Alþýðublaðið - 29.05.1953, Page 5

Alþýðublaðið - 29.05.1953, Page 5
Föstudaginn. 29, rnat 1053. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ § Svava Jónsdóltir (Bréfkafli til vinar míns vestan heiðar ' KÆRI VINUR. Mikil er trú þín, þ&gar þú segir í þínu elslkulega og kærkomna bréfi, að við roskna fólkið, sem höf- 5lim þó að iminnsta kosti staðið einhvers staðar álengcíar, ef revnt hefur verið að fylkja liði til að rétta hlut olnboga- barnanna og allra þeirra mörgu, sem í skuggunum sitja, Mjótum að geta miðlað ykkur beim ungu, sem nú eruð að stíga vonglaðir og óþreyttir fram í fyrstu víglínu, einhverri dýrmætri reynslu, eða eins og þú sjálfur segir: „Hengt þann verndargrip á okkar unga forjóst, sem ekkert illt fái grand að, hvorki árásir andstæðinga, tortryggni og misskilningur samherjanna eða vonbrigði, efi og barátta í eigin sál“. Já, gaman væri að eiga eitt- iivað af þessu tæi, en þú, sem ert svo vel að þér, hlýtur að muna, að ömmurnar eða aðrar garnlar konur lumuðu sjaldnast á miMum dýrgripum. Þeirra hlutverk var að segja sögur, og nú skal ég segja þér eina, sem ég áreiðanlega hef aldrei sagt þér áður. Ég sá hana aðeins einu sinni. Átti erindi á heimili dóttur hennar, sem þá var roskin kona. í rúmi í litlu herbergi innar af eldhúsinu, lá gömul 'kona. „Með hrukkufjöld á kaldri Ikinn og (kvalatiitring bundna önd“. Sjónin var farin, mátturinn þrotinn, minnið og rænan eins og gestir, sem koma og fara. 1 Eitt var ekki horfið. Minn- ingin um þjáningarnar, sem höfðu þrýst sér þyngst og dýpst i hugann. „Þeir voru fallegir, margir vormorgnarnir á Fjalli, þegar við Jóhannes minn bjuggum þar. En kotið er bæði rýrt og afskekkt. Þó hefði allt bjarg- azt, ef hann hefði ekki verið svo óheppinn að veikjast eitt sumarið og liggja meiri part sláttar. Við gátum sáralítið heyjað, hvernig áttum við að borga kaupamanni? En verst var þó, að við fengum sama og enga úttekt í kaupstaðnum um haustið. Þeir vissu sem var, að lítið yrði til að borga með, ef hann missti heilsuna alveg. En við vildum reyna að leita ekki sveitarinnar. þá yrði heimilið tekið upp. Þó að við sæjum fram á sultinn, vildum við reyna að vera saman og fá að hafa börnin hjá okkur. Við vissum þá ekki til fulls hvernig er að sitja yfir langsoltnum börnum. Veturinn lagðist snemma að, Jóhannes var alltaf lasínn, komst með veik- um burðum í húsin til að knepra þetta töðuhár í féð, meðan það entist. Síðan dróst hann nokkrar ferðir hi ngað og þangað um sveitma, en það var enga hjálp að ‘fá, allir VIÐ ELDHUSBORÐIÐ HIMNARRAUÐ. ! ÞESSI uppskrift er bæði ■Ijiúffeng og fljótlegt að búa foana til. 50 gr. smjörlíki. , Vz bolli sjóðandi vatn. , Vz bolli hveiti. 2 egg. Setið vatnið í pott, og smþör- líkið þar ut í. Nú er þetta hitað þangað til smjörlíkið er bráðið. Þá er hveitinu hvolft út í og ihrært af kappi þangað til þetta er hlaupið í kökk. Þetta er nú tekið aí eldinum og látið standa í 5 mínútur. Nú er eggjunum baett út í einu í einu, og hrært vel á miflli. Þatta má nú baka á ýmsa vegu: 1) Láta éina og eina mat- skeið af deiginu á vel smurða plötu. Það þarf að hafa töluvert bil milli bollanna. 2) Löguð í lengjur, svo sem cm. á foreidd og 10 á lengd á smurða plötu. 3) Allt deigið er haft í krans svo sem 3 cm. þykkan og breiðan. Þetta er nú foakað við meðal foita (375° F) í svo sem 45 mín- útur, eða þangað til engir vatnsdropar sjást utan á deig- inu. Svo þegar kökunar eru eru orðnar káldar, ern þær klofnar með beittum hníf, og fylltar annað hvort með þeyttum rjóma, og þá er gott að setja svolítið af sultu í rönd öfan á, eða með: . Súkkulaðíhlaupi: ]/ú bolli sykur. 3 msk. hveiti. Örlítið salt. 1 bolli mjólk. Vz tsk. vanilludropar. 3 msk. kakó. Vz m.sfc. smjöriíki. 1 egg eða eggjarauða. Hitið rnjólkina yfir vatns- baði. Setið fyrst kókóið og smjörlíkið út í. Þegar það er orðið vel samlagað. er sykur, hveiti og salt sett út í. Hræra vel saman. Nú er þetta látið vera yfir sjóðandi vatni í 15 mínútur og hrært í því stöðugt þangað til það byrjar að þykkna. Eggið eða eggjarauðan er þeytt dálítið og sett út. í Þetta tr haft yfir vatnsbaðinu í 3 mínútur, svo kælt og drop arnir settir út í. Ef vill, má hafa meiri hveiti, en þá verður hlaupið þykkra. vissu, að við hlutum að lenda á sveitinni, Þeim fannst ekki taka að fres.ta þvi. Þó kom fyrir, að hann fékk poka og poka sem hann mjakaði heim með hvíldum. Féð fór að hrvnja niður, liggja dautt í húsunum eða verða afvelta, þegar hann var að reyna -að láta það út. En ástandið í bæn- um var þannig, að Jóhannes fór að híma allan daginn í fjár- húsunum, hann þoldi betur sultarjarminn í ánum, en grát- inn d börnunum. En ég, hvert átti ég að flýja? Svo dreif hann sig til oddvitans einn morguninn, þegar ekkert okk- ar hafði sofnað um nóttina, og daginn eftir kom meiri hluti hreppsnefndarinnar til að ráð stafa heimilinu. Ég vonaði í lengstu lög. að ég fengi að fara á sama bæ og vngri drengur- inn yrði settur niður á, en þegar þeir sáú, að ég var ófrisk og komin nokkuð langt ó leið, var ékki vio það komandi, ég yrði svo þungur órnagi svona á mig komin. að ekki mætti íþyngja neinum .góðum“ bónda með því. Ég skammast mín fyrir að segja írá því, að ég var að hugsa um að setja mig í ána nóttina eftir að ég vissi þetta, en ég hafði alltaf heyrt, að vaniærar konur flytu upp d vatni. Þetta hefði verið tvöföld synd, en það var eins og ég gæti ekkert hugsað. Svo fórum við öll sitt á hvern bæ, ég var sett niður í Efra-Holti. Það var ríkt og mannmargt heimili, en góð- kvenndi var Helga aldrei og verður heldur ekki í gröfinni. Skömmu fyrir slátt um voríð var farið að þvo ullína. Ég var við þvælispottinn. Það var erfitt að standa vorlangan dag- iinn yfir logandi hlóðunum og draga reifin, þung af þvæli, upp á meisinn yfir pottinum. Svo fann ég seinni daginn sem ég þvoði, að ég var að taka léttasóttina. Ég bað þá eitt barnið að fara heim, og segja. að nú yrði einhver önnur að tafca við því. sem eftir væri, því. að ég væri að veikjast. En barnið kom. aftur með þau skilaboð, ’ að ég gæti komið heim, þegar ullin væri búin. en pokarnir yrðu að ráða. Við þessa kveðju brá mér svo, að það greip mig mikill hrollur, en léttasóttin hvarf og lá niðri nokkurn tíma. Síðan kom hún með margföldu afli. Þá hafði ég klárað að þvo úr öllum ullarpokunum, sem hjá mér voru. og skreið heim túnið. Ég kom'st heim á stéttina, þá lagð- ist ég á fiskasteininn, og þar fann ég, að hcfuðið fæddist. Vinnufólkið rann á hljóðin og kom rnér inn í rúm, rétt um leið og telpan fæddist. Þegar ég hafði legið í viku, fór hús- móðirin að hafa orð á því, að Framhald á 7. síðu. VIÐ tölum svo oft um tilhlökkun okkar vegna sum- arkomu.nnar og alla okkar vorþrá. Allt okkar basl og bardús verður eitthvað léttara, þegar fram á vorið kem- ur. Skapið skánar, lundin léttist og vonir, sem við viss- um ekki af, fara á kreik og strjúka út í sólskinið. Reynsla síðustu ára hefur samt kennt okkur, að ein- um_ flokki manna þyngir áberandi í sinni eftir því sem á vorið líður. Það eru vesalings unglingarnir, sem í ótta og angist em að búa sig undir Landsprófið. Mæðurnar taka eftir föngum þátt í baráttu þeirra og reyna að styrkja þá með heilnæmri fæðu, og hollum ráðum. þeg- ar svo sjálf plágan dynur yfir, fylgja þeim á hólminn góðar óskir og fyrirhænir þeirra, sem heima sitja. Er og enginn örsnauður, sem hefur það veganesti í heiman- för. En hvað hugsa svo þeir pláguðu? Fyrir stuttu síðan svaraði 14 ára borgfirzk stúlka þeirri spurninga Kall- aði hú n svar sitt Fyrrum, þegar það kom vor, þjáðist fólk af sultarhor. Erfið margra urðu spor. III var heimsins pína. Loksins tók þó landið allt að hlýna. Lax úr ánni veiddur var, víða náðust bjargirnar. Hjálp var. þegar Húfa bar, úr henni mjólkin flæddi. Fjölskyldan þá fæðu óspart snæcMi. Nú er hafin önnur öld. AIIs staðar er bókafjöld. Saddir eru hvert eitt kvöld krakkar hér á Iandi. En þá kom annar, ekki betri vandi. Fólk { skóla fer nu margt Finnst hér ólæs maður vart. Sumum finnsí þó heldur liart að „húkaó þegar vorar, því ekki verða allir prófessorar. En eftir vetrar þjark og þóf, þyngdarmál og litaróf koma rammleg reikningspróf frá Reykjavíkurmönnum. Þeir fella okkur aldeilis í hrönnum. Landspróf þetta heitir hér. Hörmulegt það sýnist mér, að dönskuprófið eftir er. OII mín fæmist vízka. Hún er ekki upp á marga fiska. I rúmínu ég húki hér. Hlufina ég samivn ber. Prófaskrekkur í mér er, á því lítt ég græði. Enda ég svo AldarháttarkvæðL V s s s s s s S! SI S' s V V s s, V V s s s s V s V V > s s s s s s s s s < s ) \ \ s s s < s \ s s s * s $ < s < s s s I s s s ÞAÐ var alveg sama hvernig hann velti þessu fyrir sér. Nið- urstaðan varð ekki önnur. Ætti hann að levsa frá skjóðunni eða halda áfram að vera svona hálf fúll og miður sín? Hann kom sér tæplega að því að segja alveg upp úr þurru: ,,Æ, elsk- an mín, ég er að verða dauðleið ur á bér“. En það var einrnitt meinið. ..Elskan hans“ hafði sannarlega farið í taugarnar á honum í seinni tíð. Hann hugsaði málið einu sinni enn og fann þá snjall ræðið. Fyrir fáum árum hafði hann kynnzt ungri stúlku. Hann sá hana fvrst á gangi einn sólskins dag. DæmaTaust gat hún verið yndisleg. Alveg eins og vorið. Hvað hann dáðist að hreinlæti hennar í klæðaiburði. Eða hárið — mjúkar. ólgandi ífoylgjur. Ssm sagt, hún var hún. Henni hafði hann aldrei gleymt. En týnd var hún, og nú skyldi haf in leit, sem eltkert yrði til spar að. Hann key_pti þetta fína „eftir rakstur", sem ilmaði svo ómót- stæðilega, og sveigurinn f hár inu var greiddur með uœ- hyggju örvæntingarínnar ura síðasta hálmstráið. Þannig íklæddur allri hinni ytri glæsimennsku og innra ör yggi hins góða málstaðar, vancl aði hann sérstaklega kveðjuat höfnina við ,.elskuna“, því að. í vinnuna varð hann að fara. ..Elskan“ varð svolítið athug ul á svip um leið og hún renndt augum. jcfir hinamjög svo þokka legu fyrirvinnu sína, en ekkt leiddi það til frekari yfirvegunn ar þann daginn. Svo leið nokk- ur tími með margvíslegum töi raunum, hvað leitina snerti, en ekki Ieit vel út með árangur- inn. ,.Elslkan“ hans, sem hafði þó alltaf staðið við gluggann, þeg'- ar hann fór og kom, var nú ekki aðeins hætt því. heldur kom. það fyrir, að hurðinni væri lokað í hærra lagi. Á fimm. ára hjúskaparafmæil inu mátti segja. að orðið værii ískyggilegt' loftslag á heimi'J- inu, en það var fyrir þann dag, sem hann keypti stóra spegil- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.