Alþýðublaðið - 08.08.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.08.1953, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardaginn 8. ágúst 1953 tHíeítndi. AljþýOuflokkurijm. Ritstjóri ag lbyrg8*rmaðuar; Hwmtb&i Yaldimarsson. Meðritstjóri: Heigi Sænuináuon. Fréttaftjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðameim: Loftur GuB- mundsson og PáH Beck. Auglýsingastjóri: ESnma Möller. Rittrtjórnarrínaar: 4901 og 4902. Auglýsingasíiiii: 4906. Af- ireiCslnsliri: 4900. AlþýðuprentsmiSjan, Hverfisgötu 8. Áskriftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00 Áfurðasala og aívínnuhorfur SÚ breytta stefna Rússa í viðskiptamálum, sem Ieitt hef- ur nú til viðskiptasamninga við Norðmenn, Dani, Isleiid- inga og fleiri þjóðir, má vera tikkur mikið fagnaðarefni. Menn höfðu af því nokkrar áhyggjur, að erfitt yrði að eelja þaer miklu hirgðir af hrað frystum fiski, sem safnazt höfðu í landinu og í sumum markaðslanda okkar. En nú kaupa Rússar af okkur 21 000 tonn af hraðfrystum fiski, og er það nærri % hlufar af árs- framleiðslu okkar, eins og hún hefur verið að undanförnu. — Síðastliðið ' ár var hún aðeins 29 000 tonn. Sama máli gegndi um Faxa- sildina. Hefur aflamagnið lengstum verið takmarkað af sölumöguleikum, en nú eru seldar 100 000 tunnur af salt- aðri Faxasfíd til Sovétríkjanna auk 3600 tonna af frystri Faxa síld. Þessar storfelldu sölur af- urða, sem erfitt var að geta selt í nægilega stórum stíl, breyta mjög viðhorfinu í at- vinnumáliun okkar næstu mán wði og vonandi um Iengri tíma. Einnig er það ánægjulegt, að Norðurlandssíldin selst jafnóð- om og hún veiðist, þar af 80 þús. tunnur í einu lagi sam- kvæmt rússneska samningnum. Hefur sjaltlan horft eins vel um afurðasöluiiiálm og einmitt PÚ. Vörur þær, sem við kaupum af Rússum í staðinn, eru al-lt saman gagnlegar vörur, sem við þurfum á að halda. Og eru þær þessar samkvæmt tilkynn- ingu þeirri, er ríkisstjórnin hefur sent blöðunum: Tvö hundruð þúsund tonn af brennsluolíum og benzíni. Tvö þúsund og eitt hundrað tonn af hveitiklíði, þrjú hundruð og sextíu tonn af lirísgrjónum, þrjú þúsund tonn af rúgmjöli, þnú hundruð tonn af kartöflu mjöli, eitt hundrað og sextíu tonn af síeypustyrktarjárni, allt að fimmtíu þúsund tonn af sementi og allt að 2000 tonn af járnpípum. Þegar er farið að flytja út síld og fisk tíl Rússlands sam- kvæmt samningnum. Hann var undirritaður í Moskvu laugar- daginn 1. ágúst og • gildir til tveggja ára, en segja má hon- um upp með þriggja mánaða fyrirvara. Ef því mætti örugglega treysía, að allir markaðsmögu lekar annars staðar verði nú einnig notaðír, er sköpuð að- staða til að hagnýta skipastól og önnur framleiðslutæki okk- ar miklu hetur en gert hefur verið á undanförnum árum. — En full hagnýting skipa og verksmiðja getur tryggt blóm- Iegt atvinnulíf• og b ett Iífskjör mikils hluta þjóðarinnar. Gyífi Þ. Gíslason um ísfenzk utanríkismál, V: rndariðmnmaurmn Vinnubrögð við sfjórnarmyndun EKKERT hefur gerzt í stjómarmyndunarmálinu sein- tistu tvo daga, nema það, að Framsóknarflokkurinn hefur skrifað Sjálfstæðisflokknum hréf og endurtekið ósk sína um að viðræður hefjist milli Al- þýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins um möguleika á þriggja flokka síjóm, er geri lausn stjómarskrármálsins og kjör- dæmaskipunina að aðalmáli sínu. Var bréf þetta birt bæði í Tímanum og Morgunblaðinu í gær. Tíminn skýrir frá því, að foréfinu hafi fylgt skrá, þar sem upp séu talin nokkur þau mál, sem Framsóknarflokkur- inn vilji leggja áherzlu á að framkvæma í vamtanlegri stjómarsamvinnu. Morgunblaðið læíur ekkert uppi um það, hvernig bréfi þessu mtini verða svarað. en segir, að flokksráðsfundur í Sjálfstæðisflokknum sé boð- aður á mánudaginn <il þess að í aka afstöðu tíl málsins. Eru þannig Iikur til, að ekkert ger- ist í stjómarmynilunarmálinu fyrr en einhvem tíma í næstu viku. Annars sýnist svo, sem eðli- legast sé, að Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkur- inn geri það upp við sig, hvort þeir ætla sér að halda áfram stjómarsamvinnu sinni. — Ef svo er ekki, hæri næst að at- huga alla aðra möguleika tii meirihlutastjórnar. Ef engiirn þeirra leysti málið, kæmi að sjálfsögðu til athugunar á því, hvort takast mætti að mynda minnihlutastjóm, sem líklegt þætti að ekki yrði felld strax í þingbyrjun. Reynist ekki hægt áð mynda slíka minnihluta stjórn, sýnist aðeins um tveimt að velja: Kosningar í haust eða utanþingsstjórn, þó að naum- ast sé ráð fyrir slíkifm stjómar háttum gert í íslenzkri stjórn- arskipun. Komi til myndunar minni- hlutastjómar, verður að sjálf- sögðu að Jf.alía þingið saman íil þess að gefa þvi kost á að taka afstöðu til vantraustsyfirlýs' ingar, sem vafalaissí kæmi fljótlega fram undir slíkum kringumstæðum. Effir öllum sólarmerkjum að dæma, virðist enginn asi vera á mönnum um myndun nýrr- ar stjórnar, og má þvf við því búast, að enn líði nokkur tími þar til núverandí <íjórn segir af sér og ný verðitr mynduð. - Útbreiðið Álþyðuhlaðið VORIÐ 1951 var í Atlantsr- hafsríkjunum öllum u.nnið að vfgbúnaðarframkvæmdunum með ofsahraða. Allar þjóðirnar lögðu gífurlegá hart að sér til þess að reyna að ná þeim mark miðum, sem sett höfðu verið. Stríðsóttinn hafði undanfarna mánuði verið mikill. Ef ísland hefði .neitað að fallast á, að hér yrðu gerðar nokkrar ráðstafanir í sam bandi við þetta ástand, hefði það verið eitt um slíka af- stöðu, ekki aðeins ihnan Atlantshafsbandalagsins, heldur rneðal allra landa, sem höfðu nokkuð svipaða aðstöðu. Eg gat þess áður, að sterkustu rökin gegn því, að íslendingar yrðu við her- stöðvatilmælum Bandaríkj- . aiína 1345 hafi einmitt ver- ið, að það hefði verið í ó- samræmi við þá megin- stefnu, sem ráðandi var . meðal . hinna vestrænu | þjóða. Þess vegna var aðstaða . íslendinga jafnsterk og hún j var til þess að hafna þessum tilmælum. En af nákvæm- Iega sömu ástæðu var Is-' lendingum óstætt á því að . neita að fallast á allar varnar | aðgerðir hér á landi, eins og komið var 1951. Jafnvel þótt íslendingax hefSu ekki verið í Atlantshafs bandalaginu, hefðu þeir varla getað skorazt. undan þeirri á- byrgð. Með tilliti til aðildar- innar að því var það alls kost ar ómöfl'ulegt. Hinar banda- lagsþjóðirnar hefðu talið það beinan fjandskáp við sig og þá fyrst og fremst Bandaríkja- meTin, Bretar og Norðmenn. Þótt við hefðum ekki sjálfir lagt minnsta trúnað á, að j styrjaldarhætta væri nokkur, i og af þeim sökum ekki talið neina ástæðu til neinna ráð- stafana hér, þá gátum við ekki sagt við nágrannaþjóðir okkar, að þær tryðu því ekki heldur, því að þær sögðust ekki aðeins trúa því, heldur lögðu á sig ægilegar fórnir, sem þær réttlættu eingöngu með styrjaldarótta sínum. Hér var því alls ekki um það að ræða, hvert mat ydð’ sjálfir legðum á ástand heimsmál- anna. íslenzkir valdamenn höfðu auðvitað mjög lítil skil- yrði til þess að dæma um það upp á eigin spýtur algjörlega. Það var heldur ekki um það að ræða, að trúa því eða rengja það, sem valdamenn annarra þjóða sögðu um á- standið. Um hitt var að ræða, að taka tillit — jákvætt eða neikvætt — til þess, sem aðrar þjóðir höfðu verið að GERA með vígbúnaði sínum og með því að Ieggja á sig hinar þyngstu byrðar í sam- bandi við hann. Eg trúi því ekki, að meðal þeirra Islend- inga, sem á annað borð vilja vinsamleg samskipti við vest ræn .lýðræðisrfki, séu þeir; niargir, ’sem eftir að hafa kynnt sér þær upplýsingar, er fyrir lágu vorið 1951 um ástandið og þær ráðstafanir, sem gerðar höfðu verið annars staðar, hefðu staðið upp frá þeim og sagt, að við þyrfíum hér ekkert að að- hafazt. Þær þjóðir, sem for- sjónin hefur skipað okkur í nábýli við, hefðu talið það hnefahögg í andlií sér. Ymsir þeirra, sem tíðast hafa talað um landráð í samfoandi við þær ráðstafanir, sem gerðas voru, telja það eflaust til ó- dæða, að greiða ekki slík högg, þegar undan þeim mundi svíða. En aðrir þeirra hafa ekki gert sér grein fyriv um hversu mikla hagsmuni hér var talið að tefla, þ. e. hversu mikilvægt var talið, að Islendingar skærust ekki úr leik og torvelduðu eða jafnvel eyðilegðu þær áætl anir, sem g’/annþjóðirnar vildu framkvæma og leggja á sig miklar byrðar í sam- bandi við. INNTAK HERVERND- ARS AMNIN GSINS. Ef viðurkennt var, að ekki væri unnt að komast hjá ein- hverjum aðgerðum í landinu, vakaaði spurningin um það, hversu miklar þær skyldu vera. Sú rödd heyrðist, að bezt væri að hafa varnaraðgerðirnar sem mestar, því að þá yrði öryggi landsins bezt tryggt. Þetta var að vissu leyti rökrétt af hálfu þeirra, sem álitu varnarráð- stafanir hér fyrst og fremst nauðsynlegar vegna árásar- hættu. Aðrir vildu hafa þær j sem minnstar. Það voru þeir, * sem litu á aðgerðirnar fyrst og fremst sem óhjákvæmilegt framlag Islands til sameigin legra varna Norður-Atla'nts hafssvæðisins og þannig aðal lega í þágu annarra, og var ég fyrir mitt leyti í hópi þeirra. Niðurstaðan varð sú, að gera ráð fyrír þeim aðgerðum, sem talizt gætu algert lágmark nauð synlegs viðbúnaðar í þágu heildarinnar. Þrennt var það, sem herfræðingar Atlantshafs bandalagsins töldu óhjákvæmi legt að gera. í fyrsta lagi að framkvæma sams kónar stækk un og umbætur á Keflavíkur- flugvelli ,og höfðu verið gerðar og verið var að gera á sam- bærilegum flugvöllum í Ev- rópu, koma þar fyrir loftvarna tækjum og búa í haginn fyrir það lið, sem þyrfti að hafa aðsetur þar þegar í upphafi stríðs. í öðru lagi að byggja fjórar radarstöðvar í hinum ýms'u Iandshlutum til þess að geta haft fullt eftirlit með loft ferðum að landinu. Og í þriðja lagi að staðsetja lið á Kefla Víkurvöll, í Hvalfjörð og í ná- grenni Reykjavíkur veg'ia flugvallarins þar og hafnarinn ar. Á þessar ráðstafanir var fallizt. En liðið skyldi ekki vera fjölmennara en 3900 manns, nema nýtt samþykki íslenzkra stjórnarvalda kæmi til og hefur slíkt samþykki ekki verið veitt. Hlutverk þessa liðs, sem fyrst og fremst skyldi vera fluglið, var auðvitað ekki að veita landinu öryggi gegn árás eða hertöku. Hlutverk þess er að vera tengiliður milli íslands og annarra stöðva við norðan- vert Atlantshaf og að tryggja, að liðsafli gæti borizt hingað nægilega fljóít, ef ófriður brytist út. ERLENT IIERLIÐ EÐA INNLENT? Þá vaknaði þriðja og vanda- samasta spurni'rigin: Hver átti að annast þessar framkvæmdir og leggja til liðið? Augljóst var, að þótt framkvæmdum skyldi haldið niðri í lágmarki þess, sem talið yrði komizt af með, þá væri íslendingum a'lgjörlega um megn að greiða kostnað af þeim, auk þess sem til þess yrði engan veginn ætlazt af þeim sökum, sem ég hef lýst að framan. Kostnaðurin'n yrði því að greiðast af erlendum aðila. Spurningin var þá, hvort sá aðili skyldi vera Atlantshafs bandalagið sjálft eða það ríki þess, sem hvort eð er greiddi verulegan hluta alls vígbúnað- arins og við íslendingar höfðum átt ná'.oast skipti við um her- mál í styrjöldinni. Þótti heppi legra að skipta um þessi mál við Bandaríkin en bandalagið. Þá kemur að spurningunni um, hver leggja skyldi til lið það. sem óhjákvæmilegt var talið að staðsetja á fyrr nefnda þrjá staði. Þessi spunuing var viðkvæmust og vandasömust. Fyrst íslenzk stjórnarvöld treystu sér ekki til þess að andmæla nauðsyn þess, a® hér yrði til bráðabirgða eða meðan sérstök hætta væri talin á ferðum staðsett nokk urt herlið, var auðvitað ekki nema um tvo kosti að ræða: Annar var sá, að Islendingar byðust til þess að koma á fót þessu liði sjálfir, en það hlaut auðvitað að taka tíma og ekki koma að haldi S þeim vanda, sem talinn yar á höndum urn þetta leyti. Hinn var sá, að taka við er lendu liði. Hvorugur þessara kosta var góður. En um þriðja kostinn var ekki að ræða, nema því aðeins að íslendingar treystu sér tíl þess að hafna öllu samstarfi við bandalagsþjóðir sínar ®g íaka aleinir þá stefnu að hafast alls ekkert að, þrátt fyrir hinn gífurlega viðbún- að þeirra. Kostir þess að koma á fót eigin liði voru auðvitað fyrst og fremst þeir, að með því var komizt hjá erlendri herstu og öllum þeim feikna vanda, sem ávallt hlýtur að sigla í kjöifar slíks, en allir flokkar höfðu eftir stríðið lýst því sem ein- um þætti stefnu sinnar í utan rikismálum að komast hjá er- lendri hersetu á friðartímum. Ókostir þess voru hi'ns vegar þeir, að með því að stofna ís- lenzkan her, hefðu íslendingar stigið fyrstu sporin í þá átt að gerast virk hernaðarþjóð. Þeir hefðu þá varla getað komizt hjá því að hafa her sinn með svipuðum hætti og aðrar smá- þjóðir, en þær hafa nú yfirleitt 18 mánaða herskyldu. Engu að síður væri slíkur her þess alls endis ómegnugur að leysa va'nda landsins í styrjöld. Þrátt fyrir hann yrði að dvelja hér erlendur her, og íslenzka herkrílið ómerkilegt peð í þvx tafli, sem teflt yrði. Innan- lands yrði herinn vafalaust undirrót alvarlegra vanda- mála. Kostnaður af honum yrði lítt bærilegur, og í jafnóþrosk uðu þjóðfélagi og hfS ísle^nzka er að ýmsu leyti, gæti hann hæglega orðið óhugnanlegur þáttur í valda og hagsmuna- baráttunni. Það yrði og vafa laust erfitt að leggja slíkan her niður aftur, ef honum hefði einu sinni verið komið á fót, erfiðara en að láta erlendan her hverfa úr landinu. Einkum og sér í lagi þeir, sem litu á ráð- stafanirnar sem bráðahirgða- ráðstafanir, meðan sérstök ó- vissa ríkti, hlutu af tvennu illu fremur að velja erlenda herinn en hmn innlenda, þar eð auð- veldara væri að stíga þau spor, Framhald á 7. síðu. |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.