Alþýðublaðið - 13.03.1953, Qupperneq 4
t
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 13. marz 1953,
Útgefandí: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hannlbai Valdknarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð-
mundsson og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möller.
Ritstjórnarsíimar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. A£-
greiðsluslmi; 4900. Alþýðupréntsmiðjaii, Hverfisgötu 8.
Askriftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00
Hreinsanir og aftökur Au.-Evróo
eru afleiðingar af skorti og
ÞESSA dagana lítur maður
varla svo í erlent blað, að ekki
fyrirfinnist þar grein, þar sem
reynt er að skýra hinar tíðu
hreinsanir og aftökur, sem eiga
sér stað í þeim löndum, sem
komin eru undir vald kommún
ista. Og þegar maður les þessar
greinar, sem margar hverjar
varpa skýru Ijósi yfir þróunina j
innan sovétríkj asamsteypunn-
ar, getur maður varla hjá þvi'
komizt að spyrja: „Er ekki fyr-
ir hendi einhver mun einfald-
ari og raurihæfari skýring á
þessu fyrirbæri?11 Það virðist
vera með öllu ónauðsynlegt, að
draga fram sagnfræðilegar hlið
stæður, þegar ekki þarf annars
við en að athuga þær fréttir og
upplýsingar, sem daglega ber-
ast, til þess að sjá greinilega
fyrir sér
útíínurnar að víðtæku, fjár-
hagslegu öngþveiti, sem skapa
hlýtur alvarleg stjórnmála-
íeg átök. Hreinsanirnar eru
|>ví fyrst og fremst miðaðar
við það, að koma sökínni fyr-
ir allt það, sem aflaga hefur
farið, á einhverja sérstaka
aðila, um leið og þær eiga að
vera öðrum þjóðum Ijós vís-
bending um hvað þeirra bíði,
er 'dirfist að rísa gegn þeim,
sem vöidin hafa í landinu.
Að sjálfsögðu má finna ýmsar
fleiri orsakir að því kynlega
sjónarspili, sem sett hefur ver-
ið á svio að undanförnu, en að-
alorsökina hiýtur samt að
vera að finna í fjárhagslegu
öngþveiti og kreppu, sem borg
arar hins lýðfrjálsa heims hafa
Iitla athygli veitt.
Orsökin að því, að þessari
kreppu hefur ekkí verið veiít
meiri athygli hér á landi er að
sjálfsögðu sú, að hvergi á yfir-
ráðasvæðum kommúnista fyrir
finnast nú frjálsir blaðamenn,
og þess vegna er ekki hægt að
fylgjast með því, fyrir atbeina
venjulegrar fréttaþjónustu, er
gerist á bak við jnrntialdið.
Menn verða a.ð lesa á milli lín-
anna, eigi þeir að geta skapað
sér heildarmynd af bróunioni
þar, og það getur oft revnzt
örðugt viðfangs. Þó má finna
staðgóða lýsingu á ástandinu í
ákæruskjölunum, jáíningunum
og hinum opinberu yfirlýsing-
um. Svo víðtækar enx þessar
heimildir, að samkvæmt þeim
er okkur unnt. samkvæmt upp
lýsingum kommúnistanna
sjálfra, að telja eftirfarandi at-
riði óyggjandi staðreyndir:
1) Matvælaskortur gerir nú æ
meira vart við sig í þeim
Iöndum, sem áður voru tal-
in kornforðabúr Evrópu.
2) Vöruverð fer sífellt hækk-
andi, þrátt fyrir endurtekn-
ar hækkanir á verðgildi
gjaldmiðilsins.
3) Húsnæðisskorturinn veldur
hinum mestu vandræðum,
og lítið er gert í því skyni
að bæta úr honum.
4) Tilfinnanlegur skortur á
koilum og rafmagni setur
svip sinn á líf manna £ borg
um og bæjurn.
. Hver, sem skoðar undan-
farnar hreinsanir og aftökur í
-ljósi slíkra staðreynda, hlýtur
að sjá, að eðlilegar og raunhæf
ar skýringar á þeim atburðum,
sem verið hafa að gerast í Rúss
landi og leppríkjum þess og
vekja viðbjóð og hrylling í vest
rænum löndum, eru augljós-
lega fyrir hendi. Fjárhagsöng-
þveitið og skortur almennings
vekur ólgu og heift fjöldans.
Þá er úrræðið þetta gamla
gyðinsrlesra snjaHræði að finna
syndahafur og sláíra honum.
Háttsettir forustumenn kom-
múnista, sem í gær vora dáðir,
eru ákærðir í dag. Og hinn dag
inn geta beir svo dinglað í gálg
anum. Sé svo t. d. hægt. að
Ieiða að því líkur, að þeir séu
í ættir fram af gyðingaættum,
þá bví betra.
Það sefar múginn, ef hæat er
með einræðisaðstöðu ófrjálsrar
pressu að kenna þeim um mat-
vælaskortinn. okurverðið, kola
skortinn og húsnæðisleysið —
og bá er ekkert áhorfsmál að
slátra syndahafrinum — ein-
um manni eða Iieilum tug
ma-na. allt eftir því sem nauð-
syr'n krefst.
Fn viðbióð oe hrylling vekur
he<ta í vestrænv;.-.! irrC'Tiií"."’"'--
lönrlum. Og fáir eru nú svo for
.stokkaðir, að þeir segi sögurn-
ar um austrænar hreinsanir
vera rógburð og lygi.
Eídgos á Kyrrahafi.
Myndin. sem tekin var úr lofti 21. febrúar, sýnir eldgos á eynrti
Kodiah, sem er á Kyrrahafi suður af Alaska. Flugmaðurinn flaug
eins lágt og hann þorði, meðan myndin var tekin, en hún sýnir greinilega hraunið velta nið
ur fjalláhlíðarnar og ber glöggt vitni um mátt og tign náttúruaflanna, þegar eldur jarðar
losnar úr læðingi.
Fyririestur um Iplislina
Noregi í háskólanum i kvöld
Ivíir Orgland ræðir um skáld og stefnur
frá árdögum realismans til vorra tíma
IVAR ORGLAND, sendikeimari Norðmanna við Háskóla
fslands, flutti á þriðjudagskvöldið fyrra erindi sitt um norska
Ijóðlist, en síðara erindið flytur hann kl. 8,30 í kvöld í 1.
kennslustofu háskólans. Mun hann í kvöld ræða um menn og
stefnur í norskri ljóðagerð frá árdögum raunsæisstefminnai- og
allt tii vorra daga. Koma þar við sögu fle>t þau ljóðskáld Norð-
manna, sem hæst ber og geti'ð hafa sér frægð heima í Noregi
og víða úti um heim. Sum þeirra eru kunn og dáð meðal ís-
lenzkra Ijóðavina og þess því að vænta, að Reykvíkingar hag-
nýti sér þetta tækifæri til að rifja upp fyrri kynningu við þau
og fá margvislegar upplýsingar uni æviferil þeirra og vinnu-
brögð. m t» 9
Erindi Orglands á þriðju-
dagskvöldið var stórfróðlegt og
skemmtilegt. Hann ræddi um
upphaf norskrar Ijóðlistar og
rakti þróun hennar í meginat-
riðum. Meðal annars gerði hann
ágæta grein fyrir því, hvers
vegna þróun ljóðlistarinnar í
Noregi hefur orðið mjög á aðra
lund en hér á landi. Skáldin,
sem hann talaði einkum um,
voru Petter Dass, Christian
Braunman Tullin, Johan Her-
man Wessel, Jens Zetlitz,
Claus og Peter Harboe Fri-
man, Edvard Storm, Henrik
Anker Bjerregaard, Konrad
Nikolai Sehawach, Simon Ola-
us Wolff, Henrik Wergeland,
Johan Sebastian Welhaven, Ivar Orgland.
j Jörgan Moe, Map'nus Brostrup
Lanástad og Andreas Munch.
Trésmiðafélag Reykjavíkur
heldur aðalfund
sunnudaginn 15. þ m. kl. 2 e. h. í Samkomusal
M j ólkur stöðvarinnar.
Dagskrá: i
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin,
WERGELAND
OG WELHAVEN
Orgland gerði sér í lagi skil
deilunum milli Wergelands
og Welhavens og. skáldskap
þeirra hvors um. sig. Werge-
Herman Wildenvey,
lancl er frumspámaðurinn í
norskri Ijóðlist, uppreisnarmað
urinn og bardagagarpurinn,
sem vakti storma og stríð og
ruddi nýjar brautir í andlegu
lífi Norðmanna. Welhaven var
andstæðingur hans á sviði list-
arinnar, en eirsnig mierkilegt
Ijóðskáld. Orgland gaf glöggt
yfirlit þessarar sögu og greindi
mjög vel milli aukaatriðanna
og aðalatriðanna. Tókst hon-
um frábærlega, vel að gera þessu
umfangsmikla og merkilega
efni skil í ekki Isrigra máli.
SKÁLD SÍDARI TÍMA
í fyrirlestri sínum í kvöld;
mun Orgland sér í lagi ræða
um skáldskap, listastefnur og
vinnubrögð skálda síðari tíma
Þeirra meðal eru Aasmund O.
Vinje, Björnson, Henrik Ibsen,
Vilhehn Krag, Sigbjörn Obst-
felder, Nils Collett Vogt, Arne
Garborg, Blias Blix, Anders
Hovden, Per Sivle, Sven Mor-
en, Inge Krokann, Olav Aukr-
ust, Olav Nygard, Tore
Örjasæter, Henrik Rytter,
Herman Wildenvey, Arn-
ulf Överland, Olaf Bull,
Kristofer Uppdal, Rudolf Nil-
sen, Gunnar Reiss-Andersen,
Nordahl Grieg, Inger Hagerup,
Jakob Sande, Tarjei Vesaas,
Aslaug Vaa, Halldis Moren
Vesaas, Hans-Henrik Holm,
Claes Gill, Tor Jonsson og Jah
Magnus Bruheim.
Eldri skáldin í þessum hópi
nutu á sínum tíma mikilla vin- .
sælda á íslandi, og mörg snilld.
arkvæði þeirra hafa verið þýdd
á íslenzku. Yngri skáldin munu
ekki eíns kunn íslendingunr.
Meðal þeirra eru þó margir á-
hrifami'klir og glæsilegír lista-
menn, sem sett hafa svip á
andlegt líf Norðurlandaþjóða.
Ljóð sumra þeirra hafa veríð
Ibýdd á jslenzkju, einkum af
Magnúsi Ásgeirssyni. .Meðal
beirra eru Wildenvey. Över-
land, Bull, Nilsen og Nordahl
Grieg. Mörg hinna, sem ekki
eru kunn á Islandi nema ao
litlu leyti, eru þó ekld síður
nthyglisverð, svo sem Aukrusf,
Ny.sard, Upn^al, Gunnar Reiss-
Andersen, örjasæter. Sande',
Tor Jonsson og Jan-Magnus
Bruheim. Sum þeivra hafa beg-
ar augðað bókmnenntir þjóðar
sinnar að sígildum listaverkum,
önnur eru fulltrúir framtíðar-
innar i norskri Ijóðagerð.
Fyrirlestrar erlertdu sendi-
kennaranna við háskólann eru
Henrik Ibsen.
yfirleitt illa sóttir, og áheyr-
endur að hinu ágæta erindi Iv-
(Frh. á 7. síðu.) j