Tíminn - 02.09.1964, Síða 16
t
Miðvikudagur 2. september 1964.
198. tbl. 48. árg.
Prentarar segja
upp samningum
EJ-Reykjavík, 1. september.
BÆÐI Bókbindarafélagið og
Prentarafélagið héldu fundi nú
fyrir niánaðamótin og ákváðu þar
að segja upp saniningum sínum við
atvinnurekendur frá og með 1.
októbcr næstkomandi.
EKKERT
UPPBOÐ
.JK-Reykjaví’k, 1. sept.
í MORGUNBLAÐINU í gær seg-
ir á sjöttu síðu, að Ágústi Sigurðs-
syni verkamanni hafi verið fram-
selt boðið í húseign sína og sé
uppboð það úr sögunni, sem nokk-
ur blaðaskrif hafa orðið um und-
anfarið. Þá er birt yfirlýsing frá
Ágústi, þar sem hann segist hafa
náð samkomulagi við Jóhannes
Lárusson hrl. um að Ágúst haldi
eign sinni. Kennir Ágúst aðstand-
endum Frjálsrar þjóðar um að
ekki hafi náðst samkomulag fyrr.
Datt í stiga
ogbeiöbana
KJ-Rvík, 1. sept.
UM liádegisbilið
í gær
varð hörmulegt banaslys að
Staðarhóli við Dyngjuveg
hcr í borginni, er 21 árs
gömul stúlka féll niður stiga
og lézt nokkrum klukku-
stundum síðar af völdum
meiðsla, er hun hlaut.
Stúlkan, Elínrós Jóhanns-
dóttir var á leið niður stig-
ann, um hádegisbilið, ásamt
sjö ára dreng. Festi hún
sóla, á hægri fótar skó, með
einhverjum hætti efst í stig-
anum, og við það féll hún
fram yfir sig. Elínrós var
fljótlega flutt í sjúkrabíl á
Slysavarðstofuna, og þaðan
á Landakotsspítalann, þar
sem hún lézt um fjögur-leyt
ið í gær. Hún hafði hlotið
mikið höfuðhögg.
Samkvæmt síðustu samningum,
rann samningstíminn bæði hjá bók
bindurum og prenturum út um
mánaðamótin ágúst-september, en
uppsagnarfrestur er einn mánuð-
ur.
MJÓLKIN LÆKKAR
FB-Reykjavík, 1. sept.
VERÐ á nýmjólk hefur nú verið
lækkað, og nemur lækkunin 1 kr.
og 30 aurum á hvern lítra. í dag
var um leið hætt að selja mjólk í
lausu máli, og hefur það verið
gert að beiðni hellbrigðisyfirvald-
anna.
Verðið á nýmjólkinni verður nú
sem hér segir: Mjólk í flöskum 1
lítri kr. 5,10, Vz lítri 2,70, 14 l,tri
1,55 og % lítri kr. 1,95. Ejnn lítri
af hyrnumjólk kostar nú kr. 5,50
og V\ lítri hyrnumjólk kostar kr.
1,65.
Verðið miðast við að niður-
greiðslur til starfandi mjólkurbúa
verði kr. 4,42 á lítra af mjólk í
lausu cnáli og kr. 4,47 á lílrann
af flöskumjólk.
í dag var hætt að selja mjólk í
lausu máli í mjólkurbúðum í Rvík.
Byggist þetta á beiðni heilbrigðis-
yfirvaldanna þar að lútandi, en
Framh á 15 siðu
• •
KONURNAR SAKNA ÞJÓN-
USTUNNAR EF KJÖRBÍL-
ARNIR VERÐA BANNAÐIR
KJ-Reykjavík, 1. sept.
Nokkur styr hefur staðið um
hinn nýja kjörbúðarvagn
KRON í Kópavogi, og hefur
bæjarfógetinn þar eindregið
verið á móti þessari verzlunar-
nýjung. Það síðasta sem gerzt
hefur i máli þessu, er, að málíð
er komið til Dómsmálaráðu-
neytisins, og verður afgreitt
þar einhvern næstu daga.
Tíminn fór í dag, og hafði
tal af nokkrum húsmæðrum á
Alfhólsveginum og í „brekkun
um“ vegna tilkomu kjörbúðar
bílsins og hvernig þeim litist
á, ef ætti nú að svipta þær
þeim þægindum, sem kjör-
búðarbíllinn veitir þeim.
Öll voru svörin á einn veg:
„Við viljum alls ekki missa
bílinn, því hann hefur þegar
sýnt, að hann kemur vi stað
venjulegrar matvöruverzlunar"
Ein húsmóðirin á Álfhólsvegin-
um sagði að húsmæðurnar þar
í kring myndu alls ekki una
því að bannað yrði að starf
rækja bílinn, þær myndu þá
taka til sinna raða, til að fá
því framgengt að bíllinn yrði
starfræktur áfram. Önnur, sem
búið hefur þarna á hálsinum
í tuttugu og fimm ár, sagði að
þetta hefði verið eins og í af-
dala sveit hvað verzlunarmálin
snerti, þangað til kjörbúðar
vagninn kom til sögunnar
Kramh a nls >
ViBskiptavinur afgreiddur í kjörbílnum í Kópavogi.
(Tímamynd, KJ).
J
700 HOFUNDAR SEMJA ALFRÆÐI-
ORDABÓK LÚTERSTRÚARMANNA
HF-Reykjavík, 1. september.
í dag hefur lútherska heirns-
sambandið haldið áfram ýmsum
fundarstörfum. M. a. var fundur
í guðfræðideildinni rætt var um
Suður-Ameríku og ýmiss vandamál
liennar og loks voru ýmsir nefnd
arfundir. Á fundi guðfræðideild
arinnar var lesin upp greinargerð
númer 75, sem var borin upp fyrir
aðalfundinn í Hclsinki en ekki
samþykkt, heldur vísað til guð-
fræðideildarinnar til nánari um-
ræðna og útgáfu.
Greinargerð þessi fjallar um
þá trúarsetningu, að syndarar öðl
ist réttlætingu gagnvart guði fyrir
trúna á Krist. í lok næsta árs
er gert ráð fyrír, að alfræðiorða
bók Lútherska heimssambandsins
komi á markaðinn. Rúmlega 700
viðurkenndir rithöfundar hafa tek
ið þessa bók saman, sem í verða
2.500 greinar, fyrir utan fjöl-
mörg æviágrip. Bókin mun fjalla
um kirkju- og trúarsiði Lútherskra
kirkna og verða því t. d. í bókinni
kaflar um trúarlega list, trúboð og
aðra góðgerðarstarfsemi, kristi-
lega menntun, trúarreglur, kirkju-
sögu og ótal margt fleira. Á stjórn
arnefndarfundi heimssambandsins
í gær var samþykkt, að veíta 1.4
milljón dollara fjárhagsaðstoð til
kirkna i Afríku og Asíu og að
franska yrði nú fimmtánda tungu
málið, sem útvarpsstöð heimssam
bandsins í Etiópíu útvarpaði dag
skrá á. Loks hefur forseti heims-
sambandsins, dr. Sciotz lagt til,
að haldin verði nokkurs konar al-
þjóðarráðstefna, þar sem einingar
viðræður allra kirkjudeilda
mundu fara fram.
1700 HEFJA SKOLA-
GÖNGU í REYKJAVÍK
HF-Reykjavík, 1. september.
í ttag áttu í kringum 6000 reyk-
vísk börn að byrja í skólanum,
þar af 1700, sem nú komu í fyrsta
skipti í skóla. í haust öðlaðist sú
breyting gildi, að 10 ára börnin
byrja í skólanum 1. septembcr,
en 11 og 12 ára börnin byrja
um miðjan september, Þessi
breyting er eiginlega gerð í til-
raunaskyni og eftir aö vita, hvern
ig hún verður í reynd.
Einn nýr barnaskóli tekur til
starfa í haust, Álftamýrarskóli, og
tekur hann allar sex bekkjardeild
irnar, jafnframt er verið að
byggja mikið við Laugalækjar
skólann. Ragnar Georgsson, skóla-
stjóri, sagði blaðinu í dag, að
þrengsli í barnaskólum borgarinn
ar væru ekki tilfinnanleg.
í vor sem leið var í fyrsta skipli
viðhöfð sú nýbreytni, að sjö ára
börnin sóttu hálfs raánaðar vor-
námskeið í skólum sínum. Auð-
veldar þetta mjög skólagöngu
barnanna síðar um haustið, þar
sem þau venjast skólanum. Einnig
léttir þetta mjög starfið fyrir
kennurum, því þeir prófa börnin
á vorin og raða svo niður i bekki
yfir sumarið.
Öldöur baröist
um í flugvélinni
HF-Reykjavík, 1. sept.
UM 11-leytið í gærkvöldi var
lögreglan í Reykjavík kölluð
út á flugvöll til að vera þar
viðstödd komu áætlunarflugvél
ar Flugfélags íslands frá Akur-
eyri. Ástæðan var sú, að um
borð var dauðadrukkinn tnaður,
sem gripið hafði nokkurs kon-
ar æði, er flugvélin kom í loft
upp. Hélt hann uppi óspektum
í vélinni og þótti öruggara, að
lögreglan væri til taks, þegar
hann stigi út úr vélinni.
Maðurinn var hins vegar hinn
rólegasti, þegar á leiðarenda
var komið og flutti lögreglan
hann í Síðumúla. Maðurinn.
sem var mjög drukkinn, byrj-
aði að ráðast á samferðafólk
sitt og urðu menn að halda
honum í skefjum með valdi
alla leiðina. Með þessari vél
komu 30 skipstnenn af varð-
skipinu Ægi í bæinn, en Ægir
liggur nú í höfn á Akureyri.