Alþýðublaðið - 14.07.1953, Blaðsíða 4
I
ALÞÝÐUBLAÐEÐ
Þriðjudagurinn 14. júlí 1S'53,
Útgefandi. Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðannaður;
| Hannlbai Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundaaon.
| fflrétta»tjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Ex>ítur Guð-
I mundsson og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möller.
|| Rltgtjómariímar: 4901 og 4902. Auglýsingasfmi: 4906. Ai-
j. greiCslusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8.
Áskiiftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00
Fasíir við ráðherrasfófana
PLOKKSÞING FRAM-
SÓKNARMANNA samþykkíi í
vetur, að núverandi ríkis-
stjórn skyldi biðjast lausnar
strax að kosningum loknum.
Síðan hefur verið gengið að
því vísu, að Steingrímur Stein-
þórsson framkvsemdi þennan
vilja flokk^þingsins, er Tím-
inn hafði kunngert þjóðinni
sem stórtíðindi. Nú er hins
vegar liðinn hálfur mánuður
síðan kosningar fóru fram, en
ríkistjórnin sýnir ekki á sér
minnsta fararsnið. Landsmenn
eru almennt farnir að trúa því,
að samþykkt flokksþings Fram-
sóknarmanna í vetur hafi að-
eins verið til að sýnast og að
áframhaldandi stjórnarsaml-
vinna hafi raunverulega verið
ákveðin að tjaldabaki löngu
áður en þjóðin gekk að kjör-
borðinu.
Hér skal enginn dómur á
það lagður, hvort þessi álykt-
un hefur við rök að styðjast
eða ekki. Hitt liggur í augum
uppi, að ríkisstjórnin ætlar
ekkert að flýta sér að fram-
kvæma það, sem flokksþing
Framsóknarmanna mælti fyrir
um. Áreiðanlega stafar það
ekki af ágreiningi, hvað hún
er þaulsætin. Þvert á móti mun
samband ráðherranna svo
náio og bróðurlegt, að þeim
finnst fráleitt að hlaupa í
sundur — til þess eins að sætt-
ast aftur. Deilumál stjórnar-
flokkanna fyrir kosningar voru
ekkert annað en láialæti. Slíkt
]á í augum uppi, þar eð þeir
höfðu aldrei ósáttir orðið á
kjörtímabilinu og ekki einu
sinni haft fyrir bví að gera
með sér málefnasamning, þeg-
ar þeir gengu til samvinnu.
Þeir létu það nægja að sam-
einast í ástinni og aðdáuninni
á gengislækkuninni eins og
öllum í minni.
Það er því hlægilegt, þegar
íhaldsblöðin hafa undanfaíið
verið að fordæma Alþýðuflokk-
inn fyrir ímyndaðan samstarfs-
vilja við Framsóknarflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
haft og hefur enn Framsóknar-
flokkinn í flatsæng hjá sér,
og þeir fást ekki einu sinni
ti lað slíta kunningskapnum,
meðan verið sé að fullnægja
sýndarsamþykkt ílokksþings
Framsóknarmanna í vetur.
íhaldið virðist því ekkert þurfa
að vera hrætt um Framsóknar-
flokkinn. Hitt er annað mál,
að samúð þessara flokka kemur
mörgum einkennilega fyrir
sjónir. En íhaldið þarf ekki að
vera með nein fíflalæti í því
sambandi. Það veit, hvernig til
stjórnarsamvinnunnar var
stofnað og hvers vegna stjórn-
arflokkarnir lafa saman.
Hinu er ekki að neita, að
Alþýðuflokkurinn teiur, nauð-
synlegt, að vinnandi stéttir í
landinu taki höndum saman,
heimti sinn rétt og ráði því,
hvaða stjórnarstefnu sé fylgt.
Það gera þær ekki nú. For-
réttindaaðilar íhaldsins ráða
lögum og lofum varðandi stefnu
og störf núverandi ríkis-
stjórnar. Þess vegna hefur hún
reynzt duglaus fyrir íólkið, en
veitt bröskurum og ævintýra-
mönnum hvers konar tækifæri
til gróðasöfnunar. Alþýðu-
flokkurinn vill binda enda á
þetta ófremdarástand. Hann
vill samvinnu fólksins við sjó
og í sveit og ríkisstjórn, sem
lítur á starf sitt sem þjónustu
við íslenzka alþýðu.
Auðvitað þarf engan að
undra það, þó að íhaldið sé
þessu andvígt. Hitt er furðu-
legt, að forustumenn Frarn-
sóknarflokksins virðast engan
hug hafa á þessari þróun. Þeir
sætta sig við samvinnuna við
íhaldið, þar liður þeim vel, og
þá er allt í stakasta lagi. En
þetta háttalag verour til þess,
að frjálslyndari hluti kjósend-
anna missir trú á Framsóknar-
flokkinn og segir skilið við
hann, en hægra fylgið samlag-
ast smám saman íhaldinu, svo
að þar verður ekki á milli
greint. Þetta er æskilegt frá
sjónarmiði íhaldsins, en hryggi-
legt öllum þeim, sem vilia
heiTbrigða umbótastjórn á ís-
landi. Auk þess er ástæða til
að ætla, að vegur Framsóknar-
flokksins vaxi naumast af þvi,
mikið að því að stinga sam-
þykktum flokksþinga sinna
ef forustumenn hans gera
undir stól af elskúíegheitum
við íhaldið.
Stjómarflokkarnir eru nú
álíka settir og strákarnir, sem
losnuðu ekki við hestana vegna
fjölkyngi Eiríks í Vogsósum.
Ráðherrarnir eru fastir við
stólana og komast ekki burt
úr þeim, þó ekki sé nema til
bráðahirgða! En bvers fjöl-
kyngi ætli valdí því, að þeir
sitja svo fastir?
Fæsi á fíesíum veitimgastöðimi bæjarms.
— Kaupið bíaðið um leið og þér fáið yður
kaffi. r;.-
Alpýðuhlaðið
»___wMwmiiig^aaRaim
Aftökuklefinn í Sing Sing fangelsinu í New York, þar sem Rosenbergshjónin voru tek:n
af lífi. Rafmagnsstóllinn sést á öðru horui myndarinnar.
Blaðað í mi n nishókinni: ;
A II Ð A
MÖRG RÖK hníga að því,
að þetta verði ókkur íslending-
um gott og frjótt sumar. Vorið
var hlýtt og milt. Grasspretta
mun ágæt um land allt, en
rigningar hafa hingað til haml
að heyöflun, þó að sláttur byrj
aði snemma, að mirmsta kosti
sunnan lands.
Loks virðist ástæða til að
ætla, að síldarvertíðin norðan
lands reyníst happasælli í ár
en raun hefur á orðið undan-
farið. Þegar hefur nokkur afli
borizt á land, og sjómenn telja
veiðihorfur vænlegar. Hins veg
ar hefur verið vandkvæðum
háð að fá menn á síldarskipin,
og einnig mun allmikið á það
skorta, að nægilega margt land
verkafólk láti starfskrafta sína
fala við þá nauðsynlegu fram-
leiðslu, sem síldariðnaðurinn
er, ef afli gefst. En úr þessu
getur enn rætzt, ef silfur hafs-
ins reynist fyrir hendi.
ÍVIisferÍí
OCRRAHRÍÐ kosninganna er
liðin hjá, úrslitin öllum kunn
og friðvænlegt um að 'Jitast í
herbúðum stjórnmálaflokk-
anna. Stríðshetjiu'nar hafa
slíðrað brandana og lagzt til
hvíldar, sem enginn veit, hvað
löng verður. Eitt hneyksli hef
ur orðið opinhert úr kosninga-
baráttunni, og er dómsmálaráðu
nsytið þar í sök. Utankjörstað-
aratkvæði hafa ekki verið
greidd með þeirri leynd, sem
til er ætlazt. Fer naumast hjá
því, að alþingi láti það mál til
Sín taka á viðeigandi hátt, þeg-
ar það sezt á rÖkstóla.
Hér er um að ræða misferli,
sem ekki verður bolað, enda
varla einleikið, að slíkt og þvi
líkt skuli koma fyrir. Mál þetta
hefur þegar verið rakið hér í
blaðinu, og er ástæðulaust við
það að bæta. Hins vegar er
ekki úr vegi að rifja upp í
þéssu sambandi skyldurækni
og starfshæfni Bjarna Bene-
diktssonar dómsmálatáðherra,
sem ber meginábyrgð á fram-
kvæmd kosninganna.
Hvers ©r sökin?
DÓMSMÁLARÁÐHERRA
varð sér úti um meðmælenda-
skrár beggja nýju flokkanna
eftir að landkjörstjórn hafði
samþykkt framhoð þeirra. Lék
grunur á, að það væri gert í
flokkspólitískum. tilgangi, enda
svo mikið vfst, að Morgunblað
ið varð margs vísara á eftir,
en sem kunnugt er hefur verið
innangengt milli Morgun-
blaðsins og áómsmáiaráðuneyt
isins undanfarin ár.
Bjarni Benediktsson hafði
þannig rnikinn hug á að skipta
sér af því, sem honum kom
ekki við varðandi framkvæmd
kosninganna. Hins vegar van-
rækti hann það, sem honum
bar skylda til að annast. Mis-
, ferli utankjörstaðaratkvæð-
anna er ótvíræð sok dómsmála-
ráðherra og sannar, hversu hon-
^ um eru mislagðar hendur sem
1 embættismanni. Enginn efast
um, að Bjarni Benediktsson sé
dómbær á skyldur sínar. En
skaplyndi hans er með þeim
hætti, að það ber vitsmunina
og verklagið ofurliði á örlaga-
stundum. Slíkt er manninum
ósjálfrátt, en auðvitað jafn-
hættulegt samfélaginu fyrir
þVí.
¥©nlsaí®t verk
MORGUNBLAÐID reynir að
kenna forstjóra ríkisprentsmiðj
unnar og starfsmönnum dóms-
málaráðuneytisins misferli ut-
ankjörstaðaratkvæðanna. Það
er vonlaust verk. Dómsmála-
ráðherra ber lögum samkvæmt
ábyrgð á framkvæmd kosninga
á íslandi. Henni' kamvir hann
ekki af sér yfir á aðra, hvað
feginn sem hann vill. Og hlut-
ur hans er því verri, þar eð
hann hefur skipt sér af því,
sem honum kemur ekki við,
en vanrækt hitt, sem hann ber
ábyrgð á.
Vitsmunavarur MorgunbJaðs
ins reyna að gera lítið úr því,
að Alþýðuiblaðið kvarti yfir
slæmum pappír i utankjör-
staðaratkvæðuuum. Þó er það
ljósmynduð staðrevnd að ut
ankjörstaðaratkvæðin brjóta í
bága við skýlaus akvæði kosn
ingalaganna. Þetta ætti Bjarni
Benediktsson að sjá og viður-
kenna. Annars er ástæða til
að ætla, að hann sé enn þá
gallaðri en pappírinn.
>gl
ÁRSÞING ÍSÍ á dögunum
fjallaði um samskipti vamar-
liðsins og .íþróttahreyfingar-
innar og gerði í því efni álykt-
un, sem er sannkallað þing-
hneyksli. Fyrir samkomunni
lá hógvær tillaga, er kvað svo
á, að fullrar varúðar beri að
gæta í samskiptum íþróttafé-
laga við varnarliðið. Tillaga
þessi var auðvitað van en elcki
of. Ársþingið átti að fordæma
öll samskipti íþróttafélaganna
og varnarliðsins. Það var að
ganga hreint til verks og
halda uppi nauðsynlegum aga.
En raunin varð sllt önnur.
Þessi sjálfsögðu tilmæli þóttu
ástæðulaus og ótímabær! Sam
þykkt var dagskráríillaga, þar
sem segir, að sömu reglur skuli
gilda um keppni við íþrótta-
menn í varnarliðinu og aðra
erlenda íþróttamenn!
Slík var afgreiðsla ársþings-
ins á þessu stórmáli. Végur
íþróttahreyfingarinnar hefur
sannarlega ekki vaxið af þeirri
frammistöðu — og var þó ekki
vanþörf á.
Er ekki hægt
UM ÞETTA MÁL mætti
margt segja. Afgreiðsla árs-
þingsins er með endemum.
íþróttahreyfingin getur ekki
litið hermennina í varnarlið-
inu sömu augum og erlenda
íþróttamenn, þó að þeir gefi
kost á því að hlaupa, stökkva,
kasta eða synda. Þess vegna
hefur það mælzt illa fyrir, að
íslenzk íþróttafélög skuli hafa
efnt til keppni við menn úr
varnarliðinu. Við getum keppt
víð eríenda hermenn, sem
koma hingað í skyndihéim-
sókn, en ekki við setulið, sem
, íslendingum stafar þjóðernis-
leg og menningarleg hætta af.
I Þess vegna er ekki hægt að
■ hafa þá afstöðu, sem ársþing
IÍSÍ hefur hér markað.
j Forráðamenn ÍSÍ eru bein-
, línis að stuðla að samskiptum
íþróttalireyfingarinnar og vam
arliðsins. En slíkt er að svikja
þann íslenzka æskublóma, sem
þeim hefur verið trúað fyrir.
Oddvitum ÍSÍ dettur nauma'st
í hug, að þeir séu að vinna ís-
lenzkri fþróttalrreyfingu gagn
með umræddri afstöðu si'nni.
Þeir láta hins vegar stjórhast
af ímyndaðri tillitssemi við
varnaríiðið. Þá skortir íslehzkt
stolt og íslenzka ábyrgðartil-
finningu. Annars er ekki; við
því að búast, að núverandi
ráðamenn ÍSÍ haldi uppi aga
út á við. Þeir hafa ekki aga
á sjálfum sér eða þeim, sem
þeir eru yfir settir. Þess vegna
er íðlenzk íþróttahreyfing í
öldudal um þessar mundir. Sá
öldudalur er fyrst og fremst
álitsleysi forustumanna íþrótta
hreyfingarinnar. Þeir láta
merkið dragast við jörðu í
stað þess að hefja það hátt á
loft. Þannig eru blettirnir til
komnir.
Skuggi- s vestri
ROSENBERGSH JÓNIN voru
tekin af lífi í rafmagnsstóln-
um í Sing Sing aðfaranótt 20.
Framhald a 7. síðiu. :