Alþýðublaðið - 30.05.1953, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.05.1953, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardaginn 30. maí 1953 Háfíðahöldm 17. júní undlrbúín fslandsgiíman fer Fram á synnudaginn UNDIRBÚNIN GSNEFND hátíðahalda 17. júní í ár er nú tekin til starfa fyrir nokkru. Nefndin óskar góðrar sam- yinnu við almenning um að gera hátíðarhöldin samboðin þjóðhátíðardegi íslendinga, með því að láta þau fara vel Og prúðmannlega fram, frá upphafi til enda. Þv’i miður skorti nokkuð á, áð svo væri, þegar dró að dagskrárlokum síðastliðið ár_ Nefndin heitir því á alla bæjarbúa og dagblöð bæjarins til stuðnings í því að Jtveða niður, nú og í framtíð- inni, alla ofdrykkju á almanna færi, þjóðhátðardaginn, 17. júní m. a. með sköpun sterks almenningsálits í þessu, efni. Einnig vill nefndin beina þeim tilmælum til húseigenda og umráðamanna lóða í bæn- um, að þeir láti hreinsa og snyrta kring um hús sín, þann ig að bærinn verði eins fagur og kostur er. Þeir foreldrar, ssem slíkt geta, ættu að gef'a börnum sinum litla ^slenzka fána úr dúk eða álíka hald- góðu efni, til að bera í skrúð göngunúim, og al'lir þeir, sem eiga íslenzkan þjóðbúning ættu að klæðast honum þenn- an 4ag. Um tilhögun hátíðarhald- anna í einstökum atriðum, er ekki hægt að segja að svo komnu, en í höfuðdráttum má gera ráð fyrir svipuðu fyrir- komu.lagi og undanfarin á‘r. í undirbúningsnefnd hátíð- arhaldapna í Reykjavík hefur bæjarráð og íþróttabandalg Reykjavíkur skipaö: Ásgeir Pétursson, Björn Vilmundar- son, Böðvar Pétursson, Þór Sandholt, sem er formaður nefndarinnar, Erlend Ó. Pét- ursson, Gísla Halldórsson, Jens Guðbjörnsson og Sigurð Magn ússon. FRANK YERBY MnijónohölHn EOP“iíiófiö Framhald af 8. síðu. Skúli Thorarensen, sem mikils má vænta af. Það, sem einkenna mu" mót þetta, er hin mikla þáttt 'ka í því. Verður bví í flestum "rein um afar hörð og skemmíileg . keppni, t. d. í 110 m. grinda- hlaupi, en í því eigast við Ragnar Lundberg og Ingi Þor- steinsson. Þess má geta, að sá fyrrnefndi varð nr. 2 í þessari grein á síðasta EM, en Ingi hef ur tekið miklum framförum og verður keppnin setmilega afar jöfn og spennandi. I dag verður keppt í þessurn greinum: Stangarstökki, spjót Icasti, 100 m. hlaupi kvenna, hástökki, 100 m. hlaupi karla, 1500 m. hlaupi, kúluvarpi, 110 m. grindahlaupi og 4x100 m. boðhlaupi. Mótið heldur áfram kl. 2,30 á morgun og verður þá m. a. keppt aftur í stangar- stökki. Kaupið ÁlþýðublaÖiÖ varpaði hann af mjög svo takmarkaðri blíðu. Það varð ekki séð af fatadruslunum, hvort þetta var piltur eða stúlka. Litli anginn var á að gizka sex ára, miðað við eðli- legan þroska, og því sennilega heldur eldra, og á það benti líka orðgnóttin í ávarpinu. •— Barnið barði hann í andlitið með krepptum hnefunum af ó- trúlegu harðfylgi miðað við líkamsvöxtinn. Hann lét það ekki á sig fá, heldur hélt sömu. leið til baka og að næsta ljóskeri. Sharori kom á eftir honum, hnjótandi í hverju sporþ Hann bar and- lit litla. barnsins upp að ljós- inui. Það var svo óhreint í fram an að lítið sást. Það hafði húfu á höfðinu. Hann ýtti við henni. Kolsvart hár féll niður um andlitið. Sharon sá strax að þetta var stúlka, munaðar- laus, einmana vesalingur eins og hún sjálf, sendur henni af sjálfum guði til umönnunar. Ó, Pride, hvíslaði hún og tók af honum barnið. Eg ætla að hafa hana hjá mér. Ekki ef hún á einhverja ætt-< ingja, mótmælti hann. Áttu foreldra, stúlka litla? spurði hann og klappaði henni á kinnina_ Stúlkan hafði náð sér að nokkru. Hún starði á þau til skiptis, stórum, brúnum aug- u.m. Áttu skyldmenni? endurtók hann. Noklcurn pabba eða mömmu? Krakkinn hrissti höfuðið. Mamma dáin, sagði hún eins og ekkert væri. Pabbi barði hana með prilci og hún dó. Svo fór hann. Eg á heima þarna, og hún benti þeim á kass'ann, liggjandi á hliðinni í húsa- sundinu. Veslings, litla barn, and- varpaði Sharon_ En nú áttu mömmu. Eg ætla að vera mamma þín. Ert þú hóra, sagði stúlkan. Það dró allan mátt úr Sharon. Hún hafði því sem næst misst barnið í götuna. Nei, nei, barn. Hún er það ekki. Af hverju heldurðu það? spurði Pride. Hún er í svo fallegum föt- um, sagði barnið_ Bara hórur geta verið í svona fallegum fötum. Nei, nei, barn, sagði Sharon blíðlega. Það eru til aðrar stúlkur, sem líka eru í falleg- um fötum .... Komdu, Pride, við skulum fá okkur vagn og koma henni heim til mín. Það ætlar ekki að ganga vel fyrir þeim að ná í vagn. Þau voru komin meir en á hálfa leið heim, áður en það tókst. Litla stúlkan horfði undr- andi í kringum sig í íbúðinni hjá Sharon. Hún hafði aldrei á ævi sinni séð annan eins í- burð. Eg hefði svo sannarlega 104. DAGUR gaman af að sjá, hvernig hún í raun og veru er, þetta barn, þegar búið er að þvo henni Sharon þurfti að skipta um vatn, þrisvar sinnum, áður en hún gat verið ánægð með þvott inn á barninu. Og þá var hárið eftir. Hversu oft, sem hún hún skipti um vatn, ætlaði það aldrei að verða vel hreint. En loksins tókst það þó. Stúlkan reyndist vera undrafögur. Hún var þeldökk, grönn, suðræn að útliti. Á líkamanu.m voru ’merki, grunn ör, alltaf tvö-og tvö saman, eins og eftir skæra odda. • Hvað í dauðanum getur þetta verið, spurði Sharon_ Og barnið hafði skýringuna á reiðum höndum. Rottur, sagði hún án þess að láta sér bregða hið minnsta. Þær bíta. Guð í himninum hjálpi mér, andvarpaði Sharon. Pride drap fingrinum undir litlu hökuna. Barnið • horfði framan í hann. Hvað heitirðu, vina mín? spurði hann. Hún svaraði greiðlega, Lilith, sagði hún. Lilith, endurtók Sharon. En yndislegt nafn. Yndisleg, lítil stúlka líka, finnst þér ekki? Sjáðu til, Shay. Eg á dálítið í henni, líka. Það var ég, sem fann hana fyrst. Og enginn myndi fetta fingur út í þótt hún þægi eitthvað af mér. Það yrði væntanlega ekki misskilið_ Hvað hefurðu í huga? spurði Sharon. Eg ætla að hjálpa þér til þess að annast hana. Að minnsta kosti kosta hana í skóla. Eg hef ekkert við það að at- hu,ga, vinur minn. Það, sem þú gerir fyrir Lilith litlu er kærleiksverk, sem guð á himn um færir þér til tekna og allt, sem við gerum gott. Já, víst hef ég' ekkert við það að at- huga. Þau skemmta sér við að sjá af hvílíkri ánægju litla stúlk- an neytti matar síns. Hún borð aði eins og hún hefði aldrei fengið mat fyrr. Loksins var hún að því er virtist búin að fá nóg, enda allt búið af disk- unum hennar og þó ekki klipið við nögl, sem á þá var látið í fyrstu. Meira, sagði hún. Sharon mátti bæta á diskinn hennar tvisvar í viðbót. Loks- ins soíriaði hún fram á borðið. Datt út af steinsofandi, fyrir- varalaust. Sharon__stóð upp og lyfti litlu, stúlkunni í faðm sinn. Hún horfði lánga stund á sofandi barnið í fangi sínu. Guði sé lof, sagði hún. Eg skal útvega þér barn- fóstru, sagði Pride. Nema þú viljir heldur hætta að hafa saumastofuna til þess að geta séð um hana sjálf. Eg skal ?neð glöðu geði sjá fyrir ykkur báðum Ne-i, Pride, það vil ég ekki. En ég hef ekkert á móti því að þú útvegir mér barnfóstru handa henni. Guð minn góður. Hvað þessi litli vesalingur hlýtur að hafa þjáðst. Yfirvöldin höfðu ekkert við það að athuga að Sharon tæki litlu stúlkuna í fóstur, og þó setti hún skýrum stöfum orðið „ógift“ á eftir nafninu sínu í umsókninni. Ástæðan var vit- anlega sú, að þau voru svo önnum kaíin við að koma fil réttra foreldra börnu.m, sem daglega fundust á víðavangi, að þeim var hin mesta fróun í að rekast á „týnt“ barn, sem ekkert þyrfti að hafa fyrir. Pride stóð við loforð sitt um að útvega Sharon barnfóstru, ekki stóð á því. Hitt var verra_ að þrjár þær fyrstu gáfust fljótlega upp við stúlkuna Jitlu. Óhemjuskapu.rinn var engu lagi l'íkur og orðbragðið slíkt, að jafnvel margreyndir sjóarar myndu hafa roðnað upp í hársrætur við að hlusta á það. Það var engu líkara, en að krakkinn hefði hið mesta yndi aí að eyðileggja: Föt fóstru sinnar reif hún og tætti hvar sem hún náði til þeirra, hárvötn og ilmsmyrsl fengu aldrei að vera í friði fyr ir henni. Eg er alveg að gefast upp, sagði Sharon við Pride og varp öndinni mæðilega. Hún er svo einkennýleg, jþetta barn. Það er engu líkara en að hún þoli ekki að maður sé góður við hana. Eins og það sárkvelji hana. Þetta lagast, sagði Pride. T'iiminn læknar hana. Vertu viss. Hann hafði á réttu að standa. Fjórða barnfóstran var þýzk maddama að nafni frú Him- pel, stór og digur og enginn viðvaningur í faginu. Hún lét sem hún heyrði ekki skamm- irnar og illyrðin í stúlkuang- anum, heldur tók hún hana í fangið, baðaði hana, mataði og klæddi og lét þá litlu, eklci komast upp með moðreyk. Það hreif. Lilith litla gafsL upp, það má næstum þvi segja að hún yrði á stuttum tíma hið hæverskasta barn, en í dimm- um, dularfullum augunum bjó eitthvað, sem eklti varð auð- veldlega ráðið í. Það var í hinum enda borg- arinnar. Lucy McCarthy sat og saumaði við ljósið frá gas lampanum. Hana verkjaði í au.gun. 'Hún þoldi svo illa að rína í þessa fíngerðu sauma. Hún reyndi að vanda sig, enda lagði Sharon mikla á- herzlu á að allt, sem hún vann, . væri fyrsta flokks. Launin j voru að visu lág, langt frá því að veca eins há og Luey Mc- Carthy hefði þurft með eins j og nú stóð á fyrir fjölskyld- | u,nni. En Lucy vissi vel, að hún ’ gat ekki búizt við að fá meira Dra-viðöerðlr. 3 Fljót og góð afgreiðsl*. | GUDL, GÍSLASON, Laugavegi 63, |5 tími 81218. Smurt brauð | oú snittur. Nestisnakkar. \ m Ódýrast og bezt. Vin- 3 samlegast pantið m@ð 5 íyxirvara. MATBARINN Lækjargotu S,. Sími 80346. • Slysavarwafélagíi filancfajj ; kaupa flestir. Fást hjá \ B | » elysavarnadeildum am! « land allt. 1 Rvík í hann- « yrðaverzluninni, Banka- j ■ stræti 6, Verzl. Gunnþór- l unnsr Halldórsd. og skrif- a • etofu félagsins, Grófin 1. j « Aígreidd 1 síma 4897. —-j ■ Heitið á slysavarnsfélKgið. j i Það bregst ekki. ■ a e Si -......-.. ..... ........ n \ Nýlasencfl- i hílastöéin tí.F. 9 • hefur afgreiðslu í Bæjar- l bilastöðinni í Aðalstræt,. ; 16. Opið 7.50—22. Á ; sunnudögum 10—18. — Í Sími 1395. j M InfifnsíðrsDloId | j Barnaspítalasjóða Hringíing? ! eru afgreidd í Hannyrða«| j verzl. Refill, Aðalstræfi IS5 j (áður verzl. Aug. Svenö- > ! sen), í Verzluninni Victor, I j Láugavegi 33, Holts-Apö- • j teki, Langholtsvegi 84,1 ! Verzll Álfabrekku við Suð-S ! urlandsbraut, og Þorstems-j; j búð, Snorr&braut 81. \Húa og íhúðir [ » . ■ ; al ýmsum stærðum *; jj bænum, útverfum bæj- ■ « arins og fyrir utan bs&-: ■ inn til sölu. — Höfum; ■ einnig til söla Jarðir, • : vélbáta, bifreiðir og: ; verðbréf. ■ ■ jj Nýja fastelgnaaal&K, ■ Bankastræti 7. ; Sími 1518 og kl. 7,30— ; ; 8,30 e. h. 81548. • .................. ■■ ■ kaup en þetta. Henni var ljóst, að Sharon gerði það ein- göngu af vináttu við hana að láta hana hafa eitthvað að gera, og hún var þakklát Shar on fyrir það. Ilún var að hugsa um Tim. Hún Lucy, um manninn sinn. Skyldi nú villta v.estrið vera búið að gleypa hann með húð og hári? Komið hafði það svo sem fyrir, að það týndist þar annað eins og einn einasti um- Ausfurbær. - Síman 6727, 1517. Sími 81991

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.