Alþýðublaðið - 16.05.1953, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.05.1953, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardgainn 1G. maí 1953 Dr: Álfur Orðhengils: REYKJAVÍKURBRÉF Innan skamms hefst það stóra„keppnislandsmót“ eins og það myndi nefnt á tungu í- þróttamanna, sem pólitikusárn ir kalla kosningar til alþíngis, en óvarlega hugsandi menn keppni sjónhverfingamanna eða eitthvað þess háttar. Hefur undirbúningurinn að móti þessu þegar staðið'yfir alllang- an tíma, og má búast við því, að keppendurnir séu þegar komnir í allgóða þjálfun ef-tir atvikum, svo að gera má ráð fyrir harðri keppni. Hrns veg- ar þorum við engu að spá um það, hversu drengi'leg hún verður. Yfirleitt hættir mönnnm víð að líta ólíkum augum á and- Iega og líkamlega kepprri. Margir eru til dæmis ákveðnir ^andstæðingar hnefaleikakeppni vegna þess, hve hrottaleg hún er og ódrengileg frá iíkamlegu sjónarmiði. Þeir, sem iðka hana. eru hins vsgar á öðru máli, kalla atið göfuga varnar- íþrótt o. s. frv: Viljum við hins vegar leggja sama mat á þá landlegu hnefaleikakeppni, kosningaharáttuna svcnefndu, .munum við óhjákvæmilega komast að raun um, að sízt er sú baráttan drengilegri eða feg urri. Hinar „andlegu“ meiðing ar, ef svo mætti að orði kom- ast, eru sízt „fagurfræði1 egri“ heldur en nefbrotin og g’óðar- augun: skammirnar og - ’ívirð ingarnar sízt'verðugra t'’nmg- arform hins siðfágaða ho' "'o sa- p:--nc he’dur en kjaftshöepm og löðrungarrir. Það situr því illa á okkur að vera með einhverja vandlætingu í garð þeirra, sem iðka hina Iíkamlegu kjafts- höggaiist, á' meðan við teljum það jafnvel vegsauka, að vera þátttakandi í hinum andiegu hnefaleikum, — ko.sninga.bar- áttunni. Annars má það furðulegt heita, ,,óg þó ekki furðulegt1', eins og sumir myndu orða það, — hvað þessum tveim keppnis íþróttum svipar saman um margt. Leitin að snöggu blett- unum, að koma höggi á and- stæðinginn., þar sem hann er óvarinn, neyta þess til hins ýtr asta, að láta höggin dynja á honum, ef hann stendur höllum fs&ti, blekkja hann með stöðu?- um sýndarárásum og sæia síð- an lagi, — lama þrótt hans og sv'o frv. Jú, sannarlega er margt sameiginlegt með þess- um íþróttagreinum, hversu ó- líkar sem þær kunna að vera á yfirborðinu. En sem sagt, — keppnin er í undirbúningi og væntanlegir keppendur komnir í góða þjálf un.-------- Ðr. Álfur Orðhenffils. ÚMXMMMXIXXlí?' FRANK YERRY MilljónahölBin UXíXíMMMXíMMXíXíMXiXíXlMMMXíMXíMMMXiXiXíXíXí^lX^iXiMMJ um. Það getur vel verið. að þér standi alveg á sama um mig, -þótt ég fari frá þér. I ú mundir kannske verða kominn til Sharon, áður en vagninn, sem flytti mig burt frá þér, væri úr augsýn kominn. ... En það skaltu vita, Pride, að ég tek Cappie litlu með mér. Og pú munnt aldrei framar fá að sjá hana, allt þitt líf. Hún sá rauða flekki færast fram í kinnar hans. Og hún sá annað: Óttasvip í andlitinu. Á samri stundu vissi hún að hún hafði unnið frægan sigur. Pride stikaði yfir gólfið og tók sér stöðu andspænis henni. Cappie var' vöknuð. Hann rétti henni fingurinn og litla stúlkan greip fast um hann. Hún brosti tií föður síns. Þú myndir aldrei geta feng- ið- þig til slíks, Esther. Vita skaltu, að ég myndi gera það með köldui blóði. Annað hvort skal Cappie litla eiga föður, sem hún get- ur verið hreykin af, eða eng- an ella. Eða, bætti hún við, með dularfullu brosi á vör, kannske annan föður? Nei, nei, öskraði Pride. Einkennilegt hvílí.k tök hvítvoðungurinn hefur á þess- um stóra og sterka mann.i. Guði sé lof fyrir það. Nú hef ég þó í höndum vopn, sem bítur vel á hann. Næst skal ég beita því til þess að ganga úr skugga um, hvernig það gengur á milli Sharon og hans....... Hún komst ekki lengra. Eins og úr fjarska heyrði hún hann segja: Þú hefur þitt' fram, Esther. Eg skal þegar í fyrramálið láta gera teikningar af ýmsum nýjungum og breytingum, sem hægt er að framkvæma í Mill ville. Eg skal fylgjast með því, hvort þú lætur sitja við orðin tóm eða ekki, Pride. Pride hafði ekki augun af Cappie, þar sem hún hvíldi í örmum móðúr sinnar. Indfel- asta og fallegasta barn, sem nokkru sinni hefur verið sk-ap- að, fannst honum.......Það er meira að segja svo komið, að ég er algerlega búinn að sætta mig vði að það var ekki strák- ur. Gullið, ljómandi hárið og augun blárri en heiður himin- inn. Aldrei hefði ég getað trú- að því, enda þótt mér hefði verið sagt það, að lítið barn gæti tekið stóran og sterkan mann slíkum tökum. Aldrei á ævi minni hef ég elskað lif- andi veru eins og litlu Capp- 94. DAGUR ie. Og þó er sennilegt. að hún þekki mig ekki frá Malcolm gamla. Hann laut enn á ný ofan að barninu. Þú skalt fá það bezta af 011«, Caprice Dawson. Það allra bezta. Fínustu fötin, fal- íegasta vagninn, bezta uppeld- ið og beztu menntun. sem hægt er að öðlast í þessu landi eða öðru. Það verður enginn barnaleikur fyrir þann unga mann, sem kann að vilja eiga þig á sínum tíma, að öðlast samþykki föður þíns fyrir ráðahagnum. Þér þykir vænt u,m hana, Pride, er það ekki. Ó, Pride, strax aftur? Nú þarf ég aftur að skipta á henni. Heyrðu, kona mín. Flýttu þér.nú. Það er nokkuð, sem ég þarf að sýna þér. Eg ætla að segja Terence að hafa vagninn tilbúinn. Esther leit út um gluggann. Það var heldur kuldalegt um að litast. Það er svo kalt úti, Pride, maldaði hún í móinn. Þú getur búið hana vel. Það er þess vert, að sjá þao, sem ég ætla að sýna þér. Eg myndi j ekki vilja fara með þig út í þennan kulda, ef ekki væri sér stakt tilefni til. Gott og vel, Pride. ' Það var hlýtt í vagninum. Hann var alluir klæddur innan með skinnum af buffölum. Það voru fjórir hestar fyrir vagninum og Pride stjórnaði þeim af mikilli leikni. Þau voru komin upp í fimmtugasta stræti, fram hjá „frönsku“ í- búðinni, þar sem þau eitt sinn áttu heima. | Borgin fjarlægðist að baki j þeirra. Byggðin var farin að j strjálast. Það myndi vera ná- ! lægt áttugasta og sjöunda ! stræti, þar sem þau voru nú, landið var hér allmikið á brattann. Pride fékk Terence taumana. Hann skipaði henni að sveigja stefnuna vestur á bóginn. Pride kippti allt í einu í taumana og vagninn nam stað- ar.. Esther varð litið út um gluggann. Hún sá í skímunni marga menn að vinna. Það 'loguðu víða eldar. Mennirnir kepptust við eins og þeir ættu lífið að leysa, enda veitti þeim ekki af til þess að halda á sér hita. Þetta var á hárri hæð. Niðurundan var Hudsons flóinn. Þarna var maður mikill vexti í loðfeldi. Hann hélt á bunka af pappírsörkum í hendinni og var að tala við Alþýðublaðið Fæst .á flestum veitingastöðum bæjarins. — Kaupið blaðið um Ieið og þér fáið yður kaffi. Alþýðublaðið annan mann sennilega yfirverk [ Ktjórann. | Er þetta allt og sumt, sem þú ætlaðir að láta mig sjá? spurði hún önug. Sjáðu, manninn þarna í loð- feldinum. Hann heitir Rosini, bezti verkfræðingurinn í Bandaríkjunum og arkitekt að auki. Það er sagt, að Stewart höllin, sem hann er nýbúinn að byggja, hafi k<| tað skltnar tvær milljónir dollara. Þessi kostar að minnsta kosti finim. Hús? Höll! Ertu að byggja hús hérna? Fyrir hana. Hún á að fá allt, sem framast er bezt hægt að veita henni. En sjáðu nú til, Pride. Pabbi eftirlét okkur prýðilegasta hús. Dásamlegt hús. Hvers vegna læturðu þér ekki nægja það? Eg er ekki að hugsa um okk- ur, Esther mín. Það á að vera handa Caprice. Og það er ekki neitt venjujegt hús. Það er höll. Hvað segirðu? Höll! Já, ég sagði höll. Hvenær hefurðu heyrt talað um prin- sessu, sem ekki átti neina höll? Eg' get fullvissað þig um, að helmingurinn af þessum svo- kölluðu krýndu þjóðhöfðingjum í Evrópu, eiga ekki helminginn af því, sem ég á. Hvers vegna skyldi ég ekki byggja höll iTurna og víggirðingar, kann- ske líka vindubrýr...... Höll, hvíslaði Esther. Prides höll! Hún hló'lágt með sjálfri sér við þessa tilhugsun. Að hverju eru að hlæja? — Hvað finnst þér hlægilegt við þetta? Það ert þú sjálfu,r„sem ég er að brosa að, ekki höllin. Þú ert einmitt sú tegund manna, sem fyrst af öllu vill eiga hallir. Víggirðingar, þar sem þeir geta varizt fólkinu, sem þeir hafa svikið og prettað. Og þeir byggja þær alltaf á hernaðar- lega mikilvægum stöðum, þar sem margt er um manninn, til þess að þeir geti haldið áfram i að stela og ræna. Og að lokum rísa þeir upp, hinir undirokuðu — gera uppreisn og hrista af sér okið. Og svo deyja þeir í höllunum sínum, með ör í gegn um hjartað eða þá, að þeir eru teknir höndum og gerðir höfðinu styttri. Hvort vilt þú heldur, Pride? Heldurðu kannske að eitt- hvað þvílíkt hendi mig? Gott og vel. Þú mátt þalda það. En þér verður ekki að því. Eg er sterkur. Ekkert getur orðið mér .að grandi, nema kannske minn eiginn hroki. Það lcynni að nægja, líka. sagði Esther. . Það var að kvöldi næsta dag's, að Tim McCarthy 'steig inn í einkaskriístoíu Pride. Þú sendir hann Terence eft- ir mér, sagði ;Tim gremju- lega. Hvað viltu, mér? Það er nú sitt af hvoru, Tim. Fyrst af öllu setla ég að sýna þér þetta. Hann opnaði stóra skúffu í skrifborðinu og dró fram þykkan seðlabunka. Það voru eintómar teikningar. Hann rétti Tim þær, án þess að segja orð. Tim leit á teikningarnar. Dra-viðsáerðlr. | Fljót og góð afgreiðslt,; GUÐL. GÍSLASON, Laugavegi 83, § t£mi 81218. Smart hrautS oö snittur. Nestisnakkar. Ódýrast og bezt. Vln- 5 samlegast pantiö * íyrirvara. 5 MATBARINN 'Lækjargötu 8. Sími 80349. Slýsavamafélaga fslands S kaups flestir. Fást hjá | slysavarnadeildum um» land allt. í Rvík í hann-1 yrðaverzluninni, Banka-; strætí 6, Verzl. Gunnþór-I unnar Halldórsd. og skrif- stofu félagsins, Grófin 1. j Afgreidd i síma 4897. ■— | HeitiÖ á síysavarnaíélagie.; I Það bregst ekkí. Nýia sendl- bílastöðin h.F. hefur afgreíðslu í Bæjax- bílastöðinni í Aðalsfræti 16. Opið 7.50—22. Á sunnudögum 10—18. — Sími 1395. MihiihngarsnlöM Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Hannyrða-5 verzl. Refill, Aðalstræti 181 (áður verzl. Aug. Svend-' sen), í Verzluninni Victor, Laugavegi 33, Holts-Apó- tekí, Langholtsvegi 84, Verzl. Álfabrekku við Suð- urlandsbraut, og ÞoritetBf- búð, Snorrabraut 81. Hús og íhúðir ní ýmsum stærðum I bænum, útverfum bæj- arins og fyrir utaD bæ- inn til sölu. — Höfum einnig til sölu jarfflr, vélbáta, bifreiðir og verðbréf. Nýja fasteignasalaK. Bankastræti 7. Sími 1518 og kl. 7,30— 8,30 e. h. 81540. Undrunarsvipur breiddi sig um andlit hans. IJann horfði góða stund á þter, það fylgdu þeim ýmsar skýririgar og Tim leií ekki upp i'yrr en hánn hafði lesi’ð' þær allar. Fullkomin loftræ'stiiigar- tæki, sjúkrahús, skóli og mu,n aðarieysingjahæli. Minna mátti ekki gagn gera. Ætlarðuað láta byggja þetta allt saman, Pride. Pride, svaraði honum ekki beinlínis. Þess í stað sagði hann: Ætlarðu nú að taka upp þína fyrri vinnu, Tim Cc- Carthy? Ekki aldeilis. Það geturðu hengt þig upp á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.