruðu á alþingi að samþykkja það. Voru þau þessi: 1) Alþýðu flokksfélag Akureyrar, 2 Banda lag kvenna í Feykjavík, 3) Félag íslenzkra háskóla- kvenna, 4) Kvenfélag Alþýðu flokksins í Hafnarfirði, 5) Kvenfélag Alþýðuflokksins í Beykjavík, 6) Kvenfélag Fri- kirkjusafnaðarins í Reykjavík. 7) Kvenfélagið Hlíf, ísafirði, 8) Kvenfélag Húsavíkur, 9) Kvenfélag Njarðvík, 10) Kven rétíinjisifélag Eskifjarðar, 11) Lestrarfélag kvenna, Rvík, Kvenréttindafélags íslands, 12) Kvenstúdentafélag íslans, 13) vík, 14) Mæðrafélagið í Reykja vík, 15) Sjálfstæðiskvennafélag ið Hvöt, 16 Stjórn, varastjóm og kvenréttindanefnd Verka- lýðsfélags Akraness, 17) Verka kvennafélagið Eining, 18) Verkakvennafélagið Framsókn, 19) Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum, 20) Verka- kvennafélagið Von, Húsavík. Karl Jónasson ... Frh. af 5. síðu. nutum starfsgleði hans og ár- vekni í ríkum mæli. Þessi orð eru skrifuð til þess að þakka samverustundirnar. Hin síðari ár var Karl af- greiðslumaður í stöðinni, en það starf sneri ekki síður að almenningi í bænum en okkur bifreiðastjórunum. í þessu starfi nutu eiginleikar Karls sín vel. Áreiðanleiki, kurteisi og alúð í framkomu einkenndi starf hans. Móðir okkar GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR verður jarðsungin laugardaginn 25. október klukkan 2 e. h. — Athöfnin hefst með bæn að heimili sonar hennar Garðaveg 1 Hafnarfirði. Fyrir hönd vandamanna Guðrún Jón.sdóttir. Gunnar Jónsson. Árið 1934 kvæntist Karl eft- irlifandi konu sinni, Guðnýju Guðlaugsdóttur frá Tryggva- skála og eignuðust þau í ást- ríku hjónabandi 2 börn, Guð- ríði og Guðlaug Tryggva. Við samstarfsmenn Karls vottum konu hans og börnum okkar innilegustu samúð og biðjum þess, að minningin um hann og handleiðsla guðs megi lýsa þeim veginn, sem ógenginn er. Blessuð sé minning hans. Ragnar Elíasson bifreiðarstjpri. Sameinuðu þjóðirnar... Framhald af 5. síðu. an grundvöll undir heims- skipulag almenns friðar og var anlegs öryggis. TRYGVE LIE. Iðnþfngið ... Framhald af 8. síðu. báta, sem unnt er að leysa af hendi hér innanlands. ÚTVEGUN EFNIS ’ OG ÁHALDA Samþykkt var eftirfarandi tillaga frá Axel Kristjánssyni: 14. iðnþing íslendinga krefst þess að innflutningur á öllum efnivörum til innanlandsfram- leiðslu verðí gefinn frjáls. Verði kaupa efnivörur til iðnaðar- framleiðslu frá svonefndum clearing-löndum skal þess á- vallt gætt að eltiki sé á sama tíma fluttar inn fullunnar iðn- aðarvörur frá þeim löndum, sem verzlað er við í frjálsum gjaldeyri þannig, að innlendum iðnaði sé ekki mismunað í sam keppni við erlenda iðnaðarfram leiðslu. Yfirfærslur til kaupa á efni- vöru til iðnaðariramleiðslu verði látnar ganga fyrir næst á efþr brýnustu nauðsynjum. Ríkisstjórnin stuðli að því, affi eigi þurfi að greiða ofnivöru til iðnaðar fyrr en hún kemur t’H landsins. Vélar og áhöld til iðnaðar- framleiðslu verða háðar sömu reglum og vélar og tæki til landbúnaðar. I milljón gráðu hiti á Monte Betto... (Frh. af 1. síðu.) orkusprenging Breta myndi hafa þau áhrif, að Bandgjíkja- stjórn myndi fúsari að faliast á að vísindamenn þeirra og Bretlands skiptust á upplýsing um varðgndi kjarnorkumál. Tilraunin kostaði 100 millj- ónir sterlingspunda. Fyrstu tvö bindin ai verkum Davfðs Fyrstu 3 ljóðabækurnar og Solon Islandus bundin í skínandi nælondúk. Skáld verður þjóðskáld a£ því að það finnur alveg óumdeildanlega leiðina að hjarta hvers venjulegs manns. Þetta cr í fáum orðum skýringin á því hversvegna Davíð Stefánsson er svo ástfólginn þjóft sinni. - Eiginleikar skáldverka hans leita beint til hjarta fólks, jafn í byggð og borg. Kaupift verkið strax í áskrift og sparíð stórfé. • Áskrifendur (einnig nýjir) geta vitjað bókanna í bókaverzlanir og í afgreiðslu HELGAFELLS, Veghúsastíg 7, sími 6837 (Afgreitt eftir pöntunum í síma). V s s s s s s iS s s s s s s s S s s s s s s s s V s s s s s s s V rfT^TvrmTrrrmYmrrrrrr^^ M og með 25, október verður áætlun okkar sem hér segir: Frá Reykjavík tll New York alla sunnudaga. — Frá New York til Reykjavíkur alla þriðjudaga. Frá Reykjavik J.il Kaupmannahafnar og Stavanger alla þriðjudaga. Frá Kaupmannahöfn til Stavanger og Reykjavíkur alla sunnudaga. Loítleiðir li.f. Lœkjargötu 2. Sími 81440. ab i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.