Alþýðublaðið - 04.01.1953, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.01.1953, Blaðsíða 7
A U G LÝSING ACGLYSING Sökum þess að eigendur Olíufélagsins h.f. eru fjölmenu samtök og félög í landinu, sem ekki verður náð til nema á opinberum vettvangi, telur félagið sig ekki geta komizt hjá því að gera nokkra grein fyrir afstöðu sinni til þess dóms, sem kveðinn hefur verið upp vegna olíufarms þess, sem olíuskipið „Esso Memphis" flutti til landsins í ma,rzmánuði 1950. Gerir félagið þetta enda þótt því sé ljóst, að almennt kann það að vera óæskilegt, að gerð séu að umtalsefni opin'berlega mál, sem eru fyrir dómstólum landsins. En sökum blaðaskrifa og rógs um þetta mál á .félagið ekki annarra kosta völ. I. Málavextir. Olíufélagið h.f. hefur frá stofnun þess 1946 flutt inn olíur og benzín frá Esso Export Corporation í New York, en félagið sjálft og Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hafa selt þessa vöru tii innlendra aðila um land allt, svo og erlendra aðila k Kefla- víkurflugvelli. Sá háttur hefur, með samþykki innflutningsyf- irvaldanna, verið hafður á greiðslum fyrir þennan innflutning, að allar dollaratekjur fyrir s.ölu á Keflavíkurflugvelli hafa ver_ ið færðar í reikning Olíufélagsins hjá Esso Export Corporation í New York. Innflutt olía frá þessu ameríska félagi hefur síð- an verið greidd úr þessum reikningi, auk þess sem gjaldeyris- leyfi hafa verið veitt fyrir þeim upphæðup, sem skort hefur til viðbótar. Gengi íslenzkrar krónu var lækkað 19. marz 1950, Yoru þá kannaðar birgðir olíufélaganna, og breyttist olíuverð sam_ kvæmt ákvörðunum verðlagsyfirvaldanna til hækkunar 1. april. Nú hafði olíuskipið ,,Esso Memphis“ komið. til landsins 10, marz, en þar sem Olíufélagið átti ejtki dollara í reikning sín- um í New York til greiðslu á öðru en þeim hluta farmsins, , sem ætlaður var erlendum aðilum á Keflavíkurflugvelli, en olía ög benzín úr skipinu til innlendrar nótkunar voru ógreidd 19. marz, var þessi farmur ekki talinn með þeim birgðum, sem keyptar höfðu verið á eldra genginu. Olíusalan á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar ekki áhrif á verð olíu til innlendra aðila, og var því ekki um það spurt, hvort sá hluti af farmi „Esso Memphis“,. sem þangað fór, hefði verið greiddur fyrir eða eftir gengisbreytinguna. Úrskurður sá, sem Verðlagsdómur Reykjavíku kvað upp fyr- ir nokkru, virðist byggjast á því, að dómurinn telur Olíufélag. ið hafa átt dollara fyrir öllum farminum, framkvæmdastjóra félagsins því hafa gefið verðlagsyfirvöldunum rangar ppplýs- ingar og félagið hafa hagnazt ólöglega á innanlandssölú' þessa farms. Byggir dómurinn þetta á því, að Olíufélagið hafi 19. marz átt til greiðslu á umræddum farmi bæði hjá Esso Export Corp., og þá dollara, sem búið var að afhenda olíuvörur fyrir á Keflavíkurvelli fram til 19. marz, enda þótt kaupendur hefðu ekki greitt þá, og þeir því verið ókomnir í reikning Olíufélags- ins. Augljóst. má þó vera, að ekki gat félagið greitt vörur með peningum, sem því höfðu sjálfu ekki verið greiddir. í þessu sambandi skal tekið fram, að olíuvörur þær sem seldar eru á Keflavíkurflugvelli, eru aldrei greiddar við móttöku, heldur er reikningum til hvers kaupanda . safnað saman á vissum fresti, sem getur verið mismunandi eftir því hvers konar reikn- nngsviðskipti kaupandinn hefur samið um og síðan sendir vest- ur um hafi til innheimtu. Líður því að jafnaði talsverður tími frá því að varan er afhent á Keflavíkurflugvelli og þar til and- „virði hennar er komið í reikning Olíufélagsins hjá Esso Export Corporation. Verðlagsdómur telur þannig, að Olíufélagið liafi átt ,að koma til skila á ákveðnum degi gjaldeyri, sem því haíði sann. anlega ekki verið greiddur þann dag. Þó kom fram í máls- vörninni, að margir útflytjendur drógu, jafnvel svo mánuð_ um skipti, að afþeuda Landsbankanum gjaldey.ri, seni þeir höfðu afhent útflutningsvörur fyrir og íengið greiddan frá erlendum aðiljum fyrir 19. marz 1950, til þess að geta eftir þann dag fengið hann greiddan á nýju gengi. En bankinn hef- ur keypt alla gjaldeyri, sem til hans er skilað, á því kaupgeng, isverði, sem er í gildi þann dag, sem skilin fara fram, án tillits til þess, hvenær gjaldeyrisins liefur verið aflað. Vitað er einnig, að þeim kaupsýslumöhnúm, sem eignazt höfðu umboðslaun í erlendum gjaldeyri fyrir 19. marz, var ekki gert að skyldu að afreikna þau miðað. við eldra gengið. Framkvæmdastjóri Olíufélagsins taldi í marz 1950, — tel- ur enn og hefur að sinni liyggju fært fullar sannanir fyric því, að félagið hafi ekki átt erlendan gjaldeyri fyrir Öðru a£ farmi „Esso Memphis“ en því, sem fara átti til erlendra kaupenda. Annar hluti farmsins var allur ógreiddur eftir geng- isbreytinguna. Hann taldi sig þá og telur sig enn hafa gefið fullkomlega réttar upplýsingar og telur félagið á engan hátt hafa hagnazt ólöglega af sölu umrædds farms vegna gengis- brey tingarinnar. 11. Vörn Oiíufélagsins. Það er skoðun Olíufélagsins, að lögfræðingur þess hafi fyrir réttinum fært fullar sönnur á eftirfarandi höfuðatriði þessa máls: 1) Að framkvæmdastjóri félagsins hafi talið þann hiuta af farmi „Esso Memphis“, sem ætlaður var innlendum notendum, ógreiddah 19. marz 1950, og hafi eftir beztu samvizku hagað upplýsingum sínum til verðlagsyfirvaldanna eftir þeirri skoðun. 2) Að Olíufélagið skuidaði 19. marz 1950 í reikningi sínujn hjá Esso Export Corp. hærri upphæð en verðmæti þess farms „Esso Memphis“, sem seldur var innlendum notendum. Enn- fremur er það óumdeilt, að heildsöluskattur, leyfisgjald, banka_ kostnaður, verðtollur, -vörumagnstollur ög smásöluskattur fyr- ir olíu þessa voru greidd miðað við hið nýja gengi Farmurinn var þannig tollafgmddur á nýja genginu og tryggingargjöld fyrir hann voru einnig greidd á nýja genginu. 3) Að það var mjög eðlilegt, að Olíufélagið ætlaði dollara- tekjur sínar af sölu á Keflavíkurflugvelli fyrst og f-remst til greiðslu á vörurn fyrir flugvöllinn, þar sem H.Í.S. var og er samningsbundið til þess að hafa ávallt nægar birgðir af olíu og benzíni á vellinum. Auk þess hafa viðskiptin á flugvellin. um tryggt þjóðinni allmikinn gjaldeyri til kaupa á nauðsyn- legum olíum fyrir sjálfa sig, og því var mjög mikilvægt að tryggja, að þeim viðskiptum yrði haldið áfram. 4) Að áætlun Olíufélagsins um skiptingu á farmi „Esso Mem_ phis“ milli innlendra og erlendra notenda var í alla staði eðli- leg og heimil, enda var skiptingu þeirri fylgt í reyndinm. III. Hinnólöglegi hagnaður^. Niðurstöður Verðlagsdóms Reykjavíkur hafa komið Oiíufé_ laginu og Hinu íslenZka steinolíuhlutafélagi mjög á óvaxt, eins og séð verður af skýringunum hér að ofan, þar á meðal sú niðurstaða dómsins, að félögin hafi hlotið „ólöglegan gróða“ að upphæð 1.600,165 krónur. Það leiðir af því, sem hér hefur verið sagt, og ítarlegum rökstuðningi lögfræðinga félaganna fyrir réttinum, að félögin hafa engan slíkan gróða hiotið. Við réttarhöldin kom ekkert fram, sem á nokkurn hátt benti, til þess, að Olíufélagið eða H.Í.S. hefðu selt einn einasta líter af olíuvörum, ijverju nafni sem nefnast, hærra verði en leyft var með tilkynningum verðlagsyfirvaldanna, eða hækkað verð á vörum sínum, fyrr en slík hækkun var leyfð af sömu yfir_ völdum. Loks er það skoðun félagsins, að upphæðin, 1.66.165 kr. fái ekki staðist, og sýndi lögfræðingur Olíufélagsins fram á það fyrir réttinum, að hún er byggð á útreikningum, sem eru í veru- legupi atriðum rangir. IV. Málinu áfrýjað. Hér er ekki hægt að gefa neima örstutt yfirlit yfir mjög umfangsmikfð mál, en það, sem sagt hefur verið, gefur vís- bendingu um það, að Olíufélagið og Hið íslenzka steinolíuhluta. félag geta ekki sætt sig við úrskur’ð Verðlagsdóms og hafa því, svo sem framkvæmdastjórar félaganna og fyryrverandi fram- kvæmdastjóri Olíufélagsins, ekki hikað við að áfrýja honum til hæstaréttar í þeirri öruggu von, að þar fái þau leiðréttingu mála sinná. * félágið h.f Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.