Alþýðublaðið - 22.09.1953, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1953, Blaðsíða 1
Reykvíklngar! » Gerizt nú þegar fastir kaupendur að Alþýðubiaðinil. Hringið í síma 4900. Fyrir kosningarnar var blaðið fcorið víða um bæinn og fékk alls staðar hinar ágætustu viðtökur. — LátiS — ALÞÝÐUBIAÐIÐ ekki hverfa af heimiimu. Málsvari verkalýðsins á fyllsta rétt á sér á hverju íslenzku heimili. Eyðibýli á Skógarströnd og Breiða- jarðareyjum að byggjast að nýju Fjárskiptin og bættai’ samgöngur verða til þess . . að eyðijarðir byggjast. Fregn til Alþýðublaðsins. Stykkishblmi. MARGAR JAKÐIR k Skógarströnd 03 í þ.eim eyjum á Breiða ' fir'ði, er teljast til Skógarstrandarhrepps, sem komnar voru í ■ eyði fyrir nokkrum árum, eru nú farnar að byggjast að nýju. Munu fjárskiptin og bæítar samgöngur valda þar mestu um. Fyrir nokkrum árum, þegar mæðiveikjn herjaði mest á bú- stofn landsmanna, lögðust margar jarðir í eyði á Skó.gar- strönd. Slæmar samgöngur hafa einnig átt sinn þátt í að byggðin drógst saman. Hiaut 100 þús. dollira verðlaun. NÖKÐUR-KÓREÍSKUK flug maður lenti þrýstiloftsflugvél af gerðinni Mig 15, en þær flug vélar eru rússneskar, á flug- velli nálægt Seoul í gærmorg- ,un og baðst hælis. Var tilkynnt í Washington í gærkveldi, að hann mundi fá þá 100 000 dollara. sem stjórn SÞ í Kóreu hét nýlega ,þeim flugmanni kommúnista, er flygi rúsneskri þrýstilofts- flugvél óskemmdri til stöðva bandamanna. BORGARNESI í gær. KARTÖFLUHNÚÐORMS hefur ekki orðið vai-t hér í Borgarnesi. Og kartöfluupp- skeran er allt að því helmingi rneiri en síðastliðin tvö ár. UM 10 JARÐIR AUK EYJA j Um 10 jarðir voru í eyði iengri eða skemmri tíma, fyrir , utan þær eyjajarðir, sem til- 1 heyra Skógarstrandadhreppi og farnar voru í eyði. Var þetta allískyggileg þróun og óglæsi- 1 leg fyrir það fólk, sem hélt trvggð við sveitina sína, þar ^ sem um helmingur jarðanna var kominn í eyði. FJÁRSKIFTIN BJARGA Sveitin er mjög gróðursæl og góð sauðfjársveit. Eftir fjár skiptin brevtti skjótt um til batnaðar. Jarðirnar byggðust aftur, og hefur hinn harðgerði,1 vestfirzki fjárStofn ekki Iivað minnst orðið til að vekja aftur trú manná á framtíð sveitar- innar. Svipaða sögu er að segja úr innanverðum Breiðafjarðareyj um, sem tilheyra Skógarstrand arhreppi. Sauðfjárveikin og að þegar bezt lét íengust um 3000 kofur í Rifgiroingum, það munar um minna, þegar kjöt- kílóið er jafndýrt sem raun ber vitni um. Það má segja, að Breiða- fjarðareyjar séu matarkista og Franah. á 2. síðu. SAMA SAGA í EYJUNUM her-' MINKURINN SLÆMUR Fyrstu kosningarnar eftir nýju stjórnarskránni í Danmörku í dag Kosningaaldur nú 23 ár, en var 25 ár fyrir kosningarn- ar 21. apríl síðastliðinn. FYRSTU KOSNINGAR, sem fram fara í Danmörku eftir að nýja stjórnarskráin gekk í gildi, fara fram í dag. Nýja stjórn , arskráin var staðfest af kjósendum í kosningunum 21. apríl í vor, en samkvæmt henni var Landsþingið lagt niður. — Er danska þingið nú því aðeins ein málstofa og nefnist það þjóð- þing (Folketing). Þingmarmatala verður 175 alls í Danmörku sjálfri, þ. e. 135 kjördæmakosnir og 40 til uppbótar, en auk þess eru 2 þingmenn frá Færeyjum og 2 frá Grænlandi. FYRSTU GRÆNLENZKU FULLTRÚ ARNIR Það er nú í fyrsta sinn í sög- pnni, að Grænlendingar eiga fulltrúa á þingi. Fulltrúarnir háfa þegar verið kosnir og er Kugo Lynge, kennaraskóla- kennari, frá Godtháb, þingmað- ur fyrir suðurhlutann, en hinn er fyrrverandi nýlendustjóri Frederik Lynge að nafni. LÆGRI KOSNINGAALDÚR ÍMeð stjórnarskrárbreyting- unni s.l. vor var kosningaaldur inn lækkaður úr 25 árum í 23 ár. Munu nú vera um 2,8 millj- ónir á kjörskrá, eða langtum fleiri en nokkru smni áður. JAFNAÐARMENN STÆRSTIR J af naðarmannaflokkurinn var langstærstur á síðasta þingi með 61 þingmann og um 836 þúsundir atkvæða. Þá höfðu vinstri menn 33 þing- menn og 456 þús. atkvæði, hægri menn höfðu 26 þing- menn og 358 þús. atkvæði. Rót- tæki vinstri flokkurinn hafði 13 þingmenn og 178 þús. at- kvæði. Kommúnistar höfðu 7 þingmenn og 98 þús. atkvæði. Fádæma síldarafli í Grindavikursió og sunnan vi Hæsti báturinn fékk milli 400 og 500 ■ ' 1 tunnur. - Margir með 200 og þar yfir. Fregn til Alþýðublaðsins. SANÐGERÐI í gær. FÁDÆMA GÓÐUR AFLI var hjá síldveiðibátum í dag, sem létu reka fyrir sunnan Reykjanes og í Grindavíkursjó. Þetta. er langbezti dagurinn á síldveiðitímanum í dag, og örsjaldaifc á fyrri árum hefur verið jafngóð veiði. Hvað gerðis! íyrir sfjórnarmyndunma! Á FUNDI Alþýðuflokks- félagsins í Iðnó uppi, klukk an 8.30 í kvöld, flytur for- maður Alþýðuflokksins, Hannibal . Yaldimarsson, framsöguræðu um: „Hvað gerðist fyrir stjórnarmynd- unina?“ Mun liann þar rekja aðdragandi stjórnar- myndunarinnar og ræða af- stöðu Alþýðuflokksins til hiimar nýju ríkisstjórnar. Er þess.að vænta, að ým- islegt athyglisvert komi þar fram, og er Alþýðuflokks- fólk hvatt til a’ð sækja fund- inn. — Á eftir verða frjáls- ar umræður. Hingað komu 19 bátar í dag með afla. Fimm fengu lítið, en 14 munu hafa haft um 2900 tunnur alls eða til jafnaðar með um 200 tunnur hver. Alls bárust hingað um 3000 tunnur síldar. Aflahæsti báturinn var HrÖnn með 350 tunnur, Mummi og Muninn voru með um 300, Jón Finnsson með 290 og margir með um 200 tunnur. Síidin virðist betri og feitari en verið hefur. MISSTI 35 NET Einn þeirra báta, sem lítið fengu, missti 35 net á þanni' hátt, að háhyrningur reif þau fyrir honum. Bátarnir fimmj- fengu um og innan við 20 tunnur hver. ÓL. VILHJ. VÖGGUR MEÐ 400—500 TN. Grindaví k í gær: Hingað hafa komið margir bátar auk heimabáta með feikna mikinn afla í dag. Er þetta langbezti afladagurinn í sumar og lik- lega einhver sá allra bezti yfir leitt miðað við bátaf jölda. Ekki er enn hægt að segja um heild araflann, en Vöggur frá Njarð vík virðist vera hæstur með hvorki meira né minna en milli 400 og 500 tunnur. Nokkrir eru með 200—300 tunnur og flestir með yfir 100. Alls munu 20—- 30 bátar landa hér í dag. SvlfflygiÓ vakfi mesfa hrsfn- ingy fólks á fiugsýningunni 13 ísfenzkar flygvélar tóku |>átt í hóp fiuginu. 4 þrýstiloftsfiugvélar í heimsókn LOKS í GÆR var unnt að halda flugdaginn 1953 hátíð- legan eftir að honum hafði verið frestað um tvær helgar vegna veðurs. Tókust hátiðahöldin mjög vel og vöktu mikia hrifn- ingu áhorfenda, sem voru mjög margir. Mesta hrifningu vakti svifflugið og þrýstiloftsflugið. Forseti íslands var viðstaddur hátíðina. Dagskráin hófst kl. 2 e. h. Setti Agnar Kofoed-Hansen flugvallastjóri hana með ræðu. 13 FLUGVÉLAR í HÓPFLUGI Fyrst var hópflug. Tóku þátt í því 13 stærri og smærri vélar hins íslenzka flugflota. Þá var svifflug. Sýndi Magn ús Guðmundsson listflug á svifflugu við mikla hrifningu áhorfenda. Sigurður Jónsson, handhafi flugskírteinis nr. 1, sýndi listflug á vélt'lugu. JAFNTEFLI f MARKLENDINGUM Þá hófst keppni í marklend- ingum. Voru keppendur flug- stjórar, er vanir eru að fljúga stórum vélum. Flugu þeir nú litlum vélum og áttu að lenda á afmörkuðum stað á flugbraut inni með stöðvaðan hreyfil. Reyndust báðir jafn nákvæmir í lendingunni og varð því jafn 1 tefli í keppninni. Gunnar Fredriksen flaug Douglasvél á einum til þess að sýna, að unnt er að fljúga slík um vélum þó að annar hreyfill inn sé bilaður. Þá brugðu þeir Baldur og Konni sér í flugferð. Var flugi þeirra lýst jafniharðan og vakti mikla kátínu áhorfenda. LENT OG HAFIÐ FLUG Á AÐEINS 30 M. FÆRI Björn Pálsson sýndi að ekki þarf mikið svæði til þess að hefja flug og lenda. Þurfti hann aðeins 30 m. til þess að lenda, stöðva vélina og hefja sig til lofts á ný. Þá komu 4 þrýstiloftsflugvél ar í heimsókn-. Sýndu þær ferns konar samflug. Um leið og þær kvöddu settú þær auk inn kraft á og heyrðust þá mikl ar drunur. Að lokum sýndi bandarísk Grumanvél af Aibatrossgerð flugtak með rakettum. Fóru öll atriði íram, er á- Frh. á 7. síðu. LITIÐ I FAXAFLOA Keflavík í gær: Hingað komu tveir bátar sunnan fyrir Reykjanes í dag með síld. Björgvin með 270 tunnur og Gullborg með rúmlega 200. Þeir bátar, sem voru í Faxa- flóa, fengu hins vegar lítið. Hafnarfirði í gær: Illugi kom hingað með um 300 tunnur sunnan fyrir Reykjanes. Nýir fulltrúar Is- lands hjá S.Þ. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur frétt, að þeir Vilhjálmur Þór, forstjóri SÍS, og Jóhann Haf- stein alþingismaður muni verða fulltrúar íslands á þingi sameinuðu þjóðanna. Ekki liefur þó enn verið gef in út opinber tilkynning unrt þetta. 4 slys í Reykjavík í gær FJÖGUR SLYS urðu í Reykjavík í gærkveldi, og má telja þau öll umferðar- slys. Um níuleytið varð maður fyrir bifreið inni á Borgar- túni. Hann fótbrotnaði og skrámaðist á andliti. Þá varð lítil síúlka með liöndina á n&illi hurðar og stafs í stræt isvagni og meiddist talsvert á hendinni. Drengur á hjóli var'ð fyrir bifreið og meidd- ist á höfði og maður á bif- hjóli varð fyrir bitreið í Foss Slysin urðu með tiltölulega skömmu millibili, og var mik ið annrxki hjá lögreglunni af þeim völduxn. Lét hún flytja liið slasaða fólk á Landsspít alann. >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.