Alþýðublaðið - 21.07.1953, Page 6

Alþýðublaðið - 21.07.1953, Page 6
6 ALÞÝÐUBLABIÐ Þriðjudagurinn 21. júlí 1953 Ritstj'óri sæll. jSTtjl er nóg að gera í sveitinni, og við sjóinn líka, eftir þeim fregnum að dæma, sem af síld- veiðunum berast. Grasár og síldarár, — gott ár það. Ég man e'kki eftir annarri eins sprettu hjá mér,. síðast liðin tuttugu til þrjátíu árin. Allt grasi vafið upp undir kletta. Það er leiðinlegt að hafa ekki öliu í garð. Og til hvers væri mannafla til að korna því grasi það raunar, þegar engin er sauðkindin, og ekki étur trakt- orsskrattinn hey! Það er tún- gresið og beljurnar ,sem allt veltur á; maður lítur ekki við þéttgrónu vallendi frammi í dal botnum; slær kannski smáskák ir af engjunum, svona í nánd við túnfótinn. Þetta er ekkert búskaparlag, segi ég nú. Ég heyri að enn eigi að fara að efna til meygripasýningar þar syðra, og eigi nú að fara að sníða þeim skipulag eftir hrúta og nautgripasýningum; þannig að sýningar fari fram um allt land, og síðan verði öllum verð launagripunum safnað saman á einn stað, og valmn einn úr- valsmeygripur úr öllum hópn- um. Jú, mér líkar þetta. Mey- gripasýningar geri ég ráð fyr- ir að verði vel sóttar. En sein heppnir gerast nú vorir stjórn málamenn, er þeir létu sér slíka hugmynd úr greipum ganga; það væri ekki ónýtt fvrir frambjóðendur að efna til meygripasýninga i sar bandi við framboðsfundi. Gr *i það snarað innflutning erleir’ra að- dráttarafla, og þar með gjald- evri. En sleppum því. Svo á að senda úrvalsmeygripinn á gripa sýningu erlendiö, og gæti þetta, ef vel tækist til, orðið upphaf að meygripaútflutningi héðan. Er gott til þess að hugsa; það gæti svo sem lagað verzlunar- jöfnuðinn. auk þess sem bað vrði landkynning og allt það. Nú verður bara að gera ráð- stafanir til þess að sá útflutn- ingur fari skipulega fram, og ekki verði um undirboð að ræða, eins og með karfaflökin. Er því um tvennt að gera, t— fela SÍS útflutninginn. eða stofna nýtt sölusamlag, SÍM •— Sölusamlag íslenzkra meygripa Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. Aualýsið í ENGINN getur skilið né met ið rétt, hver áhrif hún haf ði! á okkur þessi kona, sem köll- uð var Brandon, nema hann viti, hvernig við vorum, þekki eitthvað til okkar. Og þó er mér um og ó að lýsa fyrir ykk- ur, hvernig við vorum. Ég kynni svo auðveldlega að vera misskilin. Ég ætlast ekki til þess af ykkur, að þið álítið mig hafa dáðst að henni, því hún var óguðleg. Ég ætlast ekki einu sinni til þess af ykkur, að þið álítið að mér hafi svo mikið sem eitt einasta augnablik fall ið hún vel í geð. Hins vegar langar mig til þess að þið trúið því, að viðbrögð okkar, þegar henni skaut upp í tilveru okk- ar, voru þau ein, sem örlögin höfðu ákvarðað okkur. Eða hljómar það kannske heldur há- tíðlega hjá mér? Rétt eins og ég álíti okkur svo þýðingar- miklar persónur, að örlögin, eða máske forsjónin sjálf, hafi farið að ómaka sig við að senda okkur hana. Og þá er ég komin að því aftur, sem ég áðan drap á, að hvorugt getur trúlegt kal'last í ykkar augum, nema að þið kynnist okkur fyrst, og kynn- ist okkur vel. Hvort ég verð bá misskilin eða ekki, það fer sem fara vill.: Þið komizt hvort sem er aldrei til fulls skilnings á þessu, nema ég hætti á að kynna okkur fyr- ir vkkur. Ég held ég byrji á því að segja ykkur frá henni Laurel frænku. Laurel frænka var á fimmtugsaldri, þegar hér er komið sögu. Hún var há og grönn kona, ákaflega góðleg og j geðug kona. Hún gegndi hús- móðurstörfunum á heimilinu hjá okkur, þar sem mamma dó, þegar ég fæddist. Móðir mín er sögð hafa verið mjög fögur ’: kona. Allar mæður, sem deyja I ungar, devja fallegar. Ég held nú samt, að bað séu bara munn mæli. Eða kannski samantekin kænskubrögð. Það barn, sem ekki hefur séð móður sína, hef ur farið á mis við að siá þá guðdómlegustu veru, sem anda dregur, og verður að láta sér nægja að sjá í þess stað mynd- ina af henni, — í bezta falli. Laurel frænka var , ógift. Einu sinni var hún trúlofuð ungum manni frá Boston. Fyrir þeim lék alllt í lyndi. Það var ást, fegurð, auðæfi og fullt sam þykki beggja foreldra. En þá var það daginn áður en foreldr ar unga mannstins ætluðu að leggja af stað til veizlunnar í New York, að sonur þeirra, sem dvaldi bjá peim síðustu dagana, hinn tilvonandi brúð- gumi, fór einn út á báti — og drukknaði. Ég vona. að það verði ekki skilið sem hnjóðsyrði um and- lega heilsu Laurel frænku þótt ég segi, að hún hafi orðið vit- stola af sorg. Hún gaf sig sorg inni á vald í svo ríkum mæli, að næstum því dró hana til dauða. — Það var aðeins vegna meðfæddrar, líkámlegr- ar hreysti að sorg her.nar linnti um síðir. Og sá tími kom, að hinn ungi maður, sem drukkn- aði, var ekki lengirr eingöngu syrgður, heldur líka dáður og minning hans í heiðri höfð af allt annarri og hamingjusam- ari stúlku. Það gengu sögur af brúð- kaupskjólnum hennar Laurel frænku. Já, það er alveg satt, að hún geymdi hann allt- af. Hann var undurfagur. Öld- ungis óviðjafnanlegur. . Hvað ætlaði hún að gera við hann? Brenna hann í dagstofuofnin- um? Gefa einhverjum hann. Það er ekki á færi annarra en auðmanna að klæðast slíkum flíkum þótt á gif tingardaginn sé. Sú er heldur ekki til í kunningja- og vinahcpi Laurel frænku, sem ekki myndi — og það af góðri og gildri ástæðu — hreint og beint svitna af til- hugsuninni um að eiga að bera slíkan kjól á brúðkaupsdaginn sinn. Það er ekki satt, að í svefn- herberginu hennar Laurel frænku hafi staðið útstoppuð eftirlí'king af kvenmanni í fullri líkamstærð, jkl'ædd brúð kaupskjólnum fræga. Það er heldur ekki satt., a'ð hún hafi farið í hann einu sinni á ári hverju, það er að segja mánað- ardaginn, sem brúðkaupið átti að fara fram. Kjóllinn var allt af geymdur í járnsleginni kistu í geymslunni hjá okkur. Ég veit í rauninni . ekki hvers vegna Laurel frænka vildi aldrei farga honum. Ekki var hún að geyma hann handa mér. Vit- anlega vissi hún að ég myndi aldrei giftast. Hann Powell, bróðir Laurel frænku, það var hann pabbi minn. Ég kallaði hann alltaf skírnarnafninu. Ég veit ekki hvernig á því stendur. Náttúr- lega hafa það í upohafi verið hreinir duttlungar úr mér, síð- ar algerður ávani, Powell var lögfræðingur. í þá daga var hann í raun og veru lögfræðingurinn, því vissu lega var hann langmest met- inn allra þeirra, sem fengust við málfærslustörf í Allri New York-borg. En Powell tók ekki Iengur þátt í opinberu lífi, þrátt fyrir glæsileik og sjald- gæfan frama sem embættismað ur. Eins og ég áðan sagði, þá dó mamma mín, þegar ég fædd ist. Powell hafði u.nnað konu sinni hugástum og víst var þetta áfall hryggilegt. Þó minn ist ég þess sem barn. að sjá í svip hans slíka hyldýpishryggð, að langtum dýpri hlýtur að vera heldur en yfir konumiss- inum. Enda hlýtur það að vera hámark óréttlætisins að svipta hann slíkri konu, sem hún mamma var, en láta hann halda mér. Hann varð ástfanginn á nýi- an leik, þegar ég var tveggja ára. Eftir því sem ég hef kom- izt næst, þá mun stúlkan hafa verið indæl stúlka, töfrandi fögur og ástfangin af Powell. Hún. var dóttir ríkra hjóna og hinn ákveðni brúökaupsdagur náleaðist. Hann kom einu sinni með hana heim til okkar til þess að sýna henni börnin sín. Mér hef Dra-vl%er<5Ire Fljót og góð afgreiðsla. g GUÐL. GÍSLASON, Laugavegl 83, ' dmi 81218. ur verið sagt, að hún hafi áð- ur séð hann Brett, bróður minn, og dáðst að gjörvuleik hans. Hann var þá fimm ára gamall. Mig hafði hún hins vegar ekki séð. Var það vegna þess að ég hafði verið of ung til þess að geta hafa verið á fótum, þegar hún sá hann Brett? Eða hafði Powell af á- settu ráði .... ég veit það ekki, og mun ekki vita. Hvers vegna skyldi ég þá vera að. brjóta heilann um það? Það eitt veit ég, að þetta kvöld sá hún mig í fyrsta skipti. Eftir að slitnaði upp úr þess ari trúlofun, hætti Powell að koma fram opinberlega. Hann sagði sig lika úr klúbbunum sínum. En hann hélt samt á- fram að starfa sem lögíræðing- ur, og ég get fu’.lvissað ykk- ur urn, að heimilislífið hjá okk ur var indælt og andrúmsloftið sérlega andlega heilnæmt. Powell var algerlega heilbrigð .ur á sálinni. Hins vegar virt- ist svo, sem hann vildi ekki að ástæðulausu hætta á að verða fyrir meiri sorgum en þegar var orðið, og drægi sig þess vegna í hlé. Og nú er komið að því, sem ég hef óttazt svo mjög. Kannski ég geti annars dregið dálítið að segja ykkur það. Kannski ég segi ykkur fyrst um hann bróð ur minn, hann Brett. Eða að ég læt það bara boma strax. Þá það. Ég er kölluð Elizabeth og ég er krypplingur. Og ég fékk ekki eðlilega Hkamshæð og það er ekki til neinn lækn- ir nokkurs staðar sem nokkuð getur gert fyrir mig. Svona þá. Nú get ég líka sagt ykkur frá honum Brett. Undurfagur var hann, dásam- Iegur piltur í einu og ölhz og allra yndi, sem kynntust hon- um. Hann var rauðhærður. Ekki þetta stífa, grófa, rauð- gula hár, heldur rauðjarpt og frekar dökkt, nema þegar sól- in skeið á það. Þá var eins og það væri eldur inni í því. Hann var hár og beinvaxinn og a-llt- af svo kátur. Brett,, elsku bróð ir minn. Hve ég dáði fegurð þína og stýrk! Þegar stríðið kom, þá gerði Powell sér strax ljóst. að Brett yrði að fara. Ungir menn eins og Brett verða allí.af að fara, þegar það kemur sfríð. Pow- ell stóð í miklum bréfaskrift- um við herstjórnina um það, hvert Brett yrði sendur. Vildi fá að ráða einhverju um það. En áður en nokkur endir yrði á þær rökræður bundinn, þá fór Brett. Hann mnritaðist: Lengi vel fengum við bréf frá honum reglulega, en svo hætti hann að skrifa og svo kom loks ins orðsending frá hermála- ráðuneytinu. Brett var dáinn, sögðu þeir. Hafði fallið við Fredericksburg. Og af því að við þoldum náttúi-lega ekki svona fréttir án allra skýringa og kröfðumst þeirra, þá feng- um við aðra orðsendingu. Nei, við skyldum bíða. Kannski væri hann ekki dáinn. Hans væri saknað. Hann er í sjúkra húsi. Hvaða sjúkrahúsi. Við vit um það ekki með vissu. Frétt- Smisrt oé snittur. Nestisiöakkar* ódýrast og bezt. Ytn- samlegast pantið mal fyrirvara, ISATBAKINN Lrekjargðte Sími 8034§o 3 ' Slysavamaféiagíi fslanásí ■ kaupa flestir. Fást bjá'! » slysavarnadeildum sm \ l íand ®Ilt. í Rvík í hann- " yrðaverzluninni, Banka-1 3 itræti 8, Verzl. Gunnþór- ; l unnar Halldórsd. og skrif- * stofu félagsins, Grófin 1.; ! Afgreidd í símís 4887. - ó HeitiO á slysavarnalélsgiS. j l Þa8 bregst ekki. u m s , . .. , , . t. — I Nýla sencfl- 1 bllastöðin h.f. \ Í hefur afgreiðslu í Bæjai*« * bílastöðinni í ASalsiyssti! 16. Opið 7.50—22. Áj t sunnudögum 10—18. —; i Sími 1395. i I Barnaspíta'iasjóðs Hringsiagí ! eru algreidd í H,annyrSit>| ; verzl, Refill, Aðalstræti ÍJ| I (áður verzl. Aug. Sventf- I sen), í Verzluninni Victor, Í Laugavegi 33, Holts-Ápð- ; teki, Langholtsvegi 84, _ ! Verzl. Álfabrekku víð SuB-S ; urlandsbraut, og ’XS-; ; búð, Snorrabraut 81. \ S ®f ýmsum stærðœs § - » bænum, útverfum feæj*’ 5 ■ arins og íyrir utan feæ-i l ínn til gölu. —■ HÖfam* « einníg til sölts jarðir, 3 3 vélbáta, feifreiðir og I ; verðbréf. * a tí ■ Nýja fasteignaial.au, * \ Bankastræti 7. ; Sínai 1518 og kl. 7,30— | | 8,30 e. h. 81546, | a ■ ■« , mmm m » >• a a m •> a »*'rireH'«i53SS!aa! irnar, sem ráðuneytið fær, eru svo ruglingslegar, sögðu þeir. En við gerum okkar bezta, bættu þeir við .... Powell lét bréfura rigna yíir höífuðborgina, hann skrifaði Lincoln sjálfum og náttúrlega mörg ráðherrum, en það liðu samt margir mánuðir, þangað til við fengum að vita, að Brett væri bráðum væntanleg- ur heim. Það var Newland kapteinn, sem kom með hann. til okkar. Fyrr á árum starfaöi Newland kapteinn sem lögfræðingur í skrifstofunni hjá Powell, en hann fékkst samt \-arla til þess að koma inn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.