Alþýðublaðið - 26.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.04.1920, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Alþýðublaðið «r ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins! Kanpið það og lesið, þá getið pið aldrei án þess rerið. spara innflutning, sem hjá verður kornist. Það fer um þjóðina sem einstaklinginn, að fjárhag hennar er hægt að bæta á tvennan hátt, spara útgjöld, þ. e. s. innflutning, og auka tekjur, þ. e. s, útflutning. Annars er það einkennilegt af Vísi, að halda nú áfram baráttu gegn innflutningsnefnd, þar sem innflutníngstálmanir eru kotnnar af sjálfu sér, og spurningin er einungis, hvort bankarnir eigi hvor S sínu horni og í samkepni hvor við annan að ráða bót á þessu, eða hvort þeir eigi að standa saman ásamt fulltrúum verzlunar- stéttarinnar, samvinnufélaganna og landsstjórnarinnar til þess að greiða þessa viðskiftaflækju. Hvers vegna vill Vísir endilega láta bankana einráða, og þannig svo að segja gefa aðalbankanum, íslandsbanka, einveldi í þessum málum? Það hefir þó nú sýnt sig átakanlega, hvernig bankanum hefir iánast stjórn viðskiftamálanna. Vísir hyggur að ekki sé sér- staklega mikiil hörgull á ávísun- um á erlenda mynt, heldur sé jafn erfitt að fá danskar krónur. Ef ritstjóri Vísis þarf á dönskum krónum að halda, þá vil ég hér með gefa honum ráð til þess að afla sér þeirra. Hann þarf ekki annað en safna saman seðl- um danska þjóðbankans og senda þá til Kaupmannahafnar. En þurfi ritstjórinn á sterlingspundum eða dolluruna að halda, þá er slík »er- lend mynt í ófáanleg. Þar er með- al annars munurinn. Það er eftirtektarverður hugs- anagrautur, sem kemur fram í þessari Vísisgrein, þar sem talað er um að vöruskömtun hefði helst komið að gagni i þessu efni. Vöru- skömtun til almennings getur al- drei orðið annað en afieiðing af snnflutningstálmunum, gerð I þeim tilgangi, að vörur þær, sem komn- asr eru inn í landið, skiftist sem jafnast niður. Ef farið er að tala nm vöruskömtun til kaupmanna frá útlöndum, kemur aftur að inn- flutningstálmunum. Vísir kemst ekki fram hjá þeim. Hítt getur venð rétt, að vöru- skömtun og hámarksverð sé ráð til þess að bæta úr kaupmannaokri, ef pví yrði þáframfylqt En óneit- anlega er til einfaidara ráð og fram- kvæmanlegra, þó að Vísir játi það aldrei að eilífu. Það ráð heitir landsverzlun. Héðinn Valdimarsson. San Remo jnnðnrinn. Khöfn 25. apríl. Afvopnun Pýzkaíands. Orðsending frá San Remo-fund- inum krefst þess, að Þýzkaland afvopni herinn og taki friðarsamn- ingana þar með til greina. Frakkar hverfí af Rínarbökkum. Frökkum er bannað að haldast við með her á Rínarbökkum. Greiðslufrestur. Hægt að veita Þjóðverjum greiðslufrest. Bandamenn og Bolsivikar. Bandamenn geta hver um sig samið frið við Bolsivíka. ýlljijóðasýmng i tille. Alþjóðasýning verður haldin f Lille, mánuðina frá maí til okto- ber. Með aðalvörunum á sýning- unni verða síld og fiskur. Er þarna gott tækifæri til að opna þessum vörum nýjan markað, því fransbir bændur þekkja varla að heitið geti þessar afurðir. Umsóknarfresturinn var að vísu útrunninn 31. jan.,. en þó er ekki vonlaust um að hægt sé enn að koma vörum á sýninguna. Væri það ilt fyrir oss, ef þarna væri um markað að ræða, að láta aðra, t. d. Norðmenn, vera eina um hituna, þar sem vér höfum að minsta kosti betri fisk á boðstólum en þeir. Er fyllilega vert að taka þetta til yfirvegunar, sérstaklega þegar markaðurinn tyrir fslenskar sjá^arafurðir hefir verið jafn afleit- ur og síðasta ár. Vill Alþýðublað- ið beina þessu til Fiskifélagsins. ef verða mætti að íslendingar gætu orðið með á sýningunni. Orói í Mexico? Khöfn 24. apríl. Slmað er frá Washington, að' herskip hafi verið send til Mexico- stranda. Fjóðverjar fá 2. atkvæðabeltl Khöfn, 25. apríl. Daily Express segir, að alþjóða- nefndin leggi til, að alt annað at- kvæðabelti (( Suðurjótlandi) renni til Þýzkalands. Óliklegt að afhending fari fram> fyr en um miðjan máí. Im áaginn og veginn. Lögbrot. Á laugardagskvöldið' var kl. 12 ók flutningabifreið ljós- laus um göturnar. Lét bifreiðar- stjórinn ekki svo mikið, að gefa viðvörunarmerki er hann fór fyrir götuhorn. Númer bifreiðarinnar sást og var skrifað niður, en f þetta sinn verður bifreiðarstjóranum slept. Komi þetta aftur fyrir, mun hann vægðarlaust kærður. Því þó> ekki hljótist slys af þessu í bráð„ getur svo farið, að slíkt komi fyrir. Og hvort sem er, er þetta algerlega óhæfllegt athæfi. 3 hestar voru nýlega seldir hér í bænum fyrir 2000 kr. hver. Samsæti var frú Brfet Bjarn- héðinsdóttur haldið í gær, f til- efni af 25 ára afmæli Kvenna- blaðsins. Um 60 konur tóku þátt f samsætinu og hétu þær hennr stuðningi sínum til þess, að hún héldi áfram utgáfu blaðsins. Eiskishipin. Á Iaugardaginn kom Geir með 90 föt lifrar (lagði aflann upp í Hafnarfirði). í gáer kom Coline með 60 lifrarföt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.