Tíminn - 12.07.1964, Page 3

Tíminn - 12.07.1964, Page 3
Þessi mynd er tekin á bað- strönd í Arizona af einum sól- dýrkanda og laganna ver'ði Hann: „Heyrið þér mig ungfrú, það er bannað að . . “ Hún: „Voruð þér að segja eitthvað/' Hann; „Afsakið, en ég hélt að þér . . væruð í einum þessara topplausu sundbola!“ Já, það er ýmislegt, sem leggst á bless aða lögregluna og nú hefur hún t d. fengið skipun um að ganga um baðstrendur og fjarlægja allar konur, sem vilja fylgja hinni umdeildu baðfatatízku Flest getur grínagtugum stud entum dottið í hug. Hér á mynd inni sést hvernig ærslafullir stúdentar hafa leikið styttuna af Friðrik VII, sem stendur í Sorö. Nokkrir félagar voru á rölti og langaði til að gera eitthvert grín. Þeir náðu í plastmálningu og máluðu fangaföt á kónginn. Daginn eftir gáfu stúdentarnir sig fram við yfirvöld og játuðu á sig verknaðinnn og refsingin var alger hreinsun á styttunni. Sjást tveir hinna ærslafullu vinna við að skrapa fangarend urnar af styttunni. Bandaríkjaforseta slökkva með kraftmiklum blæstri á 18 kert um á afmæliskökunni sinni, Heilmikil veizla var haldin í Hvíta húsinu í tilefni dagsins, Luci lék á als oddi og var ekki hægt að sjá á henni, að hún hefði verið í veizlu kvöldið áð ur, sem faðir hennar hélt til heiðurs forseta Costa Rica, Franicisco J. Orlich, og konu hans. Luci hefur mjög gaman af dansi og hún lét ekki fina fólkið koma í veg fyrir, að hún stigi dans í samkvæminu. Allt í einu heyrðist villt twist lag og Luci sentist um gólfið. Þá stóðst faðir hennar ekki mát ið og gekk til dóttur sinnar og steig dansinn með henni. hvaðan þessi einkennilegu hljóð kæmu. Russel taldi það sjálfsagt og dró sængina stoltur ofan af syni sínum, Nat Leroy Russel, sem hikstaði eins og tímastillt sprengja! ★ Hinn heimsfrægi söngvari Nat Russel varð áþreifanlega var við komu Krustjoffs til Danmerkur, ekki síður en aðrir þar í landi. Þegar hann einn góðviðrisdag var á gangi með nýfæddan son sinn í barna vagni, fram hjá Royal Hotel stanzaði hann allt í einu og virti fyrir sér hina mörgu vopn uðu verði, sem stóðu fyrir fram an bygginguna og á húsþökum í nágrenninu. En athygli hans dróst brátt frá þessum laganna vörðum vegna einkennilegra hljóða. sem heyrðust frá barnavagnin- um. Hann beygði sig yfir barna vagninn og stakk hendinni nið- ur í hann. Á sama augnabliki komu tveir borgaralega klædd- ir lögreglumenn til hans og tóku sér stöðu sitt hvorum meg in við vagninn. Þeir báðu leyfis að fá að líta inn í barnavagninn, og sjá Það má með sanni segja, að Margrét, prinsessa hafi „slegið í gegn“, er hún kom í fyrsta sinn á dansleik í Lundúnum, eftir að hún átti seinna barn sitt í maí s.l. Prinsessan var í mjög flegn um kjól og skrautlegum og voru fréttamenn sammála um, að hún hafi verið eins og drottn- ing í skrúða. Myndin er tekin, er Margrét gengur inn í dans- salinn. í SPEGLITIMANS Er hún, eða er hún ekki í . . Jú reyndar, hún er í einum hinna topplausu sundbola. Og þið þekkið ef til vill svipinn á þessari fagursköpuðu konu. Þetta er engin önnur en franska kvikmyndadísin og þokkagyðjan Brigitte Bardot. En með því er þó ekki allur sannleikur sagður, því að þetta er aðeins vaxmynd af henni, sem er til sýnis á vaxmynda- safni í San Francisco! Á sunnudaginn var stolið á Shannon-flugvellinum í írlandi gimsteinum að verðmæti sem svarar 12 milljónum íslenzkra króna, en þessi bíræfni þjófn aður komst ekki upp fyrr en á mánudagskvöld. Gimsteinar þessir voru óslíp aðir og komu einmitt frá Amst- erdam á föstudagskvöld til Shannon, en slípunarverkstæði í írlandi hafði tekið að sér að slípa þá. Móttakandinn vitj- aði sendingarinnar ekki strax og voru gimsteinakassarnir geymdir í vörugeymslu á flug- vellinum. Á sunudagskvöld1 kom vel- klæddur og virðulegur maður inn í vörugeymsluna og fékk verðina til þess að afhenda sér gimsteinapakkana samkvæmt „umboði“ frá slípunarverkstæð- inu. Á mánudagskvöld kom svo hinn rétti fulltrúi verkstæðis- ins og fékk þau köldu svör, að pakkinn hefði verið afhentur daginn áður. Nú hefur lögreglu stöðvum um gjörvallt írland verið gert viðvart og gífurlega umfangsmikil rannsókn hafin. Kvikmyndaleikarinn Peter Malberg leikur um þessar mund ir Franz Jósef, keisara, í mynd- inni Sumar. í Týrol, sem kvik myndaframleiðandinn Henrik Sandberg stjórnar nú töku á í Austurríki. Þegar hinn þekkti kvikmyndaleikari var í fyrsta sinn tilbúinn til leiks, eftir að hafa staðið í þriggja klukku- stunda förðun, voru allir sam- mála um, að hann líktist mjög hinum aldna keisara. Þessi staðreynd varð tilefni eftirfar andi athugasemdar Henriks Sandgerg: Er þetta nú ekki hálf ergilegt. Maður er búinn að hafa fyrir því að ráða svo dýran kvikmyndaleikara, en svo er ómögulegt að sjá nú, hver hann er. Hvikmyndaleikonan Hiannah Bjarnhof var viðstödd sýningu Kiev-ballettsins, er hann hélt sýningar í Kaupmannahöfn, áð ur en hann kom hingað til lands. Var hún þar í fylgd með hinum þekkta tízkusérfræðingi Jean Voigt, sem hafði teiknað og látið sauma nýjan kjðl handa leikkonunni, sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Kjóllinn vakti mikla athygli og í einu hléanna vatt sér bandarísk frú að tízkusérfræðingnum og sagði: En hvað þetta er falleg ur kjóll, sem konan yðar er í Hannah Bjarnhof varð fyrri til svars og sagði: „Þetta er ekki maðurinn minn, ég er móðb' hans!“ Aumingja bandaríska frúin vissi ekki hvað hún átti að segja, en hélt undrandi á brott og hefur sjálfsagt verið að velta því fyrir sér, hve furðu- lega vel hinar dönsku konur héldu sér. Á myndinni sést Luci Baines Johnson, dóttir Johnsons, T í M I N N, sunnudagur 12, júlí 1964. 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.