Alþýðublaðið - 30.12.1952, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.12.1952, Blaðsíða 3
I iTVÁRP REYKJáVIK £0.30 Erindi: Úr lierbargjum bbrfinnar aldar (Björn Th. : Björnsson listfrseðingur). £0.55 Þriðju jólatónieikar úí- t varpsins: Rögnvalöur Sig'ur- *) jónsson leikur á pianó (tekið á segulband á hljómléikum í Austurbæjarbíó 19. nóv. s.l,). 22.10 Upplestur: .„Fyrirgefn- ing“, smásaga eítir Friðjón Stefánsson (höfundur les). 22.30 Ðans- og dægurlög: Joe Loss og hljómsveit hans.leika (plötur). AB-krossgátan Nr. 307 H.4N.NES A HOBNIND -----------* Vettvangur dagsins Um dagskrá útvarpsins um jólin. — Skugga-Sveinn — Barnatíminn. — Jólagestir, sem ekki komu. — Vilhjálmur Þ. kemur annað kvöld. Lárétt: 1 við aldur, 6 fugl, 7 já hesti, 9 einkennisbókstafir, 10 Jheimilisáhald, 12 greinir, 14 jgefa frá sér hljóð, 15 gagnleg, 17 óhreinka. Lóðrétt: 1 litla bók, 2 ræðu- Jpartur, 3 á fæti, 4 eyktarmark, ■S berar, 8 gæfa, 11 hvílist, 13 íerskur, 16 tveir samstæðir. SLausn á krossgátu nr. 306. 1 Lárétt: 1 skammær, 6 Ave, 7 buðn, 9 in, 10 ann, 12 tá, 14 'Jhári, 15 arm, 17 rimraan. Lóðrétt: 1 skautar, 2 arða, 3 JVI.A., 4 ævi, 5 rengið, 8 nnn, 11 íiáma, 13 ári, 16 mrn. TíriiiiÉiiiiiiiiMÉiiíiiriliniHiiiiiihiiiíiÁiiiiniiiriíiliiimiiiiiiiiiiflitjiiiiniii) Hýkominn Plastvír 1,5 mm. á aðeins 0,81 kr. m. Höfum einnig flestar aðr- ar stærðir af vír. Sendum gegn póstkröfu. Véla- og raftækjaverzlunin Tryggvag. 23. Sími 81279. ÞAÐ ER BEZT að segja nokk ur orð um dagskrá útvarpsins um hátíðina. Margir urðu fyrir vonbrigðum á P.nnars lags kvöld. Blöð liöfðu birt dag- skrána og þar stóð, að útvarpað yrði þáttum úr SkuggaSveini, og átti úívarpið að standa í 50 mínútur. Flestir bjuggust við að þeir mundu fá allmikið af þessu vinsæía leikrifi, og börn biðu að miimsfa kosti með eft- irvæntingu eftir því að fá að heyra í Skugga-Sveini sjálfum. EN ÚTVARPIÐ frá þjóðleik- húsinu stóð helmingi skemur en auglýst Iiafði veriö og ekki var útvarpað nema fyrsta þætti, bragðdaufasta þætti leikritsins. Margir urðu gramir út af þessu! og. það var von. Svona má ekki svíkja hlustendur. en starfs- menn útvarpsins munu hafa sín ar afsakanir á reiðum höndum, upptakan var ekki gerð fyrr en á þorláksmessu — og þá fékkst miklu minna >sn gert hafði ver- ið ráð fyrir. EN FYRST ÉG ER farinn að minnast á Skugga-Svein, vil ég endurataka þá áskorun mína til þjóðleikhússins, að höfð verði eftirmiðdagssýning á leikritinu. Margir vilja láta börn sín sjá þetta leikrit, en ekki er hægt að fara með börn, jafnvel þó að þau séu orðin 10 ára, í þjóðleik húsið að kvöldi til og láta þau vera þar til kl. 12 á miðnætti, eða allt að því. Vona ég að þjóð leikhúsið verði við þessari á- skorun. ÉG VIL sérstaklega þakka fyrir barnatímann á annan í jólum. Það var Hildur Kalman, sem stjórnaði þeim barnatíma. Hann var sérstæður að því leyti, að börnum var gefinn kostur á að heimsækja ömmu og afa frá liðinni tíð á jólurn og kynnast lífi á heimiium í þá tíð. Þau spiluðu alkort við börnin, sungu vísuna um Jón Jakobs- son og fóru í ýmsa aðra leiki, sem stundaðir voru á jólunum fyrr meir. ÞETTA VAR góður barna- tími. Og því vildi ég.skjóta að Hildi Kalman, að gott væri að fá þennan barnatíma æ ef til vill með dálítilli vlðbót í sama dúr, í dálitla jólabók og gefa hana út fyrir næstu jól. Ég er sannfærður um að hún yrði kærkomin. ÉG VAR FARINN að óttast, að Vilhjálmur Þ. vrði ekki kominn heim fyrir gamlaárs- kvöld, en svo heyrði ég það allt í einu, að hann var kominn, og þá fáum við að neyra annál hans annað kvöld. Svona er maður vanafastur. Einu sinni var Vilhjálmur vant við látinn svo að Magnús Jónsson hljóp í skarðið, en hvernig svo sem það var, þá fannst íólki að það hefði vantað eitthvað í gamla- árskvöldið. — Vonandi hefur ekki komið amerískur hreimur í málfar Vilhjálms við dvölina vestra. AÐ LOKUM: Það verður allt af að vanda mjög vel til dag- skrár útvarpsins á jólunum. Það er einn þáttur þess að fölk g>eti unað við sitt á þessari miklu hátíð. Ekki f>angum við jólagesti í útvarpssal að þessu sinni. Það var rnjög miður. Jólag.estirnir eiga að vera'föst og ófrávíkjanleg regla. MINNINGARORÐ SKRIFSTOFA VETRAR. HJÁLPARINNAR er í Thorvaldsenstræti 6 í húsakynnum rauð.a ki'ossins; opin kl. 10—12 árdegis og 2—6 síffdegis. Sömi 80785, M U N I Ð VETRARHJÁLP- INA í HAFNARFIRÐI. I DAG er þriðjudagurinn 30. desember. Nééturvarzla er í læknavarð- etojjmni, sími 5030. Næturvörður er í lyfjabúð- |nni Iðunni, sími 7911. FLUGFERÐIR í dag verður f.logið til Akur- jeyrar, Bíldudals, Blönduóss, Élateyrar, Sauðárkróks, Þing- eyrar og' Vestmannaeyja. Á tnorgun er ráðgert aö fljúga til Akureyrar, Hólmavíkur, ísa- ifjarðar, Sands, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. SKIPAFÍþÉTTIR Eimskipafélag Reykjavíkur. M.s. Katla er í San Feliu .(Spáni). Skipadeild SÍS. M.s. Hvássafell l'ór frá Kotka 23. þ. m. áleiðis til Akureyrar. M.s. Arnarfell Jestar síld á Sigluíirði, fer þaðan í dag áleið is ti.l S'eyðisfjarðar. M.s. Jökul- fell lestar frosinn fisk á Aust- fjörðum'. Ríkisskip. Hekla kom til Reykjavíkur i nótt að austan úr hringferð. Ésja er í Rbykjavik. Herðu- breið er í Reykjavík. Þyrill var á Eyjaíirði í gær. Skaftfelling- ur fór’ frá Reykjavík í gær- kveldi til Vestmannaeyja. Eimskip. Brúarfoss kom til Reykjavík ur 23/12 frá Antwerpen. Detti- foss kom til Reykjavíkur 8/12 frá N>ew York. Goðafoss kom til Reykja.víkur 25/12 frá New Yorlt. Gullifoss fór frá Akur- eyri í gær til Kaupmannahafn- ar. Lagarfoss fór frá Reykjavík 27/12 til Wismnr, Gdynia, Kaupmannahafnar og Gauta- borgar. Reykjafoss er í Reykja vík. Selfoss kom til Reykjavík- ur 21/12 fi'á Leith. Tröllafoss fór frá New York 23/12 til Reykjavíkur. BKDÐKAUP Síðastliðin laugardag' voru gefin sarnan í hjónaband af sr. Jóni Thorarensen Vigfúsína G uðl augsdóttir verzl.unarmær og Pétur H. Thorarensen sjó- maður. Heimili þeirra verður að Silfurteig 1, Reykjavík. — 4= — Séra Jón Þorvarffsson býr í Barmahlíð 9, Viðtalstími kl. 4 (—5 e..h. Simi 82272. Löggiltur skjalaþýffandi. ■— Dómsmálaráðuneytið hefur lög'_ gilt fil. kand. Jón Júlíusson, Lönguhlíð 9, til að vera dóm- túlk og skjalaþýðanda úr og á sænsku. Frá ríkisstjórninni. Rí-kisstjórnin tekur á móti gestum á nýársdag kl. 4—6 í r áðherrabústaonum, Tj arnar g'. 32. í DAG verður til moldar bor in frú Sólveig Gunnlaugsdótt- ir í Hafnarfirði. Hún verður jarðsett hjá móður- -sinni, eig- inmanni og tveimur börnum, er hvíla í. kirkjugarðinum að Görðum á Álftanesi. Sólveig andaðist að heimili sínu, Suðurgötu. 25 í Hafnar- firði, seint að kvöidi þann 17. desember síðast. liðinn, sama dag og yngsta barn hennar átti fimmtugsafmæli. Hún var há- öldruð og hafði legið rúmföst undanfarin rúm tvó ár og átt við sjóndepru að sti’íða allmörg ár, og að mestu verið sjónlaus 4—5 síðustu æviárin. Sólveig Gunr.laugsdóttir fæddist í Reykjavík þann 6. apríl 1863. Foreldrar hennar voru Valgerður Hildibrands- dóttir frá Ási við Hafnarfjörð, en sú ætt var frá Selvogi kom- in. Systkin Valgerðar voru tólf, og voru bræðurnir annálaðir smiðir, hagir og duglegir, og þær- systur allar liinar mestu myndarstúlkur. Gunnlaugur faðir Sólveigar var Jónsson og ættaður af Álftanesi. Var móð- ir hans systir Björns Gunn- laugssonar yfirkennara. Gunn- laug-ur faðir Sólveigar var for- maður í Reykjavík, en andað- ist frá tveimur ungbörnum. er Sólveig var á öðru ári. Var henni þá komið fyrir til upp- eldis hiá móðursystur sinni, er bjó á Álftanesi. Þar dvaldi Sól- veig til 10 ára aldurs. Eftir það varð hún þaðan að fara til þess að vinna fvrir mat sínum og klæðum. Leitaði Sól- veig þá til Hafnarfjarðar og vann þar ýmis störf, unz hún 22 ára gömul giftist Stefáni Sig urðssyni trésmíðameistara, ár- ið 1885. S.tefán fæddist í Saurbæ í Vatnsdal í Húnavatnssýslu 9. apríl 1858. Föður sinn missti Sólveig Gunnlaugsdóttir. Stefán 4 ára gamall. Var haim formaður, á hákarlaskipi hjá stórbóndanum Ásgeiri Einare- syni á Þingeyrum og drukkr- aði í einni sjóferðinni. Stefán ólst eftir það upp á Þingeyrurn fram yfir -tvílugt. Leitaði hann þá suður á land til sjóróðra o,:" réri tvær vertíðir. Eftir þao hóf hann trésmíðanám hjá •Jóni Steingrímssyni í Hafnar- firði, og úrðu þeir s-tarf'pelág- ar, meðan lífsleiðir þeirra lágu saman. Búskap hófu þau Sólveig og Stefán í Njarðvíkum, en þar rak Stéfán útgerð í rúmr ár. Eftir það flutlu þau aftur tíl Hafnarfjarðar 1887 og bjuggu þar síðan til æviloka. Efni voru lítil eða engin í upphafi bús>kap ar hinna nývígðu hjóna. Þau réðust þó í að reisa sér íbúðar- hús 1889 og fluttu imi í ejtt herbergi þess um hausíiS sama ár. Næstu árin vmn Stefán baki brotnu um síðkvöi 1 og nætur að innréttingu hússins. Hafði honum áskotnast reka- viður við vægu verði, er hann plægði og hefiaði í innþiijur. Framhald á 7. síðu. Hiismœður: Þegar þér kaupið lyftiduft (, frá oss, þá eruð þér ekki\ ^ einungis að efla íslenzkanS ^ iðnað, heldur einnig að S - tryggja yður öruggan ár-S angur af fyrirhöfn yðar. S Notið því ávallt „ChemnG lyftiduft", það ódýrasta og*' bezta. Fæst í hverri búð. • Chemia M. AuglýsiS í AB Kveðjuathöfn um KRISTJÁN ALBERT BJARNASON frá Bíldudal, er andaðist 2. des. sl fer fram frá Fossvogskap- ellu, föstud. 2. jan. kl. 3 e. h, Ef einhver hefur hugsað sér að minnast hans, er vinsam- Iegast bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Marta Eiríksdóttir. Ingimuntlur Hjörleifsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við and- lát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, BENÓNÝS STEFÁNSSONAR, stýrimanns. Guðmunda Guðmundsdóttir börn og tengdabörn. Jarðarför móður, tengdamóður og ömmu, KATRÍNAR PÁLSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. janúar kl. 3. Blóm og' kransar afbeðnir. Vilji einhverjir minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Hlífarsjóð hjá SÍBS eða Menningar- og minningarsjóð- kvenna. F. h. vandamanna. Þóra Þórðardéttir. ———————mmnJB—gt Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, ÁGÚST GUÐMUNDSSON yfirvélstjóri, rafmagnsstöðinni við Elliðaár, lézt að heimili sínu 27. þessa mánaðar. Sigríður Pálsdóttir, börn og tengdabörn, Sigurðiii' Gnð'mundsson. wt>„ AJB 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.