Tíminn - 28.08.1964, Blaðsíða 8
rx
GUNNAR BERGMANN
Danska á flagg-
skipi íslenzka
flotans
Bg hafði ekki siglt með Gull-
fossí fyrr en nú, og Reykjavík
var tæpast úr augsýn, þegar
klukkan kallaði og öllum var
boðið í miðdegiskaffið. En sem
ég gekk gegnum borðsalinn á
fyrsta farrými og heyrði á tal
þjónanna, varð ég heldur en
ekki hissa og gat varla trúað
eigin eyrum, að þeir mæltu all
ir á dönsku. Ég hafði orð á
þessu víð sessunaut minn við
borðið og gat ekki að því gert
að spyrja, hvort við hefðum
villzt um borð í Drottninguna,
því að ég vissi ekki um annað
farþegaskip í förum milli ís-
lands og útlanda en Dronning
Alexandrine, þar sem danska
væri ríkjandi tunga um borð,
og því áttí ég sízt von á, að
nefnd þjóðtunga væri búin að
ná yfirhöndinni á öllu þjóna-
liðinu á flaggskipi íslenzka flot
ans.
En þetta var ekki misheyrn
og við höfðum ekki farið skipa
villt. Á fyrsta plássi á Gullfossi
ér yfirþjónninn danskur og hið
sáma eru allir hinir þjónarn-
ir, að einum undanskildum.
Nú þykist ég ekki hafa neitt
teljandi ofnæmi fyrir útlend-
ingum á íslandi og hef síður
en svo á móti því, að annarra
þjóða menn hafi þar vinnu-
frelsi að vissu marki. Þó kom
mér þetta svo spánskt fyrir
eyru, að ég notaði fyrsta tæki
færi til að grennslast eftir því
hjá eínhverjum íslenzkum yf-
irmönnum hverju sætti, að
tunga okkar gömlu herraþjóð
ar væri hafin svo til vegs hjá
óskabarni íslands. Og blaða
mannsforvitninni var fljótlega
svalað með þeim afdráttarlausu
og kláru upplýsingum, að það
gengi sífellt verr hin seinni ár-
in að „halda árunni hreinni",
hvað þetta snerti, á íslenzkum
skipum, einnig Gullfossi. fs-
lenzkir veitíngaþjónar bæru
svo miklu meira úr býtum í
landi en á skipunum, allt að
þrefalt meira. Því væri ekki
um annað að gera en leita út
fyrir landsteinana eftir vinnu-
kraftí til að ganga um beina
um borð. Nú væri svo komið,
að nálega helmingur þessarar
stéttar á Gullfossi væri dansk-
ur, langflestir þó á fyrsta
plássi. Þegar ég spurði, hvers
vegna þeir væru fremur dansk
ir en enskir eða enn annarra
þjóða menn, var mér svarað
því til, að það væri hendinní
næst að leita fyrir sér í
Kaupmannahöfn, annarri enda-
höfn skipsins í sumarsigling-
um, en raunar væri ástandið
í þessum efnum lítið betra í
Danmörku eða Englandl eða
enn öðrum löndum, þar sem
þjónar hefðu mun betur upp
úr sér í landi og sæktust ekki
eftir að ráða sig um borð í
skipin, nema stuttan tíma, upp
á sport fremur en af hagnaðar-
von. Aukaþóknunin væri svo
miklu drýgri á veitingastöðum
í, landi, þjórféð og „prósent-,
urnar“ r'uíh b’órð éKkí " ‘fténi&
hluti ' áf- því, fæstirf farþégá‘
sinntu því að rétta aukaskild-
ing af því það væri ekki skylda
og búið að borga fæði og hús-
næði fyrir fram.
Góður er maturinn á Gull-
fossi, ekki eru það neinar ýkj-
ur, og það er eftirsjá að margri
krásinni, sem búið er að hest-
húsa og ekki fyrr staðið upp
frá borðum en taka þarf blátt
strik til að skila góðgætinu í
hafið, að ég ekki tali um
þá, sem verður svo brátt, að
þeir draga ekkí einu sinni út
að borðstokknum, heidur losa
sig á miðju gólfi. Skelfing
mega það vera svipleg enda-
lok dýrindis máltíðar, kannski
fjórir gómsætir réttir, fram
reiddír tígulega og afhentir
með bugti og sveiflum á blóm
skreytt borð með uppstrýluðum
pentudúkum og kertaijósum.
Og svo er allt farið til ónýtis
annaðhvort á miðju golfi eða
yfir borðstokkinn. En sem bet-
ur fer, eru þeir ekki margir,
sem mæta að matborðínu og
verða svo fljótt viðskila við
lostætið, flestir geta hamið
þetta og notið sem vera ber.
En eitt þjóðerni er þarna öðru
matlystugra. Um helmingur far
þega á fyrsta plássi eru Þjóð
verjar, sem flestir eru að koma
úr íslandsferð á vegum ein-
hverrar þýzkrar ferðaskrif-
stofu. Ekki veit ég hvort rétt
sé að segja, að þeir hafi kunn
að manna bezt að meta þenn
an ágæta mat, en þeir létu ekki
sitt eftir liggja og gerðu hon
um rösklegri skil en aðrir í
þessu ágæta mötuneyti. Ég þyk
ist geta tekið allfreklega til
matar míns, þegar bezt lætur,
en það var nú hreinasta óvera
á móts við þetta, svo ég verð
að viðurkenna það þegar, ég
treysti mér ekki í kappát við
Þjóðverja. Landi minn einn,
sem sat í kallfæri, býsnaðist
mikið yfir þessu, og var ekki
nema von, honum lá við að
missa kvíslina og hnífinn og
öll vopn úr höndum sér, svo
furðu sleginn varð hann iðu-
lega af að horfa upp á matar
tiltektir þýzkaranna. Má merki
légt véra, éf það er ekki þjóð
areinkenni að Vera svona lang-
soltinn sí og æ, ár og daga og
alla tíð.
Uppi í reyksalnum er setið
eftir hverja máltíð og fær þar
hver sinn kaffibolla, ósvikið
kaffi eins og hverjum íslend
ingi hæfir, mér er næst að
halda að það sé fyrsta flokks,
en ekki annars, þriðja eða
fjórða flokks, eins og selt er
í búðunum heima, hvað þá
að því sé spillt með óæti því,
sem kallast kaffibætir, en af
jafnóskiljanlegum ástæðum hef
ur hjá okkur fengið hið skrítí
lega útlenda heiti export, sem
enginn útlendingur skilur í
þeirri merkingu, ekki frekar
en þýðir að biðja um svoköll
uð smoking-föt í fataverzlun
um á Bretlandseyjum. Það orð
þýðir allt annað hjá engilsöx-
um. Jæja, sem sagt, kaffið á
Gullfossi er afbragð, og svo
bregður við, þegar að því kem-
ur, að hinir dönskur þénarar
ráðast ekki til uppgöngu í
reyksalinn, hvort sem það staf
ar af því að það sé eitthvað
óæðra að skenkja bara í kaffi
bolla en bera mat á borð, en
það eru ungþjónar íslenzkir,
sem ganga um beína í reyksaln
um. í útskoti öðrum megin frá
salnum er barinn, sem er all-
vinsæll staður þegar hann er
opinn, en annað útskot er fram
lenging af salnum, og þar
hanga ný íslenzk abstrakt mál-
verk, tvö, eftir þá Jóhannes Jó
hannesson og Karl Kvaran. Ann
að er ekki listaverkyns inni í
salnum, en i framhlið hans,
millí dyranna, er geysistórt mál
verk af Gullfossi (fossinum en
ekki skiþinu) eftir Jón Stefáns
son. Ef eitthvað ætti að setja
út á viðurgerning við farþega á
Gullfossi, þá er það helzt híð
sama og gerist á öðrum ís-
lenzkum farþegaskipum, að
ekki er boðið upp á nein
skemmtiatriði. Kannski er
betra að sleppa þeim alveg en
mata fólk á þeim liðlangan dag
ínn, en skaðlaust væri að hafa
einhverja dægrastyttingu af
því tagi.
Þetta fór ég meðal annars
að spyrja Kristján skipstjóra
Aðalsteinsson um, þegar ég
labbaði mig upp í brúna til
hans og hann bauð mér inn
í skrifstofu sína. Ég spurði
hann um málverkin, hvort þeir
ætluðu að fara að koma sér
upp llstasafni um borð. Ekki
kvaðst Kristján halda að það
stæði til. Eftir bruna í skipinu
í fyrra hefði reyksalurinn ver
ið stækkaður og þá keyptar
•myndir eftir þessa tvo og hengd
ar á veggina. Hins vegar væri
myndin eftir Jón Stefánsson
miklu eldri í skipinu. Hann
sagði mér, að Jón hefði oft
ferðazt með Gullfossi, venju-
lega tekið sér far heim frá
Kaupmannahöfn í júní til að
dveljast á fslandi til hausts. Síð
ustu æviárin var Jón orðinn
mjög fótaveikur og átti erfitt
um gang, og Kristján minntist
þess, að Jón hefði verið með
á skipinu þegar verkfall stóð
yfir heima og bönnuð vinna
við skípið, þegar það kom til
Reykjavíkur, aðeins leyft að
leggjast upp að til að farþegar
gætu gengið á land. Þá hefði
Jón málari verið ófær til
gangs og vinir hans hefðu kom
ið um borð til að bera hann í
land.
Ég spurði Kristján hvort
Halldór Laxness væri ekki tíð-
ur farþegi á Gullfossi. Jú, hann
hélt nú það. Halldór ferðaðist
ekki öðruvísi landa milli en
sjóleiðis og nærri alltaf með
Gullfossi. Líklega hefði enginn
farþegi ferðazt oftar með Gull
fossí en Halldór, hann þekkti
skipið eins og hver annar
heimamaður þar, og Kristján
kvaðst oft spyrja Halldór um
það, hvernig bezt hentaði eitt
og annað farþegum í hag. Hall
dór bæri Gullfossi vel söguna,
þætti aðbúnaður eins og bezt
væri á kosið í mörgum fyrsta
flokks hótelum, fyrir utan það.
að þar væri svo miklu ódýrara
að búa en á hótelunum í Lond
on og Höfn og París. Annar
sá farþegi, sem einna tíðastur
gestur væri á Gullfossi í milli
landasiglingum, væri Ásbjörn
Ólafsson heildsali, sagði Krist-
ján, sem hefur verið á Gull-
fossi síðan 1952, en skípstjóri
hefur hann verið þar síðan
1958, mjög vel látinn, eftir því
sem ég komst næst.
Áður en stefnan er tekin
suður frá íslandi áleiðis út, er
siglt nærri Surtsey, og að þessu
sinni sendi Surtur farþegum
síðustu kveðjuna frá Islandi
með því að þeysa nokkrum eld
spýjum upp í næturhimininn.
Hversu hrifnii sem innfæddir
eða útlendir hafa orðið af einu
eða öðru inni á meginlandi ís-
lands, þá nær hrifning þeirra
af furðum Íslands hámarkí við
þá ógleymanlegu sýn að sjá
Surt að verki, einkum eftir að
rökkrið er sigið yfir.
Farþegarnir i þessari ferð
eru af nokkrum þjóðernum
nærri helmingur íslendingar
Framhald á síðu iJ
J
8
T I M I N N, föstudaginn 28. ágúst 1964