Tíminn - 12.07.1964, Side 7

Tíminn - 12.07.1964, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdast.ióri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson láb). Andrés Kristjánsson. Jón Heigason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Frétta stjóri- Jónas Kristjánsson Auglýsingastj • Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu. símar 18300—18305 Skril stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl. sími 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Áskriftargjald kr 90.00 á mán innan- lands. — í lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Walter Lippmann ritar um Stefna Goldwaters að búa til nýjan flokk undir göndu heiti Stefna hans gerir kynþáttavandamálíti óleysanlegt. Stutt öfganna á milli Mgrgunblaðið gat þess nýlega, að það væri skammt milli kommúnista og öfgafyllri íhaldsmanna. Þannig hafi þessir aðilar nýlega tekið höndum saman um að fella vinstri stjórn Moros á ítalíu. Það er víðar en á ítalíu, sem er skammt á milli skoð- ana öfgamanna til hægri og vinstri. - Par sem Kommúnistar ráða, segja þeir að allir and- stöðuflokkar séu neikvæðir og óþarfir. í Mbl. og Vísir getur nú að lesa daglega, að helzti stjórnarandstöðu- flokkurinn á íslandi sé óþarft niðurrifsafl. Vissulega sýnir þetta, að það er styttra á milli aftur- haldsmanna og kommúnista en margir halda. Málflutn- ingurinr, er oftast svipaður hjá báðum. Og keppikefli beggja er framar öllu öðru að losna við andstöðu og gagnrýni. Þess vegna gætu skrifin um óþarfa stjórnar- andstöðu, sem nú birtist daglega í Mbl. og Vísi, vel verið tekin upp úr stjórnarblaði í Moskvu eða Peking. Ef þessi skrif væru send mönnum einkennislaus. myndu menn áreiðanlega ekki þekkja í sundur greinar íslenzku stiórn- arblaðanna og hinna rússnesku og kínversku. Svo líkur er þessi málflutningur, •f Hvers vegna óttast þeir stjórnarandstöðuna ? Hvað veldur því, að íhaldsmönnum og kommúnistum er eins illa við stjórnarandstöðu og raun ber vitni um og stimpla hana óþarfa og skaðlega? Svarið er einfalt. Þeir geta illa komið hinum óvinsælu stefnum sínum fram, nema allri stjórnarandstöðu sé rutt úr vegi. Foringjar Sjálfstæðisflokksins eru fullir gremju yfir því, að þeir hafa ekki getað framfylgt afturhaldsstefn- unni, sem þeir tóku upp fyrir nokkrum árum, nema að takmörkuðu leyti. Þjóðin hefur ekki sætt sig við hana. Þeir kenna stjórnarandstöðunni um, að þannig hefur far- ið. Þess vegna láta þeir blöð sín hrópa: Burt með stjórn- arandstöðuna, hún er óþörf og hættuleg. Þessi hróp stafa af því, að íhaldið er búið að reyna það, að hinni ómenguðu íhaldsstefnu verður ekki komið fram í frjálsu þjóðfélagi. Þjóðin sættir sig ekki við hana. Þess vegna vill það losna við stjórnarandstöðuna. Góð auglýsing Það er ekki nýtt, að íhaldið hrópi að Framsóknar- fiokkurinn sé óþarfur flokkur. Það er bráðum 'búið að hrópa þetta i 50 ár Aldrei lét það hróna þetta meira en á seinasta kjörtímabili Uppskeran varð sú, að Framsókn- arflokkurinn bætti mjög verulega fvlgi sitt. Þjóðin skildi hróp íhaldsins. Framsóknarflokkurinn var aflið. sem það óttaðist. Því meira sem iholHíp hrón- ar, því betur munu friálslyndir kiósendur fvlkja sér um Framsóknarflokkinn. Betri auglýsingu getur hann ekki fengið. GOLDWATER öldungadeild- arþingmaður hefur alltaf haldið því fram sem grundvallaratriði að hann vildi skipta þjóðinni skýrt og greinilega með veru- legum mun á flokkunum tveim- ur. Og nú er ekki langt frá að honum ætli að takast þetta. Meirihluti kjósenda Republi- kanaflokksins eru honum að vísu andstæðir, en ekkert ann- að en pólitískt kraftaverk get- ur komið i veg fyrir að hann nái völdum í fiokknum. Takist honum að ná völdum í flokknum, er það svarinn ásetningur hans, að gera hann að algerlega nýjum flokki, sem starfi undir gamla nafninu. Flokkurinn, sem hann hefur í hyggju að móta, er alvarleg ógnun, ekki aðeins gagnvart hinum venjulegu republikön- um, heldur þjóðinni allri. HINN NÝI flokkur Goldwat- ers verður til einmitt þegar al- varlegur vandi steðjar að þjóð- inni allri út af réttindum svertingja. Ekki yerður í efa dregið, að Goldwater ætlar með framboði sínu að safna saman allri andslöðu hvítra manna. Kitchel framkvæmdastjóri Goldwaters neitaði þessu fyrir fáeinum dögum. En athafnir Goldwaters haía í þessu efni hærra en Kitchel og þeim er ætlað að yfirgnæfá örð ;hahy. ’ Goldwater áfrýjar ekki. til kyh':"1 þáttakenndarinnar á sama hátt og Wallace ríkisstjóri og hon- um geðjast áreiðanlega ekki að þeirri aðferð. En honum er það grundvallaratriði. að sam- ríkisvaldið megi ekld með neinni valdgreina sinna, hvorki framkvæmdavaldi. löggjafar- valdi né dómsvaldi. hindra rík isstjórann í Missisippi, þegar hann er að fást við svertingj- ana. Vald hinna einstöku ríkja skal haldast á þessu svæði. Fylgjendur yfirráða hinna hvítu geta ekki krafizt neins framar en þessa af frambjóð- anda við forsetakjör eða þjóð- legum flokki. AF ÞESSARI afstöðu Ieiðir mjög hættulegt ástand fyrir þjóðina. Verði Goldwater út- nefndur frambjóðandi Republi- kanaflokksins, hlýtur af því að leiða að samtök Republikana og Demokrata, sem stóðu að samþykkt mannréttindafrum- varpsins, sundrist á ný. Fram- bjóðandi republikana hefði þá ekki aðeins greitt atkvæði gegn mannréttindalögunum. heldur beinlínis lýst því yfir. að þau væru andstæð stjórnar- skránni og óframkvæmanleg. nema með því móti að grípa til aðgerða, sem tíðkast í lög regluríkjum. Ef Republikanaflokkurinn kæmist í þessa aðstöðu, gæti það haft í för með sér þær hryggilegu afleiðingar, að Gold- water tækist að gera flokkinn ófæran um að taka þátt í heið arlegu samstarfi um að franv fylgja og framkvæma þessi ákaflega viðkvæmu og erfiðu lög. Hver og einn. sem ekki vill hlýða lögunum. og sérhver ' GOLDWATER valdsmaður heima í héraði, sem ekki vill framkvæma lögin gæti þá leítað til frambjóðanda 'Reþublikanaflokksins til for- setakjörs um siðferðilegan stuðning í andstöðu sinni. LÖG, sem eru svipaðs eðlis og mannréttindalögin, krefjast fullkomins stuðnings allra stofnana þjóðfélagsins, einnig hinna pólitísku flokka. sem hafa á stefnuskrá sinni að halda uppi lögum og reglu. Kynþáttamálin eru ákaflega eldfini. í þeirri baráttu eru til þátltakendur, bæði svartir og hvítir, sem einskis svífast, beita hvaða ofbeldi sem er gagnvart öðrum og leggja sjálfa sig í hvaða hættu sem er fremur en að láta undan síga fyrir andstæðingnum. Þegar málum er þannig hátt- að, er ekki framar um neitt val að ræða. Allir þeir, sem aðhyllast mannsæmandi lausn vandans, verða að sameinast í eina órofaheild til stuðnings lögunum. Þegar búið er að sam þykkja lögin á lögmætan hátt, er ekki um neitt val að ræða. hvort hlíta skal þeim og fram- kvæma þau. Vilji svo ólíklega til, að lögin verði síðar dæmd andstæð stjórnarskránni. þá falla þau^úr gildi. Framboð Goldwaters hlýtur að setja eins konar lögmætisstimpil á ,óvirka“ andstöðu gagnvart þessum lögum, sem hann telur ,,andstæð“ stjórnarskránni, og af þeim sökum er það bein ógnun við borgaralegan frið í landinu. AUK ÞESS sem hér var sagt á undan — og þó nátengt því — hlyti fylgi við skilning Gold waters á eðli ríkjasambandsins að reynast óyfirstíganlegur tálmi við lagfæringu á efna legum erfiðleikum svertingj- anna. Þeir eru teknir að rísa upp Ýrl andmæla gegn hörm- ungum fátækraliverfanna, sem mjög margir þeirra búa í, gegn óréttinum, sem þeir eru beittir í atvinnumálum af þvi að þeir eru svartir. eða af því að þeir hafa ekki notið þjálf- unar eða kennslu vegna þess, að þeir eru svartir, og er því meinað að notfæra sér tæki- færi. sem annars stæðu þeim opin. Efalaust er um að ræða ein- hverjar óbetranlegar dreggjar, sem ekki er með neinu móti unnt að þjálfa til nvtsamra starfa En það liggur í augum uppi, að meginhluti svertingj- anna er jafn fátækur og raun ber vitni vegna þess. að þeir eru svo illa menntaðir, og þeir eru svona illa menntaðir vegna þess, að foreldrar þeirra voru jafn fátækir og raun ber vitni. RÁÐSTAFANIRNAR, sem rofið gætu þennan illvíga víta- hring. eru ekki á valdi samrík- isstjórnarinnar einnar. Það væri hrein heimska að aðhyll- ast þá skoðun. En þær ráðstaf- anir verður aldrei unnt að gera án aðstoðar samríkisstjórnar- innar og það væri jafn mikil heimska að neita því. Samkvæmt skoðunum Gold- waters er sérhver uppástunga um að leita aðstoðar samrikis- stjórnarinnar í eðli sínu röng. En samkvæmt skoðunum hans er hins vegar ekkert beinlínis rangt við það að eitthvert ríkið reynist ófært um að leysa vand- ann eða neiti beinlínis að reyna það. Það liggur því ljóst fyrir, að engin viðhlítandi lausn kyn- báttavandamálsins getur sam- rýmzt skoðunum Goldwaters öldungadeildarþingmanns. T t M I N N, sunnuöagur 12. júli 1964. — 7 i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.