Alþýðublaðið - 22.10.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.10.1953, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐSÐ Fimmtudagur 22. október 1953 Útgefandi: Alþýðuflokkurin'n. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarsson Meðritstjóri: Helgi Sæmunösson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamemn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. Þeir eru ailtaf að svara sjálfum sér Í>EGAR Einar Olgeirsson - nokkru eftir kosningarnar í J sumar skrifaði miðstjórn AI- þýðuflokksins ódagsctt bréf og óskaði eftir, a'ð hafnar yrðu við ræður um sameiginlega bar- áttu fyrir hagsmunamálum værkalýðsins, spurði margur: Er þetta ærlega meint? Eða er þetta eitt af hinum mörgu áróðursplöggum, sem kommún istar um allan heim senda frá sér með stuttum millibilum? Nú eru þessar spumingar, 1 fólksins, sem vonaði, að hér, væri um hugarfarsbreytingu en ekki áróðursbragð að ræða, þagnaðar. Og af hverju eru þær hljóðn aðar? Af því a'ð vonirnar, sem bréfið vakti hjá ýmsum, eru nú slokknaðar. Og það er Þjóð viljinn, blað Sósíalistaflokks- ins, sem hefur gengið af þeim dauðum. Fólk sagði ofur einfaldlega: J Ef kommúnistar óska nú af heiluni hug samstarfs við Al- þýðuflokkinn, mun rógburðar- og mannskemmdatónn Þjóð- viljans í garð forustumanna Alþýðuflokksins hverfa úr dálkum blaðsins. Þá mun Þjóð viljinn líka hætta að tortryggja og afflytja afstöðu Alþýðu- flokksins til góðra mála. Þá mun Þjóðviljinn a. m. k. taka upp óhlutdræga og jafnvel vin gjarnlega blaðamennsku gagn vart Alþýðuflokknum. Ef þessi breyting hefði átt sér stað, hefðu það orðið blað- lesendum svo áberandi um- skipti, að þau hefön ekki farið fram hjá nokkrum manni. En það hefur enginn orðið þessarar breytingar var. Þessi breyting hefur nefnilega ekki átt sér stað. Mannhaturspólitík Þjóðvilj- ans heldur áfram. Og henni er enn sem fyrr beint gegn for- ustumönnum Alþýðuflokksins öllum öðrum fremur. Hjartans mál þeirra Þjóðviljamanna eru atburðir,. sem gerast í löndum Austur-Evrópu, í Rússlandi og Kína. Og af innanlandsmálun- um eru árásír á Alþýðuflokk- xnn og Alþýðuflokksmenn sett- ar með stærstu letri og valinn bezti staður í blaðinu. Þegar Alþýðubla'ðið birti fyr Ir nokkru síðan stórmerkar greinar um húsnæðisneyðina í Reykjavík — greinar, sem vöktu alþjóðarathygli — þá var fjarri því, að Þjóðviljinn léti í Ijós fögnuð sinn og tæki undir málflutning Alþýðublaðs ins. Nei, þvert á móti. Fyrsta viðbragð hans í þessu máli var níð um Alþýðuflokkinn. Hann gerði máttlausar tilraunir íil að koma því einn hjá lesendum sínum, a'ð Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið sæti á svikráðum við húsnæðislausa fólkið. Og þessi vi'ðbrögð Þjóðvilj- ans heyra ekki undantekning- unum til. Þetta er algild regla blaðsins, engu síður EFTIR að Einar Olgeirsson sendí sam- vinnu- og sáttaboðið, en áður en það sá dagsins Ijós. Með þessum ólánlegu og ó- drengilegu vinnubrögðum hafa kommúnistar sjálfir verið að svara bréfi formanns síns. Þeir hafa verið að sýna það svart á hvítu, að þeim er einmitt ekki Ijós nauðsyn sú, sem oft var nefnd í bréfi Einars Olgeirsson ar, á því, áð fólkið í þessum tveimur flokkum „taki hönd- um saman“. Þeir hafa ekki stefnt að því að „binda endi á þá skaðlegu sundrungu, sein Einar minntist á, og viður- kenndi nú fyrst, að væri ein- ungis „vatn á myllu auðmanna stéttarinnar í landinu“. Hjá þeim hefur ekki örlað á þeim GÓÐA VILJA, sem Einar taldi að leitt gæti til samstarfs a'f- þýðufólksins í báðum flokkum, bæði á sviði stjórnmálabarátt- unnar og verkalýðssamtak- anna. Það eru a. m. k. einkennileg vinnubrögð, að endurtaka í sí- fellu: Þið eruð amlóðar, þræl- menni og svikarar, en segja svo jafnframt: Blessaðiv verið þið, við skulum binda endi á alla sundrungu, við skulum taka höndum saman, við skulum vinna í sátt og samlyndi og jafna allan skoðanaágreining okkar á milli. Það er augljóst mál, að þeir, sem þannig vinna að sáttum, vilja ekki sjálfir að sættir kom ist á. Þeir VILJA fá neitandi svör við sátta- og samstarfs- hjali sínu. En gera sér bara vonir um að sitt sýnist hverj- um í röðum andstæðinganna, og samstarfstilboðið geti þann- ig orðið að sundrungarefni. En í þessu efní skjátlast kom’ múnistum. „Samfvlkingartak- tik“ þeirra er löngu orðin af- hjúpuð. Á henni tekur enginn mark. Enginn Alþýðuflokks- maður lætur sér detta í hug að ganga til móts við kommúnism ann. Lýðræðisjafnaðarstefna og einræðissósíalismi eiga enga samleið. Það hefur reynslan sýnt um allan heinx bæði fyrr og síðar. j j En ef við Alþýðuflokksmenn verffum varir við einlægan viljír í orði eða vcrkí til sam- starís um Jausn máJa á grund- velli jafnaðarstefmumar, hvort sem er á sviði stjórnmála eða verkalýðsmála, skal ekki standa á okkur. Við viljum mikið til þess vinna, að íslenzk alþýða geti sameinazt í hags- muna- og menningarbaráttu, sinni. Við viljum helzt af öllu, a'ð öll íslenzk alþýða geti sam- einazt í einum lýðræðissinnuð um jafnaðarmannaflokki. —1 En ef þetta er líka vilji Einars j Olgeirssonar og þjóna hans í Þjóðviljanum, þá er æskilegt að þess sæist á næstunni ein- hver vottur í orði eða verki. En það er víst, að orðbragð eins og í forustugrein Þjóðviljaris í gær stefnir hvorki til sátta né sameiningar. Það er einungis efni til aukinnar sundrungar. Það er einmitt vatn á myllu auðmannastéttarinnar í land- inu og annarra ekki. Fliótir til hroskans. Tígrisdýrsungarnir á myndinni eru aðeins fjögurra mánaða J t * gamlir, en þó engin lömb að leika sér við, svo fljótir eru þeir til þroskans. Þeir eru fæddir í dýragarðinum í Kaupm^nnahöfn, en hafa verið seldir til Ame ríku og eru nú sennilega á leið vestur um haf. Dýrahirðirinn á myndinni heitir Andreassen og er mjög stoltur af þessum skjólstæðingum sínum. Samtal við Gísla Sigurbjörnsson forstjóra: Fleiri og iullkomnari elliheimili STARFSEMI og rekstur Elli heimilisins Grundar hér í bæn um fer sífellt vaxandi, bygging arnar aukast, og starfið nær til æ fleiri greina. Fyrir til- tölulega skömmu var ný álma tekin til notkunar og gengu byggingaframkvæmdir svo greiðlega, að óvenjulegt er hér á landi. Nú er verið að reisa ( nýja viðbótarbyggingu, sem vonandi verður fullgerð á' næsta sumri. Um þessar mund j ir dvelja 303 vistmenn í elli-' heimilinu, en þrátt fyrir mjög j öran vöxt þess er alls ekki j hægt að fullnægja eftirspurn- ' inni. Þegar viðbótarbyggingin verður fullgerð, verður enn hægt að bæta við um 50 vist- mönnum, en samt munu enn margir verða á biðlista. VÖXTURINN MJÖG ÖR Hinn öri vöxtur þessarar starfsemi stafar ekki einungis af fólksfjölda og mjög hækk- dndi meðalaldri fólks, framför- um í læknavísindum og betri meðferð á gömlu fólki, heldur einnig af því, að starfsemin mælist vel fyrir og það verður j æ Ijósara, að betra er í flestum tiLfelIum, að gamalmenn eigi titt cigið i-cimhi lieidur en að þau dvelji á einkaheimilum1 þar sem þau þurfa að hafa aðra lif’naðarháttu en yngra fólk, ' sem er önnum kafið í starfi og vill njóta liðandi stundar. Alþýðublaðið hefur snúið sér til Gísla Sigurbjörnssonar for-! stjóra Elliheimilisins og rætt ( við hann um starfsemi Elliheim j ilisins, starf elliheimila yfir höfuð og þörf fyrir það,- að fleiri elliheimili verði reist. EKKI HÆGT AÐ UPPFYLLA KRÖFUR TÍMANNA, „Þessi starfsemi hefur vaxið svo ört“, segir forstjórinn „að ökkur gat ekki dréymt um það í upphafi. en vitanlega er þetta afleiðing þróunarinnar í mann úðar- og hjúkrunarmálum. Ég 'hygg, að mismunurinn verði mönnum ljós, ef þeir gera sam anburð á kjörum gamals fólks fyrir 25 árum, þó að lengra sé ekki leitað, og svo nú. En þrátt fyrir hinn öra vöxt hefur alls ekki verið hægt að uppfylla kröfur tímanna. Það hefur bæði skort fjármagn og eins skilning og framtak hfnna opin beru aðila. Við þurfum að auka starfsemi elliheimilisins hér i Reykjavík um allan helming, og það þarf að byggja elli- og hjúkrunarheimili víða um land. Ég hef að sjálfsögðu vegna starfs míns hugsað um GÍSLI SIGURBJÖRNS- SON FORSTJÓRI rekur í samtali þessu við Alþýöu- blaðið nauðsyn þess að kom- ið verði upp hér fleiri og fullkomnari elliheimilum og bendir á.úrræði til að það geti orðið. Framfarirnar í félagsmálum íslendinga hafa reynzt stórfelldar undanfar in ár, en þó skortir enn á það, að nægilega vel sé búið að gamla fólkinu, sem slitið hefur kröftum sínum á löng um og ströngum vinnudegi ævinnar. Úr því ber sam- félaginu Skylda til að bæta. þessi mál árum saman og reynt af öllum mætti að knýja frarn til átaka og framkvæmda. Ég hef rætt við alla aðila um þau, ríkisstjórnir, borgarstjóra, for stjóra Tryggingastofnunar rík ins og fjármálamenn, einnig lækna og heilbrigðisyfirvöld. Margt hefur verið gert. E'n ég skal játa, að ég er óþolinmóður og þykir ekki ganga nogu Ve'l. Það er til spakmæli um það, að menn geti markað menningu þjóða á því, hvernig þær búi að börnum sínum og eldra fólki. Það er áreiðanlega rétt. Við gerum margt fyrir börnin, að minnsta kosti virðist ekki skorta skólana, en minna er gert fyrir gamla fólkið, fólkið, sem búið er að Ijúka sínu hlut- verki og þarf á hvíld, friði og hjúkrun að halda. Að vísu eru kjör þess nú, miðað við það sem fyrrum var, allt önnur, e>' þó er enn margt gamalme'nna, sem lifir í einstæðingsskap og við bláfátækt. Ellilaunin og ö? orkuhjálpin hafa bætt mikið, en miklu meira er hægt að gera — og ekkert vantar, aðjnínum dómi, nema framtak, skilning og vilja. Það þarf að byggja fleiri elliheimili. GRUNDVÖLLURINN TIL. Og þetta er hægt. Bæir, sýsl- ur, hreppar, félög og einstakl- ingar eiga að reisa elliheimili. Vitanlega þarf að finna grund- völl undir rekstur þeirra. Þann grundvoll er hægt að fá með því að verðlagsákvæði við greiðslu á ellilaunum, falli nið ur, það er að öll elliheimili séu talin á fyrsta verðlagssvæði. Emnig þarf að framkvæma það ákvæði 17. greinar lag- anna um almannatryggingar, ( að 40% uppbótin á ellilaunin nái til flestra vistmanna á elli- heimilum, enda eru þeir, sem ■ dvelja í slíkum heimilum, und- antekningarlítið eignalaust eða eigna lítið fólk. Með því að miða greiðslu tryggingastofnun arinnar til vistmanna í elli- heimilum við kostnað við dvöl þeirra, er fundinn grundvöll- ur fyrir rekstur heimilanna, en nú er kostnaðurinn hér í Reykjavík kr. 1245,00 á mán- uði, en það er um 500 kr. meira en greitt er frá tryggingastofn unÍTini miðað við 40% hækk- un. GAMALMENNI EIGA AÐ DVELJÁ í HEIMILUM. Ef löggjafinn færi þessa leið, þá myndu bæja- og sveitafélög ráðast í byggingu elliheirnila, og brátt myndu .gamalmenni nær eingöngu dvelja í heimil- um, en sannleikurinn er sá, að eftir að gamalt fólk hefur kynnzt rekstri heimilanna og aðbúð þeirra, vill það'lieldur dvelja á þeim en í heimahúsum Fm. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.