Tíminn - 22.07.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.07.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS 26 SKUGGAÞINGMAÐURINN. Meginlilutskipti Clementine í líf inu varð að vei.ta jafnvægi inn í lff mesta stjórnmálamanns okkar aldar. Án þess hefðu beztu kostir hans varla fcngið að njóta sín. En ef hún hefð!i sjálf viljað, hefði hún sjálf getað orðið þingmaður. Til þess hafði húu hæfni, reynslu og forustuhæfiieika. Eitt sinn skilgreindi hún skyldur þingmanns á þessa leið: „Fyrst og fremst á hann að gera það, sem 'hann telur rétt og nauðsynlegt. fyrir heiður og öryggi hins ástkæra fósturlands vors, eftir að hafa lit> ið á málin hlut'drægnislaust og af trúfestu. Næstæðsta skylda hans er við íbúa kjördæmis þess, sem hann er fulltrúi fyrir. Það er ekki fyrjj en nr. þrjú í röðinni, sem skyldan við flokkinn og stefnu hans kemur. Það á enginn efi að leika á um röðina í heilbrigðu þjóðfélagi, sem byggir á lýðræði. Frálslyndi og umburðarlyndi ættu að leyfast hverjum flokks- manni. Forystumenn í stjórnmái- um ættu að reyna hæfni sína til málafærslu á þinginu og ræðupöli unum á persónulegum andstæðing um, hversu rangspúnir eða ofstæk isfullir sem þeir annars kynnu að vera/‘ Við kosningasmalana í Wood- ford sagði hún, að sérhver þing- maður ætti að líta á þingið sem stað, þar sem „unnt væri að flytja þjóðinni sannleikann.“ Hún telur gagnslaust að senda menn á þing |í því eina skyni að segja það, sem I bezt lætur í eyrum þá og þá stund (ina og bera það eitt úr býtum að þóknast ríkisstjórnarsvipunni með þYÍ að hafa uppi hávær fagnaðar læti yfir hverju stjórnarfrumvarpi og ganga í gegnum atkvæðisalina, án þess einu sinni að hlusta á gagnrýni og aðfinnslur | Hún segir sama og Winston: I „Fólk talar um stofnanir þingsins [ og þingræðið. Ef þetta á að halda ; velli, gerist það ekki með því að úr kjördæmunum komi þægir, værukærir og þýlyndir þingmenn og að reynt verði að kæfa í fæð- ingu allar sjálfstæðar skoðanir." „Og Winston“ segir hún, „álítur að geti maður látið eitthvað gott I í té á sviði stjórnmálanna eigi mað ' ur að láta það ^té smátt og smátt, ! en vilji maðui®losna við eitthvað I illt, skuli maður losa sig við það | í eitt skipti fyrir öll og gæta þess að sá fái það, sem á það skilið.'1 Þegar Winston tók að sér Wood- | ford fór hún með honum og starí- aði af alefli, var stöðugt við hlið hans, þegar hann talaði og sjálf talaði hún oft á fundum hvarvetna í kjördæminu. Winston varð þingmaður fyrir tÍVoodford, þegar gamla kördæm ið hans, Eppinghlutanum af Essex var skipt í tvo hluta 1945. j Rowland Arnison sagði, er hann ' var formaður kjördæmisráðs íhaldsflokksins í Woodford: „Það er rangt að álíta að hann komist á þing sem sjálfkjörinn vegna mik- ilvægis hans sem stjórmálamanns á erlendum vettvangi. Við teljum okkur aldrei örugga um sigur fyr- irfram. Það er þessvegna, sem starf eiginkonu hans um kosning ar er honum svo mikilvægur stuðn- ingur — eins og reyndar alltaí endranær. Enginn hefur betri kunnátf.u en Winston, hvað snertir kosninga- baráttu. Enda hefur enginn núlif- andi maður verið jafnoft honum í framboði. Frá því er hann fyrst beið ósigur í aukakosingum í Old- ham 1899 hefur hann barizt í hveij um kosningum síðan og auk bess allmörgum aukakosningum Eiginkona hans hefur veitt hon um ómetanlegan stuðning í kosn- ingum. Þó að hún fylgist vel með öllum málum, er kjördæmið varða, þar sem hún skipar forsetasess í íhaldsfélagi Woodford, er hlutverk hennar mikilvægast í kosningahríð inni, þegar hún tekur persónulega þátt í öllum kosningaundirbúningi. Á síðastu árum hefur Winston ferðast um landið vítt og breitt til að aðstoða aðra frambjóðendur flokksins, en á meðan hann er fjarverandi starfar hún hér. Margir kjördæmafundir okkar hafa endáð með því að hrópað hef- ur verið þrefallt húrra fyrir Churc hill. Þá kemur hann venjulegast fram á pallinn og með breiðu brosi lætur hann hrópa enn þrefallt húrra — fyrir konu sinni.“ Winston hefur mikla trú á per- sónulegum áróðri og heimsóknum á heimili fólks, þegar líður að kosn ingum. Þegar hann hefur fullviss- að sig um. að allt áróðurskerfið er komið í góðan gang, lætur hann það, sem eftir er í hendur Clemen tine og hins harðduglega starfsliðs hennar. Á áróðursferðum ekur hann með Clementine í opnum vagni, en úr honum getur hann talað á fund- um Sjálfan kosningadaginn eru þaú alltaf spennt og eirðarlaus, afnvel þótt horfur sé á sterkum meirihluta. Eftir kosningar svara Winston og Clementine persónulega þeim þúsundum bréfa sem þau fá frá fólki setn hefur óskað þeim góðs gengis á meðan á kosningabarátt- unni stóð. Og sérstaklega gera þau sér far um að skrifa þakkarbréf til kosningastarfsmannanna, en þau bréf eru langt frá því að vera aðeins formleg viðurkenning fyrir velunnin störf. Fyndni hennar getur stundum verið allpersónuleg. Hún var heið- ursgestur í árlegu kvöldverðar- samkvæmi íhaldsflokksins í Wood- ford og þá sagði hún sem svar við skálaræðu henni til heiðurs: „Mér skilst, að þetta samkvæmi hafi verið opið, hverjum sem á annað borð kærði sig um að kaupa að- göngumiða. Og séu hér einhverjir karlar eða konur úr andstöðu- flokknum, vildi ég lýsa þeirri von minni, að þau skemmti sér jafn- vel og við gerum. Eg vona, að við kosningar muni þeir setja krossinn fyrir framan nafn — þið vitið hvers —, þó að ég náttúrlega ætti ekki að vera að kaupa atkvæði!“ Heyrzt hefur að, nokkrir Wood- ford Toryar tali af ástúð um Cle- mentine sem „skuggaþingmanninn okkar.“ Með þessu er ekki á neinn 13S hátt verið að reyna að draga fjöð ur úr hatti Winstons. Þetta er viðurkenning fyrir hið mikla starf sem hún leysir af hendí í þágu kjördæmisins. Að sjálfsögðu getur Winston ekki komið jafnoft til kjördæmis síns í Woodford eins og hann sjálf ur hefði óskað. Eftir styrjöldina, þegar hann var leiðtogi stjórnar- andstöðunnar og var ákveðinn f að ná völdum á ný, var hann önn um kafinn við flokksstarfið í Lond- on. Og þegar hann varð forsætis ráðherra var hann jafnvel enn bundnari við Westminster. Og þegar hann lagði niður störf sem forsætisráðherra fór ekki hjá því að árin hefðu haft sín áhrif á hann og það krefst mikillar líkamlegrar áreynslu að þurfa að halda ræður á fjölmennum fundum. Þessu er tekið með miklum skiln ingi í kjördæminu. Kjördæmisfull trúi hans, Barlow Wheeler herfor ingi sagði: „Þegar hann kemur hingað á fundi, leysir hann mikið og gott starf af hendi, en hann getur ekki lengur þotið úr einum staðnum í annan til að hitta fólk. Þetta kynni að vera allt í lagi fyrir einhvern annan, sem ekki er eins vel kunnur. En það gegnir öðru máli með sir Winston, þó að hann hafi náð háum aldri. Ef ég bæði ráðuneytisstjóra að koma hingað og flytja erindi um það, sem efst væri á baugi, mætti hann hrósa happi, ef meira en hundrað manns kæmu til að hlusta á hann. Þegar sir Winston kémur verð ég að taka á leigu stærsta fundarsal borgarinnar. Við getum troðið þar inn sex hundruð manns, ásamt um það bil níutíu fréttamönnum heims pressunnar, sem alltaf koma, ef ske kynni að þetta væri síðasta sinnið. Og svo standa fyrir utan önnur fimm til sex hundruð manns 43 hún eins og við sjálfa sig. — Mér ! líkar vel við Giles Conway og hon [ um geðjast einnig að mér, en ég gét ekki verið með honum, neins staðar, vegna þess að ég get ekki tekið þátt í tennis eða golfi með ! þeim. Ef það heldur áfram að rigna, geta þau kannski hvorugt gert og sýna mér þann mikla heið ur að leyfa mér að vera í návist sinni fáeinar klukkustundir . . . en það verður víst gott veður á morgun, eftir því sem veðurspá- in segir. Brett gat engu svarað. Þetta var vissulega allt rétt og satt. Nan varð utanveltu vegna hugsun arleysis annarrar manneskju — og óheilinda. Orð frá Tracy hefðu nægt — játning eða aðvörun ,og það hefði komið í veg fyrir að Nan yrði fyrir óhappinu, sem hafði eyðilagt hægri hönd hennar, Hann var að leita í huga sér eftir hughreystingarorðum, þegar Nan hélt áfram: — Ég hélt að ég fengi tækifæri til að komast undan um hríð. Hún hafði ekið bílnum inn í bílskúrinn og drap á mótornum. En hún sat kyrr og hafði vinstri hönd kreppta á stýrissveiflunni. — Eftir að þú hafðir farið til Kaliforníu og kom ið þér sæmilega fyrir ætlaði ég að bjóða sjálfri mér í heimsókn til þín í nokkrar vikur. Mömmu mundi líða ágætlega ef þau hin væru hér. Ég fór að velta því fyr- ir mér, um leið og ég heyrði að þú hefðir sótt um stöðuna, vegna þess var ég viss um að þú fengir hana. Það hefði verið tilbreyting frá þessu ömurlega lífi hér. En auðvitað hafði ég gleymt að það þýðir yfirleitt ekki að gera neinar áætlanir hér, ef þær gera ekki ráð fyrir Tracy . . . án hennar verður bókstaflega ekki neitt úr neinu. Það var skuggsýnt í bílnum og Brett sá ekki andlit systur sinnar | skýrt. En hann fylltist skyndilega ofsalegri reiði, Nan hafði alger- j lega rétt fyrir sér. Árum saman j hafði allt snúist um Tracy. Ekkert | hafði gerzt — ekki nokkur hlutur i svo hún ætti ekki sinn drjúga j þátt í. Óheppni Nans, ömurleg | endalok á ástarævintýri því, sem ! hún hafði bundið svo miklar von- : ir við, og hans eigin þolinmæði og tryggð við Tracy. Hann hafði fylgt henni eins og hlýðinn hundur þangað til hún sparkaði honum frá sér, vegna þess að hún þarfn- aðist hans ekki lengur. Mark hafði fórnað mannorði sínu og framavonum hennar vegna . . þau gátu haldið áfram í það óendan- lega. Tracy hafði spurt hann eymd arlega, hvers vegna hún hefði gifzt Mark og hann hafði látið eins og hann vissi ekki ástæðuna. Hún hafði ákveðið að krækja í Mark á því augnabliki sem hann hafði fengið glæsilegt tilboð frá Hellas, tilboð sem var miklu betra en bróöir hans gat um það leyti gert sér von'ir um að fá. Hann hafði allan tímarin vitað, hvers vegna hún hafði svo skyndi lega birt trúlofun sína og Marks sumarið fyrir fjórum árum. Hann hafði bara ekki viljað kannast við það fyrr en nú. Það var tími til kominn að hann horfðist í augu við kaldar staðreyndirnar og fengi botn í þetta. — Mér finnst það ljómandi hug mynd, Nan. Hann lagði hönd sína yfir hennar og fann hve fingur hennar voru kaldir og skjálfandi. — En ég hef betri uppástungu. Komdu með mér þangað og hjálp aðu mér að koma mér fyrir, það verður skemmtilegra fyrir okkur bæði. — Brett! Hún starði skilnings- vana á hann. — Meinarðu að . . . að þú ætlir að taka stöðuna eftir allt saman? MARGARET FERGUSON — Ég skal senda símskeyti til Háskólans á stundinni og segja já og svo panta ég flugmiða handa okkur í október. — Ég get ekki trúað þessu! Að þú hafir loksins sýnt skynsemi í þessu málum! En . . . lofar þú mér að þú hafir tekið fullnaðarákvörðun að þú látir Tracy ekki telja þér hughvarf — sama hvað hún vill eða segir? — Þetta snertir ekki Tracy á neinn hátt, þetta eru okkar ráða gerðir og þeim verður ekki breytt. Hvers vegna sitjum við hér og látum okkur verða kalt. Komdu inn! Nan var hálf óstyrk í fótunum, þegar hún steig út úr bílnum og hún greip undir hönd hans. — Ég vildi óska að þú klipir mig í handlegginn, svo að ég geti verið viss um mig er ekki að dreyma fáránlega drauma . . . En ég skil ekki . . . ? Hún nam snögg- lega staðar og i fyrsta skipti á ævinni skildi hún að það var betra að láta ekki allt flakka við Brett. Þess vegna sagði hún aðeins: — Þetta er dásamlegt. Farðu inn og sendu skeytið, áður en einhver annar hrifsar starfið frá þér! — Brett sagði hinum fréttirnar þegar þau sátu í dagstofunni eft ir tedrykkjuna. — Ég hef ákveðið að taka til- boðinu um stöðuna í Kaliforníu, sagði hann. — Og ég víl, að Nan komi með mér og hjálpi mér að koma mér fyrir. Fyrir utan lamdi regnið rúð-1 urnar og stormurinn þaut í gömlu trjánum. Tracy hugsaði með sér: Það er engu líkara en þegar sé kominn október. En svo var ekki. Margar! vikur voru eftir — vikur, sem hún varð einhvern veginn að þrauka af. Vikur með Brett hér í húsinu . .En ég óskaði svo innilega að hann tæki þessa stöðu, sagði hún við sjálfa sig. En svona margar vikur . . . Frú Sheldon rak upp fagnaðaróp, viðurkenningarorð frá Mark, áköf skipulagning frá Nan, allir töluðu hver upp í ann- an. Aðeins Tracy var utan við. Hún hnipraði sig saman í stórum hægindastólnum og vonaði að þau hin gleymdu, að hún var við stödd. — Og hvernig lízt þér á þetta, Tracy? Spurning Nans þrengdi sér inn í huga Tracyar. Röddin var greinilega ósvífin. — Ég er afskaplega glöð yfir því að hann ætlar að taka tilboð- inu, þetta ær stórkostlegt tæki- færi og ég óska þér innilega til hamingju, Brett. Brett leit á hana og hann furð- aði sig á að sjá að augu hennar ljómuðu af einlægri gleði. Hann vissi ekki við hverju hann hafði búizt, en að minnsta kosti ekki þessu. Þetta kom ekki heim og saman. Tracy vissi ekki sjálf, hve augu hennar ljómuðu þegar hún leit á Brett. Hún hafði gleymt öllu öðru en því að hann mundi fá það, sem hann hafði óskað sér — og það sem hann verðskuldaði wissulega. Hún var vör við undrun hans og sneri höfðinu undan og Brett varð enn meira hissa á viðbrögð- um hennar. Meðan hann sendi símskeytið hafði hann verið sann- færður um að það var Tracy sem með klókindum hafði látið hann hafna í fyrstu lotu , sennilega vegna þess að hún þoldi ekki þá vissu, að hann kæmist fram fyrir Mark. Illgirnislegu smákornin, sem Nan hafði sáð í hann höfðu skot- ið rótum og sprottið með ógnar- hraða, áður en honum var sjálf- um Ijóst, hvað var að gerast. En nú höfðu augu Tracyar ljómað af gleði og virtust eins og öxi hefði hoggið að rótum illgresisins. Hann fann, að Nan virti hann fyr ir sér eins og köttur gætir músar- holu og hann reis snöggt upp. — Þakka þér fyrir, Tracy, sagði hann. Svo gekk hann hröðum skrefum út úr herberginu. Um leið og hann var horfinn fór frú Sheldon að þurrka sér um augun. — Ó, hamingjan góða! Auðvit- að er það dásamlegt fyrir Brett að fá slíka stöðu, en Kalifornía er svo ósköp langt í burtu. Og ef þú ætlar að fara með honum, Nan, þá verður heldur betur einmana- legt fyrir mig hérna. Og þar við bætist . . . ja, að þetta verður í fyrstu all kostnaðarsamt fyrir Brett. Finnst þér þú geta bætt þinum útgjöldum ofan á hann. — Ég hef ekki hugsað mér að T í M I N N, miðvikudagur 22. júlí 1964. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.