Tíminn - 25.08.1964, Page 2

Tíminn - 25.08.1964, Page 2
Mánudagur, 24. ágúst. NTB-Stokkhólmi. — Ung sænsk htjón hafa verið handtek in, sökuð um að hafa leitt tveggja ára barn sitt til dauða með misþyrmingum. Stjúpfað ir barnsins játaði í dag að hafa myrt barnið, að því er lögreglan í Karlstad skýrir frá. Foreldrarnir sjálfir tilkynntu lækni í síðustu viku, að þau hefðu fundið barnið látið í leikherbergi þess, en læknir- inn neitaði að skrifa á dánar- vottorð, fyrr en réttarkrufn ing hefði farið fram. Leiddi hún í ljós, að barnið hafði dáið af völdum ytri áverka. NTB-Hamburg. — Tuttugu manns flúðu um helgina frá Austur-Þýzkalandi tíl Vestur- Þýzkalands og var fólkið á aldr inum frá 15 til 33 ára. Sögðu flóttamennirnir, að þeir hefðu flúið land, vegna pólitsíkra þvingana og erfiðra efnahags- legra ástæðna. NTB-Nýju Delhi. — Indversk varnarmálanefnd, sem dvelur í Moskvu, athugar nú möguleik ann á að fá sovézkar freigát- ur, tundurspilla og kafbáta í índverska flotann, en hingað til hafa eingöngu skip byggð í Bretlandi verið í flotanum. NTB-Jönköping. — Um 22 milljónir eldspýtnastokka brunnu til ösku, er eldur kom upp í vöruhúsi eldspýtnafyrir tækisins Vulcan. Brunnu þama 12 daga vörubirgðir. Gífurlegt eldhaf varð af og sást eldurfnn alls staðar að úr borginni. NTB-Róm. — ftalskir kommún istar munu bera um 20.000 fána, er Palmiro Togliatti verð ur lagður til hinztu hvíldar í Róm á morgun. NTB-Caracas. — í dag var enn saknað 33 manna eftir slysið sem varð á sunnudaginn við Puerto Ordaz í Venezuela, er brú hrundi. AIls voru 70 ferða menn á brúnni, er flóðalda braut hana í spón. NTB-New York. — Búízt er við, að Robert Kennedy, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna muni á morgun gera heyrin kunnugt, að hann muni reyna að ná kjöri, sem öldungadeildar þingmaður demókrata fyrir New York-ríki. NTB-Nýju Delhi. — Yfir 500 kommúnistar voru handteknir víðs vegar um í Indlandi í dag í sambandi víð, að komm únistaflokkurinn hóf fimm daga mótmælaaðgerðir gegn verðhækíkunum í landinu. Um 200 manns voru tekin höndum í gærkvöldi, áður en fyrstu mótmælaaðgerðir hóf- ust, en afgangurinn var hand- tekinn í fjölda borga í dag, þar sem mótmælafundir voru haldn ir. Mótmælafundir voru haldn ir á markaðstorgum, fyrfr ut- iin banka, verzlanir og opin- iberar byggingar. Sprengja fulltrúar Ala- bama þing demókrata? NTB-Atlantic City, 24. ágúst. Flokksþing demókrata hófst í Convention Hall í Atlantic City í New Jersey í Bamlaríkjunum í nótt. Yfir flokksþinginu hvílir skuggi óeiningar vegna afstöðunnar til borgararéttinda- laganna, og í kvöld voru jafnvel horfur á, að fulltrúunum frá Alabama yrði bókstaflega kastað út af þinginu, þar sem sendi- nefndin samþykkti með 33 atkvæðum gegtti 3, að hún myndi ekki fylgja flokknum í afstöðunni til kynþáttamálanna. Samkvæmt reglum flokksþingsins hafa fulltrúamir því ekki rétt til þingsetu, en gall'inn er bara sá, að þeir hafa nú þegar í hönduinum opinbert aðgönguskjal að þinginu. Sagði einn af leiðtogum sendinefndarinnar við fréttamann Reuters, að hinir 33 fulltrúar væru staðráðnír í að mæta á þinginu. Þrátt fyrir nokkra óeiningu en fram að þeim tíma munu innan flokksins um sum stefnu skráratriði er talið, að John- son verði valinn forsetafram- bjóðandi einróma með lófataki, en hins vegar var, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir þingbyrjun, enn allt á huldu um, hvern Johnson mundi velja sem varaforsetaefni. Flestir telja þó Hubert Hum- phrey, öldungadeildarþingmann frá Minnesóta hafa mesta möguleika, en næst honum er talinn koma Eugene McCarthy, öldungadeildarþingmaður frá sama fylki. Séint í gærkvöldi áttu báðir öldungadeildarþingmennirnir símtal við Johnson forseta, en um niðurstöðu þeirra viðræðna er ekki vitað. Um 5.620 fulltrúar munu sitja þingið, sem hefst í nótt, leiðtogar flokksins hafa nóg að gera við að reyna að koma á sættum við fulltrúana frá Miss issippi og Alabama, sem gagn- rýnt hafa Johnson forseta og ráðuneyti hans fyrir stefnuna í kynþáttamálum. Takist ekki nein málamiðlun, má búast við, að þessir fulltrúar gangi jafn- vel af fundi. Hins vegar sagði Humphrey, öldungadeildar þingmaður, í sjónvarpsviðtali í gærkvöld, að hann væri sann- færður um, að allt myndi falla í ijúfa löð á flokksþinginu og enginn fulltrúanna myndi ganga af fundi. Það er aðálléga aðilfl Missts- sippi að flokksþinginu, sem erfiðleikarnir snúast um og getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir Johnson. Urn aðild- Framh á 15. síðu Á myndinni sjást verkamenn leggia síSustu hönd á verk við upp- setningu gríðarstórrar myndar af Johnson, forseta, í Conventlon Hail I Atlantic City í New Jersey í Bandarfkjunum, þar sem flokks- þing demókrata hófst í gærkvöldi. ss® ÆGILEGUR FELLIBYLUR STEFNIR Á JAMAICA Hér birtist mynd af ftalanuin, Pier Pasquale Spinelli, seni U Thant, framkvæmdastjóri S. þ. fól, hinn 18. þessa mán., að taka við störfum sáttasemjara á Kýpur í hinum alvarlegu veikindafor- föilum Sakari Tuomioja, sem áður gegndi hinum vandasömu störfum. Spinelli er 62 ára að aldri og stundaði háskólanám sitt í Napolí. Hann hefur starfað mikið í ítöisku utanríkisþjónustunni og var síðast sérlegur fulltrúi S. þ. í Jórdaníu. NTB-Kingston, 24. ágúst. Fólk á Jamica negldi fyrir glugga og tjóðraði niður hús sín á sama tíma og skip flýttu sér til hafnar, af ótta við fellibylinn Cleo, sem í dag stefndi með mikl um hraða á eyna. Yfirvöld á Kúbu hafa fyrirskipað aðgerðir í Oriente héraði svo sem um neyðarástand væri að ræða, ef ske kynni, að hvirfilbylurinn breytti um stefnu og færi yfir Kúbu. NTB-Stokkhólmi, 24. ágúst. Sænska lögreglan rannsakar nú óvenjulcgt slys, sem varð síðast liðna nótt, er 23 hestar úr her- deild einni, skammt fyrir utan Gævle, fældust og hlupu á fjóra bíla í hinni miklu umferð á þjóð- veginum þar rétt hjá. 52 ára göm- ul kona lét lífið og fjórar mann eskjur aðrar slösuðust alvarlega, er bifreiðar óku í myrkrinu inn í hestahópinn. Fellibylur þessi æddi yfir eyna Guadaloupe um síðustu helgi og fórust þá 13 manns, en 20.000 manns misstu heimili sín. Tjón á byggingum og uppskeru er met ið á 450 milljónir dollara. 3538 íbúðir eyðilögðust og 7500 stór skemmdust. Vatns- og rafmagns- leiðslur rofnuðu og 100 km. langar símalínur rifnuðu niður. Bandarískar veðurstofur vör- uðu yfirvöld á Jamaica við felli- Lögreglan hyggst nú reyna að komast til botns i þessu máli, því að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem hestarnir fælast og ryðjast í gegnum girðinguna, sem er um beitiland þeirra. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn, sem þeir fara út á þjóðveginn og hafa aldrei verið eins trylltir og í nótt er þeir brutust út. Einn hestur drapst í árekstri við bifreið og annar slasaðist svo bylnum og varð þar uppi fótur og fit. Verzlanir tæmdust nær í mikl um innkaupum fólksins, sem bjó sig undir komu óveðursíns. Fellibylurinn fer með 63 sek- undmetra hraða og stefnir nú beint á Jamaica. Á Kúbu voru og miklar varúðar ráðstafanir gerðar í dag, m. a. var allt fólk flutt brott frá þeim héruðum, sem standa lægst á eynni. mjög að aflífa varð hann. Konan, sem fórst sat við hlið manns síns í framsætí bifreiðar. Manninn sakaði ekki að öðru lcyti en því, að hann fékk mikið taugaáfall, eins og raunar flest fólkið í bifreíðunum fjórum, sem í árekstrum lenti. Meira en 100 hermenn og 25 lögreglumenn voru þegar í stað kallaðir út til að handsama hestana og tókst það eftir mikinn eltingarleik. Árekstur bifreiða og 23 óðra hrossa T i M 1 N N, þriðiudaglnn 25. ógúst 1764 2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.