Tíminn - 22.07.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.07.1964, Blaðsíða 9
í‘ BÓ-Markaskarði, 20. júli. Á Rangárbökkum var haldið í gær hestamannamót Geysis. Mótið fór skipulega fram og var mjög fjölmennt, en veðrið var óhagstætt, kalt, hvasst og hliðhallur mótvindur á hlaupa brautinni. Mótið hófst kl. 4 á sunnudag og lauk kl. 7.20. Eysteinn Ein- arsson, formaður félagsins setti mótið með ræðu, en félagsenenn riðu síðan hópreið um völlinn. Steinþór Runólfs- son á Hellu bar fyrir merki félagsins. Þá voru sýndir góðhestar og fyrst klárhestar með tölti. Bezt HESTAMáNNAMOT A RANGARBOKKUM ur var dæmdur Víglundur, grár, 17 vetra, eigandi Magnús Finn- bogason. Fékk hann silfurbik- ar frá Kaupfélaginu Þór, en hann á að vera farandbikar, nú veittur í fyrsta sinn. Þá voru sýndir alhliða ganghestar og var dæmdur beztur Jökull, leir Ijós, 7 vetra, eigandi Halldór Jónsson í Kirkjubæ. Hann haut fánastöng, farandgrip félagsins. í þriðja lagi voru sýnd ung- hross, 15 talsins. Þá hófust kappreiðarnar. Fyrst var keppt í 250 metra skeiði. Fyrstur varð Snæfaxi, rauður, átta vetra, eigandi og knapi Haldór ónsson í Kirkjubæ. Hljóp hann á 27 sek úndum. Hlaut hann bikar, gef in af Kaupfélagi Rangæinga, farandbikar, sem var veittur nú í fyrsta sinn. 250 metra folahlaup vann Faxi, rauður, sex vetra, eigandi Magnús Gunnarsson í Ártúnum, knapi Hreinn Árnason og rann hann á 20 sekúndum. 350 ihetra stökkið vann Dreyri, rauður, átta vetra, eig- andi Guðni Kristinsson í Skarði, knapi Kristinn Gunnarsson, á ☆ Myndirnar tók Ottó Eyfjörð á hestamannamótinu. Á 1 dl. mynd inni er Jökull og á 2. dt. myndinni Víglundur. Á myndinni hér fyrir neðan kemur Víkingur, Magnúsar í Ártúnum, langfyrstur í mark í 800 m. hlaupinu. 27,5 sek., sem er allgóður túmi miðað við allar aðstæður 800 metra stökk vann Víking ur, móvindóttur, tólf vetra, eig andi Magnús Gunnarsson í Ár- túnum, knapi Hreinn Árnason, á 71 sekúndu. ☆ NÝJAR ERLENDAR BÆKUR The Origins of Modern Europe 1660—1789. Höfundur: James L. White. Útgefandi: John Murray. London. Verð: 25s. 1964. Hver öld ritar söguna að nýju, viðmiðun breytist og þar af ieiðandi skoðanir manna á liðnum tíma. Timabilið seim höfundur ræðir er upphafs- tími og vaxtarbroddur nú- tíma Evrópu. Á þessu tíma- skeiði hefzt útþensla Evrópu, iðnbyltingin, gróandi kapítal- ismi, nýjar þjóðfélagskenning ar og vísindalegar rannsóknir á ýmsum fyrirbrigðum náttúr unnar. Verðlag hafði farið hækkandi frá Jyví um 1550 og fram til 1650. þá tekur verð lag nauðsynja að lækka og hækkun verður ekki fyrr en um 1750 Verðmyndunin hefur auðvitað geysileg áhrif á gang sögunnar ásamt aukinni fólks- fjölgun, og verkar hvort á ann að. Höfundur leggur áherzlu á efnahagssöguna ekki síður en á þá pólitísku. Þetta vekur at hygli á verzlunarsögu íslands á þess' tímabili. Einokunarverzl unin er mikill þáttur fslands- sögunnar. og hefur oftast verið skrifuð í tengslum við sjálf- stæðisbaráttuna, saga einokun arverzlunarinnar er mjög lit- uð pólitísku viðhorfi manna á 19. öld, það virðist svo sem Danir hafi komið hér á þessu verzlunarfyrirkomulagi aðeins til þess að gera íslendingum bölvun, samkvæmt kennslubók um og ýmsum ritucn. sem um þetta efni fjalla En málið er ekki svo einfalt erlendar verð sveiflur höfðu áhrif hérlendis eins og annars staðar, vöru vöndun var um margt áfátt hér og skuldasöfnun almenn, verzl unarmórallinn var afleitur, og áttu báðir þar sök. Sögu ein- okunarverzlunarinnar þarf að rannsaka betur en gert hefur verið, og við það mun sú hug- mynd sem almenn er hér á landi um þetta verzlunarform breytast ekki svo lítið Höfundur rekur aðdragand- ann að frönsku byltingunni og upphaf hennar, stjórnarkerfi Frakkakonunga var orðið úr- elt, auðug borgarastétt krafðist íhlutunai um stjórn landsins og 'úldi ríkjandi kerfi feigt.. Framhalo á 13 sfSu T I M I N N, miðvikudagur 22. júlí 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.