Alþýðublaðið - 03.01.1953, Blaðsíða 1
Umboðsmenn
blaðsins ú,t um
land eru beðnir
að gera skil hið
allra íyrsta.
Gerist áskrif-
endur að Alþýðu
blaðinu strax í
dag! Hringið í
síma 4S-Ö0 eða
49«6.
XXXIV. árgangur. Laugardagur 3. janúar 1953
1. tb1..
Stefán Fjetursson.
Hannibal Valdimarsson.
Stefan Pjetursson lætur af störfuni.
— Hannibal Valdimarsson tekur við.
RITSTJÓRASKIPTI urðu við Alþýðublúðið um ára-
mótin og voru bau sambykkt af miðstjórn Alþýðuflokks-
ins á fundi hennár á gamlársdag. Hcfur Stefán Pjetursson
iatið af störfum, en Hannibal Valdimarsson ver'ðiur rit-
stjóri blaðsins fyrst um sinn.
Hinn fráfarandi ritstjóri,_ Stefán Pj'etursson, hefur
starfað við Alþýðúblaðið í tæplega tvo áratugi, þar af
sem ritstjóri í þrettán ár. Það var raunar löngu fyrr, sem
hann tók að starfa fyrir Alþýðublaðið, því að hann starf-
aði sem blaðamaður við blaðið 1921 í eitt sumar. Haustið
1934 var 'hann aftur ráðinn blaðamaður, og hefur hann
unnið við blaðið óslitið síðan. Ritstjóri varð hann fyrst
í forföllum Finnboga Rúts Valdemarssonar 1. júlí 1939,
en tók við starfinu að fullu 1- júlí 1940.
Er Stefán Pjetursson lætur nú af störfum við Alþýðu-
blaðið, mun allt Alþýðuflokksfólk geta tekið undir þakk,r
til hans fyrir langt og gott starf. sem hann hefur ávallt
unnið af óvenjulegri alúð og ósérplægni. Undir ritstjórn
hans héfur Alþýðublaðið tekið miklum stakkaskiptum og
haft margvísleg áhrif á blaðamennsku samtíðarinnar. —
Stefán hefur í öllu starfi sínu notið mikilla og fjölhæfra
gáfna sinna og víðtækrar menntunar. Sérstök prúð-
mennska Stefáns hefur gert allt samstarf hans við blaða„
menn Alþýðublaðsins auðvelt og árekstralaust.. Er þaö
því af alhug mælt, er leiðir skiljast, að starfsfólk við
Alþýðublaðið og hinn nýi ritstjóri þess færa honum
beztu þakkir fyrir ágætt samstarf á liðnum árum og árna
honum allra heilla í framtíðinni.
Framkvæmdasíjórn Aiþýðuflokks-
ins hefur nú verið fullskipuð
MIÐSTJÓRN Alþýðuflokksins kom saman á fund á gamlárs
dag til að kjósa framkvæmdastjórn flokksins, ganga frá rit-
stjóraskiptum við Alþýðublaðið, sem skýrt er frá á öðrum stað
í blaðinu í dag — og kjósa blaðnefnd.,
Þing flokksins hafði áður
kosið þrjá menn í fram-
kvæmaastjórn hans, formann,
varaformann og ritara, en mið
stjórnin kaus fjóra til viðbót-
ar. Framkvæmdastjórnin hef-
ur þannig verið fullskipuð, og
eiga þessir menn sæti í henni:
Hannibal Valdimarsson for-
xnaður; Benedikt Gröndal vara
formaður; Gylfi Þ. Gíslason
ritari; Magnús Ástmarsson
gjaldkeri; Kristinn Gunnars-
son hagfræðingur: Jón Sig-
urðsson framkvæmdastjóri A1
þýðúsambandsins og Guð-
mundur Gissurarson, bæjar-
fullírúi í Hafnarfirði.
í blaðnefnd Alþýðublaðsins
(Frh. á 7. síðu.)
Samkomulag um heildarsamn
rnga
sjómenn
Hihnlngarafhöfn um Ai
exandrine droffningu í
BómkirkjunnL
Miklar kjarabætur náðust fram fyrir sjómenn í þorp-
unum, þar sem hlutartrygging var áður lág.
----------------------+---------
SAMKOMULAG náðist um heildarsamninga fyrir vestfirzka
sjómenn með samninganefndum deiluaðila aðfaranótt gamlárs-
dags, og höfðu samningaunileitanir þá staðið yfir dögum saman.
KjÖr sjómanna á öllum Vestfjörðum verða hin sömu. Fengu Is-
firzkir sjómenn nokkrar kjarabætur, en sjómenn í þorpunum
miklar, enda voru kjör þeirra aður mun lakari en sjómanna á
Isafirði.
--------------------------• Samninganefndirnar undir-
rituðu samninginn að því til-
skildu, að hann yrði samþykkt
ur í verkalýðs- og sjómannafé-
lögunum, en hann hefur enn
ekki verið borinn upp til sam-
þykktar í félögunum sakir fjar
Lægðar og einnig hátíðarinnar,
sem er nýafstaðin.
HÆKKUÐ
HLUTATRYGGING
Samið var um kjör við línu-
veiðar, bæði á landróðrabátum
og útilegubátum, botnvörpu-
veiðar, bæði í ís og salt, svo og
síldveiðar. Verður hlutatrygg-
ingin hin sama og var á ísfirzk
um bátum áður, nema á úti-
legubátum hækkar hún úr 1700
upp í 1800 krónur, en þetta
þýðir stórfellda hækkun" í þorp
unum, því að þar -hefur hún
sums staðar ekki verið nema
1300 kr.
NÝ SAMNINGSATRIÐI
Þá eru í samningunum ýmis
smærri atriði, sem fela í sér
kjarabætur fyrir aila vestfirzka
sjómenn, og hú er í fyrsta sinn
samið um kjör við kúffiskveið-
ar, smokkfiskveiðar og hand-
færaveiðar.
SAMNINGAMENN
í samninganefnd vestfirzlrra
Frh. á 7. síðu.
Á MORGUN fer fram að til-
hlutan ríkisstjórnarinnar minn
ingarathöfn í Dómkirkjunni
um Alexandrine drottningu,
er lézt s.l. sunnudag. Athöfn-
inni verður útvarpað. Útför
drottningarinnar verður gerð í
Kaupmannahöfn á morgun.
Lögreglan f V.-Berlín
íær ekfu aö bera skof
vopn.
REUTER, borgarstjóri Vest-
ur-Berlínar, fór þess á leit við
hernámsstjóra Vesturveldanna
í Berlín, að lögreglulið Vestur-
Berlínar fengi að bera skot-
v'opn. Hernámsstjórarnir synj-
uðu beiðni Reuters, en töldu
heppilegra að gera ráðstafanir
til þess að herlið kæmi lögregl-
unni til aðsotðar ef hún þyrftl
bess með. Ástæðan fyrir beiðni
Reuters var sú. að fyrir 10 dög
um skutu rússneskir hermenn
vesturþýzkan lögreglumann á
franska hernámshluta Berlín-
ar. Atburður þessi vakti mikla
gremju í Vestur-Berlín og
fylgdi ein milljón manna hin-
um fallna lögregluþjóni til
grafar.
Oomenl álfiee dvelur á
sjölugs afmæli sínu í
Pakislan.
CLEMENT ATTLEE fyrr-
verandi forsætisráðherra Eng-
lands er sjötugur í dag. Hann
dvelur nú á afmælisdegi sín-
um í Karachi, höfuðborg Pa-
kistan, í boði stjórnarinnar. Á
morgun mun hann fara í boði
Nehrus til Nýju Delhi, en það-
an fer hann til Rangoon, þar
sem hann mun sitja Asíuþing
jafnaðarmanna.
Sfjórnarkreppan í Frakk-
landi er enn óleysf,
STJÓRNARKREPPAN í
Frakklandi var enn ólevst í
gærkveldi og hefur hún nú
staðið nokkuð á aðra viku og
hafa f.iórir stjórnmálaforingjar
gert tilraun til stjórnarmynd-
unar. Rene Mayer, formaður
róttæka flokksins, ræddi í gær
við formenn allra stjórnmála-
flokkanna um rtuðning til
stjórnarmvndunar að kommún
istum undanteknum.
Fréttir frá París í gæ^kveldi
hermdu, að lýðræðisflokkarnir
féllust nú se meir á breytingar
þær á stjórnarskránni, er Rene
Mayer hefur á stefnuskrá sinni
og er talið líklegt að honum.
takist að fá lýðræðisflokkana
til að mynda. samsteypustjórn
undir forustu sinni.
ar BJanri Ben. nú að láta sex
la vrnve
ÞAÐ er altalað í Reykja-
vík, að von sé innan skamms
á nýrri vendingu frá Bjama
Benediktssyni dómsmálaráð-
herra í áfengissölumálunum.
Muni hann nú ætla að snúa
alveg við blaðinu á nýjan
leik og auðvelda mönnum
stórum að ná sér í áfengi,
gagnstæ-ft því, sem hann
gerði í ákvörðun sinni fyrir
jólin, er liann bannaði vín-
veitingar á samkomum, tók
vínveitingaleyl'ið af Hótel
Borg og lét lögin um héraða-
bönn taka gildi.
Er sagt, að liann haíi í
liyggju að láía' vínverzlanir
verða opnar á hverju kvöldi
til kl. 12, til þess að stemma
stigu fyrir leynivínsölu í bif-
reiðum, sem -talið er að sé
mikil, og svo ætli hann að
gera annað meira: AÐ
VEITA SEX VEITINGA-
HUSUM Á LANDINU VÍN-
VEITINGALEYFI í stað Hót
el Borgar einnar. Er hald
manna, að þessi liús eigi að
fá vínveitingalevfi með lík-
um hætti og Hótel Borg áð-
ur: Hótel Borg, Sjálfstæðis-
húsið, Þjóðleikhússkjallarinn,
Tjamarcafé, Breiðfirðinga-
búð, öll í Reykjavík, og svo
Hótel KEA á Akureyri.
Það fylgir sögunni, að
þetta sé samkomulag milli
Eysteins og Bjarna í brenni-
vínsstyrjöld þeirri, sem milli
Þeirra hefur staðið um skeið.
Þegar Bjarni kom ekki fram
áfengislagafrumvarpi sinu,
hafi hann ætlað að slá tvær
flugur í einu höggi: Svara
meðferð alþingis á frumvarp
inu og knýja fram vínveit-
ingaleyfi handa Sjálfstæðis-
húsinu, enda hafi Eysteinn
verið viðmælanlegur um ný-
skipan málanna, eftir að sýnt
var, að brennivínstekjur rík-
issjóðs voru komnar í nokkra
hættu. Síðan hafi samkomu-
lagið verið það að láta nokk-
ur hús hafa vínveitingaleyfi
eftir þeirri mcginreglu, að
Sjálfstæðisflolskurinn og
Framsóknarflokkurinn skiptu
leyfunum jafnt á milli skjól-
stæðinga sinna.