Tíminn - 28.08.1964, Blaðsíða 16
Föstudagur 28. ágúst 1964.
194. tbl.
48. árg.
RÓSTUR Á SEYÐISFIRDl
IH Seyðisfirði, 27. ágúst.
Heldur hefur verið óróasamt á
Seyðisfirði í brælunni að undan-
förnu. Bæði norsk og íslen«k skip
hafa legið inni á firðwium, og
kauptún'ið hefur verið krökkt af
sjómönnum, einkum Norðmönn-
um. Svo mikil róstur var í bæn-
um , að vopnað lögreglulið af
Hér eru þær að pússa einn splunkunýjan Vauxhali. Frá vinstri, Munda, SÍgrún og Margrét. (Tlmam' KJ)
Þær vinna á bílaverkstæði
KJ-Reykjavík 27. ágúst.
Þau eru ekki mörg bílaverk
stæðin hér á landi, sem geta
státað af, því að hafa stúlkur
í þjónustu sinni, eins og Bfla
verkstæðið á Kópavogshálsi get
ur gert. Þar eru nú starfandi
þrjár stúlkur á verkstæðinu,
og líkar vistin vel. Og það sem
meira er, forráðamenn verk-
stæðisins eru hæstánægðir með
stúlkurnar, en þær vinna við að
bóna bfla og búa þá undir
sprautun.
Eyjólfur verkstjóri tjáði
okkur að sér hefði komið til
hugar að fá stúlkur á vérkstæð
ið fyrir mörgum árum síðan.
Svo í vor þegar manneklan var
sem mest, setti hann auglýs-
ingu í blað og ekki stóð á um
sækjendum um störf á verk-
stæðinu. Hann réði 6 stúlkur í
upphafi, og þrjár af þeim til
stutts tíma. Reynsluna af hin
um þrem kvað Eyjólfur góða,
og stúlkurnar hefðu marga
kosti umfram karlmenn í þess
um störfum.
Stúlkurnar þrjár, Munda Jó
hannsdóttir, Margrét Hafliða-
dóttir og Sigríður Haraldsdótt
ir voru í óða önn að bóna og
hreinsa nýjan Vauxhall þegar
okkur bar að garði og gáfum
okkur á tal við þær.
— Hvort finnst ykkur nú
meira gaman að pússa bíla eða
borð og stóla?
— Pússa bíla maður, var
svarað í einu hljóði.
— Og þið eruð auðvitað
komnar með „bíladellu"?
— Tvær okkar hafa lært á
bíl í sumar, en það er ekki
þar með sagt að við séum
með neina „bíladellu“.
— En hverjir eru uppáhalds
bílarnir ykkar?
— Chevrolettinn, hann er
lang „sætastur“ svara þær ein
um rómi.
— Hvernig líkar ykkur svo
vinnan?
— Alveg ágætlega, við vinn
um frá átta á morgnana til
Eramh a Ols
norska eftirlitsskipinu var til
staðar, bæði dag og nótt. Áfeng-
issölunni á Seyðisfirði var lokað
fyrir hálfum máumði og hefur
ekki verið opnuð enn, en sprútt-
salar hafa lifað góðu lífi á með-
an og gengur brennivínsflaskan á
6—900 krónur. í dag héldu flest
skipin úr höfn, og eru bæjar-
búar hinir ánægðustu, þar sem
þeim hefur ekki orðið mikið
svefnsamt að undanföwiu, böll
hafa verið mjög tíð og kvik-
myndasýningar 4 sinnum á dag.
ENN FRESTUN
I MÁLI ÁGÚSTS
KJ-Reykjavík 27. ágúst.
I morgun kl. 10 var settur rétt-
ur á skrifstofu yfirborgarfógetans
í Reykjavík, og tekið fyrir mál
Ágústs Sigurðssonar. Verjandi lög
fræðingsins Jóhannesar Lárusson
ar lagði fram greinargerð, en
frekari aðgerðum var frestað þar
til á fimmtudag í næstu viku.
í réttinum voru mættir yfirborg
arfógeti Kristján Kristjánsson
með skrifara sínum Jóni B. Jóns
syni, verjandi lögfræðingsins Jó-
hannesar Lárussonar, Kristján
Eiríksson hrl., Ágúst Sigurðsson
verkamaður og Bergur Sigur-
björnsson aðstoðarmaður hans.
Kristján Eiríksson verjandi Jó-
hannesar lagði fram greinargerð
gegn rökstuddri greinargerð
Ágústs er lögð var fram fyrir
viku síðan á uppboðsstað. Við
framlagnínguna spurði verjandinn
1600 TUNNUR
UT AF JÖKLI
EJ-Reykjavík, 27. ágúst.
Höfrungur in hefur aftur veitt
sfld í Jökuldjúpinu. f nótt fékk
hann þar 900 tunnur, en hann
hafði áður fetngið þar 700 tunnur.
Höfrungur III landaði í dag tæp-
um 600 turnium á Akranesi, en fór
með 300 tunnur til Reykjavíkur,
og tók Bæjarútgerðin á móti þeim
afla.
Ekkert símasamband við NA-land
KH-Reykjavík, 27. ágúst. | í gærkvöldi, að sæsímastrengur-
Símasambandslaust hefur verið inn yfir þveran Eyjafjörð slitnaði.
að kalla við Norðausturland síðan Er unnið að því að setja niður
90 tonn af járni
í brimbrjétinn
KRJÚLBolungarvík, 27. ágúst.
Hafnargerðinni er nú að Ijúka
hér að þessu sinni, og búið er að
steypa þann hluta brimbrjótsins,
sem áformáð var að gera í ár.
Gert var ráð fyrír að unnið yrði
fyrir 3,5 til 4 milljónir í sumar.
Sem dæmi um styrkleika brim-
brjótsins má geta þess, að 90
tonn af járnþili fóru til þess að
klæða það, sem eftir var frá fyrra
verki fyrir enda brimbrjótsins, og
nokkuð upp með honum að utan-
verðu. Að þessu loknu var fyllt
upp með gljóti og möl, þar á milli,
og járnbentar grindur voru lagð-
ar ofan á þetta og síðan steypt
yfir. 1 og
Um uppsetningu og gerð járn-
netsins annaðist Vélsmiðja Bol-
ungarvíkur, og var unnið að því á
þeirra vegum á meðan birta leyfði
og er því verki nú lokið. Einnig
er lokið við að steypa yfir dekk
brimbrjótsins, sem fyrir var tek-
inn í sumar.
bráðbirgðastreng, og er búizt v’ið,
áð hann verði tilbúinn til notk-
unar í fyrsta lagi annað kvöld.
Óhappið varð um kl. hálf átta í
gærkvöldi, rétt eftir að Laugar-
foss lagði frá bryggju á Akur-
eyri, og er talið, að skipið hafi
slitið strenginn, sem liggur frá
Oddeyrartanga þvert yfir fjörð-
inn. Ólafur Tómasson, verkfræð-
ingur hjá símanum, sagði blað-
inu. að strax hefði verið lagt af
stað úr Reykjavík með bráða-
birgðastreng, sem nú væri verið
að leggja, og ef verkið gengi vel,
yrðu flest samböndin komin seint
annað kvöld. Slitni strengurinn
verður svo tekinn upp í næsta
mánuði og gert við hann.
Sæsímastrengurirm er 12 línu
istrengur með fjölsímasamböndum
ivið Húsavík, Raufarhöfn og
ÍEgilsstaði, en þarna kemur einnig
inn í radíósamband frá stöðinni á
Vaðlaheiði til Siglufjarðar. Má
heita, að það sé algjörlega síma-
sambandslaust við Norðaustur-
land, þar sem aðeins eru tvö sam-
bönd við allt þetta svæði.
um númer það er greinargerðin
ætti að vera Eitthvað var það ekki
á hreinu, nema hvað yfirborgar
Framh. á 15. síðu
Sumarsanilcomur Fram-
sóknarmanna á Akureyri
og í Eyiafirói.
FREYVANGUR
Sumarsamkoma Framsóknar-
manna í Freyvangi verður haldire
laugardaginn 5. september kl.
20.30. Ræðumenn verða Eysteinn
Jónsson og Hjörtur Eldjárn.
Smárakvarlettinn og Jón Gunn-
laugsson skemmta. Póló og Erla
leika og syrogja fyrir dansi. Sæta-
ferðir verða frá Ferðaskrifstof-
unni, Túngötu 1, Akureyri.
Eysteinn
ÁRSKÓGUR
Hjörtur
Sumarsamkoma
Framsóknar-
manna í Árskógi
verður haldin
sunnud. 6. sept-
ember kl. 20.30.
Ræðumenn verða
Eysteinn Jónsson
og Ingvar Gísla,-
Ingvar son. Smárakvart-
ettinn og Jón Gunnlaugsson
skemmta. Póló og Erla leika og
syngja fyrir dansinum.
Kjörhúðarbíll / Kópavogi
I gær tók KRON í notkun
Kjörbúðarbíl í Kópavogi, og
er það sá fyrsti sem ber merki
félagsins. Þessi bíll er sérstak-
lega yfirbyggður og innréttað-
ur með tilliti til kjörbúðar-
vagns, og í honum eru allar al-
gengar vörur sem fást í kjör-
búðum. Vagninn mun verða
staðscttur i Kópavogi, og fara
þar á milli staða á daginn. Sér
stök stæði hefur KRON látið
útbúa handa vagninum, og eru
þau á þeim stöðum þar sem
langt er í verzlanir. Ekki er
að efa að húsmæður í Kópa-
vogi munu kunna vel að not-
færa sér þá þjónustu sem
KRON býður hér upp á. Þrír
aðilar eiga nú kjörbúðarvagna
hér á landi, en Kaupfélag
Hafnfirðinga innleiddi hingað
þessa nýjung í verzlunarhátt
um. Hér á myndinni er af
greiðslufólk í nýja vagninum,
Guðmundur Jónsson og Hadda
Ilalldórsdóttir. (Tímamynd-K.I)