Alþýðublaðið - 22.07.1953, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.07.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagurinn 22. júlí 195?» ALÞÝÐUBLAÐIÐ Framhald af B síðu. og rjómapönnukökur allan nag inn. Voru menn nokkuð sjálf- ráðir um greiðsluna. og safn- aðisd m.eð þessu móti talsverð upphæð, auk þeirrar ánægju og hressingar, sem (>escu fylgdi. Auðvitað var þeua nuk il vinna og fyrirhöfn, en það gleymdist í gleðinni vfir þvi að geta lagt fram krafta sína í þágu hjaftÉÖlgi'ns málcfnu: Félagskonur eru nú milli GO .—70 og hafa þær ý/is áfcrm á prjónunum um félagsstörfin næsta vetur. senj við vonumst eftir. að geta sagt frá er stunö- ir líða. KVENFÉLAGIÐ í KEFLA- VÍK. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Keflavík er yngsta kvenfélag ið innan flokksins. Sto*fnað 18. júní sl. Stofnun þess er lif- andi sönnun þess að „funi kviknar af funa“, og að góð hug mynd, sem borin er fram á rétt um tíma og fylgt eftir með á- iiuga, duignaði og einurð, getur orðið upphaf merkilegra hluta. Það mun hafa verið að kvöldi þess 10. júní, sem núverandi formanni félagsins, ungfrú Vil borgu Auðunsdóttur, datt í hug, hvort ekki myndu tiltök að koma á samtökum milli þeirra kvenna í Keflavík og ná grenni, sem fylgdu Alþýðu- flokknum að málum eða vildu leggjast á sveif með honum. Má hafa það til marks um það með hve miklu.m krafti og skipulagshæfileikum ungfrú Vilborg hratt hugmynd sinni í framkvæmd, að félagið var stofnað eins og áður segir 18: júní með 111 konum. Síðan hafa um 20 konur bætzt í hóp inn. og ekki er vonlaust u,m, að þegar þetta komi fyrir sjón ir lesenda Alþýðublaðsins, séu' þær orðnar ennþá fleiri. — Er félagið því orðið með fyilme'nn ari kvenfélögum flokksins, þó að það sé yngst þeirra. LÁGU EKKI Á LIÐI SÍNU. Félagskonur lágu ekki á liði sínu í kosningahríðinni, enda veitti formaður þess forstöðu: kosningaskrifstofu flokksins í Keflavík og leysti þar af hendi mikið og gott starf. Ekki nóg með það, vakningin, sem gripið hefir um sig meðal kven fólksins í Keflavík, mun bafa átt sinn mikla þátt í því, að nú nýlega hefur verið stofnað verkakvennafélag í Keflavík, þar sem ekkert var áður. Er ungfrú Vilborg einnig formað- ur þess. Enginn, sem til þekk- ir, mu,n efast um, að við eig- um eftir að spvrja ýmis tíð- indi og öll góð aí félagssýstrum ikkar á 3'ið írnesjum. Eins og fyrr hefur verið sagt frá er Viilborg Auðunsdóttir formað- ur Kvenfélags Alþýðuflokks- ins,’ Sigríður Ágústdóttir vara formaður, Sigríður Þorgríms- dóttir gjaldkeri, Clara Ágústs- dóttir ritari. Meðstjórnendur Björg Sigurðardóttir. Ragna Eiríksdóttir og Jóna Guðríður Eiríksdóttir. Endurskoðendur: Erna Sveinsdóttir og Ásta Árna dóttir. Úm leið ot kvcnnasíðan fagnar yfir þessum nýju og tfnilegu grein'j.r. á % ömlum. stofni, væri hrnni ært að geta orðið erA' er« i'/mar tengi j iður milli þ-erra v'*. r.a, hvar sem eru á laudv.i-i, .sem vegna lífsskoðana cg þjócVelagsað- stöðu hafa áhuga fyiir jafnað- ars'tefnunni og sarntökum henn ar. Þeim samtökum ,er j raun og veru ekkert mann.egt óviðkom andi. En um það skulum við tala nánar bráðum. SKEMMTIFÖR KVENFÉLAGS ALÞÝÐUFLOKKSINS í KEFLAVÍK. Það varð orð að sönnu, að fljótt myndu spvrjast —óð tíð-‘ indi frá störfum systra okkar í Keflavík. Um leið og ég var að leggja framanskrifað grein- arkorn frá mér, bárust fréttir frá þeim: Sunnu.daginn 12. júlí. fóru kvenfélagið skemmtiferð til Þingvallar. Lögðu þær af stað sunnan að kl. 9 að morgni. Fyrsti áfanginn var að Reykja lundi. Þegarí til Þingvallar kom var stáðurinn skoðaður og svo borðað þar undir berum himni í ágætu veðri og drukkið kaffi í Valhöll. Síðan ekið um Grafn ing að Ljósafossi og mannvirk in þar skoðuð. Eftir alllanga og fróðlega viðdvöl þar var hald- ið að Selfossi og þar drukkið kaffi. Svo farin Krýsuvíkur- leiðin heim og Strandarkirkja skoðuð. Að Herdísarvík komu þær kl. um 12 og fengu ágætar viðtökur hjá frú Hlín. Öll var ferðin hin ánægjulegasta og konunum til mikillar u.pþ’yft- ingar, mar.gar þeirra höfðu aldrei komið á þá staði, sem heimsóttir voru, og snmar höfðu ,áldrei áður komiíi til Þingvallar. Félagið ráðgerir berjaferð seinna í sumar. Hver veit nema Alþýðuflokkskonur ann- ars staðar frá vilduí líka fara í sína berjaferð um s'ama leyti, til kynningar og skemmtunar? En um þetta þurfum við að tala seinna. S. J. Valur og 3-1903 Framhald af 4. síðu. ar með sókn Dana, og var engu líkara en nú skyldu úrslit land ans ráðin þegar á fyrstu mín- útum. En hér urðu skjót um- skipti. Svo sem Danir voru Valsmönnum fretnri í fyrri hálfleik. um sóknarleik og marktækifæri, tókn nú Vals- menn frumkvæðið. I þessum hálfleik lék Hörður Felixson h. úth., en var annars fyrr í leiknum miðh., sem mun vera hans staða að öllum jafnaði. Gunnar Gunnarsson fór inná. Er liðnar voru tvær mín. leiks ins, er Valur í hraðri sókn, sem endar með því að Hörður leik- ur sig frían og skýtur vel á mark og skorar. Við þetta fær- ist fjör í leikinn, svo sem við var að búast. Eftir leikbyrjun að nýju hefja Danir sókn, en Valsmann snúa þeirri sókn í vörn, og hallar nú mjög á Dani, svo að knötturínn kemur ekki á vallarhelming Vals fyrr en á 16. mínútu. í þessari lát- lausu sóknarlotu fá Valsmenn bæði hornspyrnur á Dani og aukaspyrnur. og mark þeirra er hvað eftir annað í yfirvof- andi hættu, en ekki tekst samt að skora. Hörður á fast skot, sem markmanni tekst að b.iarga á síðustu stundu, og Gunnar Gunnarsson annað stuttu síðar, mjóg fast, svo markmaðurinn fellur við og missir knöttinn, en bakvörður inn b.iargar afganginum. Og lokaþátturinn í bessari lát- lausu sóknarlotu er sá. að Hall dór skýtur á 15. mírsútu eld- snöggu skoti, sem sendir knött inn í annan markstaurinn. og þaðan hrekkur hann út. Eftir þetta fá Valsmenn tvær horn- spyrnur sitt á hvað, en Dönun- um, sem flestir eru komnir í vörn, tekst að bægja þeirri hættu frá. Jafnast nú leikurinn nokk- uð. Danir endurskipuleggja nú sókn sína, og á 25. mín. skýtur h. úth. föstu skoti á mark Vals, en Helgi er viðhúinn og ver prýðilega. Á 29. mínútunni skora svo Danir annað mark sitt, og ná þeir því eftir horn- spyrnu. En stuttu síðar 'fær Valur hornspyrnu í mótherj- ana eftir snögga sókn, og með henni jafna þeir aftur metin. Var það Gunnar Gunnarsson, sem skallaði í mark. Danir sæk.ia enn 'fast fram, en eru stöðvaðir hvarvetna. Á 35. mín útu er Val dæmd aukaspyrna, sem Hafsteinn framkvæmir með beinu skoti á mark, þar sem þetta var skammt fyrir ut an vítateig, skotið er fast, en of hátt, knötturinn skríður fyr ir ofan þverslána. Þær mínút- ur. sem eftir eru, er varizt og sótt af kappi á báða bóga, en fleiri mörk eru ekki skoruð. LIÐIN Lið B 1903 var breytt frá síð asta leik, hins vegar voru láns mennirnir með, svo lánið hefði þess vegna getað leikið við þá. Bezti maður í liði Dananna var miðframv. eins og áður, hann stöðvaði mörg áhlaupin. Ann- ars átti hann nú erfiðara hlut- verki að gegna en um daginn. Gunnar og Hör'ður hituðu hon um í hamsi. Og birtist sú upp- hitun með ýmsu móti. Vörnin var allörugg, og markvörður- inn verður ekki sakaður um þessi rnörk, sem skoruð voru. Yfirleitt lék liðið vel úti á vell inum eins og' um daginn, en markskotin voru ónákvæm og oft hreint út í bláinn. Valsliðið sýndi oft mikinn dugnað, einkum þó í síðari hálfleik. Höfuðstoð þess var Sveinn Helgason í vörninni og Helgi í markinu, þó á hans reikning verði að mestu að skrifa fyrra markið. Bakverð- ir-nir dugðu og allvel, þó oft væi’i tæpt. Gunnar og Einar framverðir gerðu að vísu margt vel, en skorti nákvæmni í sendingum. Af framherjun- um var Hörður Felixson lægn- astur, og sýndi þann tíma sem hann lék sem útherji, að þar má góðs af honum vænta. Gunnar er röskur og þre'kmik- ill. skot á hann góð til og lætur ekki gjarnan hlut sinn að ó- reyndu. Það svndi hann í við- ureigninni við Andersen. Sig- urður Sigurðsson er enn ó- barðnaður í kappraunum. Hall dór er duglegur eins og áður, ng Hafsteinn fvlvinn sér. En bað va.ntar meiri leikni og sam stillinP'u. Manni finn«t stund- nm, á bessum liðum okkar yfir leit.t eins og maður sjái vél með. mörgum biólum. sem stríta hvert raen öðru, þó vit- anlept sé, að bví aðeins tékst að n.á settu marki, að öll hiólin sr>"ist eins og vinni saman. Nn°sti leikur B 1903 er í kvöld við . AkurnesinPa op er he=s lei*ks beðið m<=-ð mikilli eftirvæntingu. — Væntanlega tíalda Akurnesin»ar bví sem til er bezt ort sigla síðan hrað- byri til sigurs. E. B. Við eldhúsborðið Framhald af 5 siðu. Þeytið eggjabvítuna og setj ið ostinn þar út í. Þessu er smurt á brauðið og svo er það bakað í ofni þangað til ost- hrseran er fallega brún (svo sem 10 mínútur við hægan hita). Þetta er borið fram heitt úr ofninum. Til bragðbætis má stinga radísubitum í sneiðarn ar um leið og þær eru bornar fram. áð marggdnu tilefni Framh. af 2. síðu. því mikla, sem þið af bróður- legum kærleika, hafið látið o’kkur höfuðborgarþúum í té. . Og ég verð að undrast stór- , lega það miskunnarleysi, sem ,þið sýnið byggjendum Akur- , eyrar, er þið strjúkið frá þeim ‘ hingað til Reykjavíkur með alla hir.a dásamlegu mannkosti ykkar. En ég held, að mér sé : óh.ætt að leyfa þér að flytja. Akureyringum þær fréttir, að við Reykjavíkurbúar séum nú þegar fcúnir að njóta starfs- j krafta ykkar nógsamlega. Og. ég tel mig geta fullyrt fyrir hönd meginþorra skattgreið- enda hér f i>æ, að við munum mjög fúslega eftirláta Eyfirð- ingum Edvald B. Malmquist, —- manninn, sem þeim er svo mikil eftirsjón í, og við mun- um fríviljugir gefa bað eftir, að bæði ,,Vasaauragolfið“ hans í Tiarnargarðinum og „Litla golfið11 á Klambratúni flytiist með ykkur norður, svo að þið hafið eitthvað til að „örva hug og hönd“, er þið heimsækið listigarðinn á Akureyri í tóm- stundum ykkar. Efast ég ekki um, að Eyfirðingar munu fjöl- menna á móti ykkur til að fagna „týndum sonum“, bótt færri verði til bess að fylgia ykkur úr garði f.rá Reykjaví'k. Hafliði Jónsson frá Eyrum. Jöklarnir Framhald af 8. síðu. anum á Fimmvörðuhálsi. Og um næstu helgi fara þangað margir til að lagfæra s'kálana í sjálf- boðavinnu:. mála þá og gera við þá. Fjallamenn fara aldrei í venjulegum hópferðum, held ur á eigin ábyrgð og er hverj- um kennt að bjarga sér sjálf- ur. Á SKÍÐUM SEINNI PART NÆTUR. Fólkið hefur með sér skíði upp í skálana og ber þau og all an farangur sinn á bakinu:. Eru því þessar ferðir góð æfing og stælir þrek og áræði til ferða- laga. Nokkrir menn úr flug- björgunarsveitinni venja líka komur sínar á jöklana. Seinni- part nætur og á morgnana er skíðafæri bezt á jöklunum. Hef ur þá oftast frosið yfir nótt- ina, og þótt færið sé stunduð nokkuð hart, þykir það ekki saka. SÓLBAÐ UPPI Á JÖKLUM. Þegar á daginn líður og hlýna. tekur fyrir sólskininu fara svo fjallamennirnir í sól- zað uppi á jöklunum. Vata er einnig á Fimmvörðuhálsi, sem sumir fjallamenn hafa synt í á ferðum sínum. Láta þeir sér á sama standa, þótt vatnið sé kalt. Þar er einnig 25 metra hár foss skammt frá uppínkum Skógár, sem eru nálægt skál- anum. STUNDUM SOFIÐ í 3NJÓHÚSUM. Ein>n þáttur í þeirri viðleitni fjallamanna að kenna möhn- um að ferðast á eigin soýtur um hájökla er að kenna að gera snjóhús ogýhafast við í fönn, þannig að ekki stafi hætta af. húsunum. Og eitt sinn segir Hefur þá off verið sofið í snjú Guðmundur, er 54 gestir voru’ saman á Fimvörðuhálsi, höíð- ust þeir, sem ekki komust x skálann, er tekur mest um 20 manns við í snjóhúsum eðú tjöldum. Fjallame'nn halda stundum námskeið við skála sína fvrir áhugasama unga menn, sem vilja æfa sig í jökla ferðum. SKÁLASTÆÐI VIÐ GOÐA- BORG Á VATNAJÖKLI. Fyrirhugað var að reisa þriðja jöklaskálann, er skálarrt ir á Fimmvörðuhálsi og Tind- fiöllu.m voru byggðir, en af því hefur ekki getað orðið vegna fjárskorts. Ha-nn átti að vera við Goðaborg í Vatnajökli austar- lega, og þar kveður Guðmuná ur vera hinn ákjósanlegasta stað til sumarferða. Þar er veð urnæld mikil, eftir því sem um er að ræða á jöklum, og með fram leiðinni þangað upp er furðulega blómríkt alveg upp að jökli. Ivar Sfovner Framhald af 8. síðu. greiðsla yfirleitt í stað á flesíum löndum hcims. SJÁLFSAFGREIÐSLA. Stovner hélt á þrem stöðum' fyrirlestra með skuggamynd- um um sjálfsafgreiðslu-verzl- anir, sem mjög tíðkast erlend- is. Teíur hann þær mjög góð- ar, einkum þar sem mikil nauð syn er á flýti í afgreiðslu. FÓR f NÍU KAUPFÉLÖG. Starf Stovners hér hófst í KRON, þar sem hann dvaldi 10 daga við leiðbeiningar, þá var hann viku á Selfossi og aðra í Keflavík og síðan fjóræ daga í Hafnarfirði og viku á Akureyri, en þaðan fór hann tvö kvöld til Dalvíkur og Hrís- eyjar. Þá fór Stovner til Reyð arfjarðar og Norðfjarðar og var tvo daga á hvorum stað og síðan var hann tvo daga á hvor um staðnum Borgarnesi og Akranesi. ÁNÆGÐUR MEÐ FÖRINA. Stovner lét mjög vel yfir för sinni hingað og lét. vel yfir áhuga manna og vilja til að> taka leiðbeiningum. T. d. kvaðst hann hafa komið aftur í eitt kaupfélagiS nokkrum vikum eftir að hann var bar fj'rst, og var hann afar hrif- inn af þeirri útlitsbrevtingu, sem orðin var á búðum þess. r "tV r I Alþýðublaðinu er verksmiðjan lokuð til 5. ágúst, en afgreiðslan verður opin alla virka daga kl. 1 til 5, nema laug- ardaga klukkan 10—12 f. h. SÆCG/\.T1SGERÐ niiimHimiimuBaai

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.